Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 39 Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9 leikfimi. Kl. 9.45 boccia. Bergmál líknar- og vinafélag, | Bergmál, líknar- og vinafélagið, verður með opið hús þriðjudaginn 1. maí kl. 16 í Blindraheimlinu, Hamrahlíð 17 og hefst með hugvekju séra Sigurðar Jónssonar. Söngur, gamanmál. Matur að hætti Bergmáls. Upplýsingar í s.5681418/8204749 og s.5576546/8646661. Bólstaðarhlíð 43 | Vorgleðin verður föstudaginn 11. maí kl. 17. Veislumatur frá Lárusi Loftssyni. Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson skemmta með söng og gríni. Þorvaldur Halldórsson sér um ballið. Síðasti skráningardagur 9. maí í síma 535-2760. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fróðleg og skemmtileg ferð til Færeyja og Hjaltlands 11.-18. júní. Farið verður um eyjarnar undir leiðsögn heimamanna, skoðaðir merkilegir staðir og reynt að kynnast lífi fólksins og menningu. Nokkur sæti laus, síðustu forvöð að skrá sig s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Hin árlega sýning á handunnum munum sem unnir eru af eldra fólki verður í Gjábakka laugardag 5. maí og sunnudag 6. maí. Opið báða dagana kl. 14-18 og eru allir vel- komnir. Vöfflukaffi. Þeir sem eiga muni á sýninguna eru hvattir til að koma þeim sem allra fyrst. Félagsheimilið Gunnarshólmi | Félagsheimilið, Gullsmára 11, lokað á frídegi vinnandi fólks, 1. maí. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Línudans frh. kl. 12 og byrj. kl. 13 í Kirkjuhvoli. Lokað í Garðabergi. Hæðargarður 31 | Munið kvöldsamveru Suður- sveitarfara miðvikud. kl. 20. Óvænt uppákoma. Morgunandakt kl. 9.30 fimmtud. Stofnfundur „Bar- áttusamtaka um bætt veðurfar“ föstud. kl. 14.30. Ást 6. maí kl. 20. Ókeypis tölvukennsla. Allir vel- komnir á allar samkomur. S. 568-3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun miðvikudag er bingó á Korpúlfsstöðum klukkan 13.30. Lídó salurinn | Sundfélagið Ægir fagnar 80 ára af- mæli sínu með afmælishófi og uppskeruhátið í Lídó salnum Hallveigarstíg kl. 14. Allir Ægiringar núver- andi og fyrrverandi sem og aðrir velunnarar eru velkomnir. Kirkjustarf Digraneskirkja | Árleg messa lögreglumanna verð- ur kl. 11. Prestar sr. Yrsa Þórðardóttir og Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur og prestur lögreglunnar. Ræðumaður Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Lögreglukórinn syngur. Léttar veitingar eftir messu. Fella- og Hólakirkja | Í dag, 1. maí, fellur niður kyrrðarstund og eldri borgarastarf í Fella-og Hólakirkju. Næsta samvera verður þriðjudaginn 8.maí. 85ára afmæli. Í dag erKristinn Enok Guð- mundsson (Dengsi), Lindar- götu 57 85 ára. Hann verður með heitt á könnunni í Félags- heimili Orkuveitunnar við Elliðaár klukkan 14-17. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er þriðjudagur 1. maí, 121. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Maímánuður er alþjóðlegurfótverndarmánuður. Sól-rún Ó. Siguroddsdóttir erformaður Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga: „Það er algengt að fólk geri sér ekki grein fyrir mikil- vægi heilbrigðra fóta fyrr en það er of seint og skaðinn er skeður,“ segir Sól- rún. „Heilbrigðir fætur eru gulls ígildi enda komumst við ekki lengra en fæt- urnir bera okkur.