Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 31 LIST án landamæra er kröftug há- tíð sem setur sterkan svip á menning- arárið á Íslandi og hefur brotið niður ýmsa múra. Á hátíðinni hafa ólíkir að- ilar unnið saman að mismunandi list- tengdum verkefnum með frábærri útkomu sem hefur leitt til aukins skilnings manna á milli með ávinningi fyrir sam- félagið allt. Með þetta að leiðarljósi er lagt upp með nýja hátíð á árinu 2007. Samstarfsaðilar í stjórn Listar án landa- mæra eru: Fjölmennt, Átak, Hitt húsið, og Landssamtökin Þroskahjálp. Ör- yrkjabandalag Íslands er nýr félagi að stjórn- inni en fulltrúi frá þeim bættist í hóp- inn í vor. Þátttakendur í hátíðinni gefa góða mynd af því fjölbreytta og kröftuga listalífi sem hér þrífst. Hæfileikafólk er á hverju strái en stundum skortir tækifæri fyrir það til að koma sér á framfæri. Fólk með fötlun eða þroskaskerðingu er því miður ekki nógu áberandi í „almennu“ menning- arumhverfi. List án landamæra stuðl- ar að því að breyta því og samstarf og opnun á milli hópa og ólíkra ein- staklinga leikur þar stórt hlutverk. Stefnt er að því að festa hátíðina í sessi sem árlegan stórviðburð í ís- lensku menningarlífi. Hún hefur breyst og þróast ár frá ári og fleiri eru að verða sér meðvit- andi um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Hátíðin í ár stefnir í að verða bæði fjölbreytt og skemmtileg. Á dagskrá eru 25 viðburðir í Reykjavík, á Ak- ureyri, Selfossi og Egilsstöðum. Hátíðin verður opnuð fimmtudag- inn 26. apríl kl. 17 í Ráðhúsi Reykja- víkur en þá verður einnig opnuð sam- sýning í Austursal Ráðhússins. Á dagskrá í Ráðhúsinu eru fjölmörg skemmtileg atriði og meðal annarra koma þar fram Linda Rós Pálmadótt- ir í söngsamstarfi við Heiðu Eiríks- dóttur söngkonu, Bjöllukórinn flytur lög og Elísabet Jökulsdóttir les ljóð. Ef stiklað er á stóru í dagskrá há- tíðarinnar má nefna stuttmynda- keppni framhaldsskólanna sem hald- in verður í Háskólabíói og gjörninginn „Tökum höndum saman“ sem framinn verður við Reykjavík- urtjörn laugardaginn 28. apríl kl.13. Þar á að mynda hring í kringum Tjörnina en til þess þarf 800–1.000 manns. Af gjörningnum má skella sér á Geð- veikt kaffihús í Hinu húsinu og kaupa fallegt handverk. Mánudaginn 30. apríl verður leiklistarveisla í Borgarleikhúsinu. Þar koma fram og flytja stutta leikþætti hóp- arnir Perlan, Þjóð- arsálin, Blikandi stjörn- ur, Halaleikhópurinn, Danshópur Hins hússins og Tjarn- arleikhópurinn. Á baráttudegi verkalýðsins 1. maí, opnar Sigrún Árnadóttir einkasýn- ingu á Mokka og listasýning verður opnuð í gamla sláturhúsinu á Egils- stöðum. Föstudaginn 4. maí verða stórtónleikar Fjölmenntar í Salnum í Kópavogi. Þar koma fram Hljóm- sveitin Plútó sem gert hefur garðinn frægan víða og einnig mun hljóm- sveitin Hraðakstur bannaður troða upp. Munnhörpuhljómsveit íslenska lýðveldisins lætur sig ekki vanta og Hrynsveitin ætlar m.a. að leika blús. Auk þess koma fram Tónakórinn og söngsveitin Gæjar og píur ásamt fleirum. Á Selfossi 5. maí troða upp Söng- sveit Langjökuls og Valgeir Guð- jónsson og flytja lög af nýútkominni plötu. Í vikunni þar á eftir verður opnuð sýningin Uppreisn litarins í Vin á Hverfisgötunni, Átakskvöld verður á Hressó og myndlistarsýning opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri fimmtudaginn 10. maí. Föstudaginn 12. maí verður opnuð samsýning í Norræna húsinu. Á þess- ari parasýningu Listar án landamæra leiða saman hesta sína fjölmargir ólíkir listamenn. Verkin eru að hluta til unnin í samstarfi listafólksins og kennir þar margra grasa. Hljóðverk unnið við skúlptúr, ljósmyndir, textíll, málverk og lágmyndir fyrir blinda