Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 29
Englar alheimsins EINU sinni var ekkert efnahagsundur á Íslandi, engin stóriðja eða álver, en þá var hægt að mála engla á geðdeildinni. Höfundur er rithöfundur. Elísabet Jökulsdóttir NÚ fer fátæktarumræðan senn að hefjast með fullum þunga í Rík- isútvarpinu; það tilheyrir aðdraganda kosninganna. Friðrik Páll Jónsson fær Stefán Ólafsson og Hörpu Njáls á sinn fund að kynna okkur rann- sóknir á hinni miklu fá- tækt sem ríkir hér á Ís- landi. Þá er gott að hafa í huga nokkur atriði: Aðstoð við barnafólk á Íslandi er einkum í formi skattafslátta. Skattafslættir eru ekki skilgreindir sem ráð- stöfunartekjur. Í öðrum löndum kann þetta að vera í formi bóta sem eru skilgreindir sem ráðstöfunartekjur. Að auki er heimilt að greiða einstæðum for- eldrum sem eru búsett á Íslandi og hafa á framfæri tvö börn sín eða fleiri undir 18 ára aldri mæðralaun/ feðralaun. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára ef annað foreldra er látið eða nýtur örorku- eða endurhæfingarlífeyris. Greiddur er tvöfaldur barnalífeyrir fyrir hvert barn ef báðir foreldrar eru látnir eða örorkulífeyrisþegar. Einfaldur barnalífeyrir er upp undir 20 þúsund krónur á mánuði með hverju barni. Barnalífeyrir telst ekki til skatt- skyldra tekna. Námsmenn fá aðstoð frá LÍN með börnum sínum sem dugar fyrir fram- færslu. Aðstoð frá LÍN er ekki skil- greind sem ráðstöfunartekjur. Nið- urstöður um fátækt þar sem ekki er tekið tillit til meðlaga til barna ein- stæðra foreldra sýna ekki heldur rétta niðurstöðu um fjárhaglega af- komu þeirra. Hérlendis er fram- færsluaðstoð að mestu á höndum sveitarfélaga. Sveitarfélögin útvega þeim húsnæði sem á þurfa að halda gegn leigu sem er langt undir markaðsverði. Slík að- stoð mælist ekki sem fjárframlög til þeirra sem við taka. Víða erlendis, gagn- stætt því sem hér er, telst það eigendum til skattskyldra tekna að búa í eigin húsnæði (svonefnd reiknuð eigin leiga). Svo mætti vafa- laust áfram halda og hvet ég því þá sem sitja undir sífelldum ásök- unum um að níðast á þeim sem minna mega sína til að koma réttum upplýsingum á fram- færi. Fjölmiðlarnir munu láta það ógert. Það kæmi mér ekki á óvart að fátækt á Ís- landi væri mest tengd einstaklings- bundnum aðstæðum sem erfitt er að bregðast við með almennum aðgerð- um ríkisins. – Haldi umræðan um fá- tækt á hinn bóginn áfram, þá væri æskilegt að hún byggðist á stað- reyndum. Um fátækt Einar S. Hálfdánarson vill að umræður um fátækt byggist á staðreyndum Einar S. Hálfdánarson »Einfaldurbarnalíf- eyrir er upp undir 20 þúsund krónur á mán- uði með hverju barni. Barnalíf- eyrir telst ekki til skattskyldra tekna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 29 UMRÆÐAN ÞEIR sem fallið hafa fyrir Google Earth hafa eflaust rekist á ógreini- legan blett á hnettinum, austarlega í Afríku. Þegar áhuga- samir notendur skoða blettinn nánar sjá þeir hundruð loga sem tákna þorp sem hafa verið eyðilögð. Héraðið „logandi“ heitir Darf- ur. Það er í Vestur- Súdan og er á stærð við Frakkland. Log- arnir eru 1.600 talsins og fyrrverandi íbúar þorpanna, tæplega 3 milljónir manna, eru á vergangi, í flótta- mannabúðum í Tsjad eða í gröfinni. Helf- ararsafn Bandaríkj- anna hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þjóðarmorðs í Darfur sem er ástæða þess að Google Earth vekur sérstaka athygli á þessu lítt þekkta hér- aði. Vopnuð átök hafa einkennt Darfur um nokkurt skeið. Komið hefur til átaka milli bændasamfélaga og hirðingjaflokka á svæðinu sem kostuðu mörg manns- líf. Árið 2003 komu ný samtök fram á sjónarsviðið. Þau kölluðust Frels- isher Súdan og héldu því fram að sú- dönsk stjórnvöld vanræktu Darfur. Því gripu samtökin til vopna og gerðu uppreisn. Önnur samtök fylgdu í kjölfarið. Súdönsk stjórnvöld brugðust við uppreisninni með því að gefa svo köll- uðum Janjawid lausan tauminn í Darfur. Janjawid merkir einfaldlega „byssur á hestbaki“ og er notað yfir sveitir skipaðar Súdönum af arab- ískum uppruna sem ráðist hafa á þorp í Darfur, drepið, nauðgað, num- ið á brott og eyðilagt, stundum með aðstoð frá flugher ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin er einnig ábyrg fyrir stöðugu vopnaflæði til Janjawid- flokkanna auk þess