Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HEILDARVERÐMÆTI hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja hf. er um 49 milljarðar kr., miðað við það verð sem verður í kaupsamningi ríkisins við Geysir Green Energy ehf. um sölu á liðlega 15% eign- arhlut sínum. Fyrirtækið kaupir hlut ríkisins fyrir 7,6 milljarða kr. Verðið sem Geysir Green Energy er tilbúið að greiða fyrir hlut ríkisins er langt umfram verðmat ríkisins sem þó hefur ekki verið gefið upp, mun hærra en hjá öðrum tilboðsgjöfum og þre- til fjórfalt það gengi sem notað hefur verið í viðskiptum með hlutabréfin á undanförnum árum. Hlutur bæjarins 20 milljónir Reykjanesbær á tæplega 3 millj- arða kr. í HS, eða tæp 40%. Hlutur bæjarins hækkaði í gær í nærri 20 milljarða króna, miðað við tilboð Geysir Green Energy. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið tilbúið að skoða kaup á frekari hlutum í Hitaveitunni, verði þeir til sölu nú, en það sé þó fyrst og fremst tilbúið til að starfa með öðrum eigendum að framgangi hennar. | 21 Heildarverðmæti HS 49 milljarðar MARÍA Tryggvadótt- ir tannsmiður lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, 28. apríl síðastliðinn, 89 ára að aldri. María fæddist í Reykjavík 17. nóvem- ber árið 1917. Foreldr- ar hennar voru Helga Jónasdóttir kennari og kaupkona í Reykjavík, fædd 7. október 1887, dáin 17. ágúst 1962, og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, fæddur 18. október 1835 og dáinn 21. október 1917. María giftist Gunnari Kristins- syni, söngvara og verslunarmanni, í Reykjavík 12. október 1946. Hann lést árið 2004. Þau eignuðust tvo syni, Helga og Gunnar. María hóf störf sem aðstoðar- stúlka á tannlæknastofu árið 1932 og starfaði á tannlæknastofu þar til hún hætti fastri vinnu 1990 eða í hartnær 60 ár, fyrst sem aðstoð- arstúlka til 1940, síðan sem tannsmiður og síðar tannsmíðameist- ari eftir að tannsmíði var gerð að iðnnámi. María ólst upp að Laufásvegi 37 og eftir að hún gekk í hjóna- band bjó hún ásamt eiginmanni sínum allt- af í Reykjavík utan ár- in ’46–’48 er Gunnar lagði stund á söngnám í Svíþjóð. Árin 1954– 1966 bjuggu þau að Tómasarhaga 53, en frá 1966 til dauðadags að Reynimel 80. María starfaði að félagsmálum innan Tannsmiðafélags Íslands og var gerð að heiðursfélaga árið 1987. Jafnframt starfaði hún mikið með Kvennadeild Rauða krossins á síð- ari árum. María Tryggvadóttir Andlát SÝSLUMAÐURINN á Selfossi hef- ur ákveðið að ekki verði boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum í Grímsnesi vegna kom- andi alþingiskosninga. Þær hafa staðið íbúum Sólheima til boða í tengslum við margar undanfarnar kosningar til sveitarstjórnar og Al- þingis. Eins hefur oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps hafnað beiðni Sólheima um að halda þar stuttan kjörfund á kjördag, að sögn Guð- mundar Á. Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Sólheima. Hann sagði um að ræða rúmlega 40 fatlaða einstaklinga og taldi að mjög fáir þeirra myndu neyta atkvæðisréttar síns yrði ekki kosið á staðnum. „Það eru grundvallarmannréttindi að fólk fái að kjósa. Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla er vettvangur til að tryggja að þeir sem ekki eiga auð- velt með það geti kosið,“ sagði Guð- mundur. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan á Sólheimum síðastliðið vor var kærð. Í úrskurði félagsmálaráðu- neytisins sagði m.a. að sýslumanni hefði verið heimilt að láta hana fara þar fram, en jafnframt bent á að Sól- heimar séu ekki almennt skilgreind- ir sem stofnun fyrir fatlaða heldur sem byggðahverfi. Væri brot á jafnræðisreglunni „Það er ekki verið að svipta nokk- urn mann rétti til að kjósa,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi. Hann benti á að Sólheimar væru eitt margra byggðahverfa í Árnessýslu og sagði það vera brot á jafnræðisreglunni að taka eitt byggðahverfi fram yfir annað. Í sýslunni væri opinn einn kjörstaður til utankjörfundarat- kvæðagreiðslu. Ólafur Helgi sagði að íbúar á Sólheimum, líkt og aðrir, gætu sótt um að greiða atkvæði heima ef veikindi hindruðu þá