Morgunblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 30
EINN mikilvægasti áfangi íslenskrar sjálfstæðisbaráttu var stofnun Háskóla Ís- lands árið 1911. Þegar næsti háskóli lands- ins hóf starfsemi sína má segja að stigið hafi verið stórt skref í átt til aukins sjálf- stæðis landsbyggðarinnar og raunverulegs jafnréttis til náms, óháð búsetu. Í haust eru 20 ár frá því að Háskól- inn á Akureyri hóf starfsemi sína. Á fyrsta starfsári hans stunduðu 50 nemendur nám við heilbrigðisdeild og rekstr- ardeild skólans. Háskólinn hefur stækkað hratt á liðnum árum og í dag eru nemendur um hálft annað þúsund. Þeir stunda m.a. nám í kennslu- fræðum, auðlindafræði, tölvufræði, við- skiptafræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, sál- fræði, fjölmiðlafræði, samfélags- og hagþróunarfræði, nútímafræði og lögfræði. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn sem menntastofnun og veigamikill þáttur í íslensku samfélagi. Skólinn er rammi um framsækið háskóla- samfélag og er þekktur fyrir að veita góða menntun í mörgum mikilvægum fræðigrein- um. Háskólinn er í nánum tengslum við at- vinnulífið og rannsóknarstofnanir þess. Hann hefur hleypt nýju lífi í efnahagslífið á Norðurlandi og þá sérstaklega á Akureyri. Margföldunaráhrif skólans eru greinileg og ýmis störf hafa skapast, ekki bara í beinum tengslum við skólann sjálfan, heldur líka við almenna þjónustu og verslun á svæðinu. Einnig má nefna þau störf sem hafa skapast vegna nýsköpunar í tengslum við skólann og þær útsvarstekjur sem myndast hafa til að byggja upp velferðarkerfi í bænum. Vöxtur Háskólans á Akureyri hefur verið ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Á tíma- bilinu 1998–2004 þrefaldast nemendafjöldinn úr rúmlega 500 í rúmlega 1.500. Við lok þessa tímabils eru fastráðnir starfsmenn skólans 177 en heildarfjöldi starfsmanna 670. Að undanförnu hefur mikið verið í um- ræðunni hvernig hægt sé að fjölga störfum á landsbyggðinni og skapa raunverulegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Kosning- arnar í vor koma að miklu leyti til með að skera úr um það hvernig þróunin í þessa átt verður á næstu árum. Eitt af mínum helstu baráttumálum er að Háskólinn á Akureyri verði efldur og fram- tíð hans tryggð um ókomin ár. En tilvist Háskólans er ekki sjálfsagt mál. Það voru öfl í þjóðfélaginu sem sáu ekki nauðsyn þess að byggja upp háskóla á Akureyri og börð- ust þess vegna gegn því að skólinn kæmist á legg svo undarlegt sem það hljómar í dag. Það má í raun segja að ef Framsóknarflokk- urinn hefði ekki staðið í fæturna í þeirri baráttu er alls óvíst að Háskólinn á Ak- ureyri væri sú öfluga skólastofnun sem við þekkjum í dag eða hefði yfir höfuð orðið að veruleika. Það þarf heldur ekki mörgum blöðum um það að fletta að Háskólinn á Akureyri hefur haft gríðarlega mikil og góð áhrif á líf og störf bæjarbúa. Það eitt að færra ungt fólk flytur nú burtu úr bænum talar sínu máli. Einnig má benda á að því fleiri sem njóta háskólamenntunar á Akureyri þeim mun fleiri tækifæri skapast í bæjarfélaginu sem síðan hefur áhrif á nýsköpun og þjónustu. Þá hefur góð ímynd Háskólans á Akureyri jákvæði áhrif á sjálfsmynd bæjarbúa og það heildarsamfélagi sem Akureyri er. Á tímabilinu 2000–2003 fjölgaði nem- endum við Háskólann á Akureyri úr 670 í 1.430 eða meira en tvöfaldaðist og er það mesta fjölgun nemenda sem vitað er um við nokkurn háskóla á Íslandi á þessu tímabili. Atvinnulífið þróast með ekki ósvipuðum hraða og gerir um leið síauknar kröfur um menntun og færni. Fólk á öllum aldri metur það svo að háskólamenntun styrki stöðu þess á vinnumarkaðnum eða á annan hátt í lífsbaráttunni. Ef