Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TVEIR frambjóðendur og alþingismenn Frjálslynda flokksins, þeir Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður flokksins, og Valdi- mar Leó Friðriksson héldu vinnustaðafund hjá Samskipum í hádeginu í gær og sögðu frá stefnumálum flokksins. Var kosningabækl- ingi dreift þar sem fjallað er um fimm kosn- ingamál, þ.e. afnám kvótakerfisins og verð- tryggingar, innflytjendamál, sanngirni hvað varðar afnám bótaskerðingar og tekjuteng- ingar maka aldraðra og öryrkja og loks sam- göngumál. Framsögumenn ræddu ekki innflytjenda- málin á fundinum og heldur ekki það kosn- ingamál flokksins að afnema skuli verðtrygg- ingu. Magnús Þór bauð upp á spurningar úr sal en engar komu. Aðspurður af Morgunblaðinu að fundi loknum hví ekki hefði verið minnst á innflytjendamálin, en á það má benda að 45% starfsmanna í vöruhúsi Samskipa eru erlend og í fyrirtækinu starfar fólk frá hátt í 20 lönd- um, sagðist Magnús Þór hafa gleymt um- ræddu kosningamáli. Sagðist hann enn- fremur ekki hafa vitað um hlutfall erlendra starfsmanna hjá Samskipum. Tilbúin fyrir vaxandi fjölda útlendinga? Um innflytjendamálin segir í kosninga- bæklingnum að hlutfall erlendra ríkisborg- ara á vinnumarkaði sé margfalt hærra en á hinum Norðurlöndunum. „Erum við tilbúin til að taka á móti þessum vaxandi fjölda?“ er þar spurt. „Frjálslyndi flokkurinn vill stór- auka íslensku- og samfélagsfræðikennslu fyrir þá sem hingað koma til starfa til að auð- velda þeim aðlögun að íslensku þjóðfélagi.“ Segir þar ennfremur að forðast skuli þau vandamál sem aðrar þjóðir þurfa að glíma við vegna óhindraðs innflutnings á erlendu vinnuafli. Í bæklingnum segir um kvótakerfið að það leiði til þess að byggðir landsins muni hrynja og íbúum fækka. „Við höfum ekki breytt skoðunum okkar á þessu og höfum kynnt nánari útfærslu á því hvernig við viljum breyta þessu kerfi til hagsbóta fyrir þjóðina alla,“ sagði Magnús Þór við fundargesti. Þá ræddi hann um skattamál og sagði tímabært að venjulegt launafólk nyti skattalækkana í landinu, ekki eingöngu þeir tekjuhæstu. „Við viljum leggja áherslu á að rétta þeim tekju- lægstu hjálparhönd,“ sagði Magnús Þór. Þá ræddi hann um samgöngumálin og minntist á þenslu vegna stóriðjumála, sem valdið hefði ójafnvægi í hagkerfinu. „Við vilj- um breyta hér áherslum og draga úr fram- kvæmdum í stóriðju á meðan við erum að hugsa okkar gang og gera það upp við okkur hver eigi að verða næstu skref í þessum efn- um. Hins vegar höfum við bent á það að þörf er á stórátaki í samgöngumálum. Við eigum mikla peninga sem fengust fyrir sölu Símans og viljum að þessir peningar verði notaðir í samgöngumál.“ Sagði Magnús Þór að tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar hefði sannað gildi sitt og rétt væri að endurbæta Vesturlandsveginn sem væri ein hættulegasta umferðaræð landsins. Einnig væri Sundabraut mikilvægt verkefni á þessu sviði. „Þjóðvegakerfið okkar er á margan hátt að þrotum komið og það væri rétt aðgerð nú að fara í markvisst stór- átak í samgöngumálum.“ Minntist Magnús Þór einnig á það stefnu- mál flokksins að gera ætti markvissa áætlun um að auka gangagerð þar sem þess væri þörf. Ætti þetta verkefni að geta klárast á næstu 20 árum. Kvótakerfi og samgöngumál á framboðsfundi frjálslyndra Ekki komu neinar spurn- ingar úr sal að loknum fram- boðsfundi Frjálslynda flokksins hjá Samskipum í gær. Farið var yfir helstu kosningamál nema innflytj- endamálin. Morgunblaðið/G.Rúnar Framboð Vinnustaðafundur Frjálslynda flokksins hjá Samskipum var í hádeginu og röbbuðu þeir Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Þór Hafsteinsson við starfsmenn að honum loknum. Í HNOTSKURN »Hjá Samskipum er nærri annarhver starfsmaður í vöruhúsi er- lendur og fyrirtækið er með fólk af mörgu þjóðerni innan sinna raða. »Frjálslyndi flokkurinn segir að inn-flytjendamál séu kosningamál í bæklingi sínum og spyr hvort Íslend- ingar séu tilbúnir til að taka á móti vaxandi fjölda útlendinga. Gleymdist að ræða málið á fundinum sem var stuttur hádegisfundur. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TÖLUVERT hefur verið um sölu á bátum og aflaheimildum að undan- förnu. Söluverð í þessum viðskiptum öllum skiptir milljörðum króna. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæk- ið Jakob Valgeir ehf., í Bolungarvík og tengd félag hafa keypt 54% í út- gerðarfélaginu Rekavík ehf. í Bol- ungarvík sem gerir út bátana Guð- mund Einarsson ÍS, Hrólf Einars- son ÍS og Einar Hálfdánsson, en með þeim fylgja 1.500 þorskígildis- tonn. Dragnótarbáturinn Þröstur RE hefur verið seldur til Ingimund- ar hf í Reykjavík með 384 þorsk- ígildistonnum og línubeitningarbát- urinn Birgir verið seldur frá Þorlákshöfn til Hornafjarðar með um 200 þorskígildistonnum. Hafnar- berg RE hefur verið selt með 326 þorskígildistonnum og þá hefur Geir KE verið seldur með aflaheimildum líka. Loks hefur kvótinn af Freyju RE verið seldur. Rækju- og bolfiskvinnslan Bakka- vík var stærsti hluthafi Rekavíkur. Jakob Valgeir hyggst gera Guð- mund og Hrólf áfram út frá Bolung- arvík en flytja kvótann af Einari yfir á beitningavélabátinn Þorlák ÍS sem er í eigu Jakobs Valgeirs ehf., og selja Einar Hálfdánsson kvótalaus- an. Jakob Valgeir Flosason, fram- kvæmdastjóri Jakobs Valgeirs, segir að auka eigi fiskvinnslu í landi hjá fyrirtækinu. Nú sé vinna að miklu leyti einskorðuð við þorskinn og ýsa og steinbítur fari á markað, verið sé að byggja við vinnsluna og verði hún aukin í kjölfarið. Jakob Valgeir og tengd félög hafa til umráða eftir kaupin yfir 4.500 þorskígildistonn sem er stórt hlutfall aflaheimilda í Bolungarvík. Jakob vill ekki gefa upp kaupverð- ið, en upplausnarvirði fyrirtækisins gæti verið um þrír milljarðar króna. Hann segir verðið hátt en það sé skilyrði fyrir því að dæmið geti gengið upp að vera með fiskvinnslu á bakvið útgerðina. Þannig náist meiri verðmæti út úr aflaheimildunum. Hann segir líka að það skipti miklu máli að halda aflaheimildum í bæn- um, en hann hafi reyndar ekki vitað til þess að til hafi staðið að selja þennan pakka eitthvert annað. Mikið selt frá Þorlákshöfn Það er Nóna efh. á Hornafirði, sem kaupir Birgi. Aflaheimildir hans eru að mestu leyti þorskur og ýsa, eða um 100 tonn af hvoru auk smá- vegis af öðrum tegundum. Verð á aflaheimildum í þessari sölu er um 2.550 fyrir þorsk, 900 fyrir ýsu, 280 fyrir karfa og 650 fyrir steinbít. Að undanförnu hefur mikið af bátum og aflaheimildum verið selt frá Þorláks- höfn. Má þar nefna söluna á Ála- borg, Friðrik Sigurðssyni og Ey- rúnu. Það var Skipamiðlunin Bátar og kvóti sem sá um söluna á Birgi. Jó- hannes Eggertsson segir að nú selj- ist allar heimildir sem á markað komi nánast strax, en annars sé framboðið lítið. Hann segir að nú sé eftirspurn eftir leigukvóta lítil, nema helzt eftir steinbít, sem kemur í auknum mæli sem meðafli á línuna. Hættir í útgerð Dragnótarbáturinn Þröstur RE var seldur til Ingimundar hf. í Reykjavík með tæpum 400 þorsk- ígildistonnum. Þar af er þorskur tæplega 100 tonn og um 110 tonn af ýsu. Þröstur hefur verið gerður út frá Grindavík og verður hann gerður út fram að sumarfríi og lýkur kvóta þessa árs. Eigendur Þrastar, Smári Einarsson og Halldór sonur hans, eru þar með hættir í útgerð. Milljarðaviðskipti með