Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 53

Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 53 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is M A R K W A H L B E R G SANNSÖGULEG MYND UM STÆRSTA HNEYKSLISMÁL Í SÖGU FBI HVER ÞARF UPPHÆÐIN AÐ VERA SVO ÞÚ SVÍKIR ÞJÓÐ ÞÍNA BREACH kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE MESSENGERS kl. 6 - 10:20 B.i. 16 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.16.ára SHOOTER VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40 THE GOOD SHEPERD kl. 8 - 10:40 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:20 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ WILD HOGS kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára / ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eeee V.J.V. eeee FBL eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ eeee S.V. eeee „Líflegur og hugvitssam- legur spennutryllir“ SV, MBL eee „Fyrsti sumar- smellurinn í ár“ MMJ, Kvikmyndir.com        Nýr þáttur er kominn á mbl.is þar sem landsliðs- kokkarnir Ragnar og Bjarni Gunnar útbúa spariútgáfu af hinum sígilda hafragraut og einnig girnilega útgáfu af amerískum pönnukökum. Þú sérð uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is TÓNLIST Sigur Rós í Gömlu Borg  GAMLA Borg í Grímsnesi er frábær tónleikastaður, vel í sveit settur og aðstaða til fyr- irmyndar. Ekki síst er salurinn skemmtilegur, hljómsveitin skemmtilega innrömmuð og minnir ekki svo lítið á sveita- tónlistarkrá vestur undir Appa- lachian-fjöllum. Góð umgjörð um órafmagnaða tónleika Sigur Rós- ar, kannski ekki þá fyrstu, þeir voru í Verinu á Álafosstónleik- unum, en fyrstu tónleikana sem settir eru upp beinlínis sem slík- ir. Ilmur af vöfflum og ást- arpungum tekur á móti gestum, enda eru þetta engin venjulegir tónleikar, eiginlega frekar kaffi- boð fyrir ættingja og vini þar sem gestgjafinn hyggst næra anda og líkama. Fyrst er líka kaffi og með því, kökur, rjóma- vöfflur og annað bakkelsi. Hljóm- sveitin blandar líka geðið við við- stadda, fær sér líka kaffi og kruðerí, en hverfur síðan á upp á svið að spila með Amiinu sér til halds og trausts. Fyrsta lagið, „Von“ í nýjum búningi, er væntanlega ætlað fyrir kvikmyndina sem sveitin er nú með í smíðum, enda búið að taka af því nokkrar tökur áður en kaffiboðið byrjaði. Síðan koma „Samskeyti“, „Vaka“, „Ágætis byrjun“, nýtt lag sem heitir víst ekkert enn, „Heysátan“ og að lokum „Starálfur“ í hreint frá- bærri útsetningu – ótrúlega langt síðan maður hefur heyrt það lag. Eins og fram hefur komið er Sigur Rós með í undirbúningi upptökur á nýrri plötu með óraf- mögnuðum útgáfum af ýmsum lögum. Það er bráðgóð hugmynd enda eru lögin mörg þess eðlis að þau blómstra þá fyrst þegar laglína fær að njóta sín og ein- stök rödd Jóns Þórs Birgissonar fær að hljóma almennilega, til- finningarík, áleitin og nærgöngul. Árni Matthíasson Í kaffi hjá Sigur Rós Ljósmynd/Anna Sveinsdóttir Fjölskyldutónleikar Sigur Rós leikur í Gömlu Borg í Grímsnesi. UPPHAFSRÆÐUR voru fluttar í gær í réttarhöldum yfir bandaríska upp- tökustjóranum Phil Spector sem ákærður hefur verið fyrir að skjóta unga leikkonu til bana fyrir fjórum árum. Saksóknari sagði í sinni ræðu að Spector ætti það til að hegða sér ein- kennilega og yrði þá hættulegur öðrum. Spector, sem er 67 ára, virtist tauga- óstyrkur þegar hann fylgdist með Alan Jackson saksóknara flytja mál sitt. Rétt- arhöldunum er sjónvarpað beint í Kali- forníu þar sem þau fara fram. Jackson sagði að gögn yrðu lögð fram sem sönnuðu að Spector hefði stungið hlaðinni skammbyssu upp í leikkonuna Lana Clarkson 3. febrúar 2003 og hleypt af. Lögmenn Spectors munu flytja upp- hafsræður sínar síðar í dag en Spector hefur lýst yfir sakleysi sínu. Larry Paul Fidler dómari lagði kviðdómnum lín- urnar og sagði að dómendur yrðu að gera ráð fyrir sakleysi sakborningsins nema saksóknara tækist að sanna sekt hans. Vali á kviðdómnum lauk í síðustu viku. Saksóknarar fullyrtu í gær að verjendur reyndu skipulega að koma í veg fyrir að konur sætu í dómnum en dómarinn var ekki á sama máli. 9 karlar og 3 konur skipa kviðdóminn. Réttarhöld hafin Phil Spector

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.