Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 35
✝ Steinunn Arn-órsdóttir Berg-
lund fæddist á
Breiðumýri í
Reykjadal í S.-Þing.
13. ágúst 1923, en
ólst upp á Laugum.
Hún lést í Stokk-
hólmi 28. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Helga
Kristjánsdóttir
kennari og hús-
móðir og Arnór
Sigurjónsson skóla-
stjóri og rithöf-
undur. Systkini Steinunar voru
Erlingur, f. 7. okt. 1924, d. 26.
nóv. 2006, Sighvatur, f. 2. ágúst
1926, Solveig, f. 25. maí 1928, Ing-
unn, f. 16. maí 1930, d. 21. júní
1961, og Arnþrúður, f. 24. júní
Fries, háskólanemar. 2) Helga
Margaretha Berglund bókasafns-
fræðingur, f. 1947. 3) Britt Sol-
veig blaðamaður, f. 1952, d. 1992,
maki Gwyn Williams kennari, f.
1951. Sonur Morgan Berglund
Williams menntaskólanemi, f.
1988.
Steinunn var gagnfræðingur
frá Menntaskólanum á Akureyri.
Hún var nemandi einn vetur í
Húsmæðraskólanum að Laugum í
Reykjadal og við Lýðháskólann í
Falun í Svíþjóð. Síðar hóf hún aft-
ur nám í Svíþjóð og útskrifaðist
sem félagsráðgjafi frá Socialhög-
skolan í Stokkhólmi. Hún starfaði
í nokkur ár sem félagsráðgjafi, en
síðar mörg ár sem kennari og
fagstjóri við Stokkhólms-háskóla.
Útför Steinunnar fer fram í
Stokkhólmi í dag.
1932. Fósturbróðir
Steinunnar var Indr-
iði Sigurðsson, f. 22.
apríl 1924, d. 31. des
2004. Einnig ólu
Helga og Arnór upp
dótturdóttur sína,
Helgu Jónsdóttur, f.
8. jan. 1959.
Steinunn giftist
1946 Rune Berglund,
f. 1923, d. 2002.
Hann starfaði mikið
að verkalýðsmálum
og vann lengi við at-
vinnumiðlun, síðast
forstöðumaður atvinnumiðlunar í
Stokkhólmi. Börn þeirra eru: 1)
Steinunn Kristína Berglund Fries
félagsráðgjafi, f. 1947, maki Ein-
ar Fries endurskoðandi, f. 1941.
Synir Hannes Fries og Jakob
Við fráfall mágkonu minnar, Stein-
unnar Arnórsdóttur Berglund, lang-
ar mig að minnast hennar með
nokkrum orðum. Steinunn var vilja-
sterk og kraftmikil kona sem eftir
skólagöngu hér á landi fór til Svíþjóð-
ar á lýðháskóla til að víkka sjóndeild-
arhringinn. Þar kynntist hún jafn-
aldra sínum Rune Berglund. Þau
felldu hugi saman og stofnuðu heimili
í Svíþjóð. En hugur Steinunnar leit-
aði heim. Fluttu þau til Íslands með
tvíburadætur sínar, vildu láta reyna á
hvort Rune kynni við sig hér á landi.
Þetta var árið 1948–́49, þá voru að
mörgu leyti erfiðir tímar hér svo
ákveðið var að flytja aftur til Svíþjóð-
ar og setjast þar að til frambúðar.
Steinunn var alla tíð mjög drífandi og
dugmikil og tók af fullum krafti þátt í
sænsku þjóðlífi. Dæmi um þann trún-
að sem hún naut og þá ábyrgð sem
hún tók á sig er að þegar fjölskyldan
bjó í Vesterås var hún kjörin í bæj-
arstjórn. Þá fann maður hvað Rune
var stoltur af sinni íslensku konu sem
tók fullan þátt í uppbyggingu á
sænsku þjóðfélagi.
Á miðjum aldri fór Steinunn aftur í
nám. Hún útskrifaðist sem félagsráð-
gjafi frá Háskóla Stokkhólms, á sama
tíma og eldri dætur hennar stunduðu
þar nám.
Á þeim árum flutti fjölskyldan til
Stokkhólms þar sem Steinunn fékk
starf við Socialhögskolan við kennslu
og umsjón með starfsnámi nemenda.
Þar starfaði hún út sinn starfstíma.
Eftir það lét hún gamlan draum ræt-
ast og stundaði nám í bókmenntum
og íslensku við Háskóla Íslands og
lauk þaðan B.A. prófi.
