Morgunblaðið - 01.05.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 01.05.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VALGERÐUR Sverrisdóttir sagði á fundi í Háskólanum á Akureyri í gær, þegar hún kynnti nýja og heild- stæða stefnu Íslands í mannréttinda- málum, að tímabært væri að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þá sagðist Valgerður ætla að beita sér fyrir því eftir kosningar, að Íslend- ingar setji sem fyrst á laggirnar eig- in mannréttindastofnun. Ísland hefur aldrei átt sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóð- anna en ráðherra sagði, í ljósi aukins vægis mannréttindamála í alþjóða- starfi og þeirrar staðreyndar að Ís- land hefur töluvert fram að færa á þessu sviði, væri tímabært að sækj- ast eftir sæti. Finnar sitja í ráðinu sem stendur, en kjörtímabili þeirra lýkur nú í sumar. Danmörk er nú í framboði með stuðningi allra Norð- urlanda og það skýrist um miðjan maí hvort Danir nái kjöri. „Í fram- haldi af því munu íslensk stjórnvöld skoða möguleika á því hvenær geti orðið af framboði Íslands í ráðið.“ Ráðherra sagði mannréttindamál- um gjarnan skipað á bekk með „mjúku“ málunum svokölluðu og þannig gefið til kynna að þau skipti ekki jafn miklu máli og hin „hörðu“ mál. „En ég hlýt að spyrja: Hvað er „mjúkt“ við pyntingar, dauðarefs- ingar, kynferðislegt ofbeldi og barnaþrælkun? Svona skilgreining- ar standast vitanlega enga skoðun. Enda vekja tölur um mannrétt- indabrot óhug. Í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi.“ Valgerður nefndi að aftökur væru framdar víða í heiminum án dóms og laga og þannig grundvallarrétturinn til lífs virtur að vettugi og að yfir 80 ríki heims leggi blátt bann við kyn- ferðissambandi milli einstaklinga af sama kyni og í sumum ríkjum heims væri samkynhneigð refsiverð að við- lagðri dauðarefsingu. „Þá er áætlað að 100 til 140 milljónir kvenna og stúlkna hafi verið þvingaðar til að gangast undir kynfæralimlestingar af einhverju tagi.“ Valgerður sagði Íslendinga hafa margt fram að færa í mannréttinda- málum. Í haust hafi hún því ákveðið að mörkuð yrði heildstæð stefna Ís- lands til að efla og vernda alþjóðleg mannréttindi til framtíðar. Stefnan, sem ráðherra kynnti í gær, var unnin í samráði við félagasamtök, stofnanir og innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði mannréttinda. „Í stefnunni segir að mannréttindi séu algild, órjúfanleg og háð inn- byrðis, það sé á ábyrgð stjórnvalda og alþjóðsamfélagsins að vernda borgarana og mikilvægt sé að brugð- ist verði við mannréttindabrotum innan ramma alþjóðlegrar samvinnu og á grundvelli alþjóðasamninga,“ sagði Valgerður í gær. Hún stiklaði á stóru í ávarpi sínu:  Stefnan lýsir áherslum Íslands í þá veru að beita sér gegn ofbeldi og mismunun á hendur konum og börn- um. Lögð er áhersla á baráttuna gegn mansali, réttindi minnihluta- hópa og fatlaðra, sem og bættum réttindum samkynhneigðra.  Í stefnunni má finna áherslur Íslands í baráttunni gegn mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernis eða trúarbragða svo og mikilvægi þess að virða mannréttindi flótta- manna í hvívetna.  Lögð er áhersla á að efla rétt- arríkið og vernda mannréttindi í baráttunni gegn hryðjuverkum, og undirstrikuð tengsl mannréttinda, friðar og öryggis og ábyrgðar al- þjóðasamfélagsins í því samhengi.  