Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 112. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LÍF Í TUSKUNUM BREYTA HVERSDAGSLEGUM TUSKUM Í TÖSKUR OG TEPPI, DÚKA OG BANGSA >> 20 22 MYNDIIR KEPPA Á CANNES-HÁTÍÐ GULLPÁLMI AF LISTUM >> 52 FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is SUMUM blöskrar gjörsamlega verð á myndlistarverkum hér á landi þegar það er komið upp í á annan tug millj. kr. en dæmi um það er Kjar- valsmálverk sem seldist í febrúar á rúmar 15 milljónir fyrir utan gjöld. Eins og kona á kaffihúsi við Lauga- veginn komst að orði í gær og hristi höfuðið: „Þetta er bara svo fólk geti sagst eiga fokdýrt málverk hangandi uppi á vegg hjá sér.“ Verð á myndlist hér á landi hefur hækkað töluvert á undanförnum tveimur árum. Þó var það álit þeirra sérfræðinga sem talað var við í gær að það væri skikkanlegt miðað við er- lendan markað. Einn sagði raunar mikilvægt fyrir íslenska myndlist að verða sýnilegri erlendis, þar sem all- ur heimurinn væri undir en ekki bara 300 þúsund manna þjóðfélag. Þó að markaður hafi skapast fyrir nútímamyndlist hér á landi bendir verðið til sterkari stöðu hins hefð- bundna málverks, enda sterkt og rótgróið í þjóðarsálinni. Ef þróunin verður sambærileg við það sem gerist erlendis á nútímamyndlistin nokkuð inni. Það hefur verið gagnrýnt að verð- myndun fari hvorki eftir efniskostn- aði né stærð. Hilmar Einarsson í Morkinskinnu gefur lítið fyrir slíkt tal. „Hvað eiga þá hallamál eða gler- línur eftir Kristján Guðmundsson að kosta, sem eru frábær listaverk? Það eru gæði listaverksins sjálfs sem skipta máli, ekki úr hverju það er unnið. Vangaveltur um olíuliti á striga eða vatnsliti á pappír eru ekki til neins – annaðhvort er listaverkið gott eða ekki.“ Í raun er ekkert annað á bak við verðmyndun listaverka en tilfinning og innsæi, að sögn Guðmundar Odds Magnússonar, prófessors við LHÍ. „Það verður aldrei fast verð sem er óeðlilega hátt á myndlist. Ef einhver vill borga þá er það hans mál. Ekki liggur þetta í stærð á ramma eða hversu olíulitirnir eru dýrir. Þetta liggur í goðsögu. Ef hún fær á sig verðmynd, þá getur enginn sagt að hún sé dýr eða ódýr. Hún bara er. Picasso selst kannski á 120 milljónir. Og Þórarinn B. Þorláksson á 12 millj- ónir. Þá segi ég bara til hamingju. Það er komið goðsöguverð á hann.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sköpun Kjarval á vinnustofunni. Þar sem goðsagan byrjar Ekki hærra verð á myndlist hérlendis TÍMI dimmittenda er nú runninn upp í menntaskólum landsins og ungmennin í Menntaskólanum í Reykjavík héldu sína dimmissjón í gær. Þau voru þjóðleg í meira lagi og gengu um götur í lopapeysum og sjógöllum. Morgunblaðið/Ásdís Þjóðlegir dimmittendur Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ÞORSTEINN Njálsson, yfirlæknir við Kárahnjúka, afhenti í gær Vinnu- eftirlitinu lista með nöfnum yfir 180 starfsmanna Impregilo sem unnið hafa í aðrennslisgöngum virkjunar- innar sl. tvær vikur og veikst af völd- um loftmengunar og/eða af mat- areitrun vegna aðstöðuleysis og laks umbúnaðar matvæla í göngunum. Fjórtán km kafla ganganna milli aðganga 2 og 3 á Fljótsdalsheiði var lokað af Vinnueftirlitinu um hádegi í fyrradag og verður ekki opnaður aft- ur fyrr en sérfræðingar eftirlitsins hafa staðfest fullnægjandi umbætur. Úttekt á ástandinu verður gerð í dag, en í gær var af hálfu Impregilo byrjað að koma fyrir öflugum blás- urum og öðrum viðbótarbúnaði til að loftræsta göngin betur. „Í dag er 21. öldin og við getum ekki sætt okkur við að farið sé svona með menn á Íslandi,“ sagði Þor- steinn við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann