Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ÞING Mexíkóborgar samþykkti á þriðjudag afar umdeilda lagabreyt- ingu sem felur í sér að fóstureyðingar verða framvegis heimilar þar á fyrstu 12 vikum meðgöngu. Lagabreyting þessi hefur skapað mikla spennu í samfélaginu og virðist hún líkleg til að fara enn vaxandi þar sem marg- vísleg félagsleg álitamál skipta mexí- könsku þjóðinni í fylkingar nú um stundir. Fylgismenn lagabreytingar- innar í Mexíkóborg segja hana fela í sér vatnaskil í kvenréttindabarátt- unni í Rómönsku Ameríku; andstæð- ingarnir fordæma þennan verknað og leggja hann að jöfnu við guðlausa upphafningu ofbeldis og dauða. Staða Mexíkóborgar innan mexí- kanska ríkisins er að sönnu nokkuð flókin. Borgin telst höfuðborg Mexíkó en hefur jafnframt stöðu svo- nefnds alríkissvæðis (sp. „Distrito Federal“), sem nýtur sem slíkt sjálf- stjórnar líkt og ríkin er Mexíkó mynda. Alríkisstjórnin kom þingi Mexíkóborgar á fót árið 1987 en völd þess voru þá mjög takmörkuð. Þau voru síðar aukin til muna. Á þinginu sitja 66 fulltrúar og hafa vinstrimenn haft þar meirihluta frá árinu 1997. Lagabreytingin var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða; 46 fulltrúar voru henni samþykkir en 19 lögðust gegn henni. Texti hennar er óneitanlega nokkuð furðulegur því hann felur í sér nýja skilgreiningu á hugtakinu „fóstureyðing“ og kveður á um að það fyrirbrigði teljist enda- lok meðgöngu eftir 12 vikur eða meira. Þannig er unnt að skilgreina endalok meðgöngu fyrir 12 viku lög- legan gjörning án þess að „fóstureyð- ingar“ séu beinlínis heimilar. Þingmenn verði bannfærðir Katólskir hópar og leiðtogar Þjóð- arátaksflokksins (sp. „Partido Acción Nacional“, PAN) boða að þeir hygg- ist reyna að fá dómstóla til að hnekkja nýju lögunum. Felipe Calde- rón, forseti Mexíkó, sem tilheyrir hinum íhaldssama PAN-flokki, hefur að vísu lítt haft sig í frammi í deilu þessari en það sama verður ekki sagt um eiginkonu hans, Margarita Za- vala, sem tekið hefur þátt í mótmæl- um gegn frjálslyndari fóstureyðinga- löggjöf. Forsetafrúin segir fóstureyðingar fela í sér „afneitun framtíðarinnar“ og alræði hinna sterku gagnvart þeim sem engum vörnum fái komið við. Katólska kirkj- an í landinu hefur ákaft mótmælt lagabreytingunni og notið stuðnings Benedikts páfa. Einn af erkibiskup- um hennar hefur lýst yfir því að þing- menn þeir sem lögðu blessun sína yf- ir hana verði bannfærðir þegar fyrsta fóstureyðingin hefur farið fram. Biskup í Chiapas-ríki líkir þingmönnunum, sem höfðu frum- kvæði að lagabreytingunni, við Adolf Hitler og þeim hafa borist morðhót- anir. Katólska kirkjan hefur og hvatt til þess að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið en ekki er líklegt að til hennar komi. Áhrif kirkjunnar í Mexíkó hafa farið minnkandi á undanliðnum árum og hefur sú þróun haldist í hendur við „lýðræðisvæðingu“ samfélagsins, sem laut stjórn eins flokks allt fram til ársins 2000. Skoðanakannanir leiða í ljós djúp- stæðan klofning í samfélaginu. Á landsvísu eru fylkingar nokkurn veg- inn jafn stórar en naumur meirihluti þéttbýlisbúa er fylgjandi frjálslegri fóstureyðingalöggjöf. Ef marka má nýlegar kannanir. sem m.a. má finna í dagblöðunum Reforma og Excelsi- or, er meirihluti íbúa Mexíkóborgar hlynntur breytingunni. Ólöglegar fóstureyðingar ógnun við líf og heilsu fátækra Samkvæmt gildandi lögum í Mexíkó er fóstureyðing á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu ein- göngu heimil teljist líf móður í hættu, hafi viðkomandi sætt nauðgun eða um sé að ræða þungun sem feli í sér sifjaspell. Samþykkt þingsins felur í sér að fóstureyðingalöggjöfin verður nú hvergi frjálslegri í landinu en í höfuðborginni. Í Yucatán-ríki er að vísu í gildi löggjöf, sem kveður á um rétt þriggja barna mæðra til að gang- ast undir fóstureyðingu geti þær sýnt fram á að þeim sé um megn að kosta framfærslu eins barns til við- bótar. Lýðræðislegi byltingarflokkurinn (sp. „Partido de la Revolución De- mócrática“, PRD) hafði frumkvæði að lagabreytingunni í höfuðborginni í samræmi við stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í fyrra. Talsmenn flokksins og aðrir þeir sem breyt- inguna styðja segja að hér ræði um mikið réttlætismál; ólöglegar fóstur- eyðingar séu framkvæmdar í land- inu. Fátækar konur gangist iðulega undir fóstureyðingar við aðstæður, sem ógni heilsu þeirra og lífi en kon- ur í betri efnum, sem geti reitt fram andvirði 60-70.000 króna, hafi greið- an aðgang að slíkum aðgerðum á einkastofum. Rannsóknir gefa til kynna að sýkingar og annars konar heilsubrestur, sem rekja má til ólög- legra fóstureyðinga, kosti tvö til þrjú þúsund konur lífið á ári hverju í Mexíkó. Er þetta fimmta algengasta dánarorsök kvenna á barneignar- aldri í landinu og sú þriðja algeng- asta sé horft til höfuðborgarinnar einnar. Samkvæmt opinberum tölum gangast um 100.000 konur undir fóst- ureyðingu í Mexíkó á ári hverju en baráttuhópar ýmsir segja að rétta talan sé fimm sinnum hærri. Kaflaskil í kvennabaráttu eða afneitun framtíðar? Reuters Harmur Andstæðingar fóstureyðinga gráta við þinghúsið í Mexíkó-borg þegar þar hófst á þriðjudag umræða um breytingar á núgildandi löggjöf, sem fela í sér að fóstureyðingar verða heimilar fyrir 12. viku meðgöngu. Þing Mexíkóborg- ar heimilar fóstureyðingar Í HNOTSKURN »Eftir breytinguna íMexíkóborg verður lög- gjöfin þar sambærileg við þá frjálslyndustu sem í gildi er í löndum Rómönsku Ameríku. Þar ræðir um Kúbu, Puerto Rico og Guyana. »Ólöglegar fóstureyðingareru framkvæmdar í öllum ríkjum álfunnar og segja fylg- ismenn það fyrirkomulag ógna heilsu mikils fjölda kvenna því aðgerðir fari oft fram við afleitar aðstæður. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VIRGIN ATLANTIC-flugfélagið mun þegar á næsta ári hefja til- raunaflug með 747-Boeing-breið- þotu sem verður búin sérsmíðuðum hreyfli er brennir lífrænu eldsneyti og hefðbundnu flugvélaeldsneyti og verður hlutur þess fyrrnefnda um 40 prósent til að byrja með. Samhliða þessu hefur flugfélagið pantað 15 787-9 Dreamliner Boeing-þotur, sem sagðar eru eyða 27 prósent minna eldsneyti en þotur af sambærilegri stærð af gerðinni Airbus A340-300, sem hinar nýju vélar munu leysa af hólmi í flota Virgin frá og með 2011. Yrði þetta fyrsta félagið til að nota lífrænt eldsneyti í farþegaflugum, en það má framleiða úr ýmsum lífræn- um efnum, s.s. maís og sykurreyr. Flugvélaiðnaðurinn hefur í aukn- um mæli orðið skotspónn umhverf- isverndarsinna og segir Richard Branson, aðaleigandi Virgin, að iðn- aðurinn verði að gera eitthvað til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda frá vaxandi flugflotanum, að- gerðaleysi „sé ekki valkostur“. Í samvinnu við Boeing og GE Næstu skref tilraunanna, sem Branson skýrði frá í vikunni, verður að knýja alla fjóra hreyflana með blöndu eldsneytisgerðanna tveggja í jöfnun hlutföllum og eru þær gerðar í náinni samvinnu við