Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN G eorge Orwell segir í formála sem ætlaður var til birtingar með Dýrabæ, en ekki varð úr að kæmi í bókinni, að sú ritskoðun sem hvað verst sé við að eiga sé ekki sú sem stjórnvöld beiti heldur sú sem vel upplýst, menntað og frjálslynt fólk virðist af minnsta tilefnið reiðubúið að láta grípa til í því augnamiði að koma í veg fyrir að „óviðeigandi skoðanir“ komist á prent. Orwell var ekki að tala um al- menningsálit smáborgaranna heldur menntafólks og þeirra sem töldust á vinstri vængnum í stjórnmálum. „Hin óheillavæn- lega staðreynd um bókmenntarit- skoðun í Englandi er að fólk sér að mestu um hana sjálfviljugt,“ segir Orwell í formálanum. Um það leyti sem Orwell skrif- aði Dýrabæ og reyndi að fá bók- ina gefna út (sem var ekki auð- sótt mál fyrir hann) voru Sovétríkin í miklum metum með- al evrópskra menntamanna og það þótti óviðurkvæmilegt að gagnrýna þau, eins og svo af- dráttarlaust var gert í Dýrabæ. Þar að auki var stríðinu nýlokið og pólitískt ástand ótryggt. Núna, rúmlega hálfri öld og heilum Sovétríkjum síðar, eru aðstæður allt aðrar en samt örlar enn á þessu fyrirbæri sem Or- well nefndi vilja til sjálfsritskoð- unar, það er að segja ritskoðunar sem fólk telur að beita þurfi samborgara sína án þess að stjórnvöld komi þar nokkuð ná- lægt. Reyndar má ætla að stjórn- völd á Vesturlöndum séu almennt vaxin upp úr öllum ritskoð- unartilhneigingum þótt ekki sé víst að allir vestrænir borgarar séu það. (Vissulega er málið ekki alveg einfalt og dæmi um að sjálfs- ritskoðun sé viðeigandi ef hún beinst að birtingu ögrandi efnis sem ætla má að hvetji til ofbeld- isverka – og gott ef það var ekki einmitt eitthvað slíkt sem ein- hverjir útgefendur óttuðust að Dýrabær gæti leitt til og vildu því ekki gefa bókina út). Það gerist alltaf öðru hvoru að menntað og upplýst fólk mælir með því að einhver „þvæla“ sé endurskoðuð eða ekki birt, jafn- vel þótt um sé að ræða „þvælu“ sem ekki ógnar nokkrum manni. Ég er meira að segja ekki frá því að ég verði í blaðamannsstarfinu mínu helst var við það að raun- vísindamenntað fólk telji þörf á að stöðva birtingu efnis eða að Morgunblaðið ráði til starfa sér- menntað fólk til að endurskoða meinta þvælu – með öðrum orð- um að blaðið ráði ritskoðara. Í kjölfar nokkurra Viðhorfa sem ég hef skrifað undanfarið um vísindi og trú hafa allmargir lesendur brugðist ókvæða við og jafnvel lagt til að „þessi þvæla“ í mér yrði endurskoðuð af raunvís- indamenntuðu fólki. Aðrir les- endur hafa fullyrt að mér sé beinlínis „illa við vísindin“ af því að ég hef gagnrýnt alræð- istilburði vísindalegrar hugsunar. Ég veit satt best að segja ekki hvað vakað hefur fyrir þessum lesendum en ég hef grun um að þeim hafi þótt þeir verða að koma vísindunum til varnar gegn hættulegum niðurrifsöflum. Ég þakka hrósið en verð að við- urkenna að ég held að slíkar varnir séu allsendis óþarfar. Sjálfsritskoðunin sem upplýst menntafólk nútímans virðist af einhverjum ástæðum reiðubúið að beita er því í nafni vísindanna. Reyndar kunna að vera á þessu nokkrar skýringar sem að mestu eru svo flóknar að það er ekki hægt að fara út í þær hér. Þó er hægt að ýja að þeim á þann yf- irborðskennda hátt sem fjöl- miðlum einum er laginn og pirrar svo oft hina tilvonandi ritskoð- endur. Í bókinni Vísindabyltingar seg- ir vísindaheimspekingurinn Thomas Kuhn frá því að vís- indasagnfræðingum þyki í mörg- um tilvikum mest varið í að kenna nemendum sem komi úr vísindagreinum. En jafnframt sé einna erfiðast að kenna þessum nemendum til að byrja með. Það er vegna þess að vísindanem- endur hafa vanist því að þeir „viti réttu svörin,“ eins og Kuhn orðar það. Mér dettur í hug að kannski eigi vísindanemar af þessum sök- um erfitt með að víkja frá hinni vísindalegu aðferð við að finna svör þar sem þeir eru sannfærðir um að það sé sú aðferð sem veit á „rétt svör.