Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 17 MENNING AFRÍSKAR nýlendur eru hluti af franskri sögu og því ekki úr vegi að sýna á franskri menningarhátíð myndir og muni sem tengjast afr- ískri menningu og sjónarhorni Frakka á hana. Undir yfirskriftinni „Hví ekki Afríka?“ eru ljósmyndir eftir Dominique Darbois og afrískir skúlptúrar nú til sýnis í Þjóðminja- safni Íslands sem hluti af Pourquoi pas? Frönsku vori á Íslandi. Þar sjást svarthvítar ljósmyndir af afrískum konum af ýmsum ætt- bálkum, ljósmyndir af munum, og svo styttur og grímur á stöplum innst í salnum. Náttúruleg reisn kvennanna fær notið sín í fallegum myndunum. Sjá má hvernig þær lifa og hrærast í menningarheimi sem á sér ævafornar rætur og sem virðist ósnortinn af Vesturlöndum eða jafn- vel samtímanum. Darbois beinir sjónum að skarti kvennanna sem stundum er beinlínis hluti af líkama þeirra (þar sést útskurður líkt og í styttunum), og í ljósmyndunum af grímum og styttum enduróma and- lits- og líkamsform kvennanna, mynstrið í hári og húðflúri. Stytt- urnar og grímurnar bera í sér tján- ingu á siðum og hefðum ólíkra sam- félaga – og sýna mismunandi útskurðarstíla – og hið sama gildir um skraut kvennanna. Munirnir hafa allir notagildi (sem lesa má um í myndatextum) en fagurfræðilegt gildi þeirra (í geómetrískri „stíliser- ingu“ forma) hafði byltingarkennd áhrif á evrópska myndhugsun í kjöl- far nýlendutímans. Skúlptúrarnir hafa yfirbragð tímaleysis sem kall- ast á við ljósmyndirnar af konunum; þær gætu allt eins hafa verið uppi fyrir mörgum öldum. Sjálfsmynd Íslendinga er mótuð af erlendum menningaráhrifum og viðbrögðum við þeim. Það er vel til fundið að sýna verkin í samhengi Þjóðminjasafnsins: Hví ekki Afríka? Tímalaus fegurð Afríka Verk eftir franska ljósmynd- arann Dominique Darbois. LJÓSMYNDIR Þjóðminjasafn – Myndasalur Til 29. apríl. Opið kl. 11–17 þri.–su. Hví ekki Afríka? – Ljósmyndir Dominique Darbois og afrískir skúlptúrar – Pourquoi pas? Franskt vor á Íslandi Anna Jóa GUÐRÚN Benónýsdóttir hefur á ferli sínum sýnt verk sem erfitt er að fella undir einn hatt, en þó má greina rómantískan þráð í verkum hennar. Rómantíkin er sterklega til staðar í innsetningu í Nýlistasafn- inu, á tveggja manna sýningu henn- ar og Sirru Sigrúnar Sigurð- ardóttur. Guðrún notar grátt plastefni, gler, spegla o.fl. til að skapa verk sem minnir meðal annars á mál- verkið Eismeer, Íshaf, eftir erki- rómantíkerinn Caspar David Frie- drich, málað 1823–4. Fleiri listamenn hafa gert verk í anda Ís- hafsins, t.d. gerði Hans Haacke eft- irminnilegt verk sem ber nafnið Germania í þýska skálanum í Fen- eyjum árið 1993, en inntak verks hans var mun pólitískara en hægt er að segja um innsetningu Guð- rúnar og Sirru. Innsetning Guð- rúnar er líkt og frosin í tíma, grátt plastefni er full þungt í vöfum en ummerki augnabliks splundrunar ljá verkinu spennu og alúð við sjón- ræn smáatriði halda áhorfandanum við efnið. Sirra Sigrún sýnir verk í anda þeirrar tilhneigingar samtímans til að leita frjálst í smiðju liðins tíma. Hér er það strangflatarlistin ásamt frjálsri abstrakt lýrík sem koma saman í þrívíðri innsetningu og myndverki á gluggum. Myndband af tölvumynd á hreyfingu er húm- orískt og gefur innsetningunni nauðsynlegan jákvæðan léttleika. Gluggaverkið er heillandi og mynd- efnið mátulega óljóst, það minnir á lestarteina, sundlaug eða hringekju allt í senn, mennska og tækni renna saman í eitt. Í innsetningum listakvennanna beggja er sjónrænn leikur í fyr- irrúmi í anda aldagamalla vinnuað- ferða en samkvæmt tíðaranda nú- tímans þar sem upplifun áhorfandans í fyrirrúmi. Ljósbrot Morgunblaðið/Kristinn Sirra „Gluggaverkið er heillandi og myndefnið mátulega óljóst, það minnir á lestarteina, sundlaug eða hringekju allt í senn,“ segir í dómnum. MYNDLIST Nýlistasafnið Guðrún Benónýsdóttir og Sirra S. Sigurð- ardóttir Til 29. apríl. Nýlistasafnið er