Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Helga-son fæddist í Leirhöfn á Mel- rakkasléttu 20. júní 1924. Hann lést á öldrunardeild Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga 15. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Andrea Pálína Jónsdóttir frá Ás- mundarstöðum á Melrakkasléttu, f. 17. jan. 1902, d. 18. júlí 1990, og Helgi Kristjánsson, bóndi í Leirhöfn, f. 28. des. 1894, d. 17. sept. 1982. Jóhann var elstur sex systkina, hin eru í aldursröð: Birna, f. 20. apríl 1927, d. 4. sept. 1928, Jón, f. 7. júlí 1929, Helga, f. 28. des. 1930, Hildur, f. 28. des. 1930, Birna, f. 20. apríl 1932, og Anna, f. 13. jan. 1943. Hinn 4. maí 1947 kvæntist Jó- valdi Snorra Árnasyni, f. 25. júní 1976; og Hildur, f. 27. júní 1958, maki Jón Þór Guðmundsson, f. 22. jan. 1956, dætur María, f. 4. maí 1981, maki Andri Hnikarr Jónsson, f. 10. júní 1978, og Jó- hanna, f. 22. ágúst 1985, í sambúð með Sveini Þórði Þórðarsyni, f. 9. febr. 1980. Jóhann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri vorið 1944. Hann hóf ungur búskap í Leirhöfn og var meðal frumkvöðla um kynbætur í sauðfjárrækt og rak stórt fjárbú. Hann var jafnframt vakandi fyrir nýjungum í jarðrækt og öðru er viðkom íslenskum landbúnaði. Jó- hann var virkur í félagsmálum í sinni heimabyggð og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum, m.a. sat hann í stjórn Kaupfélags N-Þing., í hreppsnefnd Presthólahrepps og var einn af frumkvöðlum að stofnun Fjallalambs á Kópaskeri. Jóhann var búnaðarþingsfulltrúi um árabil og virkur í ungmenna- félagshreyfingunni. Útför Jóhanns verður gerð frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hann Dýrleifu Andr- ésdóttur, f. á Þórs- höfn 8. nóv. 1922. Foreldrar hennar voru Arnfríður Gam- alíelsdóttir, f. 5. sept. 1894, d. 21. jan. 1928, og Andrés Fer- dínand Lúðvíksson, f. 4. maí 1898, d. 19. sept. 1977. Frá fimm ára aldri ólst Dýrleif upp hjá fósturfor- eldrum sínum, Mar- gréti Halldórsdóttur, f. 19. des. 1889, d. 21. des. 1979, og Guðmundi Björnssyni, f. 10. jan. 1892, d. 20. júlí 1948, á Hallgilsstöðum á Langanesi. Dætur Jóhanns og Dýrleifar eru: Andrea, f. 23. des. 1947; Margrét, f. 15. okt. 1949, maki Steinar Matthíasson, f. 10. sept. 1946; Arnfríður, f. 3. apríl 1953, dóttir Dýrleif Pétursdóttir, f. 7. okt. 1980, í sambúð með Þor- Þegar við hugsum um afa hugs- um við um hann með tannstöngul í munnvikinu, við hugsum um hann að borða franskar kartöflur og svið og við hugsum um hann í stólnum sínum haldandi í höndina á ömmu. Einnig hugsum við um allt sem hann kenndi okkur. Hjá afa lærð- um við að taka á móti lömbum, að marka og láta smiðsaugað ráða. Hann reyndi líka að kenna okkur hluti sem ekki gengu eins vel. Við skildum til dæmis aldrei hvernig fara ætti að því að hugsa eins og rolla eins og hann sagði okkur oft að gera. En svona var góður afi. María og Jóhanna. Góðar stundir! Þannig heilsaði og kvaddi Jóhann bóndi í Leirhöfn. Á blómaskeiði Leirhafnartorfu bjuggu þar yfir 50 manns; systkini, ættingjar og vinir, samvinna í leik og starfi, ósérhlífni, vinátta og skotheld átthagatryggð einkenndi samfélagið. Jóhann tók að nokkru við kyndli föður síns, sveitarhöfðingjans Helga í Leirhöfn, lét víða að sér kveða í félagsmálum, m.a. var hann í forystu fyrir Kaupfélag Norður- Þingeyinga, þátttakandi á pólitísk- um vettvangi og búnaðarþings- fulltrúi langa hríð. Jóhann var at- hugull, tillögugóður og mikill málafylgjumaður og ekki ónýtt fyr- ir „útkjálkabyggð“ að eiga slíkan að þegar sækja þurfti og verja hagsmunamál. Fyrst og fremst var Jóhann þó bóndi og það sæmdarheiti bar hann í héraðinu. Hann byggði Leirhöfn upp, ræktaði tún og ræktaði sinn fjárstofn sem þekktur var fyrir frjósemi og afurðir og margverð- launaðir hrútar