Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 29 Í SILFRI Egils sl. sunnudag,22. apríl, lýsti Agnes Braga-dóttir, stjörnublaðamaðurMorgunblaðsins, því yfir, að hana hryllti við tilhugsuninni um vinstristjórn eftir kosningarnar 12. maí. Að baki þessum ummælum Agnesar býr trúlega hin lífseiga goðsögn um, að Sjálf- stæðisflokknum sé einum treystandi fyrir hagstjórninni. En er það svo? Hver er dómur staðreynd- anna? „EES-samning- urinn breytti öllu“ Eftir að áhrifa EES-samningsins tók að gæta upp úr 1994 hefur ríkt nær sam- fellt góðæri á Íslandi, þótt slegið hafi í bak- seglin um og upp úr aldamótunum. EES-samningurinn meira en hundraðfaldaði hinn örsmáa íslenska heimamarkað, inn- leiddi evrópskar samkeppn- isreglur, greiddi fyrir stórauknum viðskiptum og skapaði tækifæri til nýrra fjárfestinga. Þar með hófst nýtt framfaraskeið á Íslandi. Í við- tali við Viðskiptablaðið segir Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar Glitnis: EES-samningurinn breytti öllu. EES-samningurinn var að því er varðar efni og inntak fullfrágeng- inn í tíð vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar og órjúfanlega tengdur nafni fv. formanns Alþýðu- flokksins, sem stýrði samnings- gerðinni frá upphafi til enda fyrir Íslands hönd. Alþýðuflokkurinn var eini flokkurinn, sem studdi EES-samninginn heill og óskiptur. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti samningnum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, en skipti um skoðun eftir kosningar 1991. Samningurinn var mjög umdeildur í kosningunum 1991. Sjálfstæð- isflokkurinn forðaðist að láta brjóta á sér með stuðningi við samninginn. Eftir að Alþýðuflokk- urinn gerði stuðning við EES-samninginn að skilyrði við mynd- un Viðeyjarstjórn- arinnar 1991, greiddu flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með samn- ingnum, þótt ýmsir áhrifamenn í flokkn- um væru á móti. Heimilin borga fyrir hagstjórn- armistökin Árið 2001 tók Seðlabanki Íslands upp þá stefnu að hafa fljótandi gengi með yfirlýstu markmiði um lága verðbólgu. Eftir það var fyr- irsjáanlegt, að meira mundi reyna á ríkisfjármálin og efnahagsstefnu stjórnvalda, til þess að viðhalda stöðugleika. Á sl. kjörtímabili, sem lýkur 12. maí nk., er það samdóma álit allra dómbærra aðila, að hag- stjórn ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokksins hafi brugðist. Alþjóð- legar matstofnanir, greiningardeildir bankanna, efna- hagssérfræðingar Samtaka at- vinnulífsins og forstjórar fyr- irtækjanna, – allir eru þessir aðilar sammála um að gefa ríkisstjórninni falleinkunn fyrir frammistöðuna. Meginástæðan var ekki Kára- hnjúkavirkjun og álverið eystra, þótt þessar lánsfjármögnuðu stór- framkvæmdir spenntu bogann til hins ýtrasta. Innstreymi erlends lánsfjár á sama tíma til að fjár- magna húsnæðislánamarkaðinn að frumkvæði ríkisstjórnarinnar sjálfrar og með atbeina bankanna kollvarpaði stöðugleikanum. Í upp- hafi styrktist gengi krónunnar við þetta, sem kynti undir einkaneyslu, innflutningsæði og viðskiptahalla, sem hefur slegið heimsmet í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Meðfylgj- andi skuldsetning þjóðarbúsins – og íslensk heimili eru nú orðin hin skuldugustu í heimi – veikti traust á gjaldmiðlinum og hleypti af stað verðbólguöldu, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Í 55 mánuði af 72 hefur verðbólgan verið langt yfir yfirlýstum markmiðum Seðlabank- ans. Skortur á aðhaldi í ríkisrekstri, sem keyrt hefur um þverbak í að- draganda kosninganna, vinnur gegn peningamálastefnunni og ýtir undir verðbólguna. Vinstri höndin veit ekki, hvað sú hægri gerir. Hagstjórnin, sem á að snúast um það að koma á og viðhalda stöð- ugleika, hefur brugðist. Er Sjálfstæðisflokknum treystandi fyrir hagstjórninni? Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin Hannibalsson » Á sl. kjörtímabili,sem lýkur 12. maí nk., er það samdóma álit allra dómbærra að- ila, að hagstjórn rík- isstjórnar Sjálfstæð- isflokksins hafi brugðist. Höfundur var formaður Alþýðu- flokksins 1984–1996. og iðkun kirkjunnar að prófast og dæmast á mælikvarða Guðs orðs, í samfélagi safnaðarins, kirkjunnar, og í trausti til leiðsagnar hans heil- aga anda. „Kirkjunni er mikilvægt að rækja þá tiltrú og traust sem hún nýtur og taka við áskorunum sam- félagsins. Hún þarf að vera rúm- góð, þar þarf að vera hátt til lofts og vítt til veggja og þröskuldar lágir, án þess þó að mörk hennar og menningar og þjóðfélags hverfi.“ Þórir Jökull Þorsteinsson, sendi- ráðsprestur í Kaupmannahöfn, er einn þeirra sem voru algjörlega andvígir tillögunni um hjónavígslu samkynhneigðra. „Ég fagna nið- urstöðunni og mér sýnist að þetta mál hefði ekki getað farið betur eins og mál stóðu. Það hefur sýnt sig að prestastefnan stóðst þessa atlögu; kirkjan stendur auðvitað vörð um hið hefðbundna hjóna- band,“ sagði Þórir Jökull við Morg- unblaðið. Hann sagði að þeir sem störfuðu í anda kristinnar kirkju virtu auðvitað það hjúskaparform sem kirkjan hefði borið á örmum sér frá upphafi „og sjá skikkan skaparans í því. Með því er ekki sagt að kirkjan og guðsríkið eigi ekki erindi við allt annað fólk; það er mín afstaða og margra annarra að fagnaðarerindið, eins og það er boðað, nægi fyllilega öllum sem við því taka“. Þórir Jökull sagði þetta mál hafa orðið til þess að fagnaðarerindið, sem snýr að eilífu hjálpræði og trú á Jesú Krist, hafi fallið í skuggann af hugmyndum sem snúast um fé- lagslegt réttlæti. „Það er auðvitað mikilvægt að gæta félagslegs rétt- lætis, að hafa augu og eyru opin fyrir því að slíks skuli gætt, en það þýðir ekki að við getum breytt veruleikanum.“ rðum tíma nan kirkj- umræðu kyn- dra að nist ef til ar manna í msum öðr- nnt, daml- g minna í ir kalla ur til d. Vilji ar miklu að að vera bú- , kompás tu leiðina. mikilvægt markmiðið kortunum Hann sagði ákvarðanaferli þjóð- kirkjunnar margbrotið og taka tillit til sjónarmiða jafnt leikra sem lærðra. Biskup sagðist ganga út frá þeirri forsendu að traust ríki milli þeirra sem hafa ólíkar skoðanir, trúnaður og vilji til að hlusta og meta rök. „Séu menn ósammála er mikilvægt að vita hvers vegna og í besta falli hægt að sættast á að vera ósammála, í virðingu fyrir sjónarmiðum hver annars. Ég hef lagt áherslu á það og út frá því gengur álit kenningarnefndar.“ Biskup sagði kirkjuna ekki láta sér nægja að bregðast við kröfu samfélagsins um að endurskoða grundvöll sinn í ljósi „vísindalegra staðreynda“, eða almanna- samsinnis, heldur yrði öll kenning ar megi annast kynhneigðra Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ur synodusræðu sína í Húsavíkurkirkju við upphaf prestastefnu í gærmorgun. TRÚARBRÖGÐ hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samtímanum að mati Karls Sigurbjörnssonar biskups. Hann sagði á presta- stefnu, að það væri mikil einföld- un, sem oft væri haldið á lofti, „að trúarbrögð séu hvati og farvegir ofbeldis og haturs. Áberandi og ógnvænleg eru þau tilvik þar sem þau eru misnotuð í þá veru að blása að glæðum þröngsýni og for- dóma.“ Biskup sagði það ekki síst innan trúarsamfélaga sem meðvituð rækt væri lögð við siðmenningu samhugar, náungakærleika, virð- ingar og friðar. „Samræða til skilningsauka og virðingar milli trúarbragða er lífsnauðsyn í sam- tíðinni, ekki aðeins milli trúar- leiðtoga, heldur ekki síst milli ein- staklinga og hópa sem vilja leggja lífinu lið og stuðla að sátt og friði milli manna.“ Merk tímamót Biskup sagði þjóðkirkjuna vilja bjóða fólk, sem komið væri langt að, velkomið til kirkju. „Stofnun Samráðsvettvangs trúarbragð- anna á sl. vetri, að frumkvæði þjóð- kirkjunnar, markar merk tímamót á Íslandi, og hefur vakið athygli víða. Markmið samráðsins er að vinna saman gegn fordómum, efla fræðslu og styðja við þá þætti þjóð- lífsins þar sem þörf er á samvinnu. Þegar svo mörg og ólík trúfélög koma saman er ljóst að einhvern tíma tekur að móta samstarfið og slípa en viljinn er skýr.