Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 23
Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is og www.skipbygg.is Enn fleiri búsetukostir Lykilorðin við uppbyggingu í Reykjavík til næstu ára eru framboð, fjölbreytni og gæði. Markmiðið er að allir sem vilja geti byggt og búið í Reykjavík og að borgin verði fyrsti búsetukostur sem flestra. Lykilsvæðin á næstu árum verða Úlfarsárdalur, Reynisvatnsás, Sléttuvegur, Geldinganes, Slippasvæðið, Vatnsmýrin og Örfirisey. Val um lóðir Nýjar úthlutunarreglur byggja á gegnsæi og sanngirni og tryggja að allir hafa sama tækifæri til að eignast lóð í Reykjavík. Hægt verður að sækja um lóðir á netinu og eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir verður dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skilyrði. Þannig ræðst hverjir fá lóðir og í hvaða röð umsækjendur fá að velja sér lóð. Nægt framboð fjölbreyttra lóða í Reykjavík Borgarbúar geta nú í fyrsta sinn skoðað á netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem verða til úthlutunar á næstunni. Uppbyggingar- og úthlutunaráætlun Reykjavíkurborgar til næstu ára liggur nú fyrir og nýjar reglur um úthlutun tryggja að allir hafa jafna möguleika á að fá lóð. Til úthlutunar á næstu árum verða minnst 1000 íbúðir á ári í nýbyggingarhverfum og 500 nýjar íbúðir í miðborginni og nágrenni. Úthlutað verður þrisvar á hverju ári – í maí, september og desember. Föst verð á lóðum Föst verð verða á lóðum í nýjum íbúðahverfum Reykjavíkur; 11 milljónir fyrir einbýlishús, 7.5 milljónir fyrir parhús og raðhús og 4.5 milljónir fyrir fjölbýlishús. Nýr og aðgengilegur vefur Uppbyggingar- og úthlutunaráform borgarinnar verða öllum aðgengileg með nýjum upplýsingavef. Nákvæmt upplýsingakort sýnir uppbyggingar- svæðin í borginni, hvar þau eru og hvenær úthlutun hefst. Notendur geta skoðað hvert svæði, stækkað myndir, opnað skjöl með nánari upplýsingum, lesið greinargerðir, séð þrívíddarmyndir, yfirlitsuppdrætti, sneiðmyndir og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.