“ Því er ef til vill skiljanlegt að þeir upplifi gagn- rýni á vísindin og bull um vísindi sem atlögu að hinni einu réttu braut. Þá er í rauninni full- komlega eðlilegt að þeir bregðist ókvæða við. Þeim finnst – kannski að mestu ómeðvitað – að þeir séu að koma sannleikanum til varnar. En frá sjónarhóli þeirra sem ekki hafa lært neitt í raunvís- indum að ráði (eins og til dæmis undirritaðs) líta þessir sjálfboðal- iðsritskoðarar út fyrir að vera haldnir nokkrum menntahroka og minna í sumum tilvikum helst á krossfara sem í nafni trúar sinnar hika ekki við að kveða niður villutrúarlýð. (Það kald- hæðnislega í þessu er svo ekki síst það að hörðustu vís- indakrossfararnir berja helst á hverskyns trúarbrögðum). Við þessa útskýringu á ritskoð- unarviljanum má svo bæta þeirri, sem er öllu lágstemmdari, að innan vísindanna er fullkomlega eðlilegt að ritstýringu sé beitt og jafnvel ritskoðun. Einn helsti grundvöllur vísindanna er svo- nefnd jafningjarýni. En þetta á ekki við í fjölmiðlum, eins og ég hef reyndar áður bent á í Við- horfi, því að fjölmiðlamenn skrifa fyrir almenna lesendur en ekki aðeins fagbræður sína. En hverjar svo sem ástæð- urnar kunna að vera er ég sann- færður um að ritskoðunartil- hneigingar í nafni vísindanna gera þeim margfalt meiri óleik á hinum opinbera vettvangi en þvælan í mér gerir þeim nokk- urntíma. Meint bull um vísindi »Ég veit satt best að segja ekki hvað vakað hef-ur fyrir þessum lesendum en ég hef grun um að þeim hafi þótt þeir verða að koma vísindunum til varnar gegn hættulegum niðurrifsöflum. BLOGG: kga.blog.is Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is VIÐHORF MORGUNBLAÐIÐ er að flestu leyti hið ágætasta blað og hefur á að skipa úrvals fagfólki á öllum sviðum. Ritstjórn þess hefur sett mörg þörf málefni á dagskrá og staðið fyrir vandaðri umfjöllun um þau. Nægir þar að nefna náttúruvernd og mál- efni barna sem hafa verið fyrirferðarmikil á síðum blaðsins síð- ustu misserin. Það hlýtur því jafn- an að vera svekkjandi fyrir alla þá vönduðu blaðamenn sem á Morgunblaðinu starfa þegar aðalritstjóri blaðsins missir sig í pólitískri hlutdrægni í nafnlauzum pistlum og beitir sporléttum blaðamönnum eins og hreingerningarklútum á svarta bletti rík- isstjórnarinnar. Fyrir vikið liggur hver ein- asti blaðamaður undir grun um hlutdrægni þegar nálgast kosn- ingar. Frekar fúlt. Svart er hvítt Í leiðara blaðsins á mánudaginn var brá ritstjórnin einmitt fægiklút fimlega á loft. Að mati mr. Proper er stjórnarandstaðan í stökum vandræðum af því hún hefur ekkert „á“ fráfarandi ríkisstjórn. Greini- lega treystir ritstjórnin þarna á að þau 20% þjóðarinnar sem á und- anförunum árum hafa fengið um 30% aukningu kaupmáttar á meðan 10% þjóðarinnar hafa fengið 118% aukningu séu ekki áskrifendur að Morgunblaðinu. Getur verið að ritstjórnin hafi einfaldlega gleymt unga fólkinu sem nú þarf að greiða 60% hærra verð fyrir sína fyrstu íbúð en þeir sem keyptu fyrir þremur árum? Og öllum sem hafa horft upp á hús- næðisskuldir sínar hækka um millj- ónir á síðustu árum vegna verð- bólgu og hagstjórnarmistaka fráfarandi