Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is TALIÐ er að rúmlega 20 milljónir manna muni fylgjast með sjónvarps- kappræðu þeirra Ségolène Royal og Nicolas Sarkozy á morgun, miðviku- dag, og þykir víst að einvígið geti ráðið miklu um hvort þeirra verður næsti forseti Frakklands. Síðari um- ferð forsetakosninganna í Frakk- landi fer fram á sunnudag og hefur Sarkozy fjögurra til fimm prósentu- stiga forskot á keppinaut sinn sam- kvæmt síðustu skoðanakönnunum. Sarkozy, sem er frambjóðandi UMP, stjórnarflokks hægri manna, sagði á sunnudag að hann nálgaðist sjónvarpskappræðuna „af virðingu en jafnframt festu“. Hann gerði lítið úr því sjónarmiði að umræðan myndi markast af þeirri staðreynd að hann ætti við konu að etja. Sagði hann kyn andstæðingsins engu breyta og lýsti þeirri skoðun sinni að slík nálgun fæli í sér „karlrembu“. „Frakkar standa ekki frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeim beri að kjósa konu eða karl heldur snýst valið um skriðþunga frambjóðenda og hvort viðkomandi býr yfir þeirri reynslu sem nauðsynleg er til að taka á sig þessa ábyrgð.“ Sarkozy sagði á fjölmennum fundi í París á sunnudag að hann hefði sætt ómaklegum, persónulegum árásum. Hann væri m.a. vændur um að vilja skerða mannréttindi og að koma á lögregluríki. Engin rök hefðu verið lögð fram þessu til stuðn- ings og slíkur málflutningur væri þeim til vansa sem hann bæru fram. Ségolène Royal sagði ljóst að sjón- varpseinvígið yrði mikilvægt og erf- itt. Hún benti á að Sarkozy hefði haft forystu allt frá upphafi vega ef marka mætti um 200 skoðanakann- anir, sem birtar hefðu verið. Öflugur ræðumaður Sarkozy, sem er fyrrum innanrík- isráðherra, þykir öflugur ræðumað- ur og snöggur til svara. Royal þykir sérlega yfirveguð og mun hún vafa- laust reyna að nýta sér þann eigin- leika til fullnustu í sjónvarpskapp- ræðunum. Efasemdir eru uppi í Frakklandi um að Sarkozy hafi til að bera þá hugarró sem nauðsynleg sé í embætti forseta Frakklands. Þá þykir málflutningur hans fremur fallinn til að sundra en sameina og í röðum andstæðinganna er sú skoðun viðtekin að þar fari öfgamaður. Roy- al mun því gefast einstakt tækifæri til að birtast landsmönnum sem hið umburðarlynda og víðsýna „samein- ingartákn“ frönsku þjóðarinnar. Á sama hátt mun Sarkozy þurfa að gæta þess að halda stillingu sinni en hann þykir hvatvís og á stundum beinlínis hranalegur. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- um nýtur Sarkozy fylgis 52% kjós- enda gegn 48% Royal. Sarkozy held- ur því forskoti sínu þó svo fyrir liggi að þorri þeirra sem studdu miðju- manninn François Bayrou í fyrri umferðinni, sem fram fór 22. apríl, hyggist kjósa Royal í þeirri síðari. Í einvíginu á morgun gefst Royal að öllum líkindum síðasta tækifærið til að jafna metin. Í Frakklandi er það mat flestra innvígðra að sigurvegari kappræðunnar hafi jafnan verið kjörinn til að fara með húsbónda- valdið í Élysée-forsetahöllinni nokkrum dögum síðar. „Einkaleyfi á mannshjartanu“ Einvígi forsetaframbjóðenda í Frakklandi hafa löngum þótt magn- að sjónvarpsefni þar sem saman fara virðuleiki, glæsilegur og vandaður málflutningur og snarpar og á stund- um eitraðar athugasemdir. Í Frakk- landi minnast margir enn sjónvarps- einvígis þeirra François Mitterrands og Valery Giscard d’Estaing árið 1974. Svar Giscards er Mitterrand vændi hann um að hafa engan skiln- ing á kjörum hinna fátæku þótti valda straumhvörfum í einvíginu: „Herra Mitterrand, þér búið ekki yf- ir einkaleyfi á mannshjartanu.