“ Sólrún segir að um 75% fólks stríði við fótavandamál einhvern tíma á lífs- leiðinni: „Í ár viljum við beina sjónum sérstaklega að fótum og íþróttum, en eins og gefur að skilja er grundvallar- atriði í flestri íþróttaiðkun að hafa góða og heilbrigða fætur, og getur ráðið úr- slitum um árangur. Í íþróttum reynir mjög mikið á fæturna og förum við oft verr með fæturna en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Sólrún. „Mestu skipt- ir að vanda val á skóm, og má segja að skór geti hæglega orðið verstu óvinir fótanna. Alltof algengt er að fólk gangi í skóm sem passa ekki og er þá oft verið að eltast við tískustrauma eða kröfur íþróttarinnar. Til dæmis er algengt að fótboltaiðkendur reyni að klæðast sem minnstum skóm sem klemma fæturna og geta valdið ýmsum hvimleiðum vandamálum. Við hlaup reynir líka mjög mikið á fæturna, einkum fram í tærnar og á neglurnar, og hefur þá mjög mikið að segja að vera í góðum skófatnaði og vönduðum sokkum.“ Sólrún nefnir einnig mikilvægi hrein- lætis og snyrtingar: „Að klippa negl- urnar rétt og halda þeim hreinum er grundvallaratriði. Klippa á neglur á fót- um þvert yfir og ekki niður til hliðanna, því annars er hætta á inngrónum nögl- um,“ segir Sólrún. „Að þrífa fæturna vandlega og þurrka vel fyrirbyggir sveppamyndun sem er mjög algeng hjá íþróttamönnum, enda skapa sviti, hiti og lokaðir skór kjöraðstæður fyrir sveppasýkingar.“ Einnig vill Sólrún brýna fyrir fólki að nota sandala í búningsklefum: „Að nota sandala er líklega einfaldasta og ódýr- asta leiðin til að koma í veg fyrir sveppa- og fótvörtusmit. Í búnings- klefum gildir að forðast alla beina snert- ingu við gólf og eiga sandalar að vera staðalbúnaður í hverri íþróttatösku.“ Nánari upplýsingar eru á Fotur.is. Heilsa | Fótaheilbrigði og íþróttir þema alþjóðlegs fótaverndarmánaðar Förum vel með fæturna  Sólrún Ó. Sigur- oddsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1974 og lauk námi í fótaaðgerðafræði í Jönköping í Sví- þjóð 1986. Sólrún hefur rekið fótaað- gerðastofu síðan, fyrst í Svíþjóð, og frá 1988 í Reykjavík. Hún hefur verið formaður Félags íslenskra fótaað- gerðafræðinga frá 2006. Sólrun er gift Halldóri Jónassyni húsasmið og eiga þau samtals sex börn og níu barnabörn. Tónlist Áskirkja | Kammerkór Mosfells- bæjar heldur tónleika í Áskirkju kl. 16. Einsöngvarar eru Ásdís Arnalds og Arnhildur Valgarðs- dóttir, sem jafnframt er meðleik- ari kórsins. Stjórnandi er Símon H. Ívarsson. Fjölbreytt efnisskrá. Hlégarður | Karlakórinn Stefnir ásamt einsöngvurunum Birgi Hólm, Bjarna Atlasyni, Guðlaugi Atlasyni og hinum síunga Ragnari Bjarnasyni syngja í Hlé- garði kl. 20. Píanóleikari Judith Þorbergsson og stjórnandi Atli Guðlaugsson. Fjölbreytt efnis- skrá. Selfosskirkja | Skagfirska söng- sveitin heldur tónleika í Selfoss- kirkju kl. 20. Meðal annars verða sungnar syrpur úr My Fair Lady og Vesalingunum og lög eftir Sig- fús Halldórsson. Fimm einsöngv- arar syngja með kórnum. Stjórn- andi er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari Dagný Björgvins- dóttir. Myndlist Kaffi Sólon | Reykjalín heldur sína 4. einkasýningu sem hún gefur nafnið „we“. Á sýningunni eru 12 málverk, unnin með olíu og kolum. ReykjavíkurAkademían | JL- húsið Hringbraut 121, 4. hæð. Síð- asta sýningarvika stendur yfir á „Bókalífi“ þar sem Unnur Óttars- dóttir sýnir bókverk. Sýningunni lýkur 3. maí. Opið virka daga 9-17. Miðvikudaginn 2. maí, kl. 12.10 segir Unnur frá verkunum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Salfisksetur Íslands | Sýningu Steindóru Bergþórsdóttur í Listasal Saltfiskseturs er fram- lengd til og með 1. maí, sýninguna kallar Steindóra Gler í Grindavík og eru verkin unnin fyrir þessa sýningu. Opið kl. 11-18. Uppákomur Heimilisiðnaðarfélagið | Heim- ilisiðnaðarfélag Íslands býður áhugasömum að koma í prjóna- kaffi í IÐU í Lækjargötu, fimmtu- dagskvöldið 3. maí kl. 20-22. Hélène Magnússon kynnir bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi, ásamt