Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 22
Þær vörutegundir sem viðbjóðum upp á eru í sífelldrivöruþróun. Við erum alltafað reyna að gera betur og með aukinni vísindalegri þekkingu tekst okkur það,“ segir Magnús Magnússon vöruþróunar-og mark- aðsstjóri hjá Frón sem framleiðir fjölmargar kextegundir en kex er einmitt ein þeirra matvara sem nefndar hafa verið þegar talað er um mikla notkun transfitusýra. „Það er skemmtileg tilviljun að einmitt þeg- ar nú lifnar yfir umræðunni þá eru á allar vörur Fróns á markaði trans- fitusýrusnauðar.“ Magnús segir margt hafa breyst frá því að danski prófessorinn Steen Stender mældi transfitusýrurnar í Póló-súkkulaðikexi Fróns en þeim tölum hefur einmitt verið haldið á lofti í umræðunni. Markaðsstjórinn segir þær gamlar. „Við erum þakk- látir fyrir að fá að koma því á fram- færi að í byrjun ársins 2004 var tekin sú ákvörðun að auka hollustu Frón- vara, m.a. með því að hætta notkun transfitusýra en þá var þessi um- ræða innan fagsins. Það tekur hins vegar alltaf nokkuð lengri tíma að framkvæma ákvarðanir í jafnflók- inni framleiðslu og matvælaiðnaði, bæði þarf að breyta framleiðsluað- ferðum og eins þurfa birgjar að laga sig að breyttum aðstæðum og út- vega ný hráefni. Við byrjuðum á því að nota transfitusýrulaust smjörlíki í Mjólkurkexið og Matarkexið því samsetning þess er tiltölulega ein- föld. Það tók nokkra mánuði að finna rétta jafnvægið en í lok ársins 2004 voru gæðin orðin góð og rétta bragð- ið komið. Það hefur því verið á markaði í tæp tvö ár og er transfi- tusnautt skv. dönsku löggjöfinni, þ.e. með minna en 2 gr. af trans- fitusýrum í hverjum 100 gr. Við settum okkur síðan það mark- mið að allar vörur Fróns skyldu í lok ársins 2007 að mestu snauðar af transfitusýrum en við höfum ná markmiðinu nú þegar, í apríl, og er- um auðvitað mjög ánægð með það. Þetta er það sem við viljum og neyt- endur einnig.“ Heilsusinnaðir bakarar í Eyjum Strákarnir hans Bergs Sigmunds- sonar, bakararnir Ívar Örn Bergs- son og Sturla Bergsson, voru líka svolítið framsýnir. „Þeir eru báðir í heilsurækt og velta því mataræðinu mikið fyrir sér,“ segir reynslubolt- inn og bakarinn Bergur Sigmunds- son en saman starfa feðgarnir í Vil- berg kökuhúsi í Vestmannaeyjum og á Selfossi. „Transfitusýrur eru óholl- ar eins og fram hefur komið og við ákváðum, eftir að hafa íhugað málið vandlega og jafnvel þótt það væri ör- lítið dýrara, að breyta okkar fram- leiðsluháttum vegna heilsusjón- armiða. Við notum ekki lengur smjörlíki eða rúllusmjörlíki í bakst- urinn þar sem í því eru trans- fitusýrur heldur sólblómaolíu sem inniheldur engar. Við byrjuðum á því að baka brauðin okkar með þess- um hætti en nú notum við sólblóma- olíuna líka í sætabrauðið,“ segir Bergur. Eru transfitusýrur í brauði og sæ- tindum eitthvað sem neytendur velta fyrir sér? „Já, þeir eru að því og við fundum það greinilega þegar við auglýstum transfitusýrusnauð brauð og kökur, en auðvitað eru það ekki allir. Þetta er skref í þá átt að gera vöruna holl- ari og fyrir marga skiptir það máli og þeir vilja geta valið.“ Transfitusýrulaust snakk Það voru vondar fréttir fyrir poppkornsaðdáendur að poppkorn í rannsókn Steen, keypt hér á landi, gæti innihaldið allt að 58,1 g trans- fitusýra í hverjum 100 g og sumir hafa kannski ákveðið að leggja það endanlega á hilluna. En það er nú ekki víst að þess þurfi. Fyrirtækið Iðnmark hefur í rúman áratug fram- leitt stjörnupopp og líka stjörnu- snakk sem er transfitusýrusnautt. „Það er rétt að okkar popp og snakk er snautt af transfitusýrum. Það er minna en 1 g af transfitusýrum í hverjum 100 g í poppinu,“segir