Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 26
S márútan mjakast upp bratta hlíðina og farþeg- unum fjölgar með hverju stoppi þannig að undir lokin er með öllu orðið ómögulegt að hreyfa útlimi aðra en höfuðið. Þverhníptar hlíðar blasa við út um bílgluggann lengst af á þessari fjögurra tíma leið frá Bagdogra til Darjeeling og valda því að ekki er laust við að ferðalangnum finnist hann blátt áfram vera með lífið í lúk- unum – hrikalegt útsýnið er hins veg- ar líka með öllu ómótstæðilegt. Á köflum er vegurinn varla meira en einstigi, skreytt skemmtilega ljóð- rænum hraðaviðvörunum frá ind- verskum umferðaryfirvöldum – „Hurry-burry spoils the curry“ er að- eins eitt dæmið. Eigi slíkar var- úðarráðstafanir líka einhversstaðar við er það svo sannarlega hér við ræt- ur Himalayafjalla. Enn er að finna verksummerki um aurskriður síðustu monsúnrigninga, tæpu hálfu ári áður, og ljóst að heilu hlíðarnar láta reglu- lega undan skriðþunga vatnsins. Húsin, sem virðast mörg hálfgerðir hjallar, hanga í hlíðunum – framend- anum er tyllt á súlur, á meðan að sá aftari er grafinn í hlíðina. Og þrátt fyrir að teljast hjallar samkvæmt vestrænum stöðlum eru þau sterk- lega byggð á indverskan mælikvarða. Engu að síður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvort þau sigli ekki reglulega niður þverhnípið. 15 ára hótelstjóri Það er skollið á myrkur þegar ég kem til Darjeeling og aldrei þessu vant þarf ég ekki að berjast við hóp manna sem allir luma á besta gisti- staðnum. Drengurinn sem vísar mér leiðina á gististað minn, hið skraut- lega nefnda Crystal Palace Hotel, krefst meira að segja ekki greiðslu fyrir leiðsögnina! Að þessu leiti sker Darjeeling sig líka frá öðrum stöðum sem ég heim- sæki á Indlandi – áreitið hér er ekk- ert, fáir betla, verðlag rýkur ekki skyndilega upp úr öllu valdi, enginn reynir að kynna mig fyrir viðskipta- starfsemi „frænda“ síns og sú tilfinn- ing að allir ætli að græða á „ríka“ út- lendingnum er víðsfjarri. Í „Kristalshöllinni“ beið mín ungur drengur sem sýndi mér herbergið í flýti og fylgdi mér svo í snarhasti á næsta veitingastað – hér er öllu lokað kl. níu – meira að segja götulýsingin hverfur þá. Ungi drengurinn, sem ég hefði giskað á að væri svona ellefu ára en var líklega fimmtán eða sextán ára, er aftur sá eini sem ég sé næsta morgun. Hann reynist raunar sá eini sem ég sé við störf á hótelinu þann tíma sem ég dvel þar. Hann tók á móti pönt- unum, greiðslum, sá um þrif á her- bergjum og svaf síðan í eldhúsinu á nóttunni. Þau eru mörg börnin sem maður sér vinna miserfið störf á Indlandi og í samanburði við mörg þeirra var litli hótelstjórinn ekki illa haldinn – ekki frekar raunar en krúnurökuðu búddamunkasnáðarnir sem víða í fjöllunum virðast vera sendir í klaust- ur strax á unga aldri. En fjöldi tíb- etskra flóttamanna býr í hinum ind- verska hluta Himalayafjalla. Heillandi og hrörleg Minjar nýlendutímans setja sterk- an svip á Darjeeling sem nær því mótsagnarkennda hlutverki að vera sjarmerandi hrörlegt. Fjöldi vestrænna nýlendu- bygginga er enn í fullri notk- un, þó viðhaldi þeirra sé í flestum tilfellum verulega ábótavant, og í sambland við hefðbundin hindúahús og búddistabyggð móta þær hinn vingjarnlega bæ Darjeeling sam- tímans. Þessi rúmlega hundrað þúsund manna bær stendur á fjallshrygg í 2.134 m hæð og útsýnið víðsvegar að úr bæn- um yfir fjallatoppa Himalayafjallgarð- arins er hreint út sagt ótrúlegt. Það þarf held- ur engan að undra að hér liggja allar götur ýmist upp eða niður og að stærsta jafnsléttan sé líklega hið mjög svo hóflega torg Chow- rasta sem staðsett er nokkurn veginn í miðju bæjarins. Ferðalangurinn þarf heldur ekkert að skamm- ast sín þó hann þurfi reglulega að stoppa til að ná andanum á þess- ari eilífu brekkugöngu – jafnvel þó að aldraðir herramenn sem bera byggingarefni á bak- inu blási ekki úr nös. Dorje Ling verður Darjeeling Það var strax við upphaf 19. aldar sem breskir nýlendu- herrar byrjuðu að leita til Darjeeling til að flýja hitann á sléttunum fyrir neðan, en nafn sitt dregur bærinn af fornu búddamunkaklaustri Dorje Ling sem áður stóð þar sem nú er Observatory Hill – eða Út- sýnishæð. Bærinn sjálfur er hins vegar sköpunarverk Breta og byrjaði líf sitt sem herstöð, en óx