Steinunn hélt alltaf miklu sam-
bandi við foreldra sína, meðan þau
lifðu, og einnig við systkini sín og sinn
stóra frændgarð hér á landi. Hún
kom árlega síðari árin, kom sér upp
samastað austur í Biskupstungum, er
hún fékk land hjá Sighvati bróður
sínum í Miðhúsum. Þá vildi hún
stuðla að því að dætur hennar kynnt-
ust landi og þjóð, lærðu íslensku og
næðu tengslum við ættmenn sína
hér. Þær náðu allar ágætu valdi á ís-
lenskunni. Ég minnast með þakklæti
þeirrar miklu gestrisni sem fjölskyld-
an naut í heimsóknum til þeirra hjóna
í Svíþjóð. Mæli ég örugglega fyrir
munn margra Íslendinga sem nutu
gestrisni þeirra. Steinunn var alla tíð
mikill Íslendingur þrátt fyrir að búa
erlendis um 60 ár skeið. Hún hélt
mikilli tryggð við landið og var góður
fulltrúi sinnar þjóðar á erlendri
grund
Stefán Pálsson.
Ég minnist Steinunnar móðursyst-
ur minnar fyrst og fremst sem glað-
legrar og hressilegrar konu sem steig
stundum á sumardögum út úr Norð-
urleiðarrútunni komin alla leið frá
Svíþjóð í heimsókn til okkar norður í
Skagafjörð. Hún bar með sér andblæ
af útlenskum framandleik sem birtist
okkur m.a. í dálítið syngjandi hljóm-
falli að sænskum hætti eftir áratuga
langa búsetu í Svíþjóð. Þar bjó hún
með manni sínum Rune sem nú er
látinn og dætrunum þremur, þeim
Margarethu, Kristinu og Solveigu, en
Solveig lést langt um aldur fram fyrir
15 árum. Í heimsóknum sínum spurði
hún okkur systkinin gjarnan um hvað
við værum að fást við þá stundina og
hverjar framtíðaráætlanir okkar
væru, eins og til að fylla á upplýs-
ingatankinn milli heimsókna til föð-
urlandsins fyrir daga internets og
tölvuskeyta. Hún var líka áhugasöm
um hagi þeirra sem hún þekkti frá
fyrri tíð en hafði ekki átt kost á að
hitta lengi og ég man að þær mamma
voru fjótt dottnar í ættfræðina og töl-
uðu mikið um gamla vini og kunn-
ingja frá æskuárunum.
Taug Steinunnar til Íslands var
römm og hún festi kaup á smáhýsi
sem sett var niður í landi Miðhúsa í
Biskupstungum, þar sem Sighvatur
bróðir hennar býr. Og þegar hún
komst á eftirlaun dreif hún sig hingað
heim og lagði stund á íslenskar bók-
menntir við Háskóla Íslands, enda
var hún þeirrar manngerðar sem sí-
fellt þyrstir í fróðleik.
Síðustu árin kom Steinunn yfirleitt
á hverju sumri til Íslands, gjarnan í
fylgd þeirra Möggu og Stínu og kom
hún þá oftast í heimsókn til okkar
Smára. Hún var aufúsugestur sem
gaman var að fá í heimsókn og spjalla
við.
Á meðan við Smári vorum við nám
í Kaupmannahöfn heimsóttum við
Steinunni og Rune einu sinni í sum-
arhús þeirra á Skáni, ásamt Solveigu
dóttur okkar, Þrúðu móðursystur og
Stefáni manni hennar. Þar var okkur
tekið með ramm-sænsk-íslenskri
gestrisni og góðum viðurgjörningi.
Það voru góðir dagar og allt í blóma
þótt komið væri fram í september.
Þau Steinunn og Rune sýndu okkur
garðinn sinn og fóru með okkur í
skoðunarferð á söguslóðir um ná-
grennið. Við spjölluðum um heima og
geima og þær systurnar hlógu sínum
dillandi hlátri. Sú heimsókn og
stemmningin sem lá í loftinu kemur
alltaf upp í huga mér þegar ég minn-
ist Steinunnar móðursystur minnar.
Blessuð sé minning hennar.
Ég og fjölskylda mín vottum
Möggu og Stínu og fjölskyldu og öðr-
um ættingjum okkar innilegustu
samúð.
Ingibjörg Hafstað.
Steinunn föðursystir mín var elst
barna afa og ömmu, bara rúmu ári
eldri en faðir minn Erlingur. Nú hafa
þau kvatt með stuttu millibili en
pabbi lést í nóvemberlok s.l. Aðeins
eru tvö ár síðan Indriði fósturbróðir
þeirra lést sem var á milli þeirra í
aldri. Þrátt fyrir að langt væri á milli
heimila þeirra eftir að Steinunn flutti
alfarin út til Svíþjóðar, voru systk-
inaböndin sterk og alla tíð mjög kært
með þeim, sem og þeim systkinum
öllum.
