Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 47 SILVÍA Nótt á mest seldu plötuna á Íslandi aðra vikuna í röð. Íslend- ingar virðast því ekki hafa látið fremur slæma dóma um plötuna Goldmine á sig fá, en titillag plöt- unnar er einnig eitt það vinsælasta á Íslandi um þessar mundir eins og sjá má á listanum hér til hliðar. Mika hækkar sig um eitt sæti, fer úr þriðja í annað sætið með plötuna Life in Cartoon Motion, en tvö af þremur vinsælustu lögum landsins eru einmitt á þeirri plötu. Þá virðast Íslendingar vera byrj- aðir að búa sig undir Evróvisjón- keppnina því í þriðja sætinu er plata með öllum lögunum sem taka þátt í keppninni. Þá stekkur platan Valentine Lost beint í áttunda sæti listans, en á plötunni er framlag Ís- lands til keppninnar í ár bæði í ís- lenskri og enskri útgáfu, auk fleiri laga eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Trent Reznor og félagar hans í bandarísku rokksveitinni Nine Inch Nails koma nýir inn í tíunda sætið með sína nýjustu plötu, Year Zero. Þá er kanadíska söngkonan Avril Lavigne í tólfta sætinu með sína nýjustu plötu sem heitir því skemmtilega nafni The Best Damn Thing.                                       !                   " "#  $%&$'  #$ #( #$ %) *+ , # $ -"./ )#                !" #$ $% &$'   (" $ #   $ % )* *+$ , $  *" %*$ * )*$% # *  - $ +. /0!  $ 12*$   3 *4 5 %          !" # $ " %!"&' "(  ) ! * +( , !"'  +$ #+$!&--"./!-"" 0  " 0( $!( 12 3 $$ 45*"645$ 7& *8 " 54"  4  9: " $*& " *.+$!;"#/: 5 ./"!<" = &"&/  +$ > "6 ?% 9   @'            0  01 2 3,3  #   45 1    '  ./ )  2 36,  4%,7 8   4%,7 (,9 "-   36,             "#0/$%  $,:;<$=>    6% 6      7 . 1*$ )2 $ /0! 8 9   3*$ 3 *4 1% 9 *% *% 8%     **$  #'% 8 % / : ;< /%$ 7%' '   =' % #3 ( $% *% >%$ 0 ! $ >8 A BC4&"D 89 D E$ ": /F:  %!" $ 5G    %  D  .  ! E$ $5  6"5@  35"  55   &"1 3   9-5A $ <"  CH$ "&F$ 3 D3&""    5 A5@ 0 :"@                  2 2 2   #    %  36,   %,7 2 0  01 2 2 %  + ./ )   %,7 2  -"   Silvía Nótt situr sem fastast! Innrás Björk á sjötta vinsælasta lag landsins um þessar mundir. BRESKA drengjahljómsveitin Take That er loksins komin í efsta sæti lagalistans með lagið sitt „Pati- ence“. Lagið hefur verið á listanum í 8 vikur en er fyrst nú að komast á toppinn. Það er því ljóst að þol- inmæði þeirra félaga í Take That hefur borgað sig. Ekkert virðist draga úr vinsæld- um bresk-líbanska popparans Mika, en hann á lögin sem sitja bæði í öðru og þriðja sætinu, lögin „Relax, Take it Easy“ og „Grace Kelly“. Fyrrnefnda lagið stekkur úr 19. sætinu í annað sætið og stefnir því hraðbyri á toppinn. Hins vegar er Eiríkur Hauksson eitthvað að gefa eftir, en hann hef- ur nú setið á toppnum um nokkurt skeið. Það verður þó að teljast lík- legt að hann muni koma sterkur inn að nýju þegar nær dregur að Evr- óvisjón. Björk stekkur beint í sjötta sætið með lagið „Earth Intruders“ sem er fyrsta smáskífulagið af nýjustu plötu hennar, Volta. Þá vekur athygli að Lay Low fer beint í níunda sætið með lagið „Mojo Love“. Ástæðan er trúlega sú að Lay Low er nú á tónleika- ferðalagi um landið. Þolinmæðin þraut- ir vinnur allar! EI verður deilt um tónlistarlega