Háskólans á Akureyri nyti ekki við ætti stór hluti þeirra námsmanna sem stundað hafa nám í Menntaskólanum á Ak- ureyri eða Verkmenntaskólanum á Akureyri þess ekki kost að halda áfram námi sínu á heimaslóðum. Þetta unga fólk er sú auðlind sem framtíð bæjarfélagsins og norðlensks samfélags byggist á. Mikilli og örri fjölgun nemenda við Há- skólann á Akureyri hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýðir aukin út- gjöld. Það nægir ekki að stjórnvöld leyfi skólanum að hefja kennslu í ólíkum greinum án frekari ábyrgðar á þessu afkvæmi sínu. Háskólinn á Akureyri er þjóðskóli eins og Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, benti réttilega á í erindi sem hann hélt á málþingi um stöðu skólans í ak- ureyrsku samfélagi. Því miður hefur ekki verið hægt að sjá að núverandi mennta- málaráðherra hafi mikinn skilning á þessari staðreynd. Háskólinn á Akureyri á að tryggja stöðu sína sem háskóli í fremstu röð óháð stað- setningu. Framsóknarflokkurinn vill leggja sitt af mörkum til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og aukið sjálfstæði Háskólans á Akureyri. Ég fyrir mitt leyti vil vinna að því að skólinn hljóti skýra viðurkenningu á hlutverki sínu sem þjóðskóli í þágu lands- byggðar svo aftur sé vitnað í orð Páls Skúlasonar. Ég skora því á þá kjósendur sem vilja veg háskólans sem mestan að kjósa Framsóknarflokkinn í Alþingiskosn- ingunum í vor. Framtíð Háskólans á Akureyri Eftir Höskuld Þórhallsson Höfundur skipar 3. sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 30 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ætla ekki að staldra við í draumum sínum um verk- smiðjulandið Ísland og ætla að halda áfram að selja orku landsins á tombóluverði til alþjóðanámafyrirtækja. Þeir íhuga jafnframt að einka- væða orkufyrirtækin sem gæti þýtt að ALCAN og AL- COA gætu eignast Lands- virkjun og Orkuveitu Reykjavíkur innan nokkurra ára. Þá getum við státað okkur af því að vera sú kynslóð sem gaf all- ar auðlindir landsins frá sér á aðeins hálf- um mannsaldri. Íslandshreyfingin – lifandi land sér fyrir sér öðruvísi framtíð. Hún sér fyrir sér framtíð þar sem framtak og frumkvæði ein- staklinganna skiptir máli, þar sem hagur fyrirtækja er tryggður með hagkvæmu skattaumhverfi og stöðugu hagkerfi og þar sem allir þjóðfélagsþegnarnir njóta ávaxt- anna af auknum hagvexti. Íslandshreyfingin sér fyrir sér framtíð þar sem íslensk nátt- úra verður varðveitt sem eitt af sjö undrum veraldar en ekki notuð sem ódýr uppspretta orku fyrir verksmiðjustarfsemi. Við sjáum framtíð þar sem menntun og sköp- unarkraftur verða metin að verðleikum og þar sem unga fólkið getur horft til spenn- andi og skemmtilegs starfsvettvangs á ýms- um sviðum. Við sjáum fyrir okkur framtíð sem tryggir öfluga byggð hringinn í kring- um landið með fjölbreyttri atvinnu í há- gæða ferðaþjónustu, framleiðslu lífrænna matvæla og úrvinnslu fyrsta flokks sjáv- arafurða. Íslandshreyfingin – lifandi land vill vera hreyfiafl inn í nýja framtíð. Framtíð þar sem stöðnuð gildi um iðnvæðingu, sértækar lausnir í atvinnumálum og gegndarlaus þensla ríkisútgjalda verða skilin eftir og í stað þeirra koma gildi sem byggjast á að skapa jafnvægi á milli umhverfis, efnahags- lífs og samfélags. Þess vegna er X-I leiðin til nýrrar fram- tíðar. Eftir Lárus Vilhjálmsson Höfundur er framkvæmdastjóri og er í 3. sæti hjá Íslandshreyfingunni – lifandi landi í Suðvesturkjördæmi. Íslandshreyfingin – lifandi land vill nýja framtíð NÚVERANDI stjórnarflokkar Fram- sóknarflokkur B og D eru mjög tengdir kerfisaðli í landbúnaðarkerfinu og eru í raun hluti af því. Þess vegna er það grundvallaratriði hvort þessir flokkar, annar eða báðir verða inni í næstu ríkisstjórn eða ekki. Þetta sovéska miðstýrða skrifræðiskerfi drepur allt einstaklingsframtak og frumkvæði í dróma, sem og alla nýja hugsun og nýsköp- un. Eins og í Sovétríkjunum forðum daga. En á endanum fóru þau á hausinn eins og SÍS og Kaupfélag Árnes- inga. Hvað er þá til ráða fyrir íslenskan land- búnað? Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru landi með miklu ónýttu landrými á land- búnaðarsvæðum okkar. Bændur hafa víða flosnað upp á síðustu áratugum enda lífs- kjör þeirra ekki í neinu samræmi við lífs- kjör annarra þjóðfélagshópa þrátt fyrir hnattræna hlýnun og árvissara árferði til búskapar hérlendis. Um allan hinn iðn- vædda heim hefur um langt skeið verið gert út á hátæknivæddan þrengslabúskap þar sem Holland hefur oft náð hvað lengst. Hérlendis hefur þetta einnig verið stefnan. Sem ásamt sovésku miðstýrðu skrif- ræðiskerfi gerir það að verkum að bóndinn fær oft ekki meira en 1/3 af verðmæti vörunnar til sín. Á þá eftir að borga öll lán hátækninnar sem á búinu hvíla. Gerir þetta bændur sjálfkrafa að þrautpíndri lág- launastétt þar sem milliliðirnir hirða gróðann. Segir sig sjálft að við þessar að- stæður verður nýliðun stéttarinnar mjög lítil. Nú eykst um allan hinn vestræna heim eftirspurn eftir vörum sem koma frá landrýmisbúskap (environmental friendly) þar sem gripirnir hafa rými og fjöldi gripa ræðst af landrými búsins. Lífrænn áburður er notaður eftir föngum og eiturefnanotkun haldið í algjöru lágmarki. Þessar vörur hafa sýnt sig innihalda mun meira úrval snefi- lefna og dæmast mun bragðbetri en vörur frá áðurnefndum þrengslabúskap. Það þarf einnig að tengja búsetulandslag, sveitamenningu og ferðamennsku. Það er staðreynd að með bættum sam- göngum er Ísland orðið í fárra stunda fjar- lægð frá Vestur-Evrópu, einu þéttbýlasta svæði í heimi. Víðernin íslensku bjóða upp á mikla möguleika, og upplifanir af öllu tagi laða að fjölda atvinnuskapandi erlendra ferðamanna. Nú hefur hallað mjög undan fæti í sveitum landsins meðan Framsókn- arflokkur B og D hefur verið við völd þann- ig að til landauðnar horfir á stórum svæð- um. Enda sjálfsbjargarviðleitni bænda að verulegu leyti kyrkt með margvíslegum höftum og einokun. Þeir sem ferðast hafa t.d. um landbún- aðarhéruð Þýskalands og Frakklands hafa reynsluna af því hve gaman það getur verið að geta keyrt heim að bóndabæ og keypt þar sveitabrauð, grænmeti, heimagerðar pylsur o.s.frv. Búsetulandslag, ferða- mennska og sveitamenning eru þannig ná- tengd hugtök. Þegar þessu er jafnað saman við að þurfa að aka gegnum eyðisveitir og hrunið búsetulandslag er það síðara frekar tilbreytingarlaust. Til þess að renna á ný styrkum stoðum undir blómlega byggð í sveitum landsins þarf að styrkja nýsköpun og sprota- fyrirtæki landbúnaðarins en einnig bændur sjálfa beint á ýmsan hátt. Til dæmis að leyfa býlum að fullvinna framleiðslu og selja beint frá búi. Þannig gæti land- búnaðurinn fljótt orðið öflugur. Borga bændum fyrir að taka ónotuð tún undir kolviðarskógrækt. Borga þeim fyrir land- græðsluvinnu. Styrkja þá til að koma á beitarstjórnun og fyrir endurheimt vot- lendis. Einnig þarf að taka upp gripa- greiðslur til að viðhalda fágætum búfjár- stofnum eins og íslensku geitinni og einnig búfjárlitum, sem hér eru með allra fjöl- breyttasta móti. Skilyrði til að stunda vottaðan lífrænan landbúnað eru mjög heppileg á Íslandi, ekki síst til framleiðslu svalrænna jurta og lífrænnar heilsumjólkur og afurða úr henni, sem þá hefði algjöra sérstöðu á heimsmark- aðnum. Því er það stefna Íslandshreyfing- arinnar að fella algjörlega niður tolla af vottuðum lífrænum landbúnaði