Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 35 Elsku besti afi minn lést hinn 20. apríl, 77 ára að aldri. Afi gat lagað allt. Hvort sem það voru hlutir sem skemmdust eða sár sem þurfti að búa um þá sá afi um að laga og lækna. Fólk, skór, kaf- arabúningar, styttur, stólar – afi lag- aði það. Afi var lögga og sagði okkur oft ótrúlegustu sögur úr starfinu, í raun var algjört kraftaverk að hann skyldi lifa svona lengi miðað við allt sem hann hafði upplifað. Afi var líka lög- reglukafari. Hann átti það til að heilla vini mína upp úr skónum þegar ég var yngri með því að segja þeim söguna af því þegar hann rakst á hákarlinn. Þegar ég var yngri átti afi jeppa. Okkur krökkunum þótti rosalega gaman að fara með afa og ömmu í jep- patúra, sérstaklega ef keyrt var um Vigdísarvelli! Einn jeppatúr er mér sérstaklega minnisstæður en þá keyrðum við um Suðurnesin og sömd- um á leiðinni vísur um alla í bílnum og sungum þær svo saman. Þessar vísur kann ég enn í dag. Sú fyrsta var um mig. Afi tók eftir því að mér var kalt á höndunum (eins og alltaf) og byrjaði þá fyrstu: „Salóme með kalda kló, kroppar í minn lófa …“. Síðan urðu til vísur um systur mína, bróður minn, ömmu og loks sú um afa – hún hljóð- aði svona: Afi hann er alveg snar, út um móa ekur. Alla polla yfir þar og æðarfugla rekur, argar kríur vekur. „Úmbarassa, úmbarrassa“ Afi orti mikið af ljóðum. Afi söng í kór. Ég man eftir að hafa einhvern tímann farið í kirkju með afa og ömmu og þegar byrjað var að syngja fyrsta sálminn söng afi hærra en allir aðrir og vakti athygli allra. Garðurinn hjá ömmu og afa er rosalega fallegur. Þó að amma sjái vísast um allar plönturnar er stór hluti af því afa að þakka. Hann lagði til dæmis rosalega flottan stíg úr hraunhellum í gegnum hann (það þurfti stíg vegna vörðuhólsins – auð- vitað lagaði hann svo líka vörðuna þegar hún var skemmd). Hvernig í ósköpunum honum tókst að lyfta þessum hellum get ég samt ómögu- lega skilið. Afi átti alltaf suðusúkkulaði og harðfisk. Það kunnu barnabörnin vel að meta og oft var stór hópur í kring- um hann á meðan við biðum eftir að hann brenndi harðfiskroð fyrir okkur (mmm, mmm! Ekki dæma það fyrr en þið hafið smakkað!). Reyndar virtust barasta öll börn elska afa. Krakkar úr nágrenninu komu oft og bönkuðu upp á til að sníkja kex og spjalla við afa. Hann var alltaf að kenna okkur alls konar fingra- og magaæfingar, en magaæfingarnar voru þær sömu og hann lét þá gera sem hann var að kenna köfun. Afi var með bumbu en með rosalega magavöðva og oft var hann að kenna strákunum í ættinni að kýla og var þá sjálfur boxpúðinn. Afi kunni rosalega mikið af vísum, ljóðum og lögum sem hann fór gjarn- an með upp úr þurru og söng fyrir okkur. Afi var fullur af fróðleik um ótrúlegustu hluti og deildi því oft með okkur. Afi var líka algjör húmoristi og alltaf að gantast í fólki þannig það var aldrei leiðinlegt að vera í kringum hann. Svona mun ég og eflaust margir aðrir minnast afa, manns sem við hefðum svo gjarnan vilja hafa lengur meðal okkar og munum sakna óend- anlega mikið. Salóme Mist Kristjánsdóttir. Nú þegar vinur minn, hetjan, kenn- arinn og leiðbeinandinn Elías Jóns- Elías Jón Jónsson ✝ Elías Jón Jóns-son fæddist í Bolungarvík 19. des- ember 1929. Hann lést í Luxemburg 20. