Morgunblaðið - 26.04.2007, Page 15

Morgunblaðið - 26.04.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 15 París. AFP. | Miðjumaðurinn Franco- is Bayrou, sem varð þriðji í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi um neitaði í gær að lýsa yfir stuðn- ingi við annað tveggja, sósíalist- ann Sègoléne Ro- yal eða hægri- manninn Nicolas Sarkozy. At- kvæði þeirra 6,8 milljóna manna sem kusu Bayrou gætu skipt sköpum í seinni umferð forsetakosninganna, þar sem kosið er á milli Royal og Sarkozy, en Bayrou sagðist ekki ætla að reyna að segja sínum fylgjendum hvað þeir ættu að gera á kjördag, 6. maí. Bayrou gagnrýndi Royal og Sar- kozy harkalega, sagði þau ófær um að gera umbætur á pólitískum stofnunum landsins, draga úr spennu milli ólíkra hópa í samfélag- inu eða tryggja hagvöxt. Hann sagði að Sarkozy – vegna náinna tengsla sinna við valdaaðila í við- skiptalífinu – myndi stuðla að því að völdin söfnuðust á fárra manna hendur, og að Royal – sem þrátt fyrir allt virtist ganga eitt gott til, að því er varðaði þróun lýðræðis í Frakklandi – væri of höll undir rík- isafskipti. Slíkt gengi þvert gegn því sem Frakkland þarfnaðist helst. Vill hvorugt styðja François Bayrou BRESKIR vísindamenn hafa komist að því hvers vegna glóbrystingar syngja á nóttunni, þeir velji einfald- lega þann tíma dags þegar hávaði frá mönnum er í lágmarki. Þetta er rökstutt með því að söngurinn gegni því hlutverki að verja svæði, vara við hættu og laða að maka. Fuglar á um 100 stöðum í borg- inni Sheffield voru rannsakaðir og er ljósmengun að nóttu talin skipta minna máli fyrir sönginn en áður. Ráðgáta leyst STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa fundið nýja plánetu, 581c, sem hef- ur svipaða eiginleika og jörðin. Vatn er talið vera á yfirborði 581c, sem er í stjörnumerkinu Libra og í yfir 20 ljósára fjarlægð. Hefur aldr- ei fundist pláneta þar sem talið er jafn líklegt að einhvers konar líf þrífist. Radíus hennar er 1,5 sinn- um meiri en jarðarinnar og hefur hún verið kölluð „ofurjörð“. Reuters „Ofurjörð“ fundin Fjarri Hugmynd listamanns. NEYÐARSTJÓRNIN í Bangladesh sneri í gær við blaðinu og aflétti öll- um hömlum sem settar höfðu verið á ferðafrelsi tveggja helstu stjórn- málaleiðtoga landsins, Khaledu Zia og Sheikh Hasina Wajed. Fá ferðafrelsi FLUGÞJÓNAR hjá norræna flug- félaginu SAS héldu í gær áfram í verkfalli sem þeir hófu á þriðjudag til að krefjast betri vinnuaðstæðna. Verkfallið hefur valdið miklum truflunum á ferðum SAS og tengi- flugi annarra félaga. Áfram verkfall Moskvu. AFP. | Borís Jeltsín, fyrrver- andi forseti Rússlands, var borinn til grafar í Moskvu í gær en hann lést sl. mánudag, 76 ára að aldri. Viðstaddir útförina voru þeir Bill Clinton og George Bush, sem báðir áttu mikil samskipti við Jeltsín er þeir gegndu embætti forseta Bandaríkjanna, en einnig Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sov- étríkjanna, og John Major, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands. Þá var Vladímír Pútín, núverandi forseti Rússlands, viðstaddur útför- ina eins og leiðtogar ýmissa fyrr- verandi Sovétlýðvelda. Pútín sést á myndinni ásamt konu sinni, Ljúd- mílu, en hægra megin við hana er Naina, ekkja Jeltsíns, og dóttir hans Tatjana. Jarðarförin fór fram í Krists- kirkju í Moskvu, en hana lét Jeltsín sjálfur reisa eftir að hann varð for- seti Rússlands 1991 í því skyni að skjóta stoðum undir „trúarlega endurreisn“ í landinu; en Jósef Stal- ín hafði áður látið eyðileggja kirkju sem stóð á sama stað í nafni komm- únismans. Fullyrt er að 35.000 manns hafi í gær komið í kirkjuna til að kveðja Jeltsín hinsta sinni. Lík hans lá á viðhafnarbörum í kirkjunni en eftir athöfnina var hann jarðaður í kirkjugarði við Novodevichy- klaustrið í Moskvu sem var reist á sextándu öld. Mun Jeltsín hvíla þar í nágrenni þjóðhetja eins og leik- skáldsins Antons Tsjékovs. Reuters Borís Jeltsín borinn til grafar                                                                 ÍS LE N SK A SI A .IS / LB I 37 32 2 04 /0 7 Skráning á landsbanki.is Skráning á fjármálakvöld fer fram á landsbanki.is Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Verið innilega velkomin. Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fræðslukvöld fyrir almenning Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld”, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um helstu þætti sem lúta að skattamálum, fjármálum heimilisins, fjárfestingum, ávöxtun eigna og lífeyrissparnaði. Fjármálafræðslan er öllum opin og án endurgjalds. Í kvöld í Austurbæjarútibúi, Laugavegi 77: Sérfræðingur Landsbankans fer yfir hagnýt atriði varðandi fjármál heimilisins, gefur ráð um lántökur, ávöxtun og sparnað. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja skilja betur helstu atriði sem skipta máli við lántökur og fjárfestingar og vilja fá góð ráð um fjármál heimilisins almennt. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Námskeiðin hefjast kl. 20:00 á eftirfarandi stöðum: 26. apríl Laugavegur 77 (Austurbær) Fjármál heimilisins 3. maí Fjarðargata, Hafnarfirði Fjárfestingar og ávöxtun eigna Í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.