Eftir gagnfræðapróf og hús-
mæðraskólagöngu fór Steinunn á
lýðháskóla til Svíþjóðar og kynntist
Rune Berglund. Þau bjuggu á Akur-
eyri stuttan tíma en fluttu síðan alfar-
in til Svíþjóðar. Þrátt fyrir búsetu í
Svíþjóð í tæp 60 ár þá var Steinunn
meiri Íslendingur en margur sá sem
alla tíð hefur búið hér heima. Hún
kom eins oft heim til Íslands og hún
gat og hin síðari ár árlega. Hún hélt
tryggð við fólkið sitt, landið og upp-
runann. Þegar hún kom heim í Þverá
skruppu þau systkinin í heimsókn í
Reykjadalinn.
Í nokkur ár átti Steinunn lítið sum-
arhús í Miðhúsum hjá Sighvati bróð-
ur sínum. Það var henni mikils virði
að eiga þennan stað á Íslandi.
Steinunn var minnug og ættfróð
eins og hún átti kyn til og hafði gott
vald á íslensku máli þrátt fyrir langa
fjarveru og sagði skemmtilega frá.
Hún var einstaklega hrein og bein og
sagði meiningu sína við hvern sem
var.
Þegar ég var um tíma í skóla í
Smálöndunum fylgdust Steinunn og
Rune með mér og voru mér til halds
og trausts og hjá þeim dvaldi ég um
hátíðir. Steinunn sagði mér margt frá
sínum uppvaxtarárum og mannlífinu
þá, hún var opinská og fræðandi.
Minnist ég sérstaklega kvöldsins sem
við sátum yfir hangikjötspottinum
fyrir jólin, þá var margt rætt við
„jólailminn“.
Á þessum tíma var Steinunn við
nám, en hún tók háskólapróf í fé-
lagsráðgjöf komin á fullorðinsár. Að
námi loknu vann Steinunn sem fé-
lagsráðgjafi og síðan kennari við
Stokkhólmsháskóla þar til hún fór á
eftirlaun rúmlega sextug. Þá fannst
henni hún hafa harla lítið að gera og
dreif sig í íslenskunám við Háskóla
Íslands og tók BA próf.
Dætur Steinunnar dvöldu í sum-
arleyfum heima á Þverá í Dalsmynni
á unglingsárunum og víðar hjá
frændfólkinu. Steinunni var í mun að
þær þekktu sitt fólk og land. Þetta
varð til þess að við frænkur bund-
umst miklum vináttuböndum. Tví-
burarnir Magga og Stína búa í Stokk-
hólmi og þar bjó Sólveig einnig en
hún lést langt um aldur fram.
Síðast hitti ég Steinunni sumarið
2005, í Stokkhólmi. Minnið var ekki
sem fyrr en hún hélt þá enn heimili
og sinni reisn. Heimilið minnti um
margt á heimili þeirra afa og ömmu.
Íslenskar myndir á veggjum, íslensk-
ar bækur og vefnaður.
Merk kona er gengin. Minningin
um sterka, fallega og skemmtilega
konu lifir.
Helga Arnheiður Erlingsdóttir.
Nú, þegar Steinunn föðursystir
mín er fallin frá, langar mig að minn-
ast hennar með nokkrum orðum.
Hún var frænkan okkar í Svíþjóð og
þegar ég var yngri voru samgöngur
milli landa ekki eins tíðar og nú á
dögum, svo kynnin voru ekki mikil
framanaf. En þegar við frændsystk-
inin fréttum af henni var hún ann-
aðhvort á einhverju námskeiði, að
afla sér framhaldsmenntunar í sam-
bandi við störf sín, eða að ferðast.
Fékk ég því snemma á tilfinninguna
að hún hefði mikla þörf fyrir að
mennta sig og skoða sig um í heim-
inum.
Það var fyrst þegar ég fór til náms
í Kaupmannahöfn 1976 að ég kynnt-
ist þeim Steinunni og Rune fyrir al-
vöru. Dætur þeirra voru þá upp-
komnar og þau hjónin höfðu keypt
gamalt hús og smá landskika í Örås á
Skáni, þar sem þau dvöldu í fríum
sínum og buðu þá frænku sinni í helg-
arheimsóknir. Átti ég margar nota-
legar stundir með þeim hjónum.