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 30. apríl. son eða Elli lögga er látinn, hverfur hugur- inn aftur og reikar um þann tíma sem við vor- um saman. Að hafa fengið að vera læri- sveinn og vinur þinn al- veg frá því að ég var unglingur og fram á fullorðinsár voru for- réttindi sem ég vil þakka þér. Leiðbeinandi minn varstu strax þegar þú stofnaðir skátahreyf- inguna á Höfn í Horna- firði. Leiðbeinandi minn varstu sem lögreglumaður þegar ég sem ungling- ur stóð á þeirri hárfínu línu að breyta rétt eða rangt. Leiðbeinandi minn varstu þegar erfið mál steðjuðu að mér óþroskuðu ungmenni. Kennari minn varstu þegar þú kenndir mér að kafa og vinna að björgunarmálum. Kennari minn varstu í löggæslumálum og fé- lagsmálum lögreglunnar. Hetjan mín varstu þegar þú af endalausri fórnfýsi vannst að björgun eða aðstoð við aðra úr vandræðum, hvort sem það var vegna náttúruafl- anna eða mannlegs breyskleika. Þitt markmið var aðeins að breyta til góðs. Vinur minn varstu alltaf. Kveð ég þig nú, kæri vinur minn, og þakka þér samfylgdina með ljúfar minningar í huga. Þessi eru mín fátækleg orð til að kveðja mann sem alltaf var tilbúinn að láta aðeins gott af sér leiða sem ég og aðrir nutum í ríku mæli á samferð með honum. Hann var líka lánsamur að eiga samheldna fjölskyldu sem studdi hann og dáði. Þeim Oddbjörgu, Jóni, Rúnu, Lárusi og Inga sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur með mikilli virðingu fyrir hinum ágæta manni. Blessuð sé minning þín, Elías Jóns- son. Eiríkur Beck. Þegar Oddbjörg (Bogga) hringdi í okkur hjónin frá Lúxemborg laugar- dagsmorguninn 21. apríl sl. og til- kynnti okkur að Elías (Elli) hefði dáið þar daginn áður kom það okkur al- gjörlega í opna skjöldu og við urðum strax harmi slegin. Hefði einhver annar tilkynnt okkur þetta hefðum við átt erfitt með að trúa því, því síð- ast er við hittum Ella sem var ekki fyrir alllöngu bar hann engin þess merki að eiga svo skammt ólifað. Við Elli vorum samstarfsmenn í löggunni á Vellinum í 40 ár (hann öllu lengur) og á þeim árum urðum við mestu mátar. Ekki ætlum við að tí- unda alla okkar samfundi en aldrei mun ég gleyma því er við mættum á hjóna- og lögguböllin, hversu yndis- legt var að dansa við Boggu, það var eins og að svífa á sumarbjörtu skýi. Eftir að við Elli fórum á eftirlaun og hættum að vinna, urðu samfundir okkar fleiri. Er við áttum leið fram hjá Smiðjustígnum, var okkur ljúft að koma þar við, hjá Ella og Boggu, því auk hjartahlýjunnar og góðra veit- inga var þar enginn hörgull á vest- firskum harðfiski og þeim besta há- karli sem völ var á í landinu! Þau komu einnig til okkar bæði hér í Keflavík og líka í sumarparadísina okkar á Þingvöllum. Það var gaman að fá þau í heimsókn því þau höfðu alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja.. Elsku Bogga, við hjónin vottum þér og þínum nánustu innilega samúð og það máttu vita að við söknum Ella mikið ekki síður en þú. Blessuð sé minning Elíasar J. Jónssonar. Sigurgeir Þorvaldsson og Guðrún Finnsdóttir. Mér eru minnisstæð þau ár er við vorum samtíða Elíasi og fjölskyldu hans á Höfn í Hornafirði en þar hafði hann verið skipaður löggæslumaður þegar verið var að reisa þar ratsjár- stöð