sem hún hefur handtekið og pyndað fólk sem grun- að er um stuðning við uppreisn- arhópa. Þessi átök hafa haft hræðilegri afleiðingar en orð fá lýst fyrir þrjár milljónir manna sem hafa látist eða misst heimili sín. Langflestir, eða um 2,5 milljónir, eru á vergangi og hafa leitað skjóls í í flótta- mannabúðum í Súdan gegn árásum Janjawid- sveita. Búðirnar líkjast fangelsum því Janja- wid-flokkar ráða yfir landsvæðinu og sitja um íbúana. Konur sem fara út fyrir búðirnar í leit að lífsnauðsynjum, eldiviði og vatni, eiga á hættu að vera nauðgað. En Janjawid-sveitir láta sér ekki nægja að herja á einstaklinga sem hætta sér út fyrir flótta- mannabúðir í Darfur. Sveitirnar ráðast jafn- vel á búðirnar og eru farnar að herja yfir landamærin á flótta- mannabúðir og þorp í Tsjad sem talin eru tengjast uppreisnarhópum í Súd- an. Íbúar í Darfur eiga því hvergi öruggt skjól fyrir árásarmönnum á vegum þeirra eigin ríkisstjórnar. Því skal engan undra að ástandinu í Darfur hefur verið líkt við þjóð- armorð og óttast sé að ástandið verði eins og í Rúanda árið 1994 þegar 800 þúsund einstaklingar voru myrtir án þess að alþjóðasamfélagið gripi til að- gerða. Stjórnvöld í Súdan þvertóku lengi fyrir að hleypa alþjóðlegum friðargæsluliðum inn í Darfur en létu þó til leiðast í nóvember 2006 og féll- ust á að hleypa sameiginlegu frið- argæsluliði Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins til Darfur. Nokk- ur töf hefur orðið á því þar sem sú- dönsk yfirvöld tefja komu þeirra. Á meðan halda árásirnar áfram þrátt fyrir að stríðandi aðilar hafi und- irritað vopnahlé árið 2005. Nýir upp- reisnarhópar hafa verið stofnaðir og Janjawid-sveitir ráðast enn á þorp og flóttamannabúðir í Darfur og Tsjad. Hinn 29. apríl sl. var alþjóðlegur aðgerðadagur fyrir Súdan. Samtök um heim allan hafa tekið sig saman undir slagorðinu Tíminn er á þrotum. Verndum íbúa Darfur. Víða um heim er þess nú krafist að súdanska rík- isstjórnin hleypi friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna og Afríkusambands- ins til Darfur og að hinar tvær síðastnefndu stofnanir geri ítarlega áætlun fyrir friðargæslu og vernd fyrir íbúana. Tíminn er nefnilega á þrotum fyrir íbúa Darfur og senda þarf friðargæslulið þangað áður en það er orðið of seint. Við getum þrýst á að súdönsk yfirvöld og alþjóða- samfélagið standi við gefin loforð og sýnt það í verki að okkur er ekki sama um örlög Darfur-búa með því rita nafn okkar undir undir- skriftalista á heimasíðunni globe- fordarfur.org. Með því að gefa einu sinni fimm mínútur af tíma okkar í þágu Darfur getum við e.t.v. komið í veg fyrir að Darfur verði annað Rú- anda þar sem 800 þúsund ein- staklingar voru myrtir á aðeins 100 dögum án þess að alþjóðasamfélagið fengi rönd við reist. Alþjóðadagur í þágu Darfur Tíminn er á þrotum í Darfur, segir Íris Ellenberger Íris Ellenberger » Senda þarffriðargæslu- lið til áður Darf- ur verður annað Rúanda þar sem 800 þúsund ein- staklingar voru myrtir á 100 dögum. Höfundur er herferða- og aðgerða- stjóri hjá Íslandsdeild Amnesty International. ÉG SÉ að Staksteinar gera rammagrein mína að umræðu- efni í gær, sem er ágætt. Stak- steinahöfund rekur ekki minni til að ég hafi verið sömu skoðunar og í greininni, fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í fyrra. Mér er ljúft og skylt að hressa við minnið á þeim bæ því ég var þeirrar skoðunar að Reykjavíkurlistinn væri búinn að stjórna nógu lengi, – 12 ár, – og þess vegna studdi ég það að Samfylkingin byði fram sér fyrir þær kosningar. Þannig að ég tel 12 ára stjórnarsetu nógu langa hver sem á í hlut. Hvað þá 16 ára. Haldið til haga Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 + 6,3 milljónir í skottið á tvöfaldan miða! 6xLexus GS 300 -vinningur í hverri viku Nýtt happdrættisár - enn glæsilegri vinningar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 53 62 0 4 /0 7 Sýndu þinn stuðning við baráttuna fyrir bættum aðbúnaði aldraðra - þörfin er brýn. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. Hringdu núna í síma 561 7757 - Kauptu miða á www.das.is Tryggðu þér miða! 50 þúsund vinningar dregnir út á árinu! 40 aðalvinningar á 2 milljónir hver eða 4 milljónir á tvöfaldan miða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.