Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 49

Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 49 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TÓNLEIKAFERÐALAG Rásar 2 um landið hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum en það hófst á Eg- ilsstöðum í síðustu viku og lýkur nú á morgun í Reykjavík. Þá troða „plokkararnir“, þau Pétur Ben, Lay Low og Ólöf Arnalds upp ásamt Hjaltalín á NASA. Þetta er annað árið í röð sem Rás 2 stendur fyrir svona viðburði en í fyrra voru það Ampop, Dikta og Hermigervill sem léku víða um land. Kósí partí Tríóið hefur nú leikið á Egils- stöðum, Akureyri, Hrísey, Stokks- eyri og Bolungarvík og sló blaða- maður á þráðinn til Lovísu „Lay Low“, þegar stutt var í Bolung- arvíkurtónleikana en þeir fóru fram í fyrradag. Nú er aðeins Akranes eftir (í kvöld) og svo Reykjavík á morgun. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og maður hefur lært helling á þessu flakki,“ segir Lovísa og tekur sér fimm mínútna pásu frá rótinu. „Þetta er a.m.k. í fyrsta sinn sem ég fer á svona túr, maður hefur bara verið að taka gigg og gigg. Maður hugsar allt öðruvísi nú til þessara hljómsveita sem eru að taka tveggja eða þriggja mánaða langa túra úti í heimi.“ Lovísa segir það þá hafa hjálpað að hópurinn sé vel sam- stilltur og hafi hrist vel saman á undanförnum dögum. „Maður upplifir nýja hluti; t.d. bara hversu skipulagt allt þarf að vera svo hægt sé að koma sér frá viðkomandi stað og yfir á þann næsta. Þá er það viss áskorun að halda sér hressum marga daga í röð.“ Lovísa segir tónleikana jafn ólíka og þeir hafi verið margir. Aldrei sé víst um mætingu og á sumum stöð- um hefur stemningin verið kósí og róleg á meðan partístuð hefur ein- kennt aðra. Þá mættu um 90 manns á tónleikana í Hrísey, en fasta bú- setu þar hafa 170 manns. „Þar sagði fólk mér að svona við- burðir væru fremur sjaldgæfir og þess vegna mæta venjulega allir sem vettlingi geta valdið. Fólkið var afskaplega ánægt og þakklátt. Í Reykjavík eru svo oft svona við- burðir, miðað við landsbyggðina, að manni hættir til að gleyma því hversu gott maður hefur það í þess- um efnum.“ Ríkt gildi Ólafur Páll Gunnarsson, verkefn- isstjóri tónlistar á Rás 2, segir að hugmyndin að svona hringferð hafi fæðst fyrir tíu árum. „Ég og Maggi Einars fengum þá hugmynd að sniðugt væri að ferðast um landið á milli menntaskóla með tvær, þrjár hljómsveitir og Rás 2 þá með í för,“ segir Óli Palli. „Það var svo í fyrra sem það átti að reyna að ýta þessu úr vör og þá vildi svo til að Ásgeir Eyþórsson (nú kynning- arstjóri Rásar 2) var að vinna fyrir Ampop og var með það á prjónunum að fara með hana út á land. Þannig að úr varð að við steyptum þessu saman.“ Það ferðalag gekk vel og voru tónleikarnir víðast hvar vel sóttir. „Það sem gerir þetta mögulegt eru svo bakhjarlar en þeir eru Coca Cola, 66° NORÐUR, hljóð- kerfaleigan Protech og Flugfélag Íslands,“ útskýrir Óli. „Þetta þýðir að enginn kostnaður fellur á lista- mennina en allt sem kemur í kass- ann rennur til þeirra. Þetta er mikill kostur því að tónleikaferðalög út á land fyrir hljómsveitir af þessum toga eru yfirleitt dauðadæmd fjár- hagslega séð.“ Það segir sig sjálft að ferðalagið er gífurlega mikilvægt fyrir tónlist- arlíf landsbyggðarinnar en á hverj- um stað sér hljómsveit úr viðkom- andi bæ um að hita upp. Um leið hefur það ríkt gildi fyrir umrædda borgarlistamenn. Þeir fá nú færi á að kynnast einhverju öðru en stein- steypunni og geta um leið komið tónlist sinni milliliðalaust á framfæri til áheyrenda sem eiga venjulega ekki kost á slíkri upplifun. „Þessi starfsemi er hluti af því sem Rás 2 á að standa fyrir,“ segir Ólafur. „Að styðja við menningar- lífið í landinu og þar með að geta boðið landsbyggðinni upp á mögu- leika af þessu tagi. Við höfum svo fylgst vel með framvindunni; bæði með bloggi og beinum útsendingum, myndir hafa verið settar inn á vef- inn okkar o.s.frv. Ég vona innilega að þessi hringferð okkar sé komin til að vera.“ Smekkfullt Um 90 manns mættu á tónleikana Rás 2 plokkar hringinn í Hrísey, en fasta búsetu þar hafa um 170 manns. Söngvar fagrir óma … út um borg og bý Rás 2 klárar að plokka hringinn með tónleikum á NASA, annað kvöld Sjá nánar á www.ruv.is/poppland Á ÞESSARI mögnuðu mynd, sem tekin var í fyrrinótt, sést hvar eldingu lýstur niður í skýjakljúf í Singapúr. Samkvæmt hinum óskeikula Vís- indavef Háskóla Íslands er elding í raun og veru „ljós sem sést frá raf- straumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarð- ar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir“. Á Íslandi eru þrumuveður mun algengari sunnanlands en norðan og á svæði frá Snæfellsnesi suður og austur að Hornafirði eru að jafnaði einn til fjórir þrumudagar á ári, en heldur fleiri undir fjalllendinu syðst á landinu. Á Norðurlandi verður ekki vart við þrumur nema annað hvert ár að jafnaði. Reuters Þrumuguðinn reiðist                                                                                                                   !!           !!   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.