og sjáandi. Sýnendur eru: Guðrún Bergsdóttir og Gjörningaklúbburinn, Þórunn Inga Gísladóttir ásamt Rut Ottósdóttur og Soffíu Þorkelsdóttur, Tolli og Gígja Thoroddsen, Gauti Ás- geirsson og Finnbogi Pétursson, Halldór Dungal og Hulda Hákon, Pétur Thomsen og Trausti Rúnar Traustason, Davíð Örn Halldórsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Í vor hófst fyrirlestraröð í Nor- ræna húsinu undir heitinu: Menning, listir, fötlun, sem haldin er á vegum Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. Þriðjudaginn 15. maí flytur dr. Ro- semarie Garland-Thomson, dósent við Emory University í Atlanta, Bandaríkjunum, fyrirlesturinn Óvenjulegir líkamar: Ímyndir fatl- aðra í bókmenntum, listum og dæg- urmenningu. Óupptalinn er fjöldi atburða sem má kynna sér á Netinu eða í dag- skrárbæklingi sem má nálgast hjá Þroskahjálp, Hinu húsinu og Fjöl- mennt. Einnig er hægt er að fylgjast með á heimasíðum Þroskahjálpar, ÖBÍ, Hins hússins og Fjölmenntar. List án landamæra er einnig með bloggsíðu og er netfangið þar: www.listanlandamaera.blog.is. Þar má sjá dagskrána fyrir hátíðina í vor og fjöldann allan af myndum frá há- tíðinni í fyrra. Við hjá List án landamæra hvetj- um ykkur til þess að mæta á atburði hátíðarinnar enda af nógu að taka. Sérstaklega hvetjum við ykkur til þess að kippa vinum og vandamönn- um með að Reykjavíkurtjörn laug- ardaginn 28. apríl kl. 13 og mynda þar hring samstöðu og einingar með okkur. Listahátíðin List án landamæra 2007 Margrét M. Norðdahl skrifar um listviðburði » Stefnt er að því aðfesta hátíðina í sessi sem árlegan stórviðburð í íslensku menningar- lífi. Margrét M. Norðdahl Höfundur er framkvæmdastýra Listar án landamæra. ÞAÐ eru mörg merki um að ís- lenskt athafnalíf hafi í grundvall- aratriðum breytt um ham á und- anförnum hálfum öðrum áratug. Það er eins og leyst hafi úr læðingi kraft- ur sem menn ekki gerðu sér fyllilega grein fyrir áður. Kannski er það þó frekar ný hugsun en nýr kraftur – því kraft- urinn sem áður var í sjálfstæðis- og sjálfs- bjargarbaráttu fer nú í nýja farvegi. Ekki er langt síðan mestu frétt- ir í fjölmiðlum þóttu aflabrögð fiskiskipa og helstu hetjur voru afla- skipstjórar. Íslenskir sjómenn mældust af- kastamestu fiskimenn heims. Nú eru helstu fréttir af alþjóðlegum stórviðskiptum ís- lenskra fyrirtækja í út- rás og kaupum þeirra á öðrum fyrirtækjum um allan heim til að víkka út markaðshlutdeild sína. Nokkur íslensk hátæknifyrirtæki eru orðin leiðandi á sínu sviði og helstu fjár- málafyrirtæki okkar komin á lista hinna 2.000 stærstu í heimi og reyndar á hraðir leið upp þann lista. En það er ekki bara á sviði við- skipta sem útrásin lætur til sín taka. Skapandi og túlkandi listamenn eru einnig að gera garðinn frægan. Ís- lenskir rithöfundar, hljómlistarmenn og leiklistarmenn vekja athygli og að- dáun. Fróðlegt er að velta fyrir sér hvað að baki liggur. Í alþjóðlegri samanburðarkönnun á einstaklingsfrumkvæði þjóða í við- skiptalífi mælast Íslendingar með einna mesta frumkvöðlavirkni meðal hátekjuþjóða OECD. Háskólinn í Reykjavík annast þátttöku í þessari könnun fyrir Íslands hönd. Þetta er mælikvarði á það hlutfall þjóðar sem hefur reynslu af eða áform um að stofna fyrirtæki og hefja viðskipti af einhverju tagi. Við erum jafnvel ívið fremri Bandaríkjamönnum sem löngum hafa verið þekktir sem mestu frumkvöðlar í viðskiptalífi. Aðeins Asíuþjóðirnar sem lifa í lágtekju- hagkerfum sem einkennast af bar- áttu til sjálfsbjargar eru með meiri virkni en Íslendingar. Freistandi er að velta fyrir sér hvort skapandi kraftur hafi leyst úr læðingi með þjóðinni sem eigi eftir að verða okkur til framdráttar