síðan hratt eftir að í ljós kom að svæðið hentaði vel til teræktar. Á uppskerutímanum er líka gaman að fylgjast með telaufatínslu og -vinnslu, t.a.m. á Happy Valley Tea Estate bú- garðinum sem liggur í útjaðri bæj- arins. Í dag eru um 25% af öllu því tei sem framleidd eru á Indlandi ræktuð í Darjeeling, þar á meðal nokkur á heimsmælikvarða. Eitt dýrasta te sem selt hefur verið kom raunar frá Castleton Estate í Darjeeling og var verðið litlir 220 dollarar, eða um 14.000 kr., fyrir kílóið! Það er því vel þess virði að fá sér tebolla á einhverju veitingahúsa bæjarins, jafnvel þó dropinn sé e.t.v. nokkuð dýrari en niðri á sléttunni. Loyds-grasagarðarnir eru sömu- leiðis áhugaverður viðkomustaður fyrir náttúrulífsunnendur í Darjeel- ing, sem og Padmaja Naidu- dýragarðurinn. En í þessum görðum er að finna dæmi um bæði fánu og flóru Himalayafjalla. Hér eru alpa- rósirnar t.d. tuttugu metra há tré og síberíutígur, svartir Himalaya-birnir og hinar sjaldgæfu rauðu pöndur setja svip sinn á dýralífið. Fjalla- miðstöð Himalaya (HMI) ætti þá að freista fjallageita, en í þessari merku miðstöð hafa margir helstu fjall- göngumenn Indlands hlotið þjálfun sína. Hún er sömuleiðis loka hvílu- staður sjerpans Tenzing Norgay, þess hins sama og kleif Everest með Edmund Hillary árið 1953. Ferðalag með leikfangalestinni svo nefndu ætti heldur enginn að láta framhjá sér fara, en lestin er skemmtilega uppgerð 19. aldar fjalla- lest, sem ferðamanni sýnist einna helst vera í tívolístærð. Fjöldi búdda- munkaklaustra setur sömuleiðis svip sinn á Darjeeling og nágrenni, m.a. Yiga Choling Gompa sem geymir 5 metra hátt líkneski af Maitreya Buddha, eða framtíðar-Búdda. Með stírurnar í augunum Líkt og með marga aðra fjallabæi við rætur Himalaya þá er það útsýnið yfir þennan mikilfenglega fjallgarð sem dregur hvað flesta ferðamenn að, sem og það mikla úrval lengri og styttri gönguferða sem svæðið býður upp á. Hér rís líka hæsta fjall Indlands og þriðja hæsta fjall heims, Khang- chendzonga (8.598 m), yfir fjallasýn- inni en nafnið er komið úr tíbetsku og þýðist lauslega sem „stóra fimm toppa snjóvirkið“. Frá Tiger Hill (2.590 m) nær sýnin yfir Himalayafjallgarðinn síðan há- marki, en svonefndar sólarupp- rásaferðir þangað eru mjög vinsælar meðal ferðamanna. Þá leggur jeppa- floti af stað frá Darjeeling kl. hálf fimm alla morgna með grútsyfjaða ferðamenn sem velta því fyrir sér hví í ósköpunum þeim hafi þótt þetta svona sniðug hugmynd í gær. Allt í kring grúfir myrkrið yfir og hitastigið lækkar sífellt meira eftir því sem ofar dregur. Þegar komið er upp á Tiger Hill grípur maður síðan andann á lofti vegna kuldans og flýtir sér inn í útsýnisbygginguna þar sem bolli af heitu tei bíður. Smátt og smátt eykst síðan sýnin á fjallgarðinn eftir því sem birtir til og á góðum degi er útsýnið hreint út sagt stórkostlegt. Þá ber um 250 km lengju af Himalayafjallgarðinum fyr- ir augu, þ. á. m. tinda á borð við Lhotse (8.501 m), Everest (8.848 m), Khangchendzonga (8.598 m) og Pan- dim (6.691 m). Stemningin verður líka allt að því súrrealísk. Smellt er af myndavélum í gríð og erg allt um kring er allir leitast við að frysta augnablikið. Þó hitastigið á Tiger Hill hafi vissu- lega farið hækkandi á meðan að á öllu þessu stóð reyndist kuldinn eftir sem áður engu að síður slíkur, að allir hetjudraumar um Himalaya- tindaklifur slokknuðu samstundis. Öllu raunhæfari draumur var 11 km gangan til baka til Darjeeling, sem reyndist ljómandi skemmtileg útsýn- isganga í björtu – fjallaklifrið fær hins vegar að bíða hlýrri tíma. annaei@mbl.is Morgunblaðið/Anna Sigríður Einarsdóttir Himalaya Fjallasýnin frá Tiger Hill er óneitanlega mikilfengleg á góðum degi og fjallatindarnir óárennilegir á að líta. Heillandi Himalayafjöll Fjallaferðir og terækt eru líklega það sem flestir tengja við Darjeeling, sem var vinsæll dvalarstaður hjá Bretum á nýlendutímanum. Anna Sigríður Ein- arsdóttir kolféll fyrir þessari fjallabyggð þar sem all- ar leiðir liggja annaðhvort upp – eða niður. Fjallabyggð Húsin hreinlega hanga í hlíðunum í Darjeeling. Blönduð byggð Byggingastíllinn getur óneitanlega verið sérstæður. Smár Það eru ekki allir háir í loftinu í búdda- munkaklaustrunum. ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.