Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÓRIR umsækjendur eru um stöðu yfirlögregluþjóns á Selfossi en umsóknarfrestur rann út 15. apríl. Skipað verður í stöðuna frá 1. júní næstkomandi. Umsækjendur um stöðuna eru: Benedikt Helgi Benediktsson, lögreglufulltrúi hjá LRH, Guð- mundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá RLS, Oddur Árnason, aðstoð- aryfirlögregluþjónn á Selfossi og settur yfirlögregluþjónn, og Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði. Fjórir sækja um stöðu FERÐAMÁLARÁÐ Evrópu halda aðalfund sinn í annað sinn á Íslandi í dag, 26. apríl, og sækja hann á fimmta tug fulltrúa frá þeim 38 Evrópulöndum sem eiga aðild að samtökunum. Tilgangur Ferðamálaráðs Evr- ópu er að efla ferðamannastraum til Evrópu. Gengið verður frá inn- göngu Georgíu í samtökin við at- höfn á Nordica hóteli kl. 11:00 í dag, fimmtudag. Athöfnin hefst með stuttu ávarpi Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra. Ferðafundur IÐJUÞJÁLFUN á geðdeild LSH við Hringbraut mun 1. maí 2007 leggja niður alla þjónustu við nýinnritaða sjúklinga móttökudeilda og göngu- deildar. Þjónusta iðjuþjálfa skerðist því verulega frá og með þeim degi. Á vef Landspítalans segir að því miður hafi ekki tekist að ráða nýja iðjuþjálfa til starfa fyrir þá sem hafa hætt undanfarið. Fyrir vikið hafa ekki verið skrifaðir inn nýir einstaklingar í iðjuþjálfun frá því um áramót. Í sumar munu þeir starfsmenn sem eftir eru sinna þeim skjólstæðingum sem ekki hefur tek- ist að útskrifa eða finna önnur úr- ræði fyrir. Iðjuþjálfanemar verða ráðnir í sumarafleysingastöður. Morgunblaðið/Kristinn Fá enga iðjuþjálfun FIMM grunnskólar fengu við- urkenninguna Varðliðar umhverf- isins á degi umhverfisins sem var haldinn hátíðlegur í gær. Af því til- efni var umhverfisvefurinn Náttúr- an.is opnaður og Landvernd gaf út leiðarvísinn Skref fyrir skref. Um- hverfisráðherra veitti verktakafyr- irtækinu Bechtel umhverfisvið- urkenninguna Kuðunginn. Foldaskóli fékk viðurkenningu fyrir ljósmyndaverkefni sem fjallaði m.a. um mengun og sorp- hirðu. 5.3 í Hólabrekkuskóla fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Ruslpóstur. 9. bekkur í Álftamýr- arskóla fyrir verkefnið Við eigum aðeins eina jörð. Nemendur Lýsu- hólsskóla fyrir að stika gönguleið um Kambsskarð og verkefnið „virkjun Stubbalækjar“. Nemendur í Grunnskóla Tálknafjarðar fyrir umhverfissáttmála og átak í því að hjóla og ganga. Morgunblaðið/Þorkell Dagur umhverfis Tileinkaður loftslagsmálum og hreinni orku. Verðlaun á degi umhverfis FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VÍÐTÆKAR ráðstafanir hafa verið gerðar á þeim tíma sem liðinn er frá því bandarísk stjórnvöld til- kynntu um brottför varnarliðsins sem miða að því að tryggja öryggi og varnir landsins. Viðræður hafa átt sér stað í vetur við Norðmenn, Dani, Breta og Kanadamenn um aukið samstarf á sviði öryggis- og varnar- mála, almannavarnir verða endur- skipulagðar, sérsveit Ríkislögreglu- stjóra verður efld og Landhelgisgæslan stórefld svo nokkuð sé nefnt. Í dag verður undirritað samkomu- lag við bæði Norðmenn og Dani um aukið samstarf sem er veigamikill þáttur í því hvernig háttað verður eftirliti og viðbúnaði hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis landið á frið- artímum. Segja má að þær fjölþættu aðgerðir sem stjórnvöld hafa unnið að séu mun víðtækari en svo að þær falli undir hefðbundna skilgreiningu á öryggis- og varnarmálum. Snúa þær m.a. að öryggisgæslu borgara- legra stofnana og lögreglusamvinnu milli landa, auknu eftirliti á hafinu, viðbúnaði gegn mengunarslysum, samstarfi um leit og björgun o.s.frv. Áherslan hefur færst frá landvörn- um í hefðbundnum skilningi til heimavarna, eins og dómsmálaráð- herra hefur orðað það. Öryggissvæði til hernaðarþarfa Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. sem stofnað var í haust vinnur að framtíðarþróun og umbreytingu á fyrrv. varnarsvæði. Eru m.a. uppi áform um alþjóðlegan háskóla á svæðinu. Jafnframt hefur verið skipulagt og afmarkað öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll fyrir herflug- vélar og verður það nýtt til æfinga og varna á vegum Bandaríkjanna og annarra aðildarríkja NATO og til annarra hernaðarþarfa. Öryggis- svæðið er undir yfirstjórn utanrík- isráðherra. