Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Milljónaútdráttur
Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
4. flokkur, 25. apríl 2007
Kr. 1.000.000,-
1131 F
7576 G
11097 G
16823 B
17750 B
24029 G
25782 E
39304 B
40428 B
53671 G
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HVAÐ
ER AÐ
JÓN?
ÉG ER MEÐ SAMVISKU-
BIT YFIR ÞVÍ AÐ HAFA
SKILIÐ GRETTI OG ODDA
EINA EFTIR HEIMA
ÆI,
EN SÆTT
ÞEIR ERU ÖRUGGLEGA
BÍÐANDI EFTIR MÉR VIÐ
DYRNAR NÚNA
KALLI, ÞÚ
ERT MEIRI
KJÁNINN!
ÉG SKIL EKKI AF HVERJU ÉG
REYNI AÐ TALA VIÐ ÞIG!
ÉG ER
AÐ FÁ
OFNÆMI
FYRIR
GAGN-
RÝNI!
ER MARS-
BÚINN ÞARNA
ENNÞÁ?
ÉG
SKAL
KÍKJA
NEI, ÉG
HELD AÐ
HANN HAFI
FALIÐ SIG
HELDUR
ÞÚ AÐ
HANN SÉ
HRÆDDUR
VIÐ OKKUR?
JÁ, AF
HVERJU
EKKI?
VEGNA ÞESS
AÐ VIÐ ERUM
VENJULEGIR
JARÐARBÚAR,
EKKI SKRÍTNAR
GEIMVERUR
EINS OG HANN
BÍDDU
HRÓLFUR!
ÞÚ VARST AÐ
BORÐA!
ÞÚ ÆTTIR EKKI
AÐ FARA AÐ SYNDA
FYRR EN EFTIR
KLUKKUTÍMA
ÉG
VEIT...
EN ÉG
ER TILBÚINN
AÐ TAKA
ÁHÆTTUNA
!!
AF HVERJU
ERT ÞÚ AÐ
PAKKA?
ÉG ÆTLA
AÐ FARA Á
NORÐUR-
PÓLINN...
ÉG VERÐ AÐ SJÁ
TIL ÞESS AÐ
JÓLASVEINNINN FÁI
BRÉFIÐ MITT!
HVERNIG
ÆTLAR ÞÚ
AÐ KOMAST
ÞANGAÐ?
ÉG ÆTLAÐI AÐ
HÚKKA FAR...
EN SÍÐAN ÁTTAÐI
ÉG MIG Á ÞVÍ AÐ
ÉG ER EKKI MEÐ
ÞUMAL
ÞAÐ HEFUR VERIÐ ERFITT
AÐ SMALA Á ÆFINGAR HJÁ
HLÓMSVEITINNI. ÆTLI ÉG
FINNI MÉR EKKI BARA NÝJA
ERT ÞÚ
AÐ STOFNA
HLJÓM-
SVEIT?
NEI, VIÐ
ERUM BARA
AÐ LEITA AÐ
NÝJU FÓLKI
HVERNIG
TÓNLIST
SPILIÐ ÞIÐ?
MEST
KLASSÍSKT
ROKK
ÉG ER
SJÁLFUR
MEIRA FYRIR
PÖNK
EF ÞAÐ ER
ELDRA EN
TUTTUGU ÁRA
ÞÁ ER ÞAÐ
KLASSÍK
HVAÐ ERT
ÞÚ AÐ GERA
HÉR?
BARA
AÐ
HANGA
HRINGDU Á
LÖGREGLUNA.