hans eftirsóttir um allt land. En Jóhann bjó ekki einn, við hlið hans stóð Dýrleif alla tíð og til hinstu stundar. Saman ráku þau stórbýlið Leirhöfn. Æskuminning: Leirhöfn handan vatnsins sem reisuleg húsin spegl- ast í á logndögum og breytist í upp- lýsta borg á svellinu er vetra tók. Mér sem öðrum stóð Leirhöfn allt- af opin, – ekki banka – opið – hús- lykla hvergi að finna. Í fjölda ára lá þjóðvegurinn um Leirhöfn, þar var bensínafgreiðsla, símstöð og póst- afgreiðsla. Ekki vantaði tækin; jeppar, vörubílar, traktorar og hey- vinnutæki, að ógleymdri súgþurrk- un og frá henni barst niður svo vik- um skipti; vitnaði um stórbú og mikið líf, en auk heimilisfastra og vinnufólks voru gestir um lengri eða skemmri tíma sem hjálpuðu til þegar mikið var umleikis. Hey- skapur; einn að slá, annar að snúa, þriðji að binda og við hlöðudyr vörubíll með bagga og heill hópur að troða í hlöðuna. Þessu stýrði bóndi í Leirhöfn, fyrst með skóla- húfu sína frá Hvanneyri með græn- um kolli og leðuról og síðar með einhverja derhúfu sem honum lík- aði, í bláum samfestingi og innan undir í prjónabol hvernig sem viðr- aði. Skap hans fór eftir veðrinu eins og hjá fleirum þar á Leirhafn- artorfu, dagfarsprúður, ræðinn og skemmtilegur, gat verið hvass í orðum ef þannig stóð á og að sjálf- sögðu kolvitlaus ef „hann var að ganga í norðaustan rigningu“. Svo kom matur eða kaffi og á borðum biðu veitingar, randalínur, kleinur og annað heimabakað góðgæti, eða velbrúnað, feitt lambakjöt með brúnni og sultu og þarna réð Dýr- leif ríkjum. Þetta var þá. Svo liðu árin og fólki fækkaði á Leirhafnartorfu. Við búi Jóhanns tók dóttir hans og tengdasonur en bóndi jafnan skammt undan með góð ráð og drjúg voru verk hans við sauðburð, heyskap og smalanir. Ég var svo lánsamur að kynnast frænda mín- um enn frekar eftir að aldur færð- ist yfir báða. Gladdist þegar hann leitaði til mín um einhver smávik hér syðra, minnist m.a. þegar við heimsóttum vini hans í Bændahöll- inni; Jóhanni tekið sem höfðingja. Til hans sótti ég fróðleik um menn og byggð þar nyrðra. Fyrir nokkru boðaði ég mig og ráðherra í morg- unkaffi til Dýrleifar. Uppdekkað veisluborð, bóndi skrafhreifinn, las mönnum pistilinn að vanda glaður og greina mátti einlægan áhuga hans á sauðfjárræktinni og framtíð hennar. Jóhann fæddist í Leirhöfn, bjó þar allt sitt líf og fjarri honum sú hugsun að flytja burt. Við Ína mín hugsum til þín elsku Dýrleif mín sem stóðst síðustu vaktina sem aðrar með þeim sóma og reisn sem einkenndi ykkar líf; Guð blessi þig og allt þitt fólk. Ég kveð með söknuði frænda minn og vin með innilegu þakklæti fyrir allt og allt. Ég trúi því að mót- tökur hafi verið góðar hjá burtköll- uðu Leirhafnartorfufólki er Jóhann bóndi birtist og bauð góðar stundir í nýjum heimum. Hvíli hann í Guðs friði. Níels Árni Lund. Andlát frænda míns kom ekki á óvart, heilsa hans var brostin. Ótal minningar streyma fram. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á svokallaðri Leirhafnartorfu en þar bjuggu fimm og um tíma sex bræðrabörn þeirra Kristins, Sig- urðar og Helga Kristjánssonar frá Leirhöfn. Þetta var fjölmennur frændgarður, glaðvær og kátur. Þar lærði ég að skoðanir og viðhorf til lífsins eru misjöfn, en góð sam- vinna og um leið réttur einstak- lingsins var grundvöllur þessa sam- félags. Ég er frá Miðtúni sem stendur gegnt Leirhöfn en vatnið skilur á milli. Alltaf hafði ég Leir- höfn í sjónmáli. Þar bjuggu og allt- af síðan heiðurshjónin Jóhann og Dýrleif og ráku stórbýli. Ég minn- ist frænda míns sérstaklega fyrir fjárræktina. Þegar hann tók við í Leirhöfn voru búhættir þannig að gott þótti að fá eitt lamb undan hverri á, 11–12 kíló að þyngd. Jó- hann hóf fjárrækt sína með fast- mótaðar skoðanir um hvernig mætti