Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 46
Myndin er ástarsaga píanókennara og eig- anda bílaverslunar … 52 » reykjavíkreykjavík LÍKT og fyrri ár munu fjölmargar hljómsveitir og listamenn koma fram á Hróarskelduhátíðinni sem fram fer í Danmörku dagana 5. til 8. júlí. Alls hafa 168 nöfn verið staðfest, en í síðustu viku héldu að- standendur hátíðarinnar frétta- mannafund í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi þar sem hulunni var svipt af þeim hljómsveitum sem spila á hátíðinni í ár. Þegar að- standendur höfðu lokið við að kynna hljómsveitirnar bættu þeir við að þeim hefði ekki tekist að klára að semja við nokkrar hljóm- sveitir áður en fréttamannafund- urinn var haldinn og því má vænta þess að nokkrar sveitir til viðbótar verði kynntar til leiks á næstu vik- um. Á meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem staðfest hafa komu sína eru Beastie Boys, Björk, Muse, Queens of the Stone Age, Red Hot Chili Peppers, The Who, The Killers, Arcade Fire, Arctic Monkeys, Basement Jaxx, My Chemical Romance, LCD Soundsystem, Mika, Peter Bjorn & John, Booka Shade, The Brian Jon- estown Massacre, Klaxons og Wilco. Þungarokkssveitin Slayer hefur hins vegar afboðað komu sína á hátíðina. Sveitin tilkynnti nýlega að Evróputúr þeirra myndi ljúka 1. júlí í sumar sem þýðir að þeir munu ekki spila á Hróarskeldu. Um það bil 1.400 Íslendingar keyptu miða í forsölu hér á landi í fyrra, sem þá var sölumet. Í frétta- tilkynningu frá hátíðinni segir að miðað við þær tölur hafi tæplega 2% hátíðargesta verið Íslendingar, en þó hafi trúlega enn fleiri Íslend- ingar keypt sína miða erlendis. Árið 2005 keyptu á bilinu 800 til 900 manns miða á hátíðina á Íslandi og því virðast Íslendingar fara á hátíðina í síauknum mæli. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð 18.950 kr. Risar á Hróarskeldu Hróarskelda Fjölmargar sveitir hafa staðfest komu sína í ár, meðal annars Beastie Boys, Björk, Muse, Red Hot Chili Peppers og Arcade Fire. www.roskilde-festival.is  Listakonan Þórdís Claessen, sem opnar einka- sýningu í Urbis- safninu í Man- chester í næsta mánuði, er eins og margir vita ein af þeim sem rek- ur fatabúðina Ósóma á Laugavegi. Búðin er afar vinsæl hjá yngri kyn- slóðinni sem vill oftar en ekki sýna afstöðu í klæðnaði. En Þórdís er einnig frambærilegur slagverks- leikari og gekk lengi vel undir nafninu Dísa Bongó, öðrum Bongó- manni til mikils ama. Þórdís sýnir á sér trommarahliðina í kvöld þegar hún treður upp með hljómsveitinni Stormur í aðsigi á Hressó. Hefjast tónleikarnir kl. 22. Stormur í aðsigi á Hressó í kvöld  Veitingastaðurinn Silfur er á lista tímaritsins Condé Nast Trave- ler yfir þá veitingastaði sem mest spennandi þykja í heiminum. Fulltrúar tímaritsins voru sendir til 30 landa í leit að nýjum, vönduðum og spennandi veitingastöðum og komst Silfur einn íslenskra veit- ingastaða í þann flokk. Íslenskur veitingastaður komst seinast á þennan lista árið 2004, en það var Sjávarkjallarinn. Hann og Silfur eru í eigu 101 Heildar ehf. Silfur spennandi  Skyrátskeppni verður haldin á skemmtistaðnum Tony’s County á Ingólfshvoli á laugardaginn. Hver sá sem getur borðað þrjú kíló af skyri á innan við 15 mínútum hlýtur 75.000 krónur að launum. Fyrir skömmu var efnt til smjörátskeppni á sama stað, en þar