HRINGDU Í
EINHVERN
HVAR ER
ÞESSI ENDEMIS
LJÓSMYNDARI
ÞEGAR ÉG ÞARF Á
HONUM AÐ HALDA
GOTT! NÚNA KANN HANN BETUR
AÐ META PETER PARKER
dagbók|velvakandi
Hrísgrjón eða kartöflur
BÆÐI brenglað siðgæðis- og verð-
mætamat er að verða hvítu siðmenn-
ingunni að falli. Ofurneysla á alls-
kyns hamingjupökkum hefur gert
fólk að steinrunnum alsælufígúrum
en jafnframt þurrausið það allri vel-
semd, forsjálni og dómgreind. Ég er
ekki kynþáttahatari né hlynntur
kynþáttaaðskilnaði en sá kynstofn
sem ég tilheyri er að gera út af við
sig. Hvíti maðurinn er smám saman
að deyja út. Því höfðu indíánar
Norður-Ameríku að vísu spáð fyrir
þegar þeir sáu borgir hvíta manns-
ins og sögðu hann myndu deyja í
sinni eigin spýju. Borgir Evrópu og
víðar þar sem hvítir búa eru að verða
að kaunum á ásjónu jarðar. Þar býr
andlaust fólk í æðisgengnu rottu-
hlaupi við að borga gíróseðla við
hver mánaðamót.Heilsufarið er lak-
legt vegna lélegs stórmarkaðafæðis
sem skemmt er af rotvarnarefnum,
skordýraeitri, hormónum og öðrum
hættulegum aukefnum. Fólk þjáist
af síþreytu vegna stöðugs vinnu-
álags og áreitis og nær aldrei að
hvílast almennilega í þögninni. Kyn-
stofninn er veiklaður og fjölgar sér
ekki nóg. Hvíta kynstofninum fer
fækkandi á meðan Asíubúar og Afr-
íkubúar streyma til Evrópu og Am-
eríku. Í Þýskalandi er innflutt vinnu-
afl Tyrkja að ná hvítum íbúafjölda
landsins. Ein ástæða fækkunar í
hvíta kynstofninum eru getnaðar-
varnir þar sem fólk hefur ekki tíma
til að ala upp börn og konur fórna
sér fyrir fyrirtæki og frama. Draum-
urinn er meiri lúxus, nautn og betri
afkoma sem skilar sér seint, allavega
hjá alþýðu og millistétt. Kerfi hvíta
mannsins er meingallað og því verða
Asíubúar og annað eðlilega hörunds-
litað fólk arftakar Evrópu og Norð-
ur-Ameríku. Ég sé mannkynið sem
eina litskrúðuga fjölskyldu og hvort
ég legg mér hrísgrjón til munns eða
kartöflur, kínamat eða íslenska kjöt-
súpu skiptir mig ekki máli og hvort
nágranni minn er brúnn, svartur eða
hvítur skiptir mig heldur engu. Það
eru innri gæðin sem skipta máli og
þau hef ég fundið hjá bræðrum mín-
um og systrum af öllum kynþáttum
og ekki síst þeim sem dökkir eru á
hörund af annarri ástæðu en sæl-
keraferðum til sólarlanda.
Einar Ingvi Magnússon.
Tvær ábendingar til
Kópavogsbæjar
MIG langar að koma á framfæri
tveimur ábendingum til Kópavogs-
bæjar. Í fyrsta lagi, að strætóskýli
verði sett upp á biðstöðinni við
Hamraborg fyrir næsta vetur, þótt
fyrr hefði verið, þar sem við sem
tökum strætó niður í bæ höfum
þurft að híma í hálfgerðri höm í allan
vetur, í myrkri og kulda. Í öðru lagi,
að sporna við mávunum sem mættir
eru núna tímanlega til að gæða sér á
andarungunum á tjörninni í Kópa-
voginum. Þeir hafa ekki sést í vetur
en tímaskynið virðist vera allgott
þótt ekki fari mikið fyrir öðrum eig-
inleikum.
Harpa Karlsdóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞAU minna einna helst á kóngulóarvef trén, sem drengurinn hefur klifrast
upp í, en yfir honum hvelfist síðan kóralblár himinninn.
Morgunblaðið/Golli
Skemmtilegt sjónarhorn