eigin hönnun með rósaleppa- prjóni. Allt áhugafólk er velkomið með prjónana sína eða aðra handavinnu. Mannfagnaður Samfylkingarfélagið í Reykjavík | Kl. 15-17.30. Samfylkingin í Reykjavík býður í opið hús á Hót- el Borg eftir göngu og útifund 1. maí. Ingibjörg Sólrún, Össur og Þórunn Sveinbjörnsdóttir tala, söngur, kaffi og bakkelsi. Við kosningamiðstöðina í Landsíma- húsinu verður hoppikastali fyrir börnin, pulsur og viðeigandi með- læti. Allir velkomnir. Fyrirlestrar og fundir Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Bandalag kvenna Hafnarfirði minnir aðildarfélögin á aðalfund- inn, sem haldinn verður miðviku- daginn 2. maí, í sal Iðn- aðarmannafélagsins, Hjallahrauni 8. Fundurinn hefst kl. 20. Hvetj- um félagskonur aðildarfélaganna til að mæta og taka með sér gesti. BRESKA fyrirsætan Kate Moss stillti sér upp í glugga verslunarinnar Top Shop í gær. Gjörningurinn var í fullu samráði við hæstráðendur verslunarinnar enda var til- gangurinn að auglýsa nýja fatalínu til sölu í versluninni sem Moss hannaði sjálf. Moss hannaði fimmtíu flíkur og kostuðu þær á bilinu 12 til 150 pund. Lifandi gína í London Reuters FRÉTTIR KRISTÍN Bjarnadóttir, dósent við KHÍ, heldur fyrirlestur í fyrirlestr- arsalnum Bratta við Stakkahlíð næstkomandi miðvikudag, 2. maí, kl. 16.15. Fyrirlestrinum er sjón- varpað og aðgengilegur á slóðinni http://sjonvarp.khi.is/. Fyrirlest- urinn er byggður á doktorsritgerð flytjanda, sem ber heitið „Mathe- matical Education in Iceland in Historical Context – Socio- economic Demands and Influenc- es“. Fyrirlesturinn fjallar um nokkur tímamót í sögunni sem voru afdrifarík fyrir framvindu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Í ritgerðinni er rakin saga stærðfræðimenntunar á Íslandi, þar sem skiptast á kyrrstöðu- tímabil og tímaskeið framfara og hnignunar. Blómaskeið stærð- fræðimenntunar tengjast annars vegar áhrifum frá breytingum á þjóðfélagsháttum og hins vegar framtaki einstaklinga, sem tekst að sýna fram á efnalegan ávinning af menntun á sviði stærðfræði, og hafa sjálfir óbilandi trú á gildi stærðfræði fyrir einstaklinginn og þroska hans, segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestur um stærðfræði- menntun BERGMÁL, Líknar- og vinafélag, verður með opið hús þriðjudaginn 1. maí nk. kl. 16 í húsi Blindra- félagsins, Hamrahlíð 17. Sr. Sig- urður Jónsson, sóknarprestur í Ás- kirkju, flytur hugvekju, félagar úr Félagi harmonikkuunnenda á Suð- urnesjum leika létt lög og Gréta Jónsdóttir syngur einsöng og stjórnar fjöldasöng. Matur að hætti Bergmáls. Upplýsingar gefur Þór- anna í síma 568-1418 eða 820-4749. Opið hús hjá Bergmáli FÉLAGIÐ Ísland-Palestína stendur fyrir neyðarsöfnun til handa Pal- estínu 1. maí. Að þessu sinni mun allur ágóði söfnunarfjárins renna til mannréttindasamtaka á her- teknu svæðunum sem berjast gegn Aðskilnaðar- múrnum, sem verið er að reisa á herteknu pal- estínsku landi í trássi við al- þjóðalög, og styðja við þá sem orðið hafa fyrir barðinu á múrnum m.a. bændur sem misst hafa ræktarland sitt og fjölskyldur sem misst hafa heimili sín, segir í fréttatilkynningu. Félagar verða með merktar söfn- unarfötur og bauka í 1. maí-göng- unni í Reykjavík og við ræðuhöld á Ingólfstorgi þar sem fólk getur lagt söfnuninni lið. Einnig er hægt að styrkja neyðarsöfnunina með fram- lagi á bankareikning 542-26-6990, kt. 520188-1349, merkt „neyðar- söfnun“. Frekari upplýsingar um Aðskiln- aðarmúrinn og afleiðingar hans má finna á heimasíðu palestínsku sam- takanna Stop the Wall Campaign; www.stopthewall.org. Neyðarsöfnun til handa Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.