Sig- urjón Dagbjartsson, fram- kvæmdastjóri Iðnmarks. „Við fram- leiðslu poppsins notum við kókosolíu og sólblómaolíu og sérstaka fram- leiðsluaðferð þar sem eins lítil fita er notuð og mögulegt er. Óerfðabreytt- ur maís er poppaður í lofti sem er 200°C. Þá er olíu sem búið er að hita upp í 30° C úðað jafnt yfir poppið. Stjörnusnakk og Bónussnakk er snöggsteikt upp úr sólblómaolíu og því líka transfitusýrusnautt. Þessar ágætu fréttir um minnk- andi notkun transfitusýra í íslensk- um matvörum eru jákvæðar en minna ber á að best er að gæta hófs í neyslu þessara matvara sem og ann- arra og gæta þess að heildarnæring- argildi séu í samræmi við manneld- ismarkmið. uhj@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Transfitusnauð Hafliði Ragnarsson bakari í Mosfellsbakaríi bakar brauðin sín upp á gamla mátann og á steini. Súrdeigsbrauðin fá sinn tíma til þess að hefast og í þeim er engin transfita. Poppstundir Aðdáendur poppsins geta tekið gleði sína á ný og átt góðar poppstundir því á markaðnum eru einnig transfitusýrusnauðar tegundir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem neyta matar sem inniheldur transfitusýrur yfir við- miðunarmörkum eru í meiri hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki 2. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því að margir íslenskir framleiðendur nota nú minna af transfitusýrum í matvörur sínar eða trans- fitusýrulausar olíur. Neytendur kalla eftir trans- fitusnauðum matvörum neytendur 22 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 25. apríl – 29. apríl verð nú verð áður mælie. verð KS ferskt lambafillet ............................. 1.998 2.998 1.998 kr. kg KF lambahryggur, einiberjakryddaður ..... 1.398 0 1.398 kr. kg Úrbeinað lambalæri, kryddlegið ............ 1.698 0 1.698 kr. kg KS frosin lambasvið ............................. 279 398 279 kr. kg KF kindasúpukjöt, 1 fl. ......................... 398 0 398 kr. kg Hunangskryddað svínafillet ................... 1.598 0 1.598 kr. kg Egils kristall, kippa, 12 ltr ..................... 598 834 50 kr. ltr Lipton grænt te, 32 stk. ........................ 298 0 9 kr. stk. KF hrásalat / kartöflusalat, 350 g ......... 98 159 280 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 26. apríl–28. apríl verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs súpukjöt ............................ 442 552 442 kr. kg Fjallalambs kótelettur úr kjötborði ......... 1.098 1.408 1.098 kr. kg Fjallalambs lærissneiðar II fl., kjötb. ...... 998 1.126 998 kr. kg SS rauðvíns helgarsteik ........................ 1.395 1.744 1.395 kr. kg Matfugl læri/leggur .............................. 398 569 398 kr. kg Matfugl kjúkl.vængir............................. 158 263 158 kr. kg Ali hunangs hnakki, úrb. ....................... 1.265 1.687 1.265 kr. kg Ali Mexico kótelettur............................. 1.255 1.673 1.255 kr. kg Ali vínarpylsur...................................... 683 910 683 kr. kg Hagkaup Gildir 26. apríl–29. apríl verð nú verð áður mælie. verð Lambafillet m/fitu út kjötborði .............. 2.798 3.256 2.798 kr. kg Lambalundir úr kjötborði ...................... 2.998 3.613 2.998 kr. kg Siggi sterki hamborgari, 2 stk................ 637 797 637 kr. pk. Létt kotasæla, 200 g............................ 113 125 565 kr. kg Krónan Gildir 26. apríl–29. apríl verð nú verð áður mælie. verð Lambasnitsel í raspi............................. 1.424 1.898 1.424 kr. kg Lamba lærissneiðar í raspi.................... 1.424 1.898 1.424 kr. kg Grísakótilettur...................................... 