Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Í STJÓRNMÁLUM er einn erf- iðasti andstæðingur sannleikans ekki ósannindi heldur þvæla eða þvætt- ingur; hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi, var einhvers staðar sagt. Þvætt- ingi er ekki hægt að svara, því hann er sleipur og óáþreif- anlegur. Ósannindi er hins vegar hægt að kveða niður með því að tefla fram sannleikanum. Ég ætla ekki að kveða upp úr um það að í leiðara Morgunblaðsins hinn 23. apríl sé farið með ósannindi, eða í Reykjavíkurbréfi hinn 22. sama mán- aðar, þótt eflaust kysu aðrir að halda slíku fram. En það er ekki hægt að skrifa upp á þær fullyrðingar sem þar standa um að ekkert finnist sem hægt er að nota gegn ríkisstjórnarflokk- unum. Morgunblaðið heldur því fram að ekkert bíti á Framsókn, því þar var skipt um formann og þess vegna ekki hægt að tönnlast á „gömlum málum“. Gildir það sama um Sjálfstæðisflokk- inn, kynni einhver að spyrja? Verður ríkisstjórnin ekki lengur ábyrg gjörða sinna ef skipt er um formenn flokk- anna? Morgunblaðið segir líka að ekki hafi verið hægt að berja á ríkisstjórn- arflokkunum í umhverfismálum eða stóriðjumálum, né heldur í velferð- armálum, málefnum aldraðra og ör- yrkja. Þetta er auðvitað þvættingur. Nokkrar ávirðingar á hendur rík- isstjórninni má taka saman í eftirfar- andi punktum. 1. Allir muna eftir Írak. Viljum við kjósa Íraks-ríkisstjórnina? (eða er málið of gamalt?) 2. Viljum við kjósa 7–8% verðbólgu með viðeigandi vaxtaokri? (eða er mál- ið of gamalt?) 3. Viljum við að það sé í góðu lagi að auka álögur á sjúklinga með komu- gjöldum (eða er málið of gamalt?) 4. Viljum við áfram kyrrstöðu í mál- efnum kvenfrelsisins og aukinn launa- mun karla og kvenna? (eða er málið of gamalt?) 5. Viljum við áfram auka á að- stöðumun þéttbýlis og dreifbýlis eins og byggðahrun síðustu ára ber vott um (eða er málið of gamalt?) 6. Viljum við skapa lýðræðissam- félag þar sem aukin þátttaka í ákvarð- anatöku er innleidd í stað meirihluta- atkvæðagreiðslu um mál eins og Kárahnjúka (eða er málið of gamalt?) 7. Viljum við græna framtíð í stað áframhaldandi álæðis um allt Ísland (eða er málið of gamalt?) Það mætti líka nefna nokkur stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins á seinasta landsfundi og önnur mál í farvatninu sem öll auka enn frekar á misréttið: 1. Sjálfstæðisflokkurinn vill draga áfram úr vægi samhjálpar og sam- ábyrgðar með því að leggja áherslu á frekari einkarekstur í heilbrigðiskerf- inu og boða þannig tvöfalt heilbrigð- iskerfi, eitt fyrir þá ríku og annað fyrir þá fátæku. 2. Sjálfstæðisflokkurinn vill innleiða möguleika á að þeir sem ríkari eru geti keypt sig fram fyrir í röðinni. 3. Og nú nýjasta málið, að selja op- inberar fasteignir og leigja þær síðan aftur, en það veldur því einungis að rekstrarkostnaður eykst á meðan eignastaða samfélagsins rýrnar. Enn frekari sala eigna til fasteignafélaga og þannig enn vegið að grunni velferð- arkerfisins. Eða eru þessi þrjú mál kannski líka of gömul? Stjórnin hefur ekki skipt um stefnu, bara um formenn stjórnarflokkanna. Stefnan er sú sama. Viljum við hana áfram í verki? Það væru hræðileg mis- tök. Stjórnin hefur ekki skipt um stefnu Eftir Gest Svavarsson Höfundur er í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. NÝLEGA rakst ég á grein- argerð á heimasíðu Kvikmynda- skóla Íslands eftir Böðvar Bjarka Pétursson, stofn- anda og stjórn- arformanns skól- ans. Þar glímir hann við spurn- inguna hvernig hægt sé að færa ís- lenskan mynd- miðlaiðnað af sprotastiginu yfir í að verða kraftmikil og áhrifarík atvinnu- grein. Í greinargerðinni færir hann rök að því