hæfileika ungsnótarinnar Amy Winehouse en upp á síðkastið hefur hún aðallega verið fræg af endemum; gælir hressilega við stút á op- inberum vettvangi og velur rokk og ról lífs- stílinn alla leið. Þessi breska söngkona opnar þannig sína aðra plötu með stæl, en í hinu mjög svo grípandi „Rehab“ harðneitar hún að láta þurrka sig upp og segist einfaldleg ekki hafa tíma til þess. Restin af plöt- unni fylgir svipuðum formerkjum. „Gamaldags“ blús-, sálar- og djassskotið „R&B“, frábærlega sungið af Winehouse. Hljómur laganna er mergjaður, það er líkt og þau séu hingað komin með tímavél. Eini mínusinn er að það fer að slá nokkuð í gæði sjálfra lagasmíðanna er á líður. Blúsað með bokku í hönd Amy Winehouse – Back To Black  Arnar Eggert Thoroddsen MAÐUR rís ósjálfrátt upp við dogg þegar fréttist af nýjum verkefnum frá stórsöngv- aranum Mark Lanegan. Hvort sem það er sóló, með Queens of the Stone Age eða með Isobel Campbell (Fríða og Dýrið!) nær gull- barki þessa mikilúðlega manns iðulega að heilla. Soulsavers, sem er raftónlistardúett, leggur til dramatískar stemmur sem taka með kántrí, sálar- tónlist og gospel. Lanegan syngur í átta lögum og eins og nærri má geta er stemningin þar afar mögnuð. Þung og dulúðleg og sérstaklega á þetta við um gospelskotnu smíðarnar, segja má að ægileg fegurð kraumi þar undir. Megingallinn er sá að þegar rödd Lanegan sleppir eru Soulsavers eins og rangstæðir – hljóma dálítið eins og slöpp útgáfa af Death in Vegas. Dýrið þenur sig Soulsavers – It’s Not How Far You Fall It’s the Way You Land  Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLISTARSTEFNAN sem kennd er við „emo“ hefur verið hrakyrt og smáð nokkuð að undanförnu, að sjálfsögðu í takt við vax- andi vinsældir hennar. Fall Out Boy telst ein stærsta „markaðsvæna“ sveitin í þeim geiranum og seldist síðasta plata, From Un- der The Cork Tree, í bílförmum™ í heima- landinu, Bandaríkjunum. Þessi plata flaug svo beint í fyrsta sæti Billboard-listans. Fyrsta smáskífa plötunnar, „This Ain’t a Scene, It’s an Arms Race“ er hrein snilld og gaf til kynna að Fall Out Boy myndi bera með sér allnokkra vigt á breiðskíf- unni. Það rætist líka að mestu, því þó að flest lögin séu sér- sniðin fyrir útvarp og MTV, þá heyrir maður að Fall Out Boy er hreinlega of „klár“ til að selja sig ódýrt. Á mannamáli: É’r að fíla’etta … Nokkuð pælt Fall Out Boy – Infinity On High  Arnar Eggert Thoroddsen Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NOUVELLE Vague á nú að baki tvær breiðskífur þar sem síðpönks- lagarar eru endurtúlkaðir í Bossa Nova-takti, og síðan sungnir af seið- andi sírenum. Ekki beint frumleg hugmynd en það sem aðskilur sveit- ina frá öðrum sem reynt hafa svip- aða hluti, er að þessi formúla svín- virkar og tónlistin sleppur glæsilega undan því að vera bara ódýr brand- ari. Hljómsveitir eins og Joy Divi- sion, Cure og Killing Joke eru á meðal þeirra sem eru á matseðlinum en einnig minna þekktari eðalsveitir á borð við The Sound og Josef K. Nafn sveitarinnar er tvírætt (eða öllu heldur þrírætt), Nouvelle Vague þýðir ný bylgja og vísar þannig í síð- pönkið en um leið í bossa nova sem þýðir nýr taktur eða ný bylgja á portúgölsku. Þá er um leið nikkað til frönsku nýbylgjunnar í kvikmynd- um (la Nouvelle Vague). París -Segðu mér nú aðeins frá þessu verkefni Marc. „Nú þetta snýst einfaldlega um að snúa síðpönkinu yfir í eitthvað allt annað. Með því langaði mig til að sýna fram á að þessar hljómsveitir sömdu bæði frábær og falleg lög, vopnuð kannski einum eða tveimur hljómum.