“ Árið 1988 þegar Mitterrand sótt- ist eftir endurkjöri háði hann sjón- varpseinvígi við Jacques Chirac, sem þá var forsætisráðherra. Chirac lýsti þá þeirri skoðun sinn að úrelt væri það fyrirkomulag og lítt við alþýðu- skap að frambjóðendur ávörpuðu hvor annan með embættistitlum í stað nafna. „Þetta er hárrétt hjá yð- ur, herra forsætisráðherra,“ svaraði Mitterrand og afvopnaði þannig and- stæðinginn í krafti þeirrar köldu yf- irvegunar, sem var honum eðlislæg. Sjónvarpskappræður hafa for- setaframbjóðendur í Frakklandi háð frá árinu 1974. Árið 2002 neitaði Jacques Chirac að mæta þjóðernis- sinnanum Jean-Marie Le Pen í sjón- varpssal með þeim rökum að öfgafull stefnumál hans verðskulduðu ekki umræðu. Þau Ségolène Royal og Nicolas Sarkozy munu mæta vel undirbúin til leiks enda er vaninn sá að mökkur aðstoðarmanna komi að því að móta herfræði frambjóðenda. Samkvæmt ítarlegu samkomulagi, sem gert var á dögunum, munu frambjóðendurnir sitja við dökkt borð og verður fjarlægðin á milli þeirra tveir metrar. Þekkt sjón- varpsfólk, Arlette Chabot og Patrick Poivre d’Arvor, munu stýra um- ræðunni sem hefst kl. 19 að íslensk- um tíma. Ráðast úrslitin í sjónvarpssal? Frakkar bíða með óþreyju sjónvarpseinvígis forsetaframbjóðendanna, þeirra Ségolène Royal og Nicolas Sarkozy, sem fram fer á morgun  Sarkozy heldur forskoti sínu, samkvæmt könnunum Í HNOTSKURN »Forseti Frakklands hefurverið þjóðkjörinn frá 1962. Honum eru fengin mikil völd samkvæmt stjórnar- skránni, er m.a. ætlað að „verja sjálfstæði landsins og viðgang ríkisins“. »Forsetinn er æðsti yfir-maður heraflans, sem ræður yfir kjarnorkuvopnum. »Hann skipar forsætisráð-herra og stýrir fundum ríkisstjórnarinnar. Hann get- ur leyst upp þing og boðað til kosninga. Á hættutímum get- ur forseti lýst yfir neyðar- ástandi og stjórnað með til- skipunum. Reuters Árásir Nicolas Sarkozy ávarpar stuðningsmenn sína í París á sunnudags- kvöld. Frambjóðandinn kvaðst hafa orðið fyrir ómaklegum árásum. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is LEIÐTOGAR Ísraelsríkis gerðust sekir um „afar alvarleg mistök“ í fyrra er farið var með hernaði gegn skæruliðum Hizbollah-hreyfingar- innar í Líbanon. Þessi er ein helsta niðurstaða rannsóknar, sem gerð var opinber í gær og þykir hún líkleg til að magna kröfur um að Ehud Ol- mert, forsætisráðherra, segi af sér. Skýrsla nefndar, sem skipuð var til að rannsaka herförina er Ísraelar blésu til í fyrra, var birt í gær og þykir hún mikill áfellisdómur yfir Olmert og öðrum helstu leiðtogum Ísraels. Herafla Ísraels var fyrir- skipað að ráðast gegn skæruliðum Hizbollah eftir að þeir höfðu fellt þrjá hermenn og rænt tveimur í skyndiárás yfir landamæri ríkjanna 12. júlí í fyrra. Átökin stóðu yfir í 34 daga og tókst Ísraelum hvorki að frelsa hermennina né að uppræta hreyfingu skæruliða, sem skaut miklum fjölda léttra flugskeyta yfir landamærin á íbúðahverfi í Ísrael. Þar í landi er það almennt og yfirleitt hald alþýðu manna að herförin hafi mistekist með öllu. Samkvæmt opin- berum tölum féllu um 1.100 líbanskir borgarar og vígamenn Hizbollah í „sumarstríðinu“. Í Ísrael voru 39 óbreyttir borgarar drepnir og 119 hermenn féllu. Í skýrslunni er farið hörðum orð- um um frammistöðu Olmerts, Amirs Peretz varnarmálaráðherra og Dans Halutz, yfirmanns heraflans. Segir þar að Olmert hafi verið of fljótur á sér er hann blés til herfararinnar því hann hafi ekki haft tiltæka áætlun um framkvæmd hennar. Peretz er gagnrýndur fyrir reynsluleysi á sviði varnarmála og Halutz er sagður hafa sýnt litla yfirvegun í störfum sínum auk þess sem hann hafi ofmetið viðbúnaðarstig hersins. Eliyahu Winograd, fyrrum dómari, sem fór fyrir ransóknarhópnum, sagði ljóst að þessir þrír menn bæru höfuð- ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið. Hefðu þeir brugðist við með öðrum og betri hætti hefðu nið- urstöður herfararinnar orðið aðrar og hagfelldari. Olmert forsætisráðherra nýtur lít- ils stuðnings í Ísrael nú um stundir og valda herförin mislukkaða og hneykslismál mestu þar um. Líklegt þykir þó að hann haldi embættinu enn um sinn. Sjálfur hefur hann lýst yfir því að hann hyggist ekki segja af sér og innan samsteypustjórnar hans er