844 1.406 844 kr. kg Grísasnitsel ......................................... 899 1.594 899 kr. kg Grísagúllas.......................................... 899 1.500 899 kr. kg Lambainnralæri ................................... 2.551 3.189 2.551 kr. kg Myllu heimilisbrauð.............................. 119 160 155 kr. kg Enrico’s lífræn pastasósa, 3 gerðir......... 238 280 322 kr. kg Super baquette, 3stk. .......................... 198 249 198 kr. pk. Pepsi max, 2 ltr.................................... 99 140 50 kr. ltr Nóatún Gildir 26. apríl–29. apríl verð nú verð áður mælie. verð Ungnauta T-beinasteik ......................... 2.498 3.289 2.498 kr. kg Ungnautastrimlar í tex mex ................... 1.498 2.098 1.498 kr. kg Lambagrillsteik í tómat & basil.............. 2.498 2.998 2.498 kr. kg Lambalæri .......................................... 998 1.398 998 kr. kg Grísakótilettur Rhodos.......................... 1.498 1.998 1.498 kr. kg SS hangiálegg, 2x8 sn ......................... 2.499 3.377 2.499 kr. kg Kókoshneta......................................... 19 89 19 kr. stk. Myllu fjölkornasamlokubrauð, 1/1 ........ 149 277 194 kr. kg Brassi safi, 5 tegundir .......................... 99 124 99 kr. ltr Nóatúns salernispappír, 12stk .............. 399 469 33 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 26. apríl–29. apríl verð nú verð áður mælie. verð Goða gourmet léttreyktar kótelettur ....... 1.169 1.682 1.169 kr. kg Goða skólaskinka ................................ 199 345 199 kr. stk. Borgarnes grísk lambalærissteik............ 1.650 2.539 1.650 kr. kg Matfugl kjúklingur 1/1, ferskur.............. 419 699 419 kr. kg Ísfugl kjúklingabringur, ferskar............... 1.469 2.261 1.469 kr. kg Korni flatbrauð, blátt ............................ 129 149 129 kr. stk. Billy’s pan pizza, 170 g ........................ 159 232 159 kr. stk. Sprite zero, 1 ltr ................................... 99 149 99 kr. ltr Egils kristall plús m/ávaxtabragði .......... 89 111 178 kr. ltr Vínber græn ........................................ 259 319 259 kr. kg Þín Verslun Gildir 26. apríl–2. maí verð nú verð áður mælie. verð BK Bayonneskinka ............................... 1.075 1.344 1.075 kr. kg BK Helgarlamb m/sólþ. tóm. og basil .... 1.379 1.722 1.379 kr. kg 1944 Núðlur m/kjúklingi í sojasósu 35.. 464 580 1.326 kr. kg SS Rauðvíns helgarsteik ....................... 1.395 1.744 1.395 kr. kg SS Ömmukæfa 200 g .......................... 179 225 895 kr. kg Remi Piparmyntukex, 100 g .................. 149 119 1.190 kr. kg Condis m/heslihnetukremi, 100 g......... 149 119 1.190 kr. kg Daloon Vorrúllur, 720 g ........................ 525 399 554 kr. kg Heinz Tómatsósa, 567 g ....................... 129 89 157 kr. kg Freschetta XXL 760 g ........................... 599 519 683 kr. kg helgartilboðin Grísagúllas og hamborgarar Langflest matvæli eiga að vera með innihaldslýsingu en mat- vælaframleiðandi þarf ekki að til- greina magn transfitusýru í vör- unni. Sé hins vegar tilgreint á umbúðum að viðkomandi vara sé með „lágt innihald af trans- fitusýrum“ skal magns þeirra get- ið í næringargildismerkingu und- ir fituhlutanum sem myndi þá líta svona út: Fita – Þar af  Mettaðar fitusýrur  Einómettaðar fitusýrur  Fjölómettaðar fitusýrur  Transfitusýrur Ef á umbúðunum stendur að varan innihaldi t.d. „að hluta til hert olía“ eða „hálfhert olía“ þá er hægt að gera ráð fyrir að viðkom- andi vara innihaldi transfitusýrur. Á ensku er heitið „Partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet fedt/olie“. Ekki skylt að tilkynna magn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.