á Stokksnesi fyrir varnarliðið. Starfsreynsla Elíasar við varnarlið á Keflavíkurflugvelli og víðar kom sér vel, enda átti hann þátt í að móta skynsamlega og farsæla stefnu í sam- skiptum Hafnarbúa og varnarliðsins. Elías setti svip á bæjarlífið á Höfn. Hann var drengur góður, hjálpsamur hver sem í hlut átti, réttsýnn og sátta- maður enda töldu flestir sig vin hans vera. Hann átti frumkvæði að stofnun björgunarsveitar Slysavarnafélagsins og vann hann ötullega að stofnun byggðasafns Hornafjarðar og lét sig varða öll menningar- og framfaramál. Það yrði of langt mál að telja upp öll þau félagslegu málefni sem Elías lét sig varða. Það er oft hlutskipti lögreglu- manna að verða vitni að atburðum er þeir taka sér svo nærri að þeir þurfa að fá áfallahjálp. Elías lifði slíka at- burði og það hvarflaði stundum að mér að hann ætti rólyndi sitt og yf- irvegaða framkomu sinni góðu og skynsömu eiginkonu Oddbjörgu Ög- mundsdóttur að þakka. Því sendi ég og fjölskylda mín henni og börnum þeirra hjóna okkar samúðarkveðjur. Páll Þórir Beck og fjölskylda. Skyndilega er vinur minn og fyrr- um samstarfsmaður hjá Lögreglu- stjóraembættinu á Keflavíkurflug- velli, Elías Jónsson, kvaddur af vettvangi og í þetta skipti yfir móðuna miklu. Við störfuðum saman í lögreglunni í nokkur ár á fyrstu árum embættis- ins milli 1950 – 1960. Á þeim árum kom oft til alls konar átaka við varnarliðsmenn, þeir voru illa upplýstir um íslenk lög og reglu og gegndu herlögum. Þá var gott að hafa Elías sér við hlið þegar farið var á vettvang, hann talaði ágæta ensku, var yfirvegaður og gaf sér góðan tíma að upplýsa hermennina um hvaða lög giltu í viðkomandi málum. Í stað átaka við hermennina, afgreiddi Elías málin með smá fyrirlestri, en ef til átaka kom stóð hann vel að verki. Elí- as vann einnig á vegum embættisins í nokkur ár við eftirlitsstörf á radar- stöðinni við Stokksnes. Bjó þá á Höfn í Hornafirði. Hann sagði mér að þau ár hafi verið yndisleg, gott mannlíf og umhverfið, fegurð fjalla, jökla, strandlengjan og hafið. Í þessu fal- lega umhverfi eignaðist fjölskyldan fallegt sumarhús, sem hún naut í rík- um mæli. Hann vann hjá embættinu til starfsloka, sem varðstjóri og síðar sem aðallögregluvarðstjóri. Elías var fjölhæfur og lagði margt fyrir sig, það verður þó ekki rakið hér, enda efni í heila bók. Rétt er þó að nefna að hann var afar fær í köfun, og ófá eru þau skip, sem hann stundum í slæmum veðrum á hafi úti, skar tóg og aðra aðskotahluti úr skrúfum skipa. Til að geta sinnt svona áhættu- sömum störfum þurfti kjark, hreysti og gott skipulag, þetta allt hafi Elías til að bera. Öll mín kynni af Elíasi eru einkar ánægjuleg. Hann var skemmtilegur félagi, fróður og áhugasamur, síopinn fyrir nýjum hugmyndum og framför- um á sviði vísinda og tækni. Elías var góður vinur, einkar hjálplegur og gott að leita til hans með úrlausnir. Þú auðgaðir líf okkar marga með þekkingu þinni. Fyrir allt þetta og miklu fleira vil ég þakka þér Elli minn. Ég sendi Oddbjörgu, börnum og barnabörnum og öðrum ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Kristján Pétursson. Kveðja frá Ekkókórnum Að öllu eðlilegu hefði ég frekar ver- ið að hringja til þín og tilkynna breyt- ingu á dagskrá kórsins en að