Í stefnunni segir að Ísland muni halda áfram að beita sér fyrir algeru banni við pyntingum, afnámi dauða- refsinga og aftökum án dóms og laga og baráttunni gegn mannshvörfum og refsileysi. Í ályktun allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna 1993 er að finna svo- kallaðar Parísarreglur, sem mörk- uðu rammann um innlendar mannréttindastofnanir. „Þar er gert ráð fyrir því að mannréttindastofnun sé opinber stofnun á fjárlögum við- komandi ríkis, óháð stjórnvöldum. Sjálfstæði, fjárhagur og fagmennska slíkrar stofnunar er ennfremur tryggð með lögum,“ sagði Valgerð- ur. Hún benti á að slíkri stofnun sé ekki ætlað að leysa af hólmi aðrar stofnanir eða félög sem starfa á sviði mannréttinda, heldur ætlað að vera veruleg viðbót við mannréttinda- starfsemi og uppbyggingu mann- réttindamála í viðkomandi landi. Utanríkisráðherra kynnir heildstæða stefnu Íslands til að efla og vernda alþjóðleg mannréttindi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mannréttindi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra talar á fundinum í Háskólanum á Akureyri í gær. Vill Ísland í mannrétt- indaráð SÞ Utanríkisráðherra kynnti í gær stefnu Íslands í mannréttindamálum. Skapti Hallgrímsson hlýddi á ráðherrann, sem telur orðið tímabært að sækjast eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. skapti@mbl.is Í HNOTSKURN »Ráðherra hefur falið fé-lagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri að kynna sér svokallaðar Parísarreglur um innlendar mannréttindastofnanir sem og annað alþjóðasamstarf á þessu sviði og skila skýrslu þar um. »Valgerður segir að ánæsta ári muni utanrík- isráðuneytið, í tilefni 60 ára afmælis mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna, gefa út litla handbók sem inniheldur sérstaka út- gáfu mannréttindayfirlýsing- arinnar fyrir börn, t.d. eldri deildir leikskólanna og yngri deildir grunnskólanna. STEFNA stjórnvalda í byggingarlist er mikill stuðningur fyrir arkitekta, að mati Halldóru Vífilsdóttur arkitekts og formanns starfshóps menntamálaráð- herra. Hún gerði grein fyrir starfi nefndarinnar á kynningarfundi í Þjóð- minjasafninu í gær og sagði m.a. að fjög- ur meginstef stefnunnar væru: Gæði, arfur, þekking og hagur. „Þetta mun auka skilning almennt á gildi gæða og þess að hafa sýn og stefnu við mannvirkjagerð. Arkitektar hafa beðið eftir þessu og þrýst á að fá slíka stefnu í nokkur ár,“ sagði Halldóra í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að menningarstefnan í mannvirkjagerð væri ekki útlitsstefna. „Þessi stefna mið- ar að því að auka gæði í framkvæmdum og gefa undirbúningi nægan tíma.“ Halldóra sagði í ávarpi sínu að op- inber menningarstefna í mann- virkjagerð fæli í sér heildarhugsun um mótun, varðveislu, uppfræðslu og framþróun manngerðs umhverfis. Draga mætti stefnuna saman í einni setningu: „Opinberar byggingar eiga að vera gæðabyggingar, bæði hvað varðar hönnun og framkvæmd.“ Hún sagði nefndina hafa verið sam- mála um að viðhorf og metnaður væru mikilvægari til að auka gæði manngerðs umhverfis en lagasetningar eða aðrar stjórnvaldsaðgerðir. Í stefnunni eru skilgreindar nokkrar leiðir. Þar á meðal að hvert ráðuneyti geri mannvirkjaáætlun til fimm ára. Með því verði hönnun og undirbúningi gefinn hæfilegur tími. Flokkunarkerfi framkvæmda ákveði fjárhagsramma hvers verkefnis í samræmi við kröfur, eðli, tilgang og mikilvægi verkefna. Við hönnun og byggingu mannvirkja verði tekið tillit til líftímakostnaðar þeirra, en ekki einungis stofnkostnaðar. Í heild- mat eftir að mannvirkið hefur verið í notkun í þrjú ár. Aðgengi fyrir alla leggi áherslu á að allir séu velkomnir og að allir hafa jafna möguleika á að yfirgefa byggingar ef vá ber að höndum. Boðið verði upp á hönnunarsamkeppnir þar sem þær eigi við. Við hönnun, skipulag og framkvæmdir á viðkvæmum stöðum verði sérstök aðgæsla viðhöfð. Þá eru menntun og upplýsing lykillinn að þátt- töku almennings í umræðum um um- hverfi skipulags og bygginga. Auk Halldóru voru í starfshópnum Hrafn Hallgrímsson arkitekt og deild- arstjóri í umhverfisráðuneyti, Jóhannes