báta og kvóta Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Bátar Dragnótarbáturinn Þröstur RE er einn þeirra báta, sem að und- anförnu hafa verið seldir með öllum aflaheimildum. Í HNOTSKURN »Jakob Valgeir og tengd fé-lög hafa til umráða eftir kaupin yfir 4.500 þorskígildis- tonn sem er stórt hlutfall afla- heimilda í Bolungarvík. »Verð á aflaheimildum íþessari sölu er um 2.550 fyrir þorsk, 900 fyrir ýsu, 280 fyrir karfa og 650 fyrir stein- bít. »Dragnótarbáturinn Þröst-ur RE var seldur til Ingi- mundar hf. í Reykjavík með tæpum 400 þorskígildis- tonnum. ÚR VERINU MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi at- hugasemd frá embætti ríkislögreglustjóra: „Í grein Lúðvíks Bergvinssonar alþingismanns sem birtist í Fréttablaðinu 19. apríl sl., voru alvar- legar rangfærslur og misskilnings gætti. Það sama á við um viðtal við þingmanninn sem birtist í DV 23. apríl sl. Þessar rangfærslur og misskilning ber að leiðrétta. Alþingismaðurinn gerir að umtalsefni viðtal við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, sem birt- ist í Morgunblaðinu 24. mars síðastliðinn. Í viðtalinu ræðir ríkislögreglustjóri um olíusamráðsmálið svo- kallaða. Alþingismaðurinn fullyrðir að málið „hafi farið forgörðum í meðförum starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra. Þetta er fjarri lagi. Samkeppn- isyfirvöld vöktu athygli embættisins á rannsókn sinni á olíufélögunum. Þá þegar benti embætti rík- islögreglustjóra á þá hættu að mál sem væru í rann- sókn hjá Samkeppnisstofnun nýttust ekki sem sakamál meðal annars vegna réttarstöðu starfs- manna olíufélaganna sem samkeppnisyfirvöld höfðu rætt við. Í umræddu Morgunblaðsviðtali segir ríkislög- reglustjóri „Við töldum að ef samkeppnisyfirvöld hefðu komist að þeirri niðurstöðu að um sakamál væri að ræða, þá hefðu þau átt að hætta rannsókn mjög fljótlega eftir húsleitina í desember 2001 og beina málinu til ríkislögreglustjóra eða ríkissak- sóknara til að koma í veg fyrir sakarspjöll. Meiri- hluti Hæstaréttar staðfesti lögfræðilegt álit emb- ættisins og skoðun þess á rannsókninni. Þá les þingmaðurinn það út úr viðtalinu að rann- sókn málsins hafi hafist vegna þrýstings frá alþing- ismönnum. Hvergi á það stoð og ekki var minnst á það í viðtalinu. Stjórnmálamenn höfðu engin áhrif á lögreglu eða ákæruvald í þessu máli frekar en öðr- um. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Sem æðsti handhafi ákæruvalds getur ríkissaksóknari kveðið á um rannsókn máls, mælt fyrir um framkvæmd hennar, m.a. gagnaöflun og fylgst með henni, sbr. 5. mgr. 27. gr. laganna. Það gerði ríkissaksóknari í þessu máli með því að fela ríkislögreglustjóra að afla gagna hjá Samkeppnis- stofnun í því skyni að taka ákvörðun um hvort hefja bæri opinbera rannsókn á ætluðum refsiverðum brotum olíufélaganna og starfsmanna þeirra. Einnig tekur þingmaðurinn fram að sjálfstætt og faglegt ákæru- og lögregluvald sé hornsteinn „refsivörslukerfisins“ og spyr hvernig á því hafi staðið að rannsókn á olíumálinu hafi tekið fjögur ár. Hér á þingmaðurinn væntanlega við réttarvörslu- kerfið. Rannsókn olíumálsins tók tíma enda málið mjög viðamikið og lögfræðilega flókið. Hafa skal í huga að eitt af grundvallaratriðum sjálfstæðs og faglegs ákæru- og lögregluvalds er að fullrannsaka mál og ganga með hlutlægum hætti úr skugga um hvort eðlilegt og rétt sé að gefa út ákæru í málum. Það var gert í þessu máli og ákæra gefin út af rík- issaksóknara en lögreglurannsóknin tók rúm tvö ár. Páll Winkel, yfirmaður stjórnsýslusviðs ríkislög- reglustjóra.“ Athugasemd frá embætti ríkislögreglustjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.