Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 45
Krossgáta
Lárétt | 1 afdrep, 4 lætur
af hendi, 7 nabbinn,
8 krók, 9 afreksverk,
11 geta gert, 13 ýlfra,
14 kvendýrið, 15 heitur,
17 á húsi, 20 bókstafur,
22 etti, 23 formóðirin,
24 skrika til, 25 hími.
Lóðrétt | 1 sóðaleg kona,
2 hátíðin, 3 uppspretta,
4 kát, 5 fallegur, 6 kind,
10 stefnan, 12 for, 13 ekki
gömul, 15 buxur, 16 rotn-
unarlyktin, 18 hand-
leggir, 19 sundfugl,
20 hlífa, 21 heiti.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kvalafull, 8 dulur, 9 aldan, 10 ill, 11 liður,
13 launa, 15 byggs, 18 fisks, 21 tía, 22 lustu, 23 leyna,
24 handlanga.
Lóðrétt: 2 valið, 3 lærir, 4 fjall, 5 lyddu, 6 ódæl, 7 unna,
12 ugg, 13 ali, 15 ball, 16 gista, 17 stund, 18 falla,
19 stygg, 20 skap.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Endurtaktu eftir mér: Ég er ekki
minn versti óvinur. Láttu það velkjast um
í huganum og bragðaðu á því á tungu-
broddinum. Ef þú ert enn ekki sann-
færður, skaltu biðja einhvern afsökunar.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ráðríkt fólk hefur þann slæma ósið
að taka ekki ósætti til greina. Þannig fá
þeir friðarsinna eins og þig til að gera
uppreisn. Forðastu frekjudollurnar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefur gaman af góðu rifrildi
– og illi tvíburinn þinn er sammála. Svo
þegar þú ert að undirbúa eitt slíkt hoppar
hann af kæti. Og það kætast fleiri.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þér líka ekki breytingar. En
hvernig væri að prófa nýja bragðtegund
af ís eða jafnvel finna þér andlega fjöl-
skyldu í stað þeirrar venjulegu? Leið
hamingjunnar er óútreiknanleg.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Stundum þegar þú sérð hlutina í
öðru ljósi en félagi þinn er það kallað rifr-
ildi, stundum ástríða. Þú ert opinn fyrir
því að skipta um skoðun og það gerist.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Náið samband étur þig upp eins og
villidýr og þú ræður ekkert við það. En þú
vilt það heldur ekki. Það er svo spennandi
hvað allt er ófyrirsjáanlegt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn
í þér. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú
átt aðdáenda. Farðu silkihönskum um
þessa vitneskju, þroskuð ást er viðkvæm.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Aðdráttarafl persónuleika
þíns er augljóst. Þegar sannfæringar-
kraftur þinn og sjarmi eru í hámarki,
skaltu viðurkenna yfirburði þína yfir hin-
um saklausu.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þegar orkan heima fyrir er öll
í rugli, reynir makinn að koma skikki á
hlutina. Skipuleggið í kvöld hver á hvaða
svæði. Þetta hefur góð áhrif á framtíðina.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Breytingar geta sett allt á
hvolf en þú hefur gott af þeim. Kannski að
vinnufélagi kveðji og þú fáir að leiða
meira skapandi verkefni. Frábær tíma-
setning.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú kemur jafnvægi á ánægju
þína með því að smakka á ýmsu: nýrri
tónlist, bókum, umhverfi og fólki. Síðan
geturðu farið aftur heim sæll og sáttur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Hverfulleiki ástar og lífs kemur
þér reglulega í uppnám. Seinna geturðu
dæmt um hvort kynni dagsins séu æði eða
alveg hryllingur. Bíddu bara.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. b4 Rf6 2. Bb2 g6 3. e3 Bg7 4. c4 O-O
5. Rf3 d6 6. Be2 c6 7. O-O a6 8. d3 Rbd7
9. Rbd2 b6 10. d4 c5 11. a3 Bb7 12. Db3
Dc7 13. Hac1 Hfb8 14. Hfd1 a5 15. Rb1
axb4 16. axb4 Re4 17. Rfd2 Rxd2 18.