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra kynnti fyrir skömmu frum- varp um endurskoðun laga um al- mannavarnir sem miðar að því að efla almennt öryggi. Gert er ráð fyrir að komið verði á fót miðstöð þar sem tengdir eru saman allir aðilar sem koma að öryggismálum innanlands. Ráðherrann fjallaði um þessar áætl- anir á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs 29. mars sl. Við þetta tækifæri greindi dóms- málaráðherra einnig frá tillögu um stofnun 240 manna launaðs varaliðs lögreglu og almannavarna vegna sérstaks löggæsluviðbúnaðar. Sagt var frá tilvist sérstakrar greiningardeildar hjá sýslumanns- embættinu á Keflavíkurflugvelli í greinaflokki hér í Morgunblaðinu í desember sl. Valgerður Sverrisdótt- ir utanríkisráðherra greindi svo frá tilvist greiningardeildarinnar á fundi um öryggis- og varnarmál í Háskóla Íslands í janúar sl. Ljóst er að grein- ingardeildinni, sem á m.a. að meta hernaðarlegar upplýsingar frá ná- grannalöndum, er ætlað að gegna þýðingarmiklu hlutverki. „Hér er um að ræða upplýsingar er varða ytra öryggi ríkisins, þ.m.t. um hern- aðarmál, en ekki um innlend málefni. Utanríkisráðuneytið mun því fara áfram með þetta verkefni í samræmi við okkar stjórnskipun,“ sagði utan- ríkisráðherra á fyrrnefndum fundi. Ekki er þó með öllu ljóst af ummæl- um ráðamanna hver staða greining- ardeildarinnar verður innan stjórn- kerfisins. Í fyrrnefndri ræðu Björns Bjarnasonar rifjaði hann upp að komið var á fót sérstakri greining- ardeild á vegum ríkislögreglustjóra um seinustu áramót. Sérfræðingar ESB, sem unnu úttekt á stöðu lög- reglunnar með hliðsjón af hryðju- verkavörnum, lögðu til að komið yrði á fót öryggis- og greiningarþjónustu lögreglunnar. Sagði dómsmálaráð- herra að með stofnun hennar hér á landi ætti Ísland að geta tekið auk- inn þátt í samstarfi innan ESB á þessu sviði. Sagði hann einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði verið í sérstöku trúnaðarsam- starfi við stofnanir á vegum NATO þegar embætti hans heyrði undir ut- anríkisráðuneytið. Með brotthvarfi varnarliðsins hefði utanríkisráðu- neytið þessi verkefni enn í sínum höndum. Embætti sýslumanns hefði nú verið flutt undir stjórn dóms- málaráðuneytis. „Til að samhæfa öfl- un og úrvinnslu allra upplýsinga um öryggismál, hvort sem þær koma frá NATO eða öðrum, er eðlilegt, að þær renni nú til hinnar nýju greiningar- deildar og Landhelgisgæslu sem hafa lögbundið hlutverk við örygg- isgæslu á sjó og landi. Slík skipan þjónar öryggishagsmunum þjóðar- innar best,“ sagði Björn í erindinu. Viðræður standa yfir um fram- tíð ratsjárkerfisins Á seinasta ári fékk Ísland aðild að Mannvirkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins og hefjast greiðslur í sjóðinn í fyrsta sinn á þessu ári. Þá hófust viðræður í febr. sl. milli Íslands og Bandaríkjanna um framtíð ratsjár- og loftvarnakerfisins. Í samkomulagi Bandaríkjanna og Íslands við brott- hvarf varnarliðsins var m.a. gengið út frá því að Bandaríkin stæðu að rekstri ratsjárstöðva til 15. ágúst á þessu ári. Fram að þeim tíma á að ljúka með tvíhliða viðræðum og við NATO hvernig fjármögnun, framtíð- arrekstur og fyrirkomulag loft- varnakerfisins verður á næstu árum. Þá er unnið að því að koma á fót samstarfsvettvangi fulltrúa stjórn- málaflokka um öryggi landsins. Loks ber svo að geta, að í október sl. var gengið frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis sem tekur að sér að byggja upp og reka fullkomið Tetra-fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land. Er gert ráð fyrir að upp- byggingu þess ljúki í næsta mánuði. Öryggið eflt á öllum sviðum Morgunblaðið/Golli Meta aðstöðuna. Fulltrúar norskra stjórnvalda kynntu sér aðstöðuna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í desember sl. Skoðuðu þeir m.a. flugskýli þar sem F-16 orrustuþotur bandaríska flughersins voru áður geymdar. Í HNOTSKURN »Ísland mun taka viðrekstri íslenska loftvarna- kerfisins. »Bandaríkin ætla að haldaárlega tvíhliða og eða fjöl- þjóðlegar heræfingar hér á landi að fengnu samþykki ís- lenskra stjórnvalda. »Afgirt öryggissvæðið áKeflavíkurflugvelli verður nýtt til heræfinga og móttöku herflugvéla. UNNIÐ er að stóreflingu á starfsemi og tækjakosti Landhelgisgæslunnar. Leigðar hafa verið þyrlur til landsins sem brúa bilið þar til keyptar verða stórar og langdrægar björg- unarþyrlur. Eru nú fjórar þyrlur auk gömlu Fokker-flugvélarinnar í flug- flota Gæslunnar. Hinn 15. maí bætist vel búin björgunar- og leitarþyrla í flotann. 