ríkisstjórnar? Ætli það fólk sé ritstjórn Morg- unblaðsins sammála um að það sé ekkert að hafa „á“ fráfarandi ríkisstjórn? Hvað með vexti af yfirdráttarlánum sem eru m.a.s. komnir yfir þau mörk sem ítalska mafían telur skyn- samleg? Aukalegur kostnaður meðalheim- ilis í landinu vegna hagstjórnarmistaka fráfarandi rík- isstjórnar eru rúmar 500 þúsund krónur á þessu ári. Finnst rit- stjórn Morgunblaðsins það kannski smápen- ingar sem ekki tekur því að ergja sig yfir? Eða þetta? Hvað með þá 400 aldraða sem bíða í bráðri þörf eftir hjúkr- unarrými? Eða rúm- lega 900 aldraða sem búa í þvingaðri sambúð á elliheimilum? Árið 2002 kom Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, í veg fyrir að samkomulag heilbrigðisráðherra og borgarinnar um byggingu 300 hjúkrunarrýma yrði að veruleika. Mörgum fannst það alls ekki fal- lega gert af honum. Heldur rit- stjórn Morgunblaðsins að aldraðir og fjölskyldur þeirra séu blaðinu sammála um ágæti fráfarandi rík- isstjórnar? Að stjórnarandstaðan hafi ekkert „á“ ríkisstjórnina! Og þetta? Hvað með hin 5.000 fátæku börn? Hvað með foreldra þeirra 170 barna sem eru á biðlista Barna- og unglingageðdeildarinnar og fá enga úrlausn sinna mála? Hvað með íbúa á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Norðaust- urlandi þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður árum saman á meðan þenslan blæs upp skuldir þeirra? Hvað með hágengið sem hefur lækkað laun sjómanna um ca 20% undanfarin misseri og gert út af við útflutningsfyrirtæki í sjávar- útvegi og ferðaþjónustu? Hvað með bændur sem tapað hafa löndum sínum vegna harðsvíraðrar eigna- upptöku fráfarandi ríkisstjórnar í hinu svokallaða þjóðlendumáli? Hvað með olíu- og óðalssteina- hnuplara? Ekkert að? Hvað með stuðningsyfirlýsingu við stríð í Írak, hvað með nið- urskurð stjórnvalda á fjármagni til mannréttindaskrifstofu, hvað með Falun Gong, hvað með njósnir og einelti stjórnvalda gagnvart mót- mælendum, hvað með óþægilegar athugasemdir um Kárahnjúkastíflu sem ráðherra stakk undir stól, hvað með síendurtekin brot fráfarandi ríkisstjórnar á samningum við aldr- aða og öryrkja, hvað með ósmekk- leg ummæli ráðamanna í garð fá- tækra og kvenna, hvað með skort á eftirliti með fjármunum og skjól- stæðingum Byrgisins? Og svo framvegis. Að múra sig inni Ritstjórn Morgunblaðsins er svo fundvís á kjarna málsins að hún getur tæpast annað en vitað það rétta í þessum málum. Hún segir hins vegar að svart sé hvítt af því þegar kosningar nálgast vaknar ævinlega upp í henni gamall flokks- pólitískur kaldastríðsdraugur. Það blasir við í pólitískum „fréttaskýr- ingum“ og leiðaraskrifum blaðsins en sést þó hvað best í Staksteinum, sérlegu eineltismeinhorni aðalrit- stjórans innmúraða. Það er skemmtileg gráglettni að hugtakið „innmúraður“, sem rit- stjóranum spaugsama er svo tamt, skuli jafnframt kallast svo skýrt á við ritstjórnarstíl hans sem tví- mælalaust má kalla einstakan fyrir frjálsan fjölmiðil eftir að Berl- ínarmúrinn féll. Síðuztu brotin úr Berlínarmúrnum Dofri Hermannsson er óánægður með ritstjórn Morgunblaðsins »RitstjórnMorg- unblaðsins er svo fundvís á kjarna málsins að hún getur tæpast annað en vitað það rétta í þessum málum. Dofri Hermannsson Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. HINN 3. apríl sl. birtist frétt í Morg- unblaðinu þess efnis að Birgir Jakobsson barnalæknir hefði verið ráðinn í stöðu forstjóra Karólínska háskóla- sjúkrahússins í Stokk- hólmi. Hér er um að ræða mjög stórt