Hxd2 Dc6 19. Bf3 Da4 20. Dxa4 Hxa4
21. dxc5 Bxf3 22. gxf3 bxc5 23. b5
Staðan kom upp á alþjóðlegu minn-
ingarmóti Þráins Guðmundssonar sem
er nýlokið í Skákhöllinni í Faxafeni 12.
Ingvar Ásbjörnsson (2.016) hafði
svart gegn lettneska stórmeistaranum
Viesturs Meijers (2.485). 23. … Bxb2!
24. Hxb2 Re5 svartur hótar nú peð-
unum á c4 og f3 ásamt riddaragaffli á
d3. 25. Hbc2 Rxf3+ 26. Kg2 Re5 27.
Hc3 Rd7 28. Rd2 Rb6 svartur er nú
peði yfir og innbyrti íslenski táningur-
inn vinninginn af nokkru öryggi rúm-
um tuttugu leikjum síðar.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Tvöfalt innkast.
Norður
♠ÁKG
♥865
♦G97
♣8754
Vestur Austur
♠1043 ♠D72
♥G973 ♥D
♦Á3 ♦D108652
♣D1032 ♣ÁK6
Suður
♠9865
♥ÁK1042
♦K4
♣G9
Suður spilar 2♥
Legan er á bandi varnarinnar, enda
fóru margir sagnhafar Íslandsmótsins
tvo niður með því að svína í spaða og
spila tígli á kóng. Hermann Friðriks-
son stóð sig mun betur. Út kom lauf,
Hermann trompaði það þriðja og lagði
niður hjartaás. Austur hafði opnað á
tígli og Hermanni þótti grunsamlegt að
vestur skyldi ekki koma þar út, svo
hann staðsetti tígulásinn í vestur og
drottningarnar í spaða og tígli hjá opn-
aranum. Hermann lét trompið eiga sig,
fór inn á blindan á spaðaás og stakk
fjórða laufið smátt. Spilaði síðan kóng
og gosa í spaða og neyddi austur til að
hreyfa tígulinn. Hermann hleypti á
gosann, vestur drap með ás og komst
út á tígli í bili, en varð að trompa spað-
ann sem kom næst og spila hjarta upp í
K10. Átta slagir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Íslensku lýðheilsuverðlaunin voru veitt á þriðjudag.Hver fékk þessa viðurkenningu?
2 Hvað hét rússneski forsetinn fyrrverandi sem borinnvar til grafar í Moskvu í gær?
3 Hvaða fræga leikkona prýðir málverk Andy Warholsem verður boðið upp á Hótel Sögu á sunnudag?
4Manchester United vann AC Milan í fyrri undan-úrslitaleik liðanna í Meistardeild Evrópu í knatt-
spyrnu á þriðjudaginn. Tveir ungir knattspyrnumenn
gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Hvað heita þeir?
Svör við spurningum
gærdagsins:
1. Milli hvaða tveggja
frambjóðenda í forseta-
kosningunum í Frakk-
landi verður kosið 6.
maí? Svar: Nicolas Sar-
kozy og Segolene Royal.
2. Hvað heita þeir Kví-
skerjabræður sem voru
heiðraðir um síðustu
helgi. Svar: Kvískerja-
bræður heita Helgi, Hálfdán og Sigurður Björnssynir. 3. Hver varð
markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla í handknattleik? Svar:
Valdimar Þórsson. 4. Hverjir eru höfundar söngleiksins Grettis
sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu? Svar: Ólafur Haukur Símon-
arsson, Egill Ólafsson og Þórarin Eldjárn.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
MONIKA Keller þroskasálfræðing-
ur kynnir niðurstöður úr rannsókn
á félagssiðferðilegri rökleiðslu hjá
börnum og unglingum á aldrinum
7–19 ára. Fyrirlesturinn verður
haldinn í fyrirlestrasalnum Bratta í
húsnæði Kennaraháskólans við
Stakkahlíð kl. 16 í dag, fimmtudag-
inn 26. apríl.