20. desember sl. voru und- irritaðir samningar um smíði nýs varðskips sem smíðað er í Chile, en það er hannað í Noregi og allur bún- aður í skipið er keyptur þar. Reiknað er með að nýtt skip og ný flugvél fyrir Gæsluna verði tilbúin um mitt ár 2009. Í janúar sl. undirrituðu dóms- málaráðherra og varnarmálaráð- herra Dana samkomulag um nánara samstarf Gæslunnar og danska flot- ans um eftirlit, leit og björgun á N- Atlantshafi. Einnig hefur náðst sam- komulag á milli bandarísku strand- gæslunnar og Landhelgisgæslunnar um að undirritaður verði samstarfs- samningur í ágúst um leit og björgun, samvinnu um reglubundna upplýs- ingamiðlun, vöktun skipaferða, þjálf- un, starfsmannaskipti o.fl. Geta farið óhindrað um lögsög- una og tekið þátt í aðgerðum Að mati Georgs Lárussonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar, er sam- komulagið við Dani hið mikilvægasta sem undirritað hefur verið um örygg- ismál Íslendinga á síðari árum. „Það kveður á um virk samskipti og samvinnu á hafinu í kringum Ís- land, bæði fyrir austan okkur og vest- an,“ segir Georg. „Þetta samstarf er mjög mikilvægt í öryggismálum og við leit og björgun.“ Að sögn Georgs felst m.a. í þessu samstarfi að herskip úr danska flotanum geta farið óhindr- að um íslensku lögsöguna og tekið þátt í aðgerðum. „Hins vegar koma þeir ekki til með að verða með fisk- veiðieftirlit nema í samráði við okkur innan 200 mílnanna. En það er ekki útilokað að þeir komi að þeim málum ef íslensk og dönsk stjórnvöld ákveða það,“ segir hann. Um er að ræða her- skip í danska flotanum og að mati Georgs er það einstök staða að her- skip geti ferðast og athafnað sig í lög- sögu annarra ríkja án þess að það sé gert með sérstökum tilkynningum og nótuskiptum. „Hið sama gildir um okkur. Við förum út fyrir okkar lög- sögu ef á þarf að halda,“ segir Georg. Að sögn hans er samkomulagið við bandarísku strandgæsluna, sem und- irrita á í ágúst, einnig mjög mik- ilvægt. Um er að ræða gagnkvæmt samstarf, m.a. um upplýsingaskipti. Mikil endurnýjun stendur fyrir dyrum á flugflota Gæslunnar. „Það eru í gangi samningaviðræður við Kanadamenn um smíði á flugvél og það er reiknað með því að dóms- málaráðherra og fjármálaráðherra undirriti samninga um hana á allra næstu dögum,“ segir Georg. Um er að ræða vél af tegundinni Dash 8 Q300 sem er um margt gjörólík hinni nær 30 ára gömlu Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar. Möguleikar sem vélin býður upp á til eftirlitsflugs eru mun meiri. „Geta þessarar vélar er margföld á við það sem við búum við í dag, m.a. til að greina mengun og skipaumferð og allt sem fram fer á hafinu í kringum Ísland. Vélin getur greint skip í myrkri og þoku sem við getum ekki í dag.“ Hrein bylting „Þetta er hrein bylting,“ segir Georg um þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað hjá Gæslunni. „Það er verið að byggja skip, vinna að samningum um nýja flugvél, fjölga þyrlum og við eigum í viðræðum við Norðmenn um mögulega sameiginleg innkaup á þyrlum sem framtíð- arlausn. Breytingin er kannski fyrst og fremst sú að Landhelgisgæslan er ekki lengur bara ein og sér hér uppi í miðju Atlantshafi. Við erum að setja okkur inn í umheiminn með samstarfi við nágrannaþjóðir okkar um örygg- ismál, leit og björgun og þar með er- um við orðin hluti af þessari keðju við leit, björgun og eftirlit á Norður- Atlantshafi. Tími þorskastríðanna er liðinn. Tímarnir eru breyttir með stóraukinni skipaumferð og ríkin hafa færst nær hvert öðru. Dóms- málaráðherra hefur brugðist við með því að efla Landhelgisgæsluna.“ Ný flugvél í Gæsluflotann 2009 DHC-8 Q300 Vél sömu gerðar og ráðgert er að smíðuð verði í Kanada fyrir Landhelgisgæsluna. Mun hún leysa Fokker-vél Gæslunnar af hólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.