borðaði ungur maður 910 grömm af smjöri á 15 mínútum. www.tonys.is. Keppt í skyráti fyrir austan fjall Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er verkefni sem ég hef verið að vinna að í smá tíma,“ segir Jón Atli Jónasson um hand- rit að kvikmynd sem breskt kvikmyndafyrirtæki, FM&E, ætlar að gera áður en langt um líður. Handritið fjallar um atburði er áttu sér stað í Nígeríu undir lok sjöunda áratugar síðustu ald- ar, þegar skipulagðar ofsóknir norðanmanna gegn Ibo-ættbálkinum urðu til þess að austur- hlutinn sagði skilið við Nígeríu og stofnaði lýð- veldið Biafra. Stríð geisaði í Biafra í 30 mánuði og kostaði rúma milljón manna lífið áður en svæðið sameinaðist Nígeríu að nýju. „Kirkjan setti í gang mikið hjálparflug og það tóku margir íslenskir flugmenn þátt í því,“ segir Jón Atli. „Ég hef rannsakað þetta mikið og það hefur verið mér mikið hjartans mál að gera sögu flugmann- anna einhver skil. Það er ekkert launungarmál að þessir íslensku flugmenn unnu stórkostlegt afrek og mér finnst þetta líka svolítið magnaður partur af okkar Íslandssögu. Ég hef eytt miklum tíma með prestinum sem skipulagði flugið og ég hef líka rætt við nokkra af þessum flugmönnum sem lifðu þetta af,“ segir Jón Atli, en á meðal þeirra flugmanna sem flugu til Biafra voru Arn- grímur Jóhannsson og Þorsteinn Jónsson. Íslenskir leikarar í aðalhlutverkum Jón Atli fékk áhuga á málinu eftir að hafa lesið BA ritgerð eftir Jón Kristin Snæhólm um borg- arastyrjöldina í Biafra, en faðir Jóns Kristins var á meðal áðurnefndra flugmanna. „Ég er kominn með handritssamning við breskt fyrirtæki og það er stefnt að því að gera þetta að leikinni bíó- mynd. Það þarf ákveðið bolmagn til að gera svona mynd því það er nauðsynlegt að gera hana í Afríku og sá framleiðandi sem ég náði samn- ingum við hefur reynslu af því að gera myndir þar.“ Aðspurður segir Jón Atli vissulega um stórt verkefni að ræða – og hann sér strax fram á ákveðin vandamál. „Flugvélarnar eru til dæmis ekki á hverju strái, þær þurfa að vera sagn- fræðilega réttar. En það sem skiptir mig mestu máli er að þessu sé gerð rétt og góð skil og að þetta sé mynd sem endurspeglar vel það sem gerðist á þessum tíma,“ segir hann og bætir við að íslenskir leikarar muni fara með stór hlutverk í myndinni. „Eitt af þeim skilyrðum sem ég setti fyrir því að ég myndi skrifa þetta var að íslensku flugmennirnir yrðu leiknir af íslenskum leik- urum. Ég held að það sé ekkert launungarmál í Bretlandi að það eru mjög góðir leikarar á Ís- landi þannig að það var létt og ljúft fyrir þá að samþykkja það.“ Jón Atli segist ekki vita nákvæmlega hvenær myndin fer í framleiðslu. „Ég er að leggja drög að fyrsta uppkasti, en ég á ennþá eftir að ræða við nokkra flugmenn sem voru þarna. Svo stefni ég að því að fara til Nígeríu síðla sumars, sem er meiriháttar mál því þetta er eitt hættulegasta land í heimi,“ segir Jón Atli, sem bíður nú frum- sýningar á sínu nýjasta verki, Partílandi, 26. maí næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Harður „Eitt af þeim skilyrðum sem ég setti fyrir því að ég myndi skrifa þetta var að íslensku flugmennirnir yrðu leiknir af íslenskum leikurum.“ Handrit að stórmynd Jón Atli Jónasson skrifar handrit um atburðina í Biafra á sjöunda áratugnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.