Íslensku þátttakendurnir voru
hluti af langtímarannsókninni „Ein-
staklingsþroski og félagsgerð“,
samstjórnendur Wolfgang Edel-
stein við Max Planck-stofnunina í
Berlín og Sigurjón Björnsson við
Háskóla Íslands. Rannsóknin náði
yfir 120 þátttakendur af báðum
kynjum frá Reykjavík og 60 úr
dreifbýlinu. Í fyrirlestrinum verður
athyglinni beint að gögnum úr
rannsókninni um félags- og siðferð-
isþroska. Kannaður var almennur
skilningur þátttakenda á hugtökum
eins og náin vinátta, samband for-
eldris og barns og að halda loforð.
Einnig var spurt um rökleiðslu
þeirra í sérstökum aðstæðum eins
og hvort halda ætti loforð og segja
satt eða ekki þegar nánir vinir, for-
eldrar og börn ættu hlut að máli.
Niðurstöðurnar leiða í ljós svip-
aðar niðurstöður varðandi vissa
þætti þroskaferlis barna svo sem
rökhugsun, segir í fréttatilkynn-
ingu. Í ljós kom að ákveðnir hlutar
þroskaferlis eru menningarbundnir
svo sem ákvarðanataka og áhuga-
hvöt. Gögnin leiða einnig í ljós flók-
ið samspil þroska, viðfangsefna,
menningar og sögulegs tíma.
Fyrirlestur um
einstaklings-
þroska og
félagsgerð
EINAR Kjartansson flytur erindið
„Kortlagning hafsbotnsins við Vest-
mannaeyjar“ föstudaginn 27. apríl
kl. 12.30. Erindið verður flutt í
fundarsal á fyrstu hæð Skúlagötu 4
og eru allir velkomnir.
Sjá nánar á vefslóðinni:
http://www.hafro.is/undir.php?-
ID=19&nanar=1REF=3&-
fID=5224.
Hafsbotninn
við EyjarÁRSFUNDIR Kennarasambands Ís-
lands og skólamálaráðs KÍ verða
haldnir á Hótel Sögu á morgun,
föstudaginn 27. apríl næstkomandi.
Að ársfundi KÍ loknum hefst sam-
eiginlegur fundur skólamálaráðs
og ársfundarfulltrúa KÍ undir yfir-
skriftinni „Menntastefna morgun-
dagsins“.
Á fundinum fer fram umræða um
störf og tillögur nefnda sem skip-
aðar voru í framhaldi af svonefndu
tíu punkta samkomulagi KÍ og
menntamálaráðherra frá 2. febrúar
2006.
M.a. verður fjallað um eftirfar-
andi:
Tillögur starfshóps um sveigjan-
leika og fjölbreytni í námi sem fela í
sér róttækar umbætur í skóla-
málum og aukin réttindi nemenda
og jafnrétti til náms, m.a. verði lög-
fest sveigjanleg skil grunn- og
framhaldsskóla og fræðsluskylda
verði til 18 ára aldurs.
Endurskoðun laga um lögvernd-
un kennarastarfa og lengingu
kennaramenntunar.
Endurskoðun leikskólalaga,
grunnskólalaga og framhalds-
skólalaga.
Menntastefna
morgundagsins
Á NÆSTUNNI verða Vinir Ind-
lands og Vinir Kenía með sjálf-
boðaliðanámskeið í Múltikúltí
(multikulti.is), Ingólfsstræti 8.
Námskeiðið hefst í dag, fimmtu-
daginn 27. apríl, kl. 19.30 og
verður fram haldið 29. apríl, 3.
maí og 5. maí. Námskeiðið kostar
10.000 kr. og rennur allur ágóði í
ferðasjóð félaganna. Nánari upp-
lýsingar og skráning í síma 899-
6570 eða netfangið kjartan@isl-
andia.is.
Sjálfboðaliða-
námskeið
FÉLAG íslenskra fræða fagnar 60
ára afmæli sínu á morgun, föstu-
daginn 27. apríl nk. Af því tilefni
býður stjórn félagsins félagsmönn-
um og öðrum velunnurum til af-
mælisfagnaðar í Skólabæ við
Suðurgötu kl. 17.15.
Félag íslenskra
fræða 60 ára
FRÉTTIR