Morgunblaðið - 26.04.2007, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nafn Ómar Ragnarsson.
Starf Dagskrárgerðarmaður og
fréttamaður til 38 ára.
Fjölskylduhagir Giftur og við eig-
um sjö börn og 19 barnabörn.
Kjördæmi Reykjavík suður, 1. sæti
fyrir Íslandshreyfinguna.
Helstu áhugamál?
Íslensk náttúra og gildi hennar fyr-
ir Íslendinga, flug, samgöngur, tón-
list og margt fleira.
Hvers vegna pólitík?
Af illri nauðsyn. Í þessum kosn-
ingum getur framtíð íslenskrar
náttúru verið ráðin og það var nið-
urstaða mín að eina leiðin væri að
breikka fylkingu grænna þing-
manna þannig að það yrðu straum-
hvörf í þessum kosningum. Árið
2011 yrði það of seint.
Er Alþingi áhugaverður
vinnustaður?
Ég reikna með því. Mér hefur
fundist Alþingi áhugaverður vinnu-
staður allt frá því að ég var tíu ára
og byrjaði að hlusta á útvarps-
umræður.
Fyrsta mál sem þú vilt koma á
dagskrá?
Númer eitt er að fara að vilja 58%
kjósenda í nýlegri skoðanakönnun
og taka stóriðjuhlé í fimm ár.
Þarf breytingar?
Já, það þarf breytingar og nýtt
blóð á Alþingi. Ekki síður þarf nýtt
stjórnmálaafl sem hristir upp í
hlutunum og gerir gagn í stærsta
máli samtímans – eina málinu sem
varðar allar þær kynslóðir sem eiga
eftir að lifa í þessu landi.
Nýir frambjóðendur | Ómar Ragnarsson
Í pólitík af
illri nauðsyn
Spennandi Ómari Ragnarssyni
hefur þótt Alþingi áhugaverður
vinnustaður frá 10 ára aldri.
Nafn Árni Þór Sigurðsson.
Starf Borgarfulltrúi.
Fjölskylduhagir Giftur og á þrjú
börn.
Kjördæmi Reykjavík norður, 2.
sæti fyrir Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð.
Helstu áhugamál?
Stjórnmál, ferðalög, bókmenntir
og leikhús.
Hvers vegna pólitík?
Aðallega vegna þess að ég hef
brennandi áhuga á því að vinna
að bættu samfélagi. Ég vil gjarn-
an leggja mitt af mörkum og nota
til þess mína reynslu, þekkingu
og áhuga.
Er Alþingi áhugaverður vinnu-
staður?
Ég vona það. Ég hef aldrei setið
þar en það heillar að minnsta
kosti!
Fyrsta mál sem þú vilt koma á
dagskrá?
Ég hef unnið lengi að sveitarstjórn-
armálum og eitt það fyrsta sem ég
myndi vilja gera væri að styrkja og
efla stöðu sveitarfélaganna í land-
inu.
Þarf breytingar?
Það þarf náttúrlega breytingar á
landsmálunum. Það þarf nýja rík-
isstjórn og nýjar áherslur í um-
hverfis-, jafnréttis-, velferðar- og
friðarmálum. Það eru þau mál sem
standa mér næst.
Nýir frambjóðendur | Árni Þór Sigurðsson.
Brennandi
áhugi
á bættu
samfélagi
Miklar breytingar Árni Þór Sig-
urðsson vill nýja ríkisstjórn í vor.
NEYTENDASAMTÖKIN könnuðu
verð í 64 sjoppum og bensínstöðvum
á höfuðborgarsvæðinu til að fylgjast
með verðbreytingum í kjölfar lækk-
unar virðisaukaskatts af matvælum
og gosdrykkjum. Fyrst var verðið
kannað í febrúar og aftur í mars. Alls
var um að ræða 300 vörutegundir.
Niðurstöður könnunarinnar valda
miklum vonbrigðum, að því er fram
kemur á vef samtakanna. Af þeim 64
sjoppum/bensínstöðvum sem könn-
unin náði til fengu aðeins 6 sjoppur
eða 9,4% einkunnina gott sem þýðir
að þessir aðilar skiluðu virðisauka-
skattslækkuninni til viðskiptavina
sinna.
Þær sjoppur sem stóðu sig vel
eru:
Bónusvídeó Lækjargötu, Hafnar-
firði, Nesti (N1), Select (Shell), STÁ
Video Kársnesbraut, Kópavogi,
Uppgrip (Olís) og Víkivaki, Lauga-
vegi 5 Reykjavík.
Alls 17 sjoppur fá einkunnina
sæmilegt eða 28%. Alls fá 28 sjoppur
einkunnina ófullnægjandi eða 44%
og 12 fá falleinkunn eða 19%.
Það vekur athygli að í mjög mörg-
um tilvikum hleypur verðlagning í
sjoppum á hálfum eða heilum tug,
eins og krónan sé ekki lengur gjald-
geng, segir á vef Neytendasamtak-
anna.
Engin verðlækkun
var í fimm sjoppum
Í eftirfarandi fimm sjoppum var
engin verðlækkun:
Aðalhornið, Barónsstíg 27,
Reykjavík, Grandakaffi, Granda-
garði Reykjavík, Sælgætis- og víd-
eóhöllin Garðatorgi 1 Garðabæ,
Söluturninn Bæjarhrauni 20, Hafn-
arfirði og Trisdan Lækjartorgi,
Reykjavík.