auka frjósemi og bæta afurð- ir. Leitaði hann m.a. austur í Holt í Þistilfirði eftir hrútum. Hann hafði strax fastar hugmyndir um æski- legt vaxtarlag á fénu, það átti að vera holdmikið, vel vöðvafyllt læri, og hækillinn það sver að ekki væri hægt að spanna hann. Þetta var ekki auðvelt markmið því ær voru háfættar, vöðvarýrar en mjólkuðu sæmilega. Ógleymanlegt var að fylgjast með frænda velja sér líf- lömb og hrúta til undaneldis, – hvernig hann þuklaði þá og gimbr- arnar og vílaði ekki fyrir sér að henda frá hrútum sem stóðust ekki mat hans, þrátt fyrir að þeir væru tvílembingar og undan góðum ám. Þannig tókst honum að ná fram þeim eiginleikum sem hann sóttist eftir. Með föður mínum, Árna Pétri Lund, og Jóhanni var mikil sam- vinna um þessa fjárrækt. Þeir náðu upp mikilli frjósemi, um og yfir 90% ánna tvílembd, meðalvigt dilka þótti þeim léleg færi hún undir 16 kíló. Vigtað á hausti, vetri og vori, allt skrifað og skráð til að fylgjast með fóðrun ánna og þyngdaraukn- ingu yfir veturinn. Þetta bar árang- ur svo eftir var tekið. Jóhanni tókst að ná ætlunarverki sínu og má greinilega sjá það enn á bústofn- inum í Leirhöfn. Jóhann var einn fyrstu bænda að byggja fjárhús með vélgengum kjallara árið 1958, þá eitt það stærsta á landinu ásamt hlöðu með súgþurrkun sem þá þótti nýmæli. Fjárglöggur var Jóhann með af- brigðum og man ég aldrei til þess er vigtað var að hann þyrfti að líta á númer á kind og yfirleitt ekki eft- ir að hann hafði brennimerkt geml- ingana að vori. Stöku sinnum hjálp- aði ég til á sauðburði í Leirhöfn. Eitt kalt vorið hafði ekki verið hægt að marka út, á annað hundrað lambær inni og fullt af lömbum um alla garða og ganga. Þá varð ég vitni að því þegar Jóhann tók upp hvert ómerkt lambið á fætur öðru og lét til réttrar móður. Þetta hef ég engan séð gera. Í göngum og öðru fjárragi sá hann langar leiðir á fénu frá hvaða bæ það var án þess að líta á mark. Þannig var Jó- hann bóndi í Leirhöfn. Ég votta Dýrleifu, dætrum og öllu Leirhafnarfólki samúð mína, bið frænda mínum allrar blessunar og þakka honum allar góðar sam- verustundir. Maríus Jóhann Lund. Jóhann Helgason Þau leiðu mistök urðu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að grein Magneu frá Kleifum um Sigurjón bróður henn- ar birtist með greinum um Magneu Katrínu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Nú þegar Magga systir mömmu er dáin kemur upp í huga minn hljóðlát og góð kona sem eldaði góðan mat. Árið 1961 var ég 9 ára gömul. Þá um sumarið kom ég í sveitina til Möggu að Bjarnastöðum í Axarfirði í fyrsta skipti. Þar lærði ég að skilja mjólkina og strokka rjómann. Hún kenndi mér líka að taka í sundur skilvinduna og setja hana saman. Seinna kom ég aftur í sveitina og vann við heyskapinn. Þá kenndi hún mér að binda bagga með baggaböndum. Þegar heyskap lauk Magnea Katrín Bjarnadóttir ✝ Magnea KatrínBjarnadóttir fæddist í Miðfirði á Langanesströnd 5. október 1929. Hún lést á heimili sínu 31. mars síðastlið- inn. og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 11. apríl. voru haldin töðugjöld og bakaði Magga brauð og kökur. Borð- ið var hlaðið krásum. Eitt man ég sérstak- lega en það var þegar Magga bakaði rúg- brauð. Deigið var sett í bauk og því stungið inn í hólf á eldavél- inni. Hún byrjaði frekar seint um kvöldið og það vakti forvitni mína. Hún sagði mér að rúg- brauðið yrði ekki tilbúið fyrr en í fyrramálið en ég gat varla beðið. Þetta var löng and- vökunótt því ekki vildi ég missa af þessu. Ég beið og beið. Seinna um kvöldið kom Magga inn í eldhús og bað mig um að fara að sofa. Þrátt fyrir það fór ég margar ferðir inn í eldhús til að gá að brauðinu. Það var ekki fyrr en kominn var morg- unn að seydda rúgbrauðið var tilbú- ið. Magga las oft bækur og gat sagt manni um hvað hinar og þessar bækur fjölluðu þrátt fyrir að langur tími væri liðinn frá því hún las við- komandi bók. Hún hafði mjög gott minni. Ég sendi mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til ættingja og afkom- enda hennar. Minning hennar mun lifa í mínum huga. Kristín Bjarnadóttir. Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Henry AlbertDrake fæddist í Camberwell North, Pecham í London 15. febrúar 1919. Hann lést í Grimsby 7. apríl síðastliðinn. Hann átti tvíbura- bróður, William Drake, sem er lát- inn fyrir nokkrum árum. Foreldrar þeirra voru Henry William Drake og Florence Mabel Golding. Henry starfaði á Siglufirði á vegum breska hersins og kvænt- ist á Hvanneyri 9.3. 1942 Guð- leifu Jóhannesdóttur, f. á Hofsósi í Skagafjarðarsýslu 7.11. 1922, d. 19.4. 2006, sem var dóttir hjónanna Sigríðar Guðmunds- dóttur, f. 31.12. 1882, d. 18.3. 1965, og Jóhanns Kristinssonar frá Siglufirði, f. 25.11. 1883, d. 18.12. 1969. Henry og Guðleif eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Georg Drake/Jóhannes Jónsson, f. á Siglufirði 15.4. 1942, búsettur í Kópavogi. Börn hans eru: a) Hell- en Linda Drake, f. 29.6. 1960. Dætur hennar eru Kristjana Ósk Birgisdóttir, f. 1977, börn hennar Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, f. 1997, og Hreggviður Loki Þor- steinsson, f. 2005, og Eyrún Ösp Birgisdóttir, f. 1981. b) Unnur Millý Georgsdóttir, f. 1961. Börn hennar eru Inga Birna Dungal, f. 1980, sonur hennar Hektor Pétur Atla- son, f. 2005, Óðinn Freyr Valgeirsson, f. 1987, og Rebekka Millýardóttir, f. 1994. c) Oddný Inga Georgsdóttir For- tescue, f. 1963, bú- sett í Reykjavík. Dætur hennar eru Helga Sjöfn Ott- ósdóttir Fortescue, f. 1984, d. 2000, og Sigríður María Björnsdóttir For- tescue, f. 1988. d) Ólafur Jón Georgsson, f. 1966, búsettur í Reykjavík. Börn hans eru Elva Björk, f. 1992, Bjarni Kristinn, f. 1988, og Gunnar, f. 1999. e) Jó- hanna Guðleif Jóhannesdóttir, f. 1977, búsett í Kaupmannahöfn. f) Ögmundur Þór Jóhannesson, f. 1980. 2) Carol Ann Robinson, f. 25.5. 1946, búsett í Woking á Englandi. Börn hennar eru: a) Jilian, f. 1965, hann á tvö börn, Luce og Amy, b) Jeffrey, f. 1968, og c) Terry, f. 1973. 3) Vivienn Evelyn Burkett, f. 5.7. 1947, bú- sett í Bandaríkjunum. Börn hennar eru Judy, Kennie, sem á tvö börn, og Brandon. Henry Albert Drake og Guðleif bjuggu í Grimsby. Útför Henrys var gerð í Grimsby miðvikudaginn 18. apríl. Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóhannes 11:25,26) Þegar Guðleif amma mín dó átti Henry enski afi minn erfitt og fylltist lífsleiða. Hann var orðinn hrumur, enda aldurinn farinn að segja til sín. Hann hafði dottið og brákað bein í baki og því fengið ör- yggishnapp. Þegar hann hafði tvisvar sinnum notað hnappinn án þess að nokkuð væri að urðu sjúkraflutningsmennirnir ákveðnir í að kenna honum hvernig ætti að nota hnappinn og óku honum gegn vilja hans á hvíldarheimili þar sem hann átti að vera nokkra daga. – En þá brá svo við að gamli maður- inn vildi ekki fara heim. Hann inn- ritaði sig sjálfur, maðurinn sem hafði alltaf sagt að á elliheimili færi hann aldrei og fannst fjarska- lega gott að vera innan um fólk all- an daginn og svo var stutt í kirkj- una sem hann hafði farið í með ömmu á hverjum sunnudegi árum saman. Gömlu vinirnir komu í heimsókn og honum leið vel. Því fór hann aldrei aftur heim í litla húsið sitt. Hann var sáttur í sínu herbergi með sitt sjónvarp þar sem hann á friðsælan hátt lést í svefni. Það er skrýtið að afi er jarðaður við hlið ömmu í Grimsby daginn áður en amma dó í fyrra og er ég viss um það að þau eru núna sam- an í eilífri paradís. Hellen Linda Drake. Henry Albert Drake
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.