undrast að Impregilo skuli draga listann með nöfnum þeirra sem veiktust í efa og þykir hart að menn bregðist við með því að fara í vörn og gera lítið úr þeim alvarlegu aðstæðum sem uppi hafa verið. Tveir menn hafi verið hætt komnir og þrír þurft að leggjast á sjúkrahús vegna eitrunareinkenna. Flestir mannanna séu nú búnir að jafna sig, en nokkrir hafi þó enn lungnaeinkenni. „Impregilo og framkvæmdaeftir- litið hafa vitað af þessu í tvær vikur og því var þá ekki hægt á verkinu miklu fyrr, rétt á meðan þessu var kippt í lag svo menn þyrftu ekki að vinna við þessar nöturlegu og hættu- legu aðstæður?“ spyr Þorsteinn. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar- maður við Kárahnjúkavirkjun gagn- rýnir harðlega viðbrögð Vinnueftir- lits ríkisins þar sem menn þykist koma af fjöllum varðandi ástandið í göngunum. Stofnunin hafi auðveld- lega getað fylgst með málum. „Grípa hefði átt inn í fyrr en nú er verið að vinna vel í að leysa úr málum.“  Yfirlæknir | 19 Of seint gripið til aðgerða í göngum við Kárahnjúka „Getum ekki sætt okkur við að farið sé svona með menn á Íslandi,“ segir læknir Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is HÁTT settir þýzkir embættismenn koma hingað til lands um miðjan næsta mánuð til viðræðna við íslenzk stjórnvöld um aukið samstarf í ör- yggis- og varnarmálum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áhugi á að Þýzkaland taki þátt í flugher- æfingum hér á landi. Þýzki flugher- inn hefur notað Keflavíkurflugvöll mest allra NATO-herja að Banda- ríkjaher frátöldum, en í fyrra lentu þýzkar herflugvélar samtals 122 sinnum í Keflavík. Íslenzk stjórnvöld kynntu hug- myndir sínar um aukið samstarf við önnur NATO-ríki við Norður- Atlantshaf fyrir þýzkum embætt- ismönnum í Berlín í vetur. Áhugi kviknaði í framhaldinu hjá Þjóð- verjum á auknu samstarfi við Ísland. Ekki er gert ráð fyrir að það yrði eins víðtækt og samið hefur verið um við Noreg og Danmörku. Það myndi líklega aðallega takmarkast við heræfingar. Í sendinefndinni, sem væntanleg er hingað til lands, eru hátt settir embættismenn í utanríkis- og varn- armálaráðuneyti Þýzkalands. Þeir munu funda með starfssystkinum sínum í utanríkis-, dómsmála- og forsætisráðuneyti hér á landi. | 6 Lendingar NATO−herflugvéla Lendingar herflugvéla NATO−ríkja, annarra en Bandaríkjanna, í Keflavík árið 2006 Þýzkaland 122 Bretland 55 Danmörk 50 Kanada 30 Frakkland 26 Noregur 19 Heimild: Utanríkisráðuneytið Viðræður við Þýzkaland um öryggi og varnir Áhugi á að sveitir þýzka flughersins taki þátt í æfingum hér á landi TILLAGA hóps presta og guðfræð- inga um að prestum verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra var í gær kolfelld á prestastefnu sem stendur yfir á Húsavík. Hins vegar var samþykkt, með yfirgnæfandi meirihluta, að lagt verði til við kirkju- þing að prestum verði formlega heim- ilt að blessa sambúð samkyn- hneigðra. Tillaga kom fram um að þeim prestum þjóðkirkjunnar, sem það kjósa, verði heimilað að vera „lög- formlegir vígslumenn staðfestrar samvistar“ á grundvelli álits kenning- arnefndar og var henni vísað til bisk- ups og kenningarnefndar. Sú kosning var spennandi; tillagan var samþykkt með 43 atkvæðum gegn 39. Hún gengur skemmra en sú fyrstnefnda en a.m.k. sumir í hópi þeirra sem lögðu til að hjónavígsla yrði heimiluð glöddust þegar þessari tillögu var vís- að áfram. Telja það í raun stórt skref í þá þátt sem þeir vilja stíga, þótt ekki sé jafnfast að orði kveðið og í þeirra eigin tillögu. | Miðopna Tillaga um vígslu kolfelld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.