Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 21 LANDIÐ Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveg kl. 13.00 Gangan leggur af stað kl. 13.30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10 Ávarp: Gretar Þorsteinsson forseti ASÍ Tónlist: Hljómsveitin Baggalútur. Ávarp: Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands Söngur: Félagar úr Gospelkór Reykjavíkur Tónlist: Hljómsveitin Baggalútur. Ávarp: Hjördís Rós Egilsdóttir formaður Iðnnemasambands Íslands. Fundarstjóri: Rannveig Siguðardóttir stjórnarmaður VR Verkalýðsfélögin í Reykjavík BSRB - Bandalag háskólamanna Kennarasamband Íslands Iðnnemasamband Íslands 1.maí í Reykjavík Launafólk SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RÍKIÐ fær liðlega 6 milljarða um- fram bókfært verð fyrir liðlega 15% eignarhlut sinn í Hitaveitu Suður- nesja við sölu hans til Geysir Green Energy eða forkaupsréttarhafa. Geysir Green Energy átti hæsta til- boð í eignarhlutinn, 7.617 milljónir kr., og ákvað fjármálaráðherra að taka tilboðinu, strax eftir opnum til- boða. Ekki eru taldar líkur á að fyr- irtækið sjálft eða aðrir hluthafar gangi inn í kaupin en hugsanlegt er að eignarhlutir einhverra sveitarfé- laga verði nú til sölu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy, segir að Hita- veita Suðurnesja sé mjög gott fyr- irtæki og vel rekið. Hann nefnir að- allega tvær ástæður fyrir áhuga félagsins á eignarhlutnum. Annars vegar þeir möguleikar sem séu í rekstri fyrirtækisins nú og til fram- tíðar. Hins vegar sé Hitaveita Suð- urnesja mikilvægur liður í útrás fyr- irækisins á markaði í öðrum löndum. Geysir Green Energy er útrásar- fyrirtæki í orkugeiranum sem legg- ur áherslu á útflutning þekkingar við nýtingu jarðhita. Fyrirtækið er í eigu FL Group, sem er stærsti hlut- hafinn, Glitnis, VGK Hönnunar og Reykjanesbæjar. Fyrirtækið hefur verið í samvinnu við Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja um tiltekin verkefni og hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ. Í söluferlinu var gengið frá öllum skilyrðum og samningum þannig að einfalt mál verður að ganga frá samningi við Geysi Green Energy um kaup eignarhlutarins. Félagið sjálft og síðan hluthafar í félaginu hafa tveggja mánaða frest til að nýta rétt sinn til forkaupsréttar. Hátt tilboð Reykjanesbær er langstærsti hluthafinn í HS með tæplega 40% hlut. Árni Sigfússon bæjarstjóri, sem jafnframt er formaður stjórnar HS, segir ánægjulegt að fá mat á verðmæti fyrirtækisins. Hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu forkaupsréttar en segir jafnframt aðspurður að í ljósi þess hversu hátt hæsta tilboðið er verði að telja frekar ólíklegt að gengið verði inn í kaupin. Ríkið fær 7,6 milljarða fyrir hlut sinn í HS Morgunblaðið/Ásdís Hamingja Ásgeir Margeirsson tekur við hamingjuóskum ásamt Magnúsi Bjarnasyni, Unnari Erni Ólafssyni og Örvari Guðna Aðalsteinssyni. Ólíklegt að gengið verði inn í kaupin Í HNOTSKURN »Tíu sýndu áhuga á 15,2%hlut ríkisins í HS en fjórir lögðu fram tilboð. »Geysir Green Energy bauð7.617 milljónir kr. í eignar- hlutinn. »Suðurnesjamenn ehf., ný-stofnað félag heima- manna, bauð 