“ -Þú virðist ansi fróður um síð- pönkið þegar maður lítur yfir laga- listana. Þetta er ekki eingöngu það þekktasta... „Já...ég held að það sé líka ástæð- an fyrir því hversu vel heppnuð út- koman hefur verið. Þetta er gert af einlægni og af ástríðu fyrir þessari tónlist. Þetta er ekki bara einhver samhristingur af vel þekktum lögum frá níunda áratugnum og margir hafa því verið að uppgötva í fyrsta skipti snilldarlög eins og „Shack Up“ með A Certain Ratio eða „In a Manner of Speaking“ með Tuxe- domoon.“ -Komu vinsældir fyrstu plötunnar þér á óvart? „Já. Algerlega. Ég tók hana upp í heimahljóðverinu mínu í París með nokkrum vinum mínum. Ég átti reyndar von á því að þetta myndi ná árangri innan viss hóps í París en aldrei hefði mig grunað að þetta ætti eftir að ná eyrum svona margra. Og áhuginn virðist ekki fara minnkandi. Þetta er búið að vera ótrúlegt æv- intýri.“ -Þriðja platan? „Ég á von á því já, en það yrði sú síðasta. Það eru enn nokkur lög sem mig langar til að klæða í þennan búning.“ -En hvernig er Nouvelle Vague á tónleikum? „Það gilda annars konar lögmál þar; þá erum við að tala um hljóm- sveit en plöturnar eru smíðaðar í hljóðverinu þar sem engin hljóm- sveit kemur nálægt. Á sviði er þetta losaralegra, það er mikil orka í gangi og við brúkum trommur, gítara og slíkt, auk tveggja -Ég las að þið hefðuð gætt þess sérstaklega að söngkonurnar á plöt- unum myndu ekki þekkja lögin fyr- irfram… „Ja … það var ekki lagt upp með það þannig. Það var bara þannig. Söngkonurnar sem við notuðum þekktu tónlistina hreinlega ekki. Ég var steinhissa, því að þessi tónlist hefur svo rosalega mikið gildi fyrir mig. Þær höfðu aldrei heyrt um Joy Division eða þessar hljómsveitir! En þetta þýddi auðvitað að þær voru al- gerlega frjálsar í túlkuninni.“ -Hvernig valdirðu lögin? Voru þetta þín uppáhaldslög eða valdirðu lög sem þig grunaði að myndu falla vel að bossa nova-takti? „Bæði og. Ég valdi lög sem hafa mikla þýðingu fyrir mig og prófaði mig áfram með þau. Ef þau virkuðu hélt ég þeim. En svo valdi ég líka lítt þekkt lög og reyndi með því að búa til sannfærandi mynd af því hvað síðpönk var fyrir franskan ungling sem lifði og hrærðist með stefnunni í upphafi níunda áratugarins. Ég var fjórtán ára, árið 1982, og þessi tón- list var fyrsta ástin mín ef svo mætti segja.“ Síðpönksveifla Franska sveitin Nouvelle Vague leikur á Frönsku vori, föstudaginn 27. apríl. Marc Collin, annar „höfunda“ sveitarinnar, gaf sig á tal við Morg- unblaðið af því tilefni. Nouvelle Vague Tónlistin sleppur undan því að vera bara ódýr brandari. Tónleikarnir fara fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. www.fransktvor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.