hripa þessar línur. Svarið var oftast: „Ég hripa þetta hjá mér Svavar minn“ og síðan sögð góð skrýtla eða jafnvel vísa meðan náð var í blýantinn. En nú er þögnuð ein rödd í ekkó og eftirsjá að góðum félaga. Er mér bæði ljúft og skylt að færa þér þakkir fyrir sönginn og sam- veruna og mæli ég þetta örugglega fyrir munn allra kórfélaga. Fh. stjórnar Ekkó, Svavar Björnsson. Ég kynntist Ella þegar hann og Bogga fluttu í næsta hús við mig á Herjólfsgötunni. Bogga hefur sagt mér að ég hafi bankað upp á og boðist til að passa börnin þeirra. Þar sem þau voru öll uppkomin passaði ég barnabörnin. Fljótt varð ég eins og heimalningur hjá þeim og tóku þau mér eins og einni úr fjölskyldunni. Það var alveg einstakt að fá að vera hluti af þessari einstöku og sam- heldnu fjölskyldu. Alltaf var stutt í góða skapið og minningin um grall- araskapinn í Ella er ofarlega í hug- anum. Þar sem Elli vann vaktavinnu í lög- reglunni var hann stundum heima á daginn. Á þessum dögum varði hann góðum stundum í bílskúrnum og ósjaldan dreif að krakkaskarann úr hverfinu því að Elli var sérlega barn- góður og gaf sér tíma í að spjalla við krakkana. Minningarnar um Ella eru margar. Elli þar sem hann sat í kjallaratröpp- unum og pússaði alla skóna eins og þeir lögðu sig þar til að nánast var hægt að spegla sig í þeim. Elli í bíl- skúrnum að bæta kafarabúninga eða steypa blýklumpa. Elli þar sem hann sat í eldhúsinu og skóflaði sykrinum í kaffið sitt og maulaði matarkex. Einn daginn fundum við krakkarnir væng- brotinn máf og að sjálfsögðu fórum við til Ella og báðum hann að aðstoða okkur. Hann var alltaf boðinn og bú- inn til að aðstoða. Eftir að Elli og Bogga fluttu á Smiðjustíginn fækkaði heimsóknun- um en alltaf hafa móttökurnar verið jafn hlýlegar. Elsku Bogga og fjöl- skylda, hugur minn er hjá ykkur. Ykkar Ingunn Óladóttir. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR, Laugarásvegi 62, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 24. apríl, verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju, Mosfellsprestakalli, föstudaginn 4. maí kl. 15.00. Róslín Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Pálsson, Þorvaldur Jóhannesson, Sonja Hilmars, Anna Sigrún Auðunsdóttir, Sigurbjörg Þorvaldsdóttir, Jóhannes Páll Sigurðarson og barnabarnabörn. ✝ MARÍA TRYGGVADÓTTIR tannsmiður, Reynimel 80, Reykjavík, andaðist laugardaginn 28. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. maí kl. 11.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Helgi Gunnarsson, Gunnar K. Gunnarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR glerlistakona, andaðist að heimili sínu í Chapel Hill, Norður- Karólínu, laugardaginn 21. apríl. Minningarathöfn verður í Kópavogskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 15.00. Útförin verður á Þingeyri laugardaginn 5. maí. Davíð Aðalsteinsson, Steini, Vala og Atli, Bergþóra Ragnarsdóttir, Guðjón Jónsson, Gyða Helgadóttir, Aðalsteinn Davíðsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma SESSELJA SVEINSDÓTTIR, frá Firði, Mjóafirði, er látin. Anna Benediktsdóttir, Sveinn Benediktsson, Guðríður Guðbjartsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langlangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.