Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 37 Þá ertu farinn af stað í veisluna stóru. Afi kominn að sækja þig. Höfuðpaur Björnsson-fjölskyldunnar kominn í frí. Líklegast kemurðu við í Héðins- firði áður en þú kíkir til Mílanó, þangað sem þú ætlaðir alltaf að fara. En ég þakka þér kærlega fyrir öll árin og góðu stundirnar sem við átt- um með þér. Allar veislurnar, klein- urnar og pönnukökurnar. Pössunina þegar ég var lítill og all- ar sögurnar. Óteljandi ólsen ólsen spilin sem við spiluðum þegar ég var búinn í skólanum á daginn. Ég mun aldrei gleyma þér svo lengi sem ég verð til staðar. Heimir. Elskulega amma Soffía hefur nú kvatt þennan heim. Það er hálfskrítið að hugsa til þess að þegar við Máni, sonur minn, komum til Dalvíkur í nóvember síðastliðinn, yrði það í síð- asta skipti sem við myndum sjá ömmu Soffíu. Eins og allar ömmur var amma Soffía alveg einstök. Hún gafst ekki upp þótt að tímar væru stundum erf- iðir. Það koma margar góðar minning- ar upp í huga minn þegar ég hugsa til þess tíma sem við amma áttum sam- an. Ég var svo heppin að á mínum yngri árum var ég mikið hjá henni. Þegar ég kom í heimsókn til hennar í Drápuhlíðina þá stóð hún á pallinum og tók á móti mér opnum örmum. Amma var alltaf árrisul og það var hennar besti tími. Ég man oft eftir henni þar sem hún sat við eldhús- borðið, hlustaði á útvarpið og var að leggja kapal, þegar hún sá mig koma trítlandi til hennar. Þá var ekkert betra en að fá að skríða í fangið á henni til þess að vakna í rólegheit- unum. Það kom oft fyrir að amma var oft búin að baka þegar ég vaknaði á morgnanna. Þá lagði kleinuilminn um allt hús. Það ekki amalegt að vakna og fá nýsteiktar kleinur og kalda mjólk í morgunsárið. Eftir heimsóknina fór maður sjaldan tóm- hentur og var send heim með kleinu- poka, sokka og jafnvel vettlinga. Hún gat ekki hugsað sér að litlu stelpunni sinni yrði kalt á litlu höndunum og fótunum. Eitt sinn þegar við amma vorum að bíða eftir pabba og mömmu, þá vorum við í litla herberginu, eins og hún kallaði það, og vorum að horfa út um gluggann á krakkana á róluvell- inum. Amma átti það til að vera pínu stríðnispúki og stundum hreyfði hún fölsku tennurnar í munninum. Þetta þótti mér alveg ferlega skrítið því að mínar voru fastar. En í þetta skiptið sá ég við henni og náði taki á fölsku tönnunum hennar og hélt á þeim í höndunum. Ég varð forviða og horfði á skrítið útlit ömmu og tennurnar til skiptis og reyndi í beinu framhaldi að ná tönnunum mínum út úr mér á sama hátt. Þessa sögu sagði amma mér oft og hló að jafnan mikið af þessu skondna atviki. Það mætti með sanni segja að amma mín hafi verið alger snillingur að elda góðan sunnudagsmat, annað hvort læri eða hrygg með öllu til- heyrandi. Ekki má gleyma eftir- matnum sem var alltaf ís, allar bragðtegundir sem þá voru til á markaðnum og svo voru margar skálar af ávöxtum. Amma vann í Seðlabanka Íslands við skúringar. Þangað fór ég oft með ömmu að hjálpa henni. Ég veit nú ekki hve mikið gagn ég gerði en reyndi að hjálpa m.a við að tæma ruslakörfurnar sem voru undir skrif- borðunum og fara í ýmsar sendiferð- Soffía Björnsdóttir ✝ Sigurlaug SoffíaBjörnsdóttir fæddist í Vík í Héð- insfirði 13. maí 1921. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ 29. mars síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. apríl. ir. Í eitt skiptið þegar ég fór með ömmu þá gaf einn starfsmaður- inn mér minnispening fyrir það hversu dug- leg ég var. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Eitt af því síðasta sem ég sagði við ömmu var að ég saknaði hennar, ég á svo sann- arlega eftir að gera það. Allar góðu minningarnar ylja mér um hjarta- rætur á þessum erfiða tíma og ég er þakklát fyrir þann tíma sem við átt- um saman. Þín Helga Kristín. Þegar ég var 7 ára lærði ég mitt fyrsta ljóð í skólanum og hljóp síðan beint til mömmu og pabba því ég vildi flýta mér að fara með það fyrir mömmu mína, mér fannst það eiga við hana sem var okkur allt. Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð um sólina, vorið og land mitt og þjóð. En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð, hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð. Ef gæti ég farið sem fiskur um haf ég fengi mér dýrustu perlur og raf. Og rafið ég geymdi og gæfi ekki braut en gerði henni mömmu úr perlunum skraut. Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín og klæði ég gerði mér snotur og fín. En mömmu úr silki ég saumaði margt úr silfri og gulli, hið dýrasta skart. (Páll Jónsson Árdal) Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann sem ég vildi sagt hafa að skilnaði en læt þetta litla ljóð duga hér því það sýnir hug minn allan á þessari stundu. Og nú eru mamma og pabbi sam- einuð á ný eftir 39 ára aðskilnað. Ég veit að þau munu vaka yfir velferð okkar allra og hugga mig við það. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, elsku mamma mín. Björn. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. (Hannes Hafstein) Ég vildi kveðja hana ömmu mína með þessu kvæði sem ég heyrði hana svo oft fara með þegar hún bjó hjá okkur heima í Smárarimanum. Það var svo gott að koma heim úr skólanum og sjá hana sitjandi við eld- húsborðið, tilbúna að spila við mig og Heimi. Hún var okkur eins konar mamma í öðru veldi og ég á margar góðar minningar um okkur frá þessum tíma. Ég hafði alltaf verið bundin ömmu mjög sterkum böndum og hún var manneskja sem ég leit mjög upp til. Ég saknaði hennar mikið þegar hún flutti á elliheimilið á Dalvík og hitti hana mun sjaldnar en ég hefði óskað. Það er sárt að horfa á eftir henni og ég vildi óska að ég hefði fengið meiri tíma með henni. Það er þó mikil huggun að vita af henni uppi með afa sér við hlið, um- kringda góðum vinum og ættingjum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Takk, elsku amma mín, fyrir allar góðu stundirnar saman sem ég mun varðveita í hjarta mínu ævilangt. Megi Guð geyma þig. Thelma. Mig langar í örfáum orðum að minnast Soffíu Björnsdóttur sem lést á Dalbæ að kvöldi 29. mars síðast- liðnum. Ég undirritaður kynntist Soffíu er ég hóf störf á hjúkrunar- heimilinu Dalbæ í október á síðasta ári. Ég tók sérstaklega eftir lítilli, silfurhærðri og myndarlegri konu sem gekk við göngugrind. Ég gaf mig á tal við hana og kynnti mig fyrir henni. Soffía brosti er ég sagðist vera frá Ólafsfirði. Hún sagðist bera hlýj- an hug til Ólafsfjarðar því hún hefði verið þar í vist á Ytri-Á. Ég átti eftir að kynnast Soffíu mun betur þegar ég fór að vinna mikið á deildinni sem hún var á. Soffía var vel greind kona og lesin. Hún hafði mjög gaman af allri fallegri tónlist og kunni hún svo sannarlega að hlusta. Þegar hún hlustaði á tónlist eða talað mál lokaði hún augunum og þá var hún tíguleg kona. Ég hafði það að vana mínum er ég var að búa Soffíu undir daginn að kynna mig með nafni því Soffía var orðin mjög sjóndöpur og ekki viss hver var að koma til starfa. Ég sagði alltaf að þetta væri Stebbi og þá svaraði hún: „Stebbi stál seldi sína sál fyrir eina graut- arskál.