í að koma á kjörstað. Séu þeir hindraðir vegna fötlunar sinnar hafi sveitarfé- lagið skyldur við þá vegna ferða- þjónustu við fatlaða. Atli Gíslason hrl., sem leiðir lista VG í Suðurkjördæmi, hefur krafist þess að sýslumaður verði við tilmæl- um Sólheima um að þar fari fram at- kvæðagreiðsla utan kjörfundar. Ekki kosið á Sólheimum í Grímsnesi LÁRUS Welding er nýr forstjóri Glitnis banka en hann tekur við starf- inu af Bjarna Ármannssyni sem sagt hefur starfi sínu lausu eftir tíu ára starf. Lárus er þrítugur að aldri en hefur mikla reynslu úr bankaheimin- um, hann gegndi áður starfi fram- kvæmdastjóra Landsbankans í fjár- málahöfuðborginni London og starfaði þar áður hjá Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA). Óhætt er að segja að kaflaskipti hafi orðið í sögu Glitnis í gær því auk áðurnefndra breytinga gekk Einar Sveinsson stjórnarformaður úr stjórn bankans. Þar hefur hann setið frá árinu 1991 og verið stjórnarformaður frá árinu 2004. Við stjórnarfor- mennsku tekur Þorsteinn M. Jóns- son, oft kenndur við Vífilfell, þar sem hann er stjórnarformaður. Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort áherslubreytingar fylgi í kjölfar slíkra forystubreytinga en svo segir Þorsteinn ekki vera. „FL Group hef- ur verið í hluthafahópi Glitnis um þó nokkurt skeið og hefur tekið virkan þátt í að marka stefnu bankans. Við eru fullkomlega sáttir við hana og munum halda áfram að fylgja henni,“ segir Þorsteinn en þess ber að geta að hann situr einnig í stjórn FL Group og er fulltrúi félagsins í stjórn Glitnis. Hinn nýi forstjóri bankans tekur undir þetta og segir að áfram verði byggt á þeim grunni sem starfsemi Glitnis hvílir á. „Ég mun leggja áherslu á frekari uppbyggingu á öll- um sviðum og á þeim mörkuðum sem við störfum nú þegar á. Ísland og Noregur eru heimamarkaðir bankans og við munum halda áfram að byggja upp starfsemi okkar í Svíþjóð, Finn- landi og ekki síst í Bretlandi þar sem tækifærin eru mikil. Það er lykilatriði fyrir íslenskan banka sem ætlar að ná fótfestu erlendis að hafa einhverja sérstöðu. Við höfum hana í matvæla- iðnaði og orkuiðnaði og munum leggja áherslu á að byggja á þeim grunni,“ segir Lárus Welding. Bjarni Ármannsson, fráfarandi for- stjóri, segir gærdaginn hafa verið sér- stakan. „Þetta starf er búið að vera mjög stór hluti af lífi mínu og minnar fjölskyldu og maður hefur tengst bankanum mjög nánum böndum þannig að ákvörðunin var ekki auð- veld en ég er sannfærður um að hún var rétt.“ Bjarni segir að þær miklu svipting- ar sem oft hafa einkennt hluthafahóp bankans hafi gert stjórnun hans öðru- vísi en margra annarra fyrirtækja. Hann segir áratuginn sem hann hefur verið við stjórnvölinn hafa verið við- burðaríkan. „Maður hefur farið í gegnum miklar breytingar á fjár- málakerfinu og það hefur verið æv- intýri líkast. Það hefði ekki tekist án þess góða fólks sem hér hefur verið og efst í mínum huga er þakklæti í garð þess.“ Morgunblaðið/ÞÖK Kaflaskipti Nýir karlar standa nú í brúnni hjá Glitni. Fremst á myndinni er Þorsteinn M. Jónsson, nýr stjórnar- formaður, þá Bjarni Ármannsson og Lárus Welding, nýr forstjóri bankans, er lengst til hægri. Nýir menn í brúnni hjá Glitni Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Í HNOTSKURN » Kaflaskipti hafa orðið ísögu bankans þegar for- stjóri og stjórnarformaður yfirgefa hann. » Engar áherslubreytingarsegja nýir forystumenn. FORMENN þeirra sex flokka sem bjóða fram á landsvísu kynna áherslur sínar í komandi kosningum í myndskeið- um sem birt hafa verið á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is. Fram kemur í máli formannanna að flokkarnir vilji allir styrkja vel- ferðarkerfið og huga sérstaklega að kjörum þeirra sem minnst mega sín. Þá nefna þeir atvinnu- og byggðamál, umhverfismál, jafnrétt- ismál og samgöngumál sem mik- ilvæg kosningamál í kosningum hinn 12. maí. Myndskeiðin er að finna á fréttavef mbl.is og kosn- ingavef mbl.is. Slóðin á kosningavefnum er: www.mbl.is/mm/frettir/kosn- ingar/ Formenn flokkanna á kosninga- vef mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.