Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is NEXT kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára BREACH kl. 8 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð og m/ensku. tali kl. 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI BLADES OF GLORY kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára BLADES OF GLORY VIP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BREACH kl. 3:40 - 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 10:10 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 2 - 3:30 - 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 1:30 LEYFÐ / ÁLFABAKKA NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER eee H.J. Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM BE SPRENG- HLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! eee V.J.V. TOPP5.IS eee S.V. - MBL TÓPAS TIL FÓLKSINS KJÓSUM TÓPAS! Í kennslu við Listaháskóla Ís-lands fékk ég og annarstundarkennari eitt sinn munk frá Ananda Marga samtök- unum til að stýra hugleiðslu og hugleiðingum fyrir fyrsta árs nemendur skólans um hvernig maður heldur sér einbeittum við að skissa í huganum. Spurði þá einn nemandi munk- inn að því hvernig hann liti á myndlist og svaraði munkurinn stutt og skorinort; „as service and blessedness“ (sem þjónustu og blessun). Nokkrir í salnum, ég þar á meðal, misheyrðu orðið „blessedness“ sem „business“ (viðskipti) og upp kom bráð- skemmtilegur misskilningur sem síðan leiðréttist í umræðu þar sem þessi sami nemandi lýsti yfir undrun sinni á því að munkurinn skyldi hafa svo lítið álit á mynd- list. Þessi misskilningur er þó ekki víðsfjarri viðteknu viðhorfi til myndlistar og þeirrar upp- sveiflu sem nú er í gangi á mynd- listarmarkaðnum. Þótti mér því forvitnilegt að lesa Af listum- pistil Helga Snæs Sigurðssonar í Morgunblaðinu á miðvikudaginn var þar sem hann velti fyrir sér hárri verðlagningu á myndlist.    Bankastjóri nokkur, sem einniger áhugamaður um listir, sagði mér að fátt hefði hækkað álíka mikið á síðustu árum og al- þjóðleg myndlist og gamalt rauð- vín. En sveiflur á alþjóðlegum myndlistarmarkaði og verð á gömlu rauðvíni hafa víst fylgst að liðna áratugi, ef reiknað er í pró- sentum, og hljóta þessvegna að hlíta áþekkum lögmálum í verð- myndun. Í rauðvínsgeiranum hefur flaska af Chateau Lafite frá árinu 1787 selst mest á 160 þúsund dollara (rúmar tíu milljónir ísl. króna). Flaskan var einstök að því leyti að hún kom úr vínkjall- ara Thomas Jeffersons, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Verð á álíka gömlu eðalvíni sem ekki hefur svo flotta forsögu selst annars fyrir helmingi minna og nýjar flöskur fara allt niður í 3000 krónur. Þetta var því engin meðalflaska af Chateau Lafite heldur flaska með menningar- sögulegt gildi og álagningin fólst þá ekki í innihaldinu heldur goð- sögninni, sem Guðmundur Oddur minntist einmitt á í fréttaskýr- ingu Morgunblaðsins á fimmtu- dag, aðspurður um verðlagningu á verkum eftir Jóhannes Kjarval og Þórarin B. Þorláksson. Guðmundur Oddur minntist einnig á að málverk eftir Pablo Picasso seljast á u.þ.b. 120 millj- ónir króna. En meðalverk eftir Picasso ku kosta álíka og flott íbúð í New York borg, svo að tal- an er ekki svo fjarri lagi. Lykil- verk eftir listamanninn eru aftur á móti dýrari. Málverkið „Dreng- ur með pípu“ fór til að mynda á 104 milljónir dollara (u.þ.b. sex þúsund sjö hunduð og sextíu milljónir ísl. króna) á uppboði hjá Sothebýs sem er metverð fyrir Picassoverk. Metverð fyrir mál- verk eftir Jackson Pollock er hins vegar 140 milljónir dollara (u.þ.b. níu þúsund og eitt hundr- að milljónir ísl. króna). Báðir eru listamennirnir goðsögur í módernískri myndlistarsögu og fyrir löngu orðnir eftirsótt vöru- merki á alþjóðlegum myndlistar- markaði. Goðsögur íslenskrar mynd- listar, eins og Jóhannes Kjarval og Þórarinn B. Þorláksson, reikn- ast öllu nær tölum rauðvínsins. Þeir eru hluti af íslenskum menn- ingararfi og hafa ekki farið í út- flutning. Eru þannig séð stað- bundin vörumerki.    Allt er þetta fát gagnvart verðiá myndlist litað af bráð- skemmtilegum misskilningi á verðmætum og verðmiðum. Myndlist og myndlistarmarkaður eru ekki sami hluturinn. Þau eru eins ólík og andi og efni. Ef áður- nefndur nemandi hefði t.d. spurt munkinn hvernig hann liti á myndlistarmarkaðinn hefði hann eflaust svarað „service and business“. En spurningin snerist um myndlist og svarið var „blessedness“, sem merkir lífs- fylling eða lífsánægja. Að ógleymdu orðinu „þjónusta“ sem á við um vinnu sem manneskja leggur á sig öðrum til hjálpar. Myndlist er óskilyrt fyrirbæri sem okkur hefur verið gefið til að þroska með okkur skilning og skynjun á okkur sjálf og um- hverfið sem við lifum við. Hvaða raunhæfa verðmiða hengir maður á slíkt? Verðmæti og verðmiðar Verk eftir Pollock Menningarlegt verðmæti eða markaðslegt vörumerki? » Allt er þetta fátgagnvart verði á myndlist litað af bráð- skemmtilegum mis- skilningi á verðmætum og verðmiðum. AF LISTUM Jón B. K. Ransu ransu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.