sjúkra- hús, um 1.700 sjúkling- ar liggja þar inni á hverjum degi, þar starfa um 15 þúsund manns og rekstr- arfjármagn er um 120 milljarðar íslenskra króna á ári. Starfsemi dagsjúklinga af öllu tagi er mjög mikil og reikna má með að á hverjum degi komi 4–5 þúsund sjúklingar sem ekki þarf að leggja inn. Áður en Birgir tók við þessu var hann forstjóri St. Görans-spítalans í Stokkhólmi þar sem um 300 sjúklingar liggja á hverjum degi. Birgir vann hér á landi um tíma á barnadeild Landakotsspítala áður en hann flutti aftur til Svíþjóðar. Þar var mjög fróðlegt að ræða þessi rekstrarmál við Birgi því miklar breytingar hafa verið gerðar á fjár- mögnun þjónustunnar í Stokkhólmi þar sem DRG-kerfið (Diagnosis Related Groups) hefur verið tek- ið upp. Samanburður á rekstri bráðrar þjón- ustu í Stokkhólmi og Reykjavík er mjög at- hyglisverður. Kostn- aður við rekstur kennsluspítala í fyrra tilfelli er um 350 þúsund íslenskar að meðaltali á hvern sjúkling miðað við DRG-kerfið. Hér á landi hefur verið metið að kostnaður á hvern sjúkling sé 475 þúsund íslenskar krónur miðað við DRG-kerfið. Þegar fjármögnun spítalanna var breytt í Stokkhólmi hurfu bið- listar á örskömmum tíma. Skýringin er ein- föld því greiðsla til spít- alans kemur eftir að bú- ið er að lækna sjúklingana í samræmi við þá læknishjálp sem viðkomandi sjúklingur fékk. Á Íslandi eru föst fjárlög greidd án tillits til lækninga sjúkling- anna þannig að biðlistar geta orðið langir. Í mars 2007 eru rúmlega 2.500 sjúklingar á biðlista sem gætu þurft að bíða í allt að heilt ár. Kostnaður við þessa biðlista er verulegur, í sumum tilfellum getur hann allt að tvöfaldast. Þjónusta við sjúklinga sem þurfa aðeins dagþjón- ustu hefur einnig færst út af spít- alanum út á stofur lækna. Landspítali hefur mikla sérstöðu hvað þetta snertir miðað við spítalana í Stokk- hólmi. Skortur á hjúkrunarrýmum á land- inu hefur einnig mikinn kostnað í för með sér þar sem hjúkrunarsjúklingar liggja tugum saman á bráðadeildum spítalans. Sá kostnaður er talinn vera a.m.k. þrisvar sinnum meiri en á hjúkrunardeildum. Þetta vandamál er nánast óþekkt í Stokkhólmi. Það eru ekki einungis Svíar sem hafa breytt fjármögnun sinna spítala. Innan OECD-landanna hefur einnig verið gerð mikil breyting á því hvern- ig magn og kostnaður við þjónustuna er metinn. Í Bandaríkjunum var DRG-kerfið tekið upp fyrir 20–30 ár- um og við það lækkaði kostnaður við rekstur spítalanna um 25–30%. Þessi aðferð til rekstrar allrar bráðaþjón- ustu hefur verið tekin upp í öllum löndum innan OECD ef Ísland er undanskilið. Á okkar landi er kerfið föst fjárlög haft enn hér á landi og óhætt er að endurtaka enn að ljóst er að kostnaður við þessa þjónustu hér myndi lækka mjög mikið ef þessi fjár- mögnun yrði tekin upp. Framsóknarflokkurinn hefur nú farið með stjórn heilbrigðismála í þrjú kjörtímabil og einfaldlega ekkert lært hvernig allar aðrar þjóðir innan OECD reka sín kerfi. Sparnaður á hverju ári gæti verið 2–3 milljarðar króna. Heildarsparnaður á stjórn- artíma framsóknarmanna hefði getað orðir um 20–30 milljarðar króna á þessum þremur kjörtímabilum. Forstjóri Karól- ínska sjúkrahússins Ólafur Örn Arnarson skrifar um rekstur heilbrigðismála » Framsókn-arflokkurinn hefur nú farið með stjórn heil- brigðismála í þrjú kjörtímabil og einfaldlega ekkert lært hvernig allar aðrar þjóðir inn- an OECD reka sín kerfi. Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir á eftirlaunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.