sagður lítill áhugi á því að samstarfinu verði slitið og efnt til kosninga. Glati Olmert stuðningi fé- laga sinna í Kadima-flokknum þykir líklegt að Tzipi Livni utanríkisráð- herra taki við leiðtogastarfinu. Verði efnt til kosninga mun Likud-flokkur Benjamins Nethanyahu, fyrrum for- sætisráðherra, sigra, ef marka má skoðanakannanir. Skýrslan, sem birt var í gær, tekur einungis til fyrstu sex daga stríðsins. Lengri skýrslu verður skilað í sumar og þykir víst að hún verði Olmert ekki skemmtilestur. Forsætisráð- herrann sagði í gær er hann hafði tekið við skýrslunni að innihald hennar yrði tekið til skoðunar og þess freistað að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið. „Alvarleg mistök“ for- sætisráðherra Ísraels Ehud Olmert og helstu stjórnendur Ísraelshers harðlega gagnrýndir fyrir dapurlega framgöngu í stríðinu í Líbanon Reuters Mistök Ehud Olmert forsætisráðherra er sagður hafa verið illa undir stríðið í Líbanon búinn og áætlun um framkvæmd þess hafi ekki legið fyrir. STYTTUNNI af sovéska her- manninum sem tekin var af stalli sínum í miðborg Tallinn í síðustu viku, hefur verið komið fyrir í her- mannagrafreit í borginni. Einn lést og tugir særðust í miklum mótmælum í kjölfar þess að hún var flutt og bættist ný hlið við þetta eld- fima mál í gær þegar lík sovéskra hermanna fundust grafin þar sem hún stóð áður. Í huga Eistlendinga er styttan minnisvarði um kúgun Sovétríkjanna en Rússar segja hana minna á hetjulega framgöngu Rauða hersins gegn nasistum í síð- ari heimsstyrjöldinni. Harðvítugar skeytasendingar hafa gengið á milli eistneskra og rússneskra stjórnvalda vegna máls- ins og Eistar sakað granna sína um að ógna sendiráðsfólki sínu í Moskvu. Rússnesk sendinefnd fram á afsögn stjórnarinnar í Tallinn, vegna hörku gegn mótmælendum. Styttunni umdeildu komið fyrir í grafreit í Tallinn Minningar Styttan vekur tilfinningar. PAUL Wolfowitz, forstjóri Alþjóða- bankans, neitar að segja af sér embætti, kærurnar á hendur hon- um vegna ríflegrar umbunar til ást- konu hans, sem fékk stöðuhækkun, segir hann vera hluta af ófræging- arherferð gegn persónu sinni. Segir ekki af sér FIMM menn, sem höfðu tengsl við al- Qaeda- hryðjuverk- anetið, hafa ver- ið dæmdir í lífs- tíðarfangelsi fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í Bretlandi en þeir hugðust m.a. gera árási á verslunarmiðstöð. Tveir voru sýknaðir. Allir eru þeir breskir ríkisborgarar og fjórir af pakistönskum uppruna. Hafði höfuðpaurinn Omar Khyam stært sig af því að vera í beinum tengslum við Abdul Hadi, þriðja hæst setta aðila innan al- Qaeda. Þá kom í ljós að hann hafði haft samneyti við tvo af ódæðis- mönnunum sem báru ábyrgð á hryðjuverkunum í London 7. júlí 2005, þegar 56 létu lífið. Við dómsuppkvaðninguna sagði Sir Michael Astill, að mennirnir hefðu svikið landið sem veitt hefði þeim tækifæri. Hafa tveir helstu stjórnarandstöðuflokkar Bretlands lagt á ný fram kröfu um að fram fari sérstök rannsókn á árásunum 7. júlí og tengslum fimmmenning- anna við hana. John Reid innanrík- isráðherra er því andvígur. Fimm fengu lífstíð Omar Khyam GEORGE W. Bush, Angela Merkel og Jose Manuel Barroso komu sér saman í gær um þá ályktun að lofts- lagsbreytingar væru alvarlegt vandamál. Hins vegar var deilt um orðalag um til hvaða leiða ætti að grípa til að sporna gegn hlýnun. Deilt um viðbrögð BOB Woolmer, þjálfari pakistanska landsliðsins í krikket, var byrlað eitur áður en hann var kyrktur til bana á hótelherbergi sínu á Jam- aíka. Þessu er haldið fram í heim- ildarmynd breska útvarpsins, BBC. Var byrlað eitur ALÞJÓÐLEGU mannréttinda- samtökin Amnesty International gagnrýndu í gær Kínastjórn í nýrri skýrslu fyrir að halda ekki loforð sitt um að auka mannréttindi fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008. Ásaka Kínastjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.