“ Ég sagði þá við hana að aum hefði sálin verið að selja hana fyrir grautarskál en Soffíu varð ekki svara fátt. Því að þetta hefði ekki verið hafragrautur heldur aldingrautur. Við Soffía áttum mjög góðar stundir saman er við tókum lagið því að það var sama hvar við bárum nið- ur í söng, allt kunni Soffía. Soffía vakti hjá mér tilfinningu sem til móð- ur og ömmu, svo vænt þótti mér um hana. Ég var líka vanur að spyrja hana á morgnana hvað hana hefði dreymt. Stundum var fátt um svör. Svo var það einn morguninn þegar ég var að hjálpa henni að hún sagði. „Stebbi, mig dreymdi svo fallegan draum. Ég var komin heim í Héðins- fjörð, fjörðinn minn. Þvílík dýrð sem blasti við mér. Sóleyjar og fíflar í varpa og grænt grasið lá flatt. Allt var baðað í sólskini og vatnið speg- ilslétt. Þennan draum dreymdi Soffíu nokkrum dögum áður en hún lagði upp í sína hinstu för. Soffía var hlát- urmild og hafði gott skap. Hún var líka mjög spaugsöm og var oft hlegið mikið að tilsvörum hennar. Ég kom að dánarbeði hennar morguninn eftir að hún dó. Ég stóð um stund og virti friðinn sem fyllti herbergið hennar. Svo gekk ég að dánarbeðnum og tók svitadúkinn af. Við mér blasti fögur sjón. Þarna var ekki gömul kona heldur ung stúlka svo falleg á að sjá. Ég hef aldrei litið fallegri ásýnd. Ég vissi að hún var búin að hitta ástvini sína sem hún hafði svo sárt saknað. Ég vil þakka Soffíu þessa fáu mánuði sem við þekktumst. Hún verður mér ógleymanleg. Enn fremur vil ég votta öllum aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. Megi minning Soffíu Björnsdóttur verða okkur öll- um sem henni kynntumst til sannrar gleði. Guð blessi minningu góðrar konu. Þinn vinur Stefán V. Ólafsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, DAÐI HALLDÓRSSON, Furugrund 14, Akranesi, lést fimmtudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 10.30. Kristrún Sigurbjörnsdóttir, Bára Daðadóttir, Hjalti Daðason, Elísa Guðrún Elísdóttir, Leó Daðason, Erna Frímannsdóttir, Halldór Karlsson, Dröfn Halldórsdóttir, Lárus Hannesson, Gauti Halldórsson, Guðrún Magnúsdóttir, Barði Halldórsson, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson, Málfríður Ögmundsdóttir, Elín Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Knútsson, María Sigurbjörnsdóttir, Guðjón Pétursson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Ásta Björk Arngrímsdóttir.                          ✝ Ástvinur okkar, SVAVAR GUÐMUNDSSON frá Odda á Seltjarnarnesi, starfsmaður Vífilfells hf., lést á heimili sínu, Seljahlíð, föstudaginn 13. apríl sl. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 11:00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Þorgerður Sigurjónsdóttir, Guðrún Þorgrímsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, HJÖRTUR LEÓ JÓNSSON fv. hreppstjóri, Káragerði, Eyrarbakka, Gauksrima 30, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 24. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sesselja Ásta Erlendsdóttir, Vigdís Hjartardóttir, Þórður Grétar Árnason, Hreinn Hjartarson, Hólmfríður Rannveig Hjartardóttir, Ólafur Sigfússon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS JÓN JÓNSSON fyrrv. aðallögregluvarðstjóri ríkislögreglunni Keflavíkurflugvelli, til heimilis á Smiðjustíg 2, Hafnarfirði, andaðist á sjúkrahúsi í Lúxemborg föstudaginn 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.00. Oddbjörg Ögmundsdóttir, Jón Elíasson, Björg Ásdísardóttir, Lárus Elíasson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Ingi Sturla Elíasson, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Kristján Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS ÞORGILSDÓTTIR, Sóltúni 7, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut laugardaginn 21. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 27. apríl kl. 13.00. Guðjón Valdimarsson, Árný Guðjónsdóttir, Ingólfur Andrésson, Unnur Guðjónsdóttir, Sverrir Jónsson, Óskar Guðjónsson, Hervör Lúðvíksdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.