á komandi árum og hvernig megi nýta hann sem best. Í dag er Alþjóðlegi hugverkadag- urinn. Þá er rétt að minnast þess að hvort sem um er að ræða framgang í alþjóðlegum viðskiptum eða listum er það yfirleitt afrakstur skapandi hug- mynda sem að baki liggur. Í við- skiptum liggur verðmætið oft í þekkt- um vörumerkjum og viðskiptastöðu sem varin er einkaleyfum. Höfund- arverk rithöfunda og tónskálda og túlkun hljómlistarmanna og söngvara eru öll varin höfundar- og hug- verkarétti ef rétt er að farið. Íslendingar upp- teknir af sjávarnytjum og sauðfjárrækt eyddu litlum tíma í verndun einkaleyfa og hug- verkaréttar – þurftu ekki á því að halda. Við vorum lengi ekki einu sinni aðilar að al- þjóðasáttmálum um einkaleyfa- og hug- verkarétt og sluppum undan smásjá annarra þjóða vegna þess hve ís- lenski markaðurinn var lítill og hagsmunir óverulegir. Þjónusta við þá sem þurftu á einka- leyfa- og hugverkavernd að halda var einnig afar bágborin. Við höfum smám saman verið að tileinka okkur þetta og færa inn í löggjöf hjá okkur. Í dag megum við teljast full- gildir meðlimir alþjóðasamfélagsins á þessu sviði enda byggja útrásarfyr- irtæki okkar og listamenn á því að aðrar þjóðir virði reglur í þessu efni. Ekki þar með sagt að Íslendingar hafi að fullu náð tökum á þessum mik- ilvæga þætti þekkingarhagkerfisins. Einkaleyfastofan sem annast fram- kvæmd laga og alþjóðasamninga á þessu sviði fyrir Íslands hönd er ung stofnun og sama má segja um lög- fræðilegar ráðgjafarstofur ef undan eru skildar þær stofur sem önnuðust þjónustu við erlend fyrirtæki sem vildu verja vörumerki sín og einka- leyfi hér á landi. Markaður fyrir ráð- gjöf við innlenda aðila var afar lítill. Þetta er að breytast í þjóðfélagi sem er óðum að þróast frá því að vera ein- göngu auðlindasamfélag í það að verða þekkingarsamfélag sem bygg- ist á skapandi hugmyndum og frum- kvæði á fjölbreyttum sviðum mann- lífsins – vísinda, tækni og listsköpunar. Til hamingju með hug- verkadaginn! Að nýta afrakstur skapandi hugsunar, þekkingarverðmæti Vilhjálmur Lúðvíksson skrifar í tilefni af Alþjóðlega hug- verkadeginum sem er í dag Vilhjálmur Lúðvíksson » Skapandihugsun í vís- indum, tækni og listum er auð- lind. Verðmæti hennar eru var- in með lögum um hugverka- réttindi. Höfundur er skrifstofustjóri vísinda og háskólamála í menntamálaráðu- neytinu. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 WWW.EBK.DK Komið og kynnið ykkur dönsk gæða sumarhús sniðin að óskum kaupandans og íslenskri veðráttu. Húsin (bústaðarnir) eru 84 m2 með 12,5 m2 yfirbyggðri verönd. 3 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og stór björt stofa með lokrekkjum. Þar getið þið rætt ykkar byggingaráform á fundi med 2 dönskum sölu- og byggingaráðgjöfum. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- og byggingarráðgjöfum EBK: Anders Ingemann Jensen 0045 40 20 32 38 eða Trine Lundgaard Olsen 0045 61 62 05 25. EBK Huse A/S hefur yfir 30 ára reynslu við að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæða hönnun og er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðnum, með 4 deildir í Danmörku og 4 deildir i Þýskalandi. Einnig margra ára reynslu við byggingu húsa á Íslandi, í Svíþjóð, Þýskalandi og Færeyjum. Laugardag Þ. 28. og sunnudag 29. april kl. 13-16:00 Heimilisfang: Vatnshólsvegur 4, Syðri - Reykjum, 801 Selfoss BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga: 11-17 7 1 9 3 OPIÐ HÚS DANSKIR GÆÐA SUMARBÚSTAÐIR (HEILÁRSBÚSTAÐIR)  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign, mundu 533 4200 eða senda okkur póst: arsalir@arsalir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.