Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 112. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
LÍF Í TUSKUNUM
BREYTA HVERSDAGSLEGUM TUSKUM Í
TÖSKUR OG TEPPI, DÚKA OG BANGSA >> 20
22 MYNDIIR KEPPA Á
CANNES-HÁTÍÐ
GULLPÁLMI
AF LISTUM >> 52
FRÉTTASKÝRING
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
SUMUM blöskrar gjörsamlega
verð á myndlistarverkum hér á landi
þegar það er komið upp í á annan tug
millj. kr. en dæmi um það er Kjar-
valsmálverk sem seldist í febrúar á
rúmar 15 milljónir fyrir utan gjöld.
Eins og kona á kaffihúsi við Lauga-
veginn komst að orði í gær og hristi
höfuðið: „Þetta er bara svo fólk geti
sagst eiga fokdýrt málverk hangandi
uppi á vegg hjá sér.“
Verð á myndlist hér á landi hefur
hækkað töluvert á undanförnum
tveimur árum. Þó var það álit þeirra
sérfræðinga sem talað var við í gær
að það væri skikkanlegt miðað við er-
lendan markað. Einn sagði raunar
mikilvægt fyrir íslenska myndlist að
verða sýnilegri erlendis, þar sem all-
ur heimurinn væri undir en ekki bara
300 þúsund manna þjóðfélag.
Þó að markaður hafi skapast fyrir
nútímamyndlist hér á landi bendir
verðið til sterkari stöðu hins hefð-
bundna málverks, enda sterkt og
rótgróið í þjóðarsálinni. Ef þróunin
verður sambærileg við það sem gerist
erlendis á nútímamyndlistin nokkuð
inni.
Það hefur verið gagnrýnt að verð-
myndun fari hvorki eftir efniskostn-
aði né stærð. Hilmar Einarsson í
Morkinskinnu gefur lítið fyrir slíkt
tal. „Hvað eiga þá hallamál eða gler-
línur eftir Kristján Guðmundsson að
kosta, sem eru frábær listaverk? Það
eru gæði listaverksins sjálfs sem
skipta máli, ekki úr hverju það er
unnið. Vangaveltur um olíuliti á
striga eða vatnsliti á pappír eru ekki
til neins – annaðhvort er listaverkið
gott eða ekki.“
Í raun er ekkert annað á bak við
verðmyndun listaverka en tilfinning
og innsæi, að sögn Guðmundar Odds
Magnússonar, prófessors við LHÍ.
„Það verður aldrei fast verð sem er
óeðlilega hátt á myndlist. Ef einhver
vill borga þá er það hans mál. Ekki
liggur þetta í stærð á ramma eða
hversu olíulitirnir eru dýrir. Þetta
liggur í goðsögu. Ef hún fær á sig
verðmynd, þá getur enginn sagt að
hún sé dýr eða ódýr. Hún bara er.
Picasso selst kannski á 120 milljónir.
Og Þórarinn B. Þorláksson á 12 millj-
ónir. Þá segi ég bara til hamingju.
Það er komið goðsöguverð á hann.“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Sköpun Kjarval á vinnustofunni.
Þar sem
goðsagan
byrjar
Ekki hærra verð á
myndlist hérlendis
TÍMI dimmittenda er nú runninn upp í menntaskólum
landsins og ungmennin í Menntaskólanum í Reykjavík
héldu sína dimmissjón í gær. Þau voru þjóðleg í meira
lagi og gengu um götur í lopapeysum og sjógöllum.
Morgunblaðið/Ásdís
Þjóðlegir dimmittendur
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
ÞORSTEINN Njálsson, yfirlæknir
við Kárahnjúka, afhenti í gær Vinnu-
eftirlitinu lista með nöfnum yfir 180
starfsmanna Impregilo sem unnið
hafa í aðrennslisgöngum virkjunar-
innar sl. tvær vikur og veikst af völd-
um loftmengunar og/eða af mat-
areitrun vegna aðstöðuleysis og laks
umbúnaðar matvæla í göngunum.
Fjórtán km kafla ganganna milli
aðganga 2 og 3 á Fljótsdalsheiði var
lokað af Vinnueftirlitinu um hádegi í
fyrradag og verður ekki opnaður aft-
ur fyrr en sérfræðingar eftirlitsins
hafa staðfest fullnægjandi umbætur.
Úttekt á ástandinu verður gerð í
dag, en í gær var af hálfu Impregilo
byrjað að koma fyrir öflugum blás-
urum og öðrum viðbótarbúnaði til að
loftræsta göngin betur.