Boeing og General Electric, einn helsta fram- leiðanda véla í þotuhreyfla. Gangi tilraunirnar vel verður tæknin tekin í almenna notkun og öðrum flugvélum líklega gert kleift að hagnýta sér hana á sínar vélar. Branson er mikil áhugamaður um loftslagsmál og hefur verið talsmað- ur þess að vélar séu dregnar til og frá flugbrautunum, sem hann segir minnka mengun við vellina stórlega. Er endanlegt markmið tilraunanna að Virgin verði „kolefnishlutlaust“ (e. carbon neutral) flugfélag og gætu almennir farþegar farið í „grænar“ flugferðir hjá félaginu innan tveggja ára, gangi allt eftir. Notkun lífræns eldsneytis hefur sætt gagnrýni, m.a. með þeim rökum að framleiðsla sojabauna í Brasilíu leiði til skógareyðingar og því rétt- læti tilgangurinn ekki meðalið. Þá er hún sögð geta hækkað matarverð. Smíða hreyfla fyrir lífrænt eldsneyti Framtíðarsýn Richard Branson, aðaleigandi Virgin, vill grænt farþegaflug. KÍNVERJAR munu fara fram úr Bandaríkjamönnum um mestu losun gróðurhúsalofttegunda í heimi síðar á árinu, að því er vísindamenn Alþjóðaorkustofnunar- innar, IEA, áætla. Verði þetta raunin hefur mengunin í Kína aukist miklu hraðar en ráð var gert fyrir og jafn- an rætt um 2010 – eða jafnvel 2025 – sem árið sem Kín- verjar myndu fara fram úr Bandaríkjamönnum hvað þetta varðar. Geysilegur hagvöxtur, sem verið hefur um og yfir tíu prósent, og hröð uppbygging innviða, s.s. kolaorku- vera, er talin skýringin á þessum tímamótum sem eru til marks um vaxandi auð í Kína. Kína mun losa meira en Bandaríkin í ár FRÁSAGNIR af hetjulegum dauða bandaríska hermannsins Pat Til- lman í Afganistan fóru eins og eldur í sinu um fjölmiðla vestanhafs. Hon- um var lýst sem stjörnu í ameríska fótboltanum sem hefði lagt frægð og frama til hliðar til að þjóna fóstur- jörðinni í baráttunni við talíbana. Sú staðreynd að hann féll fyrir kúlum samherja sinna er nú til mik- illar umræðu í Bandaríkjunum, sem og ýktar frásagnir af hetjuskap her- mannsins Jessicu Lynch í Írak. Kevin, hermaður og yngri bróðir Pat, gaf, ásamt Lynch, vitni fyrir sérstakri nefnd á Bandaríkjaþingi í vikunni, þar sem frásagnir hersins voru hraktar. Lynch var sögð hafa verið bjargað fyrir hugrekki her- manna af sjúkrahúsi nærri Nasir- iyah 2003, hið rétta var að hún naut aðstoðar Íraka við að komast af sjúkrahúsinu. Sjónvarpsmynd og bók voru gerð um Lynch og atvikið. Sagðir leyna mannfallinu Sagði Kevin söguna af dauða Pat hafa verið spunna upp til að beina at- hyglinni frá ástandinu í Írak og Abu- Ghraib-fangelsishneykslinu. Pat hlaut silfurstjörnuna eftir atvikið. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Írak, UNAMI, gagnrýndi í gær írösku stjórnina fyrir að leyna mannfalli í átökum trúarhópa, auk þess hefðu margir fangar „horfið“. Falsaðar hetjusögur Jessica Lynch Pat Tillman ♦♦♦ NÝ könnun bendir til þess að norsk- ir karlar séu miklar karlrembur, að sögn blaðsins Aftenposten. Töldu 48% karla sem spurðir voru að kon- ur bæru að öllu leyti eða að hluta til ábyrgðina á því að vera nauðgað ef þær hefðu daðrað opinskátt áður en þær urðu fyrir árás. Einn af hverjum fimm þátttak- endum í könnuninni sagði, að konur sem væru þekktar fyrir að vera með mörgum mönnum bæru að öllu leyti eða hluta ábyrgðina ef þeim væri nauðgað. 28% sögðust telja að kona sem klæddi sig á kynferðislega ögr- andi hátt bæri að öllu leyti eða hluta ábyrgðina ef henni væri nauðgað. Karlrembur í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.