opið mið. til sun. frá kl. 13–17. Aðgangur ókeypis Fata morgana Ragna Sigurðardóttir JAZZHÁTÍÐ Garðabæjar lauk með miklum glæsibrag er Agnar Már Magnússon, Þorleifur Jónsson og Er- ik Qvik heiðruðu garðbæsku píanó- snillingana Árna Elfar og Ólaf Steph- ensen. Það var vel við hæfi hjá stjórnanda hátíðarinnar, Sigurði Flosasyni, að fá Agnar Má til verks- ins, en fyrir utan að vera einn fremsti djasspíanóleikari okkar vann hann með Árna Elfar er Johnna í Hamborg var minnst á stórtónleikum 1996. Agnar hóf tónleikana á skálmlagi er Árni samdi fyrir þá tónleika í stað glataðs lags eftir Jonna, Waller’s Weight, og lék svo tvo blúsa eftir Óla Steph.: Tiny’s Blues og Ólastef; meira var ekki leikið eftir þá félaga enda hafa þeir fyrst og fremst spunnið standarða. Sérdeilis gaman var að einleik Agnars í Lísu Gershwins, en þar voru hvorki Wilson né Tatum nærri. Shearing var heldur hvergi að finna, en næmur Hampton Hawes- aðdáandi heyrði brattan áslátt meist- arans og hljómasýn er Agnar fór sem mest og hitti þar naglann á höfuðið. Annars hefur Agnar skapað sinn stíl með sóma og vex með hverju verk- efni. Cute Heftis, kynningarlag tríós Óla, var leikið í lokin og hrynsveitin heldur mýkri en gerðist á velmekt- ardögum tríósins. Topptónleikar Aggi, Elfar og Óli Steph. Tónlist Tónlistarskóli Garðabæjar Laugardaginn 21.4. 2007. Tríó Agnars Más Magnússonar  Vernharður Linnet SÍÐUSTU fimmtudagstónleikar vetrarins úr gulu röðinni fóru fram á föstudag vegna 1. sumardags við góða meðalaðsókn. Samt egndu eng- ir ofuraðdráttarseglar fyrir. Virtur velskur hljómsveitarstjóri en varla alkunnur héðra, sólistinn kons- ertmeistari SÍ til margra ára, og dagskráin bauð né heldur upp á meiriháttar tíðindi, nema þá helzt fyrir fágætisfíkla í tilviki 1. sinfóníu Rakhmaninoffs er enn ku sjald- heyrðari á tónleikapalli en í hljóðriti. Hvort um Íslandsfrumflutning væri að ræða kom ekki fram. Forleikur Rossinis við La gazza ladra fór vel á loft en þó í hæggeng- ara lagi fyrir jafnkvikan fugl. Fyrra einleiksverkið næst á eftir, Rómanza Dvoráks, verkaði frekar dauft og fiðlan framan af nokkuð óörugg í inntónun, en í erkifingrabrjót Ra- vels, Tzigane, sótti Guðný í sig veðr- ið og uppskar aðskiljanleg bravó- hróp fyrir skapheita tataratúlkun. Fjörið færðist í aukana í æsku- verki Rakhmaninoffs. Eftir afleitan frumflutning 1897 komst það fyrst í umferð 1945, tveim árum eftir lát tónskáldsins. Tæplega óumdeil- anlegt meistaraverk, enda stundum teygður lopinn. Hins vegar hefði hljómkviðan óefað slegið í gegn í frumtúlkun SÍ undir sprota Hughes, því hér gat að heyra það sprækan og smellandi samtaka leik á hápunktum að maður beinlínis kipptist við í sæti. Frammistöðu sem Einar Þveræing- ur hefði skammlaust mátt kalla „sendilega“ spilamennsku við höfð- ingja hæfi. Við höfð- ingja hæfi TÓNLIST Háskólabíó Rossini: Þjófótti skjórinn. Dvorák: Róm- anza í f Op. 11. Ravel: Tzigane. Rak- hmaninoff: Sinfónía nr. 1. Guðný Guð- mundsdóttir fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Owain Arwel Hug- hes. Föstudaginn 20. apríl kl. 19:30. Sinfóníutónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson Karlakórinn Þrestir heldur árlega vortónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00 og í Grafarvogskirkju laugardaginn 28. apríl nk. kl. 16.00 Á tónleikaskránni eru bæði innlend og erlend lög: Söngstjóri er Jón Kristinn Cortez og píanóleikari Jónas Þórir. Með söngvaseið á vörum # Er sumarið kemur # Eg veit ekki´ af... # Ritters Abschied # Jag vet en dejlig rosa # Heima # Góða nótt # Lindin # Það er svo margt að minnast á # Hrím # Skógarsöngur # Höggin í smiðjunni # Huldur # Senn kemur vor # Down among the dead men # Ríðum, sveinar, senn # Finlandia # Frá Nýja heiminum # Shenandoah # Tell my why # Vive l´amour # Coney Island Baby # Peg O´ My Heart # Funiculi, funicula # Vortónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.