að hægt sé að fjölga störfum í myndmiðlaiðn- aðinum þannig að 3000 ný störf í iðnaðinum verði orðin að veru- leika árið 2012. Hafa verður í huga að mynd- miðlaiðnaðurinn er víðfeðm grein sem nær yfir fjölda sérsviða og miðla. Þessi iðnaður er í miklum vexti og flestar þjóðir keppast um að ná hlutdeild í honum. Eins og ástandið er í dag þá eru allar þessar rekstrareiningar mjög sveiflukenndar og háðar ytri aðstæðum. Ein stór erlend bíómynd sem tekin er upp hér á landi getur skipt sköpum um fjármagn og atvinnu það ár sem hún er tekin upp. Stofnun eða niðurlagning sjónvarpsstöðvar getur einnig haft mjög mikil áhrif á atvinnustigið. Til þess að fjölgun starfa um 200% megi verða að veruleika telur Börkur upp fimm atriði sem þarf að einbeita sér að. Í fyrst lagi þarf samstarf hags- munaaðila. Mjög margir aðilar starfa að því markmiði að efla ís- lenska kvikmyndamenningu og kvikmyndagerð svo sem Kvik- myndamiðstöð Íslands, Kvik- myndasafn Íslands, Kvikmynda- skóli Íslands, Félag kvikmyndagerðarmanna, Samtök íslenskra kvikmyndaframleið- enda, Sjónvarpið, Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík og Kvik- myndafræðibraut HÍ. Til þess að markmiðið náist þarf að búa til sameiginlega sýn þar sem aðilar skipta með sér verkum eða vinna saman eftir því sem við á eftir markvissri áætlun. Í öðru lagi þarf stöðugt kynningar- og mark- aðsstarf að vera í gangi, bæði innan skólakerfisins og meðal al- mennings. Greinin þarf stöðugt að vera í tísku og það verður að tryggja að samkeppni sé um öll störf. Í þriðja lagi verður að leggja áherslu á að fyrirtæki og einstaklingar sem ná árangri, skili þekkingu sinni og reynslu út í iðnaðinn svo ekki þurfi sífellt að vera að byrja frá grunni. Þetta heppnaðist mjög vel þegar Börn náttúrunnar fengu Óskarstilnefn- ingu sem beindi athyglinni að landinu og það var síðan nýtt til fjármögnunar fjölda bíómynda í framhaldinu. Í dag skiptir mestu máli að árangur t.d. Latabæjar og CCP skili sér til nýrra verk- efna og framkvæmda. Í fjórða lagi er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þróunarstarf er grundvöllurinn að árangri í myndmiðlaiðnaðinum. Þetta á við um hugmyndavinnu og handrita- gerð en einnig í framleiðslunni sjálfri. Framleiðendur hafa átt erfitt með að tryggja gæðin, m.a. vegna skorts á reynslu sem þeir eiga erfitt með að fá. Það verður að vera sameiginlegur skilningur á að stöðug þróun sé eina leiðin til að ná árangri. Í fimmta lagi þarf að hætta þeirri hugsun að einungis sé ákveðið magn hæfi- leikafólks til staðar og ekki sé hægt að stækka greinina vegna þess að ekki sé til fólk til að fylla í skörðin. Yfirleitt er þessu hald- ið fram af aðilum sem þegar hafa skipað sér sess innan grein- arinnar. Þetta er hættulegt hug- arfar og alrangt. Samkeppnin verður aldrei of mikil og því fleiri sem koma að, þeim mun meiri líkur eru að hæfileikaríkt fólk og snillingarnir finnist. Fleira markvert er að finna í greinargerð Böðvars Bjarka sem finna má á heimasíðu skólans. Þessi grein gefur okkur tækifæri til þess að beina huganum að öðr- um iðnaði en áliðnaðinum. Ef hlúð er að mannauði og tækifær- um ungs fólks í þessum geira verður vöxturinn að veruleika. Hrósa má núverandi stjórnvöld- um fyrir lögin um endurgreiðslu vegna 14% framleiðslukostnaðar erlendra mynda hér á landi. Þessi lög hafa dregið hingað til lands stór framleiðsluverkefni. En betur má ef duga skal, ætl- um við að hlúa að þessum iðnaði. Að lokum spyr ég; hefur engum dottið í hug að byggja stórt kvik- myndaver hér á landi? Ef slíkt kvikmyndaver væri staðsett úti á landi myndi það skapa ótal störf. Það myndi auka áhuga stóru kvikmyndaframleiðandanna