“ Biskup sagði engan geta sakað þjóðkirkjuna um að vera óvirk í samtíðinni. „Lauslegt yfirlit yfir kirkjusíðu Morgunblaðsins á laug- ardegi sýnir vægast sagt grósku- mikla starfsemi og ótrúlega fjöl- breytt tilboð. En árangurinn? Hann verður seint lesinn út úr síð- um Morgunblaðsins eða staðfestur með tölfræðinni – en hugsanlega úr augum prestsins. Spegla þau sátt og innri kyrrð? Eða lýsa þau órósemi og streitu í annríki og ær- ustu daganna, þar sem erfitt reyn- ist jafnan að samþætta fjöl- skyldulíf og starf og mæta þeim margvíslegu kröfum sem gerðar eru um atbeina að góðum málum? Í menningu sem í æ meira mæli byggir á virkni og afköstum er lítið rými fyrir það sem kirkjan boðar og iðkar, kyrrð og íhugun, til- beiðslu og bæn,“ sagði biskup. Óregla í trúarlífi Biskup kveðst oft hafa bent á það og geri enn, að „eitt mein okkar kirkju um þessar mundir er óregla í trúarlífi. Mér sýnist sem messu- haldi um hátíðar fari hnignandi, skírdagur er vart nema ferming- ardagur lengur, sama er að segja um annan páskadag og jafnvel föstudagurinn langi, dýpstur allra daga kristninnar, er víkjandi í guðsþjónustuhaldinu hjá okkur,“ sagði biskup. Bað hann viðstadda að hugleiða þetta. „Þarna er við okkur sjálf að eiga. Skýringin er kannski sú að fólk mætir ekki. En fólk kemur þar sem það hefur eitt- hvað að sækja. Og hvað hefur það að sækja? Undursamlegustu frá- sögn allra tíma, eitt öflugasta merkingarmynstur lífs og örlaga mannsins á jörð og auðugustu upp- sprettu lista og bókmennta ver- aldar. Það er alveg ljóst að ef við leggjum hendur í skaut og bíðum eftir því að fólkið komi og fari að kalla eftir guðsþjónustum þessa daga, þá verðum við að bíða býsna lengi. Það er hætt við því að við séum að stuðla að aukinni afhelg- un.“ Fólk kemur þar sem það hefur eitthvað að sækja FRAM kom í ræðu Karls Sig- urbjörnssonar að á þeim aldarþriðj- ungi sem liðinn er frá því að sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu, fyrst íslenskra kvenna, hafi 62 konur tekið prestsvígslu, þar af 34 sem sóknarprestar og tvær hafa vígst til fríkirkjusafnaða. Innan Þjóðkirkjunnar starfa nú 48 konur sem prestar í sóknum eða sérþjón- ustu og alls hafa 32 konur vígst sem djáknar. Frá því Karl Sigurbjörns- son tók við embætti árið 1998 hafi 50 prestar og 25 djáknar tekið vígslu. Kynjahlutfall prestanna er hnífjafnt, en af djáknunum 25 eru aðeins tveir karlar. Sífellt fleiri konur prestar HIÐ íslenska Biblíufélag er með margt á prjónunum í tilefni þess að Nýja Biblían kemur út 29. ágúst nk. Biskup Íslands upplýsti á presta- stefnu að meðal verkefna sem eru á döfinni er Biblíuvefur með marg- víslegu efni um Biblíuna sem sér- staklega er ætlað ungu kynslóðinni. „Gerð hefur verið tilraun til að fá ungt fólk til að þýða nokkur bibl- íuvers yfir á SMS-mál. Hefur komið upp sú hugmynd að þetta gæti verið skemmtilegt verkefni í ferming- arfræðslunni, þ.e. að ferming- arbörnin væru látin skrifa þekkta biblíutexta á SMS og senda þá til félagsins sem mundi velja þá bestu úr og bjóða á heimasíðu sinni upp á möguleikann á að fá biblíutexta sendan í farsímann,“ sagði biskup. Biblíuvers á SMS máli? fur löngum verið talin ein af fallegustu r um það að hún er mikil bæjarprýði þar sem Frá kirkjudyrunum blasa við hin ægifögru það fyrsta sem grípur augað þegar siglt er til eins og sjófarendur og fjölmargir hvalaskoð- urkirkju, sem blasir við á bak við biskup á ér nokkuð skemmtilega sögu, en Sveinn Þór- i hana um eða upp úr 1930. gur og menn voru afskaplega hrifnir af mynd- á sinn stað,“ segir Sigurjón Jóhannesson, fyrr- fræðaskólans á Húsavík. „Ýmsir töluðu um að t úr sveit listamannsins. Svo hefur það nú allt menn eru bara mjög glaðir og ánægðir yfir rjón segir jafnframt að í bakgrunni verksins ndslag Kelduhverfis. ði sóknarnefnd sérstakan samning við Svein um ru svo ánægðir með myndina þegar hún var honum meira en ætlað var í upphafi. fólkið verfi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.