Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 53 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is M A R K W A H L B E R G SANNSÖGULEG MYND UM STÆRSTA HNEYKSLISMÁL Í SÖGU FBI HVER ÞARF UPPHÆÐIN AÐ VERA SVO ÞÚ SVÍKIR ÞJÓÐ ÞÍNA BREACH kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE MESSENGERS kl. 6 - 10:20 B.i. 16 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.16.ára SHOOTER VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40 THE GOOD SHEPERD kl. 8 - 10:40 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:20 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ WILD HOGS kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára / ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eeee V.J.V. eeee FBL eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ eeee S.V. eeee „Líflegur og hugvitssam- legur spennutryllir“ SV, MBL eee „Fyrsti sumar- smellurinn í ár“ MMJ, Kvikmyndir.com        Nýr þáttur er kominn á mbl.is þar sem landsliðs- kokkarnir Ragnar og Bjarni Gunnar útbúa spariútgáfu af hinum sígilda hafragraut og einnig girnilega útgáfu af amerískum pönnukökum. Þú sérð uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is TÓNLIST Sigur Rós í Gömlu Borg  GAMLA Borg í Grímsnesi er frábær tónleikastaður, vel í sveit settur og aðstaða til fyr- irmyndar. Ekki síst er salurinn skemmtilegur, hljómsveitin skemmtilega innrömmuð og minnir ekki svo lítið á sveita- tónlistarkrá vestur undir Appa- lachian-fjöllum. Góð umgjörð um órafmagnaða tónleika Sigur Rós- ar, kannski ekki þá fyrstu, þeir voru í Verinu á Álafosstónleik- unum, en fyrstu tónleikana sem settir eru upp beinlínis sem slík- ir. Ilmur af vöfflum og ást- arpungum tekur á móti gestum, enda eru þetta engin venjulegir tónleikar, eiginlega frekar kaffi- boð fyrir ættingja og vini þar sem gestgjafinn hyggst næra anda og líkama. Fyrst er líka kaffi og með því, kökur, rjóma- vöfflur og annað bakkelsi. Hljóm- sveitin blandar líka geðið við við- stadda, fær sér líka kaffi og kruðerí, en hverfur síðan á upp á svið að spila með Amiinu sér til halds og trausts. Fyrsta lagið, „Von“ í nýjum búningi, er væntanlega ætlað fyrir kvikmyndina sem sveitin er nú með í smíðum, enda búið að taka af því nokkrar tökur áður en kaffiboðið byrjaði. Síðan koma „Samskeyti“, „Vaka“, „Ágætis byrjun“, nýtt lag sem heitir víst ekkert enn, „Heysátan“ og að lokum „Starálfur“ í hreint frá- bærri útsetningu – ótrúlega langt síðan maður hefur heyrt það lag. Eins og fram hefur komið er Sigur Rós með í undirbúningi upptökur á nýrri plötu með óraf- mögnuðum útgáfum af ýmsum lögum. Það er bráðgóð hugmynd enda eru lögin mörg þess eðlis að þau blómstra þá fyrst þegar laglína fær að njóta sín og ein- stök rödd Jóns Þórs Birgissonar fær að hljóma almennilega, til- finningarík, áleitin og nærgöngul. Árni Matthíasson Í kaffi hjá Sigur Rós Ljósmynd/Anna Sveinsdóttir Fjölskyldutónleikar Sigur Rós leikur í Gömlu Borg í Grímsnesi. UPPHAFSRÆÐUR voru fluttar í gær í réttarhöldum yfir bandaríska upp- tökustjóranum Phil Spector sem ákærður hefur verið fyrir að skjóta unga leikkonu til bana fyrir fjórum árum. Saksóknari sagði í sinni ræðu að Spector ætti það til að hegða sér ein- kennilega og yrði þá hættulegur öðrum. Spector, sem er 67 ára, virtist tauga- óstyrkur þegar hann fylgdist með Alan Jackson saksóknara flytja mál sitt. Rétt- arhöldunum er sjónvarpað beint í Kali- forníu þar sem þau fara fram. Jackson sagði að gögn yrðu lögð fram sem sönnuðu að Spector hefði stungið hlaðinni skammbyssu upp í leikkonuna Lana Clarkson 3. febrúar 2003 og hleypt af. Lögmenn Spectors munu flytja upp- hafsræður sínar síðar í dag en Spector hefur lýst yfir sakleysi sínu. Larry Paul Fidler dómari lagði kviðdómnum lín- urnar og sagði að dómendur yrðu að gera ráð fyrir sakleysi sakborningsins nema saksóknara tækist að sanna sekt hans. Vali á kviðdómnum lauk í síðustu viku. Saksóknarar fullyrtu í gær að verjendur reyndu skipulega að koma í veg fyrir að konur sætu í dómnum en dómarinn var ekki á sama máli. 9 karlar og 3 konur skipa kviðdóminn. Réttarhöld hafin Phil Spector
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.