Þórðarson arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Óskar Valdimars- son byggingaverkfræðingur og forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Steve Christer arkitekt. Guja Dögg Hauks- dóttur arkitekt var ritari nefndarinnar og Pétur Ármannsson arkitekt valdi myndirnar í bækling um stefnuna. arkostnaði felist stofnkostnaður við hönnun og framkvæmdir og eins við- halds- og rekstrarkostnaður á líftíma byggingarinnar. Auk skilamats byggðu á tölulegum liðum verði einnig gert hug- lægt skilamat. Þá verði unnið reynslu- Opinber menningarstefna í mannvirkjagerð kynnt Morgunblaðið/Ásdís Stefna Halldóra Vífilsdóttir arkitekt (t.v.), formaður nefndarinnar, kynnti stefnuna. Í HNOTSKURN »Þjóðarauður Íslendinga var að2⁄3 bundinn í mannvirkjum, sam- kvæmt upplýsingum frá Fast- eignamatinu 2005. »Vergar tekjur í mann-virkjagerð eru yfir 70 millj- arðar á ári og um 10% af lands- framleiðslu. »Stjórnvöld eru stærsti einstakiframkvæmdaaðilinn í landinu. Stefna þeirra í mannvirkjagerð er talin geta verið öðrum fyrirmynd og viðmið í framkvæmdum. LÚÐVÍK Bergvinsson al- þingismaður hefur beðið Morgunblaðið að birta eftir- farandi athugasemd: „Það þætti slakur skip- stjóri sem í brælu og stórsjó flýði ofan í lúkar og gerði kokkinn eða messaguttann ábyrgan fyrir skipinu. Það er nefnilega í mótbyr sem á manninn reynir – þá kemur í ljós úr hverju hann er gerður. Í afar einkennilegu viðtali við Mbl. 24. mars sl. reyndi rík- islögreglustjóri að fara „lúk- arleiðina“ þegar hann vildi útskýra afdrif olíumálsins. Hæstiréttur hafði þá birt það álit sitt að rannsóknin hefði misfarist. Ríkislögreglustjóri sá um rannsóknina. Það leiðir af sjálfu sér að aðrir en þeir sem með rannsóknina fóru, gátu ekki klúðrað henni. Í umræddu viðtali sendi ríkislögreglustjóri kjörnum fulltrúum og öðrum stjórn- völdum tóninn. Hann hélt því m.a. fram að kjörnir fulltrúar á Alþingi ynnu að því að grafa undan trúverðugleik lögreglu og annarra stjórnvalda. Þá kemur glöggt fram í viðtalinu að sakamálarannsókn í olíu- málinu hafi hafist vegna þrýstings stjórnmálamanna. Eftir lestur viðtalsins lagði undirritaður fram nokkrar spurningar í grein til ríkis- lögreglustjóra í Frétta- blaðinu. Í stað þess að svara sjálfur sendi ríkislögreglu- stjóri starfsmann sinn á vett- vang. Eðli málsins sam- kvæmt gat starfsmaðurinn hvorki svarað fyrir viðtalið né skýrt orð sem ríkislögreglu- stjóri lét falla – þrátt fyrir að hafa gert sitt besta. Íslenskir lögreglumenn eiga betra skil- ið en yfirmann sem flýr ofan í lúkar. Það er því fráleitt ann- að en ríkislögreglustjóri svari sjálfur fyrir orð sín og ásakanir svo alvarleg sem þau eru. Því leyfi ég mér að ítreka fyrri spurningarnar, með von um önnur og betri viðbrögð. 1. Hvernig stóð á því að rann- sókn á olíumálinu svokall- aða stóð yfir á fjórða ár úr því að rannsóknaraðili, rík- islögreglustjóri, var sann- færður um að engar for- sendur væru fyrir lög- reglurannsókn þar sem lögreglurannsókn ber ekki að hefja nema hún sé líkleg til sakfellis? 2. Eru fleiri dæmi, en olíu- málið, um að sakamála- rannsókn hafi hafist vegna utanaðkomandi þrýstings frá stjórnmálamönnum – ráðherrum og/eða alþing- ismönnum? 3. Hvaða nafngreindir stjórn- málamenn – alþingismenn/ ráðherrar höfðu áhrif á það að lögreglurannsókn hófst í olíumálinu? Hvaða nafn- greindir alþingismenn vinna að því að grafa und- an trúverðugleik lögreglu og annarra stjórnvalda? 4. Er ríkislögreglustjóra sætt í embætti eftir að hafa viðurkennt að utanaðkom- andi áhrif urðu til þess að lögreglurannsókn hófst gagnvart einstaklingum þvert á faglegt mat emb- ættisins?“ Hetjur hafsins flýja ekki ofan í lúkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.