verulega á að nýta sér aðstöðuna hér á landi að því er ég hef heyrt úr röðum kvikmyndagerð- armanna. Myndmiðlaiðnaðurinn í vexti Eftir Sólborgu Öldu Pétursdóttur Höfundur skipar 3. sæti á lista Ís- landshreyfingarinnar í Norðvestur- kjördæmi BRUNARÚSTIRNAR á horni Austurstrætis og Lækjargötu eru hjarta Reykjavíkur. Ég er á öndverðum meiði við Vilhjálm borgarstjóra og þá, um hvað gera skuli. Hann vill varðveita götumynd- ina, endurreisa húsin í gömlum stíl. Verndunarsjónarmið eiga að- eins stundum við. Gervifornminjar hafa stundum verið misheppnaðar, t.d. húsið á horni Túngötu og Að- alstrætis. Annað er gott, eins og Bernhöftstorfan. Aðrar hugmyndir hafa komið fram: byggja myndarlegt steinhús eða 50–60 hæða glerkassa. Ég legg til að fenginn verði frá- bær, heimsþekktur arkitekt er- lendis frá, til að hanna hús á bruna- rústunum. Í hugann koma nöfn eins og Gehry, Foster, Kolhaas, Piano, Mayer, Larsen og Ando o.fl. Húsið gæti kallast á við Tónlist- arhöllina væntanlegu. Arkitektinum yrði falið að teikna hús, miðpunkt höfuðborg- arinnar, sem allur umheimurinn mundi dást að, og afkomendur okkar vera stoltir af um ókomna tíma. Við höfum góða reynslu af topp- mönnum í húsagerðarlist. Nor- ræna húsið eftir Alvar Aalto er gott dæmi. Nú er tími og tækifæri til að hugsa stórt! Atli Heimir Sveinsson Byggjum stórmann- lega á brunarústum Höfundur er tónskáld. MORGUNBLAÐIÐ hrósar í forystugrein forystu stjórnarflokkanna fyrir að taka nú í aðdraganda kosninga hvert úrbótafyrirheit stjórnarandstöð- unnar og gera það að sínu. Þetta telur Morgunblaðið góð vinnubrögð því í lýðræðisríki byggi stjórnmál á málamiðlunum. Á þessu máli er önnur hlið. Hún er sú að ríkisstjórn- arflokkarnir skrumskæla lýðræðið með þessari að- ferðafræði. Þeir koma nú fram á völlinn – Sjálfstæðisflokk- urinn farinn að sýna hinn litförótta fálka í rauðum lit – og lofa annarri stjórnarstefnu en rekin hefur verið. Fyrir vikið fær almenningur í landinu ekki að kjósa milli ólíkra kosta og ríkisstjórnin þarf ekki að standa reikningsskil gerða sinna. Stjórnmálaflokkar eiga að rækja skyldur sínar við al- menning með samráði og samræðu á kjörtímabilinu, ekki með því að hlaupast frá verkum sínum rétt fyrir kosningar. Sú ríkisstjórn sem nú fer frá hefur einstæða afrekaskrá í að forsóma lýðræðisleg vinnu- brögð – hvort heldur er í fjölmiðlamálinu, meðferð viðræðna við Bandarík- in um varnarmál, samskiptum við aldraða eða í stuðningi við Íraksstríðið. Annar ókostur er sá að reikningsdæmið gengur ekki upp. Sjálfstæð- isflokkurinn lofar framkvæmdum og úrbótum í almannaþjónustu, sem hann hefur sjálfur vanrækt. Hann lofar líka skattalækkunum. Hins vegar blasir við halli á ríkissjóði strax á næsta ári, vegna efnahagsmistaka rík- isstjórnarinnar. Ef Samfylkingin yrði ber að slíku ábyrgðarleysi er ég hræddur um að ritstjóri Morgunblaðsins myndi kalla eftir skýringum á slíku ósamræmi. Kjósendur þurfa að velja. Annars vegar eru stjórnarflokkarnir eins og samviskulausir síbrotamenn sem lofa enn á ný því sem líka var lofað síðast og þar áður. Hins vegar er Samfylkingin sem leggur fram skýra sýn um öflugt alþjóðavætt atvinnulíf, uppbyggingu almannaþjónustu og afnám biðlistavæðingar íhaldsins. Hvor skyldi nú vera trúverðugri kostur? Að verðlauna síbrotamenn Eftir Árna Pál Árnason Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. KYNNING Á NÝBYGGINGUM SKRIFSTOFAN VERÐUR OPIN TIL KL: 18:00 Í DAG Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Síðumúli 13 HÓLMVAÐ 2-4 NORÐLINGAHOLTI PERUKÓR 1-3 KÓPAVOGI KLETTAKÓR 1 KÓPAVOGI MARTEINSLAUG 1 -7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.