sem um leið gæfi okkur samningsaðstöðu til að koma vörum landrýmislandbúnaðarins íslenska á sælkeramarkað iðnríkjanna. Það þarf að draga úr þeirri áþján sem landbúnaðurinn býr við í dag í formi sov- éska miðstýrða skrifræðiskerfisins. Það þarf að aflétta einokun og vinna út frá landrými og búskap í sátt við náttúruna. Það þarf að gera bændum kleift að selja beint á og frá búum sínum. Það þarf að gera þeim bændum sem það vilja kleift að hafa allt framleiðsluferlið í sínum höndum í litlum rekstrareiningum og fullvinna afurðirnar heima. Til að landbúnaðurinn megi blómgast á ný í sveitum landsins og þær verða iðandi af mannlífi þarf að styrkja þær á allt annan hátt en með stanslausri yfirbyggingu land- búnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess. Þess vegna er Íslandshreyfingin mjög skýr valkostur í þessum kosningum. Íslenskur landbúnaður úr klóm sovésks skrifræðisaðals Eftir Ingileif Steinunni Kristjánsdóttur Höfundur er frambjóðandi í Suður- kjördæmi, bóndi og sameindalíffræðingur. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði að- gengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar SAMFYLKINGIN hefur sett fram ít- arlega stefnuskrá í málefnum ungbarnafjöl- skyldna, svo og í málefnum aldraðra. Nú er komin fram ítarleg stefnuskrá okkar í mál- efnum öryrkja. Þær bæta fyrir vanrækslusyndir núver- andi stjórnarflokka og bæta verulega kjör öryrkjanna. Öryrkjar ættu að styðja Samfylkinguna Hér verður vikið að 12 góð- um ástæðum fyrir því að ör- yrkjar ættu að styðja Sam- fylkinguna, en hér verður lýst nokkrum baráttumálum Samfylking- arinnar í málefnum öryrkja. 1. Hækkun á frítekjumarki í 100 þúsund krónur á mánuði eða 1.200 þús. kr. á ári. sem ekki skerði greiðslur almannatrygginga. 2. Tekjur maka skerði ekki trygg- ingabætur. Þetta er réttlætismál því við eig- um að líta á hverja manneskju sem sjálf- stæðan einstakling. 3. Hækkun á aldurstengdri örorkuuppbót um helming til að bæta sérstaklega kjör ungra öryrkja. 4. Öryrkjar halda aldurstengdri örorku- uppbót á efri árum, en aldurstengd örorku- uppbót fellur nú niður við 67 ára aldur. 5. Lækka skatta og hækka skattleys- ismörk í samræmi við launahækkanir. 6. Lífeyrir dugi fyrir framfærslu og upp- hæð lífeyris miðist við framfærslukostnað lífeyrisþega eins og hann er metinn í neyslu- könnun Hagstofu. 7. Flytja málefni fatlaðra til sveitarfélag- anna og stofna embætti umboðsmanns fatl- aðra. 8. Opnuð verði þekkingarmiðstöð fyrir blind, sjónskert og daufblind börn og tákn- mál heyrnarlausra viðurkennt. 9. Eyða biðlistum og bæta þjónustu við fötluð börn, langveik börn og börn með geð- ræn vandamál. Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir greiningu en án hennar fá þau ekki sérúrræði í skólum. 10. Bæta þjónustu við geðfatlaða og tryggja aðkomu geðsjúkra að ákvörðunum um meðferð og úrræði í þeirra þágu. Auka þarf fjölbreytni í þjónustu, endurhæfingu, geðrækt, eftirfylgni við meðferð og stuðn- ing. 11. Við munum byggja 400 ný hjúkr- unarrými á næstu tveimur árum þannig að allir sem þess þurfa geti fengið inni á hjúkr- unarheimili óháð aldri. 12. Tryggja öryrkjum íbúðir og sambýli, en það er óviðunandi að fatlaðir þurfi að vera á biðlistum í lengri tíma eftir búset- úrræðum. Við ætlum líka að auka enn frekar liðveislu og stoðþjónustu við fatlaða. Það er sannarlega eitt af forgangsverk- efnum næstu ríkisstjórnar að tryggja betur hag öryrkja og bæta fyrir vanrækslusyndir þessarar ríkisstjórnar. Ég hvet öryrkja til að fylgja okkur í Samfylkingunni og merkja X við S á kjördag. Baráttumál Samfylkingarinnar í málefnum öryrkja Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.