Sjö sjoppur vildu ekki heimila
verðtöku í seinna skiptið. Þær eru:
Biðskýlið Kópavogsbraut 115,
Kópavogi, Bitahöllin, Stórhöfða 15,
Reykjavík, Holtanesti, Melabraut
11, Hafnarfirði, ÍsCafé, Vegmúla 2,
Reykjavík, Nesbitinn, Eiðistorgi 13,
Seltjarnarnesi, Söluturninn Toppur-
inn, Síðumúla 8, Reykjavík og Texas,
Veltusundi 3, Reykjavík.
Nákvæmar niðurstöður má sjá á
vefnum www.ns.is.
Verðlækkun
skilar sér illa
í sjoppum
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt ökumann í 30
þúsund króna sekt fyrir að aka á 70
km hraða um götu á Akureyri þar
sem hámarkshraði er 30 km. Mynd
náðist af bílnum á hraðamyndavél og
þótt maðurinn þrætti fyrir að hafa
ekið bílnum þóttist dómari þekkja
hann af myndinni.
Bíllinn var í eigu fyrirtækis og sá
sem sektarboðið fékk er aðaleigandi
og forstjóri þess. Maðurinn neitaði
að hafa verið undir stýri og sagðist
ekkert kannast við þann sem væri á
myndinni. Líklega hafi verið átta
starfsmenn hjá fyrirtækinu en ekki
væri hægt að segja til um hver hefði
ekið bifreiðinni í greint sinn. Ákærði
sagði einnig koma fyrir að fyrirtækið
lánaði stórum viðskiptavinum sínum
bílinn.
Við meðferð málsins bar fulltrúi
sýslumannsins á Akureyri að mað-
urinn hefði komið til sín með sekt-
arboð og spurt hvort hann gæti kom-
ist hjá sviptingu ökuleyfis ef hann
greiddi hærri sekt. Maðurinn harð-
neitaði þessu fyrir dómi.
Í niðurstöðu dómsins segir að þótt
myndirnar séu ekki með öllu skýrar
megi vel greina þann sem aki bíln-
um. Auk sektar dæmdist rúmlega
133 þúsund kr. sakarkostnaður á
ákærða.
Freyr Ófeigsson dómstjóri dæmdi
málið. Verjandi var Stefán Geir Þór-
isson hrl. og sækjandi Einar Ingi-
mundarson sýslumannsfulltrúi.
Dæmdur
fyrir hraða
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÍSLENSKUR karlmaður um þrítugt
var handtekinn á Suðurnesjum í síð-
ustu viku með tæplega 700 skammta
af ofskynjunarefninu LSD og nokkra
skammta af amfetamíni. Lögreglu-
menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra
handtóku manninn og er málið í rann-
sókn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Hefur maðurinn komið við sögu
lögreglu áður vegna fíkniefnamála.
Hann var yfirheyrður en rannsókn-
arhagsmunir kröfðust þess ekki að
hann yrði hnepptur í gæsluvarðhald
og var honum því sleppt en má vænta
ákæru að rannsókn lokinni. Lögregl-
an segir manninn hafa viðurkennt
vörslu efnanna en tjáir sig ekki um
hvort grunur sé um að maðurinn hafi
smyglað efnunum
inn sjálfur. Fleiri
hafa ekki verið
handteknir vegna
rannsóknarinnar.
LSD er ekki al-
gengt fíkniefni á
íslenskum fíkni-
efnamarkaði en
þó eru dæmi um
stór LSD-mál.
Þannig var t.d.
karlmaður dæmdur í langt fangelsi
árið 2005 fyrir smygl á fíkniefnum
þar af tvö þúsund skömmtum af
LSD. Þá voru 4 þúsund skammtar
teknir í einu máli sama ár og er það
mesta magn sem fundist hefur í einu.
Skammtur af efninu mun kosta um
tvö þúsund krónur samkvæmt verð-
könnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum
sem gerð var í október sl.
Að sögn Þórarins Tyrfingssonar,
yfirlæknis á Vogi, hefur LSD-neysla
heldur farið vaxandi að undanförnu
eftir að dregið hafði úr henni á liðnum
árum. „Yfirleitt er um tímabundna
neyslu að ræða,“ bendir hann á og
bætir við að LSD-istar séu ekki til, á
svipaðan hátt og alkóhólistar eða
hassistar, svo dæmi séu tekin.
Neysla tengist skemmtunum
Einkum er LSD-neysla tengd
skemmtunum og eitthvað mun vera
um efnið í fangelsum. Neytendahóp-
urinn er fólk upp á miðjan þrítugsald-
urinn og tengist LSD ákveðnum
böndum við diskó- og Rave-tónlistar-
menningu.
„Menn nota þá ýmis efni saman,
s.s. e-pillur og LSD ásamt örvandi
efnum,“ segir hann. Hætturnar við
neyslu á LSD felast fyrst og fremst í
því að fólk getur orðið stjórnlaust eða
geðveikt í vímunni, segir á heimasíðu
SÁÁ. Ofskynjanirnar eru þó í réttu
hlutfalli við skammtastærð og hætt-
an eykst á slæmum viðbrögðum og
geðveiki með stærri skömmtum. Þar
kemur einnig fram að vímuáhrif LSD
koma á 1 til 2 klukkustundum og fara
eftir einstaklingnum sem í hlut á,
skammtastærð, aðstæðunum sem
efnið er notað við, væntingum neyt-
andans og geðslagi hans. Viðbrögðin
eru því mjög breytileg eftir einstak-
lingum og geta líka verið mjög mis-
munandi hjá sama einstakling.
Efnið fer misjafnlega í fólk og sum-
ir lýsa reynslunni sem ánægjulegri
meðan aðrir lýsa henni sem
óskemmtilegri.
Neysla á LSD hefur farið vaxandi
Þórarinn
Tyrfingsson
Karlmaður handtekinn á Suðurnesjum með 700 skammta af ofskynjunarlyfinu LSD