„Í dag er 21. öldin og við getum
ekki sætt okkur við að farið sé svona
með menn á Íslandi,“ sagði Þor-
steinn við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Hann undrast að Impregilo skuli
draga listann með nöfnum þeirra
sem veiktust í efa og þykir hart að
menn bregðist við með því að fara í
vörn og gera lítið úr þeim alvarlegu
aðstæðum sem uppi hafa verið. Tveir
menn hafi verið hætt komnir og þrír
þurft að leggjast á sjúkrahús vegna
eitrunareinkenna. Flestir mannanna
séu nú búnir að jafna sig, en nokkrir
hafi þó enn lungnaeinkenni.
„Impregilo og framkvæmdaeftir-
litið hafa vitað af þessu í tvær vikur
og því var þá ekki hægt á verkinu
miklu fyrr, rétt á meðan þessu var
kippt í lag svo menn þyrftu ekki að
vinna við þessar nöturlegu og hættu-
legu aðstæður?“ spyr Þorsteinn.
Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar-
maður við Kárahnjúkavirkjun gagn-
rýnir harðlega viðbrögð Vinnueftir-
lits ríkisins þar sem menn þykist
koma af fjöllum varðandi ástandið í
göngunum. Stofnunin hafi auðveld-
lega getað fylgst með málum. „Grípa
hefði átt inn í fyrr en nú er verið að
vinna vel í að leysa úr málum.“
Yfirlæknir | 19
Of seint gripið til aðgerða
í göngum við Kárahnjúka
„Getum ekki sætt okkur við að farið sé svona með menn á Íslandi,“ segir læknir
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
olafur@mbl.is
HÁTT settir þýzkir embættismenn
koma hingað til lands um miðjan
næsta mánuð til viðræðna við íslenzk
stjórnvöld um aukið samstarf í ör-
yggis- og varnarmálum. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er áhugi
á að Þýzkaland taki þátt í flugher-
æfingum hér á landi. Þýzki flugher-
inn hefur notað Keflavíkurflugvöll
mest allra NATO-herja að Banda-
ríkjaher frátöldum, en í fyrra lentu
þýzkar herflugvélar samtals 122
sinnum í Keflavík.
Íslenzk stjórnvöld kynntu hug-
myndir sínar um aukið samstarf við
önnur NATO-ríki við Norður-
Atlantshaf fyrir þýzkum embætt-
ismönnum í Berlín í vetur. Áhugi
kviknaði í framhaldinu hjá Þjóð-
verjum á auknu samstarfi við Ísland.
Ekki er gert ráð fyrir að það yrði
eins víðtækt og samið hefur verið
um við Noreg og Danmörku. Það
myndi líklega aðallega takmarkast
við heræfingar.
Í sendinefndinni, sem væntanleg
er hingað til lands, eru hátt settir
embættismenn í utanríkis- og varn-
armálaráðuneyti Þýzkalands. Þeir
munu funda með starfssystkinum
sínum í utanríkis-, dómsmála- og
forsætisráðuneyti hér á landi. | 6
Lendingar
NATO−herflugvéla
Lendingar herflugvéla NATO−ríkja,
annarra en Bandaríkjanna, í Keflavík árið
2006
Þýzkaland 122
Bretland 55
Danmörk 50
Kanada 30
Frakkland 26
Noregur 19
Heimild: Utanríkisráðuneytið
Viðræður við Þýzkaland um öryggi og varnir
Áhugi á að sveitir þýzka flughersins
taki þátt í æfingum hér á landi
TILLAGA hóps presta og guðfræð-
inga um að prestum verði heimilt að
annast hjónavígslu samkynhneigðra
var í gær kolfelld á prestastefnu sem
stendur yfir á Húsavík. Hins vegar
var samþykkt, með yfirgnæfandi
meirihluta, að lagt verði til við kirkju-
þing að prestum verði formlega heim-
ilt að blessa sambúð samkyn-
hneigðra.
Tillaga kom fram um að þeim
prestum þjóðkirkjunnar, sem það
kjósa, verði heimilað að vera „lög-
formlegir vígslumenn staðfestrar
samvistar“ á grundvelli álits kenning-
arnefndar og var henni vísað til bisk-
ups og kenningarnefndar. Sú kosning
var spennandi; tillagan var samþykkt
með 43 atkvæðum gegn 39. Hún
gengur skemmra en sú fyrstnefnda
en a.m.k. sumir í hópi þeirra sem
lögðu til að hjónavígsla yrði heimiluð
glöddust þegar þessari tillögu var vís-
að áfram. Telja það í raun stórt skref í
þá þátt sem þeir vilja stíga, þótt ekki
sé jafnfast að orði kveðið og í þeirra
eigin tillögu. | Miðopna
Tillaga
um vígslu
kolfelld