Skoðunarferðir um Skán eru líka eft-
irminnilegar sem og jól heima hjá
þeim í Stokkhólmi.
Sólveigu dóttur þeirra, sem var
jafnaldra mér, kynntist ég fyrst eftir
að ég flutti heim til Íslands, þegar
hún bjó hjá mér tímabundið. Ekki ór-
aði nokkurn fyrir því þá, að hún ætti
einungis fá ár eftir ólifuð. En þrátt
fyrir stutt kynni og langan veg á milli,
náðum við vel saman og er hún mér
ein kærasta vinkona sem ég hef átt.
Samskipti okkar Steinunnar áttu
eftir að verða miklu meiri.
Þegar Steinunn var rúmlega sex-
tug settist hún enn á skólabekk og nú
við Háskóla Íslands, þar sem hún
lagði stund á íslensku og bókmenntir.
Að einhverju leyti stundaði hún nám-
ið í fjarnámi, en þegar hún þurfti að
sinna náminu á Íslandi, bjó hún oftast
hjá okkur Hallgrími í Reykjavík.
Dáðist ég að elju hennar og áhuga á
náminu og BA-prófi lauk hún með
láði 1989. Um sama leyti fluttum við
Hallgrímur austur í Miðhús og má
segja að við frænkur höfum orðið
samferða austur fyrir fjall.
Þegar þau Rune seldu sumarhús
sitt á Skáni á sínum tíma, keypti
Steinunn lóð hjá föður mínum á Mið-
húsum og þegar hún var á Íslandi
kom hún oft austur og tók sér langa
göngutúra upp á hraunið til að njóta
náttúrufegurðarinnar í kjarrivaxinni
laut á landinu sínu. Það var henni svo
mikilvægt að eiga einhvern blett af
Íslandi, sem hún gæti kallað sinn,
sagði hún. Lóðin var hinsvegar langt
frá byggð og ekki vegur að henni, svo
það varð úr, að hún skipti á landi við
föður minn og keypti lítið vagnhýsi,
sem hún setti á blett ofan við túnið
hjá okkur. Og næstu 10 árin voru þau
Steinunn og Rune sumargestir í tún-
fætinum hjá okkur á Miðhúsum. Eft-
ir að Rune hætti að vera ferðafær,
hélt hún áfram að koma, stundum
með Morgan, son Sólveigar dóttur
sinnar, með sér.
Kæra Steinunn, það voru forrétt-
indi að fá að kynnast þér. Sambýlið
við þig var ávallt gott og fyrirhafn-
arlaust, því þú vildir aldrei láta hafa
fyrir þér. Þú hélst ótrauð áfram á
þinni menntabraut, þótt sú braut
væri ekki fær á yngri árum og þér
var mikilvægt að halda þínu sjálf-
stæði og vera ekki öðrum háð. Þú átt
virðingu mína fyrir þetta allt. Hvíl þú
í friði.
Við Hallgrímur vottum ykkur
Möggu og Stínu og barnabörnunum
samúð okkar.
Geirþrúður Sighvatsdóttir.
Steinunn Arnórsdóttir Berglund
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Seyðisfirði,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi
sunnudaginn 22. apríl.
Jarðsett verður frá Villingaholtskirkju í Flóa laugar-
daginn 28. apríl kl. 14:00.
Gunnar Sigurðsson, Sveinbjörg Friðbjörnsdóttir,
Torfhildur G. Sigurðardóttir, Ólafur Arngrímsson,
Sigurður O. Sigurðsson,
Brynjólfur Sigurðsson,
Jóhann Sigurðsson.
✝
Okkar ástkæri faðir,
BJARNI Þ. VIGFÚSSON,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Mávahlíð 32,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
24. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Inga, Villa og Gunnhildur Bjarnadætur.
✝
Móðir okkar,
JÓNA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
14. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á 5. hæð
á Skjóli fyrir alúð og góða umönnun.
Hafrún K. Ingvarsdóttir,
Guðrún E. Ketilsdóttir,
Peter Lang.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma,
HREFNA SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
áður Borgarbraut 52,
Borgarnesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 10. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum starfsfólki Dvalarheimilisins frábæra umönnun, hlýhug og
samúð.
Guð geymi ykkur öll.
Bjarnlaug Helga Daníelsdóttir, Karl Eron Sigurðsson,
Sigurður Daníelsson, Bjarney Ingadóttir,
Jón Valgarð Daníelsson, Guðbjörg Ágústsdóttir,
Stefán Gautur Daníelsson, Anna Halla Jóhannesdóttir,
Edda Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurbjörn Árnason,
Þór Gunnars Daníelsson,
Rut Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.