4.705 milljónir. »Eignarhaldsfélagið HSsem Landsbankinn og fleiri standa að bauð 4.655 milljónir. »Fjórða og lægsta tilboðiðvar frá Saxbygg ehf., 2.760 milljónir kr. Skagafjörður | Hólar 901 var yfir- skrift umræðufundar sem efnt var til á Hólum í Hjaltadal um helgina. Kom þar saman hópur nokkurra velunnara staðarins ásamt heima- mönnum til skrafs og ráðagerða um framtíð Hólastaðar. Ráðstefnustjóri var Málfríður Finnbogadóttir, markaðs- og kynn- ingarstjóri Hóla, og sagði hún til- gang umræðunnar hafa verið að fá fólk sem tengst hefur staðnum til að fjalla með forráðamönnum kirkju og skóla og fleiri heimamönnum um hvert ætti að stefna til framtíðar í framhaldi af 900 ára afmælishaldi á síðasta ári. Nýting á fræðasetri Meðal þess sem rætt var um sagði Málfríður hafa verið hug- myndir um nýtingu á fræðasetri sem ætlunin sé að reisa, samspil sveitarfélagsins og Hóla, tengsl embættis vígslubiskups við skóla- starfið og hvort kirkjan gæti ýtt undir almenna og víðtæka siðfræði- umræðu á öllum sviðum námsins, hvernig Guðbrandsstofnun gæti staðið fyrir margháttuðu nám- skeiðahaldi og vinnuheimsóknum listamanna. Sagði hún í því sam- bandi hafa verið rætt mikið um samband hinnar miklu sögu Hóla- staðar og lista og hvort hugsanlegt væri að fá listamenn úr öllum list- greinum til að dvelja í auknum mæli á Hólum og grúska í sögunni og sinna skapandi list í grein sinni. Málfríður sagði fjölmörg atriði sem fram komu í umræðunum geta nýst í áframhaldandi vangaveltum og úrvinnslu um framtíðarstarfsemi á þeim mörgu sviðum sem snerta starfið á Hólum. Vilja rækta frekar sam- band Hóla við listirnar Skrafað og skeggrætt Rætt var um framtíð Hólastaðar í blíðviðri undir vegg Auðunarstofu á ráðstefnu sem haldin var um helgina. Vestmannaeyjar | Viðamikil björg- unaræfing á sjó fór fram við Vest- mannaeyjar á laugardag. Alls tóku þrettán björgunarsveitir, víðs veg- ar af landinu þátt í æfingunni en alls voru þátttakendur um 140 að meðtöldum sjálfboðaliðum. Fjörutíu björgunarþrautir af ýmsum toga voru lagðar fyrir björgunarsveitirnar, allt frá köfun í höfninni í Eyjum til bruna í skipi á hafi úti. Aðstæður til æfinga voru ákjós- anlegar á laugardag, leiðinlegt sjó- lag en veður að öðru leyti gott. Sjó- lagið gerði það að verkum að verulega reyndi bæði á tæki og menn en reyndar þurfti að fresta hluta æfingarinnar vegna vinds. Öll helstu björgunartæki á sjó voru notuð á æfingunni, nýjasta þyrla Landhelgisgæslunnar auk varð- skipsins Ægis tóku þátt, skip Landsbjargar, Sæbjörg, var notað og auk þess smærri björgunar- bátar. Það var Björgunarfélag Vest- mannaeyja sem sá um undirbúning og framkvæmd æfingarinnar. Æfingin hófst eldsnemma morguns og lauk ekki fyrr en um sexleytið og þótti takast afar vel til. Morgunblaðið/Sigurgeir Æfing Aðstæður við Vestmannaeyjar hentuðu vel til að æfa björgun á sjó. Reyndi á tæki og menn Blönduós | Bjargráð í byggðamálum er yfirskrift málþings um byggða- þróun á Norðurlandi vestra sem haldið verður í Félagsheimilinu á Blönduósi næstkomandi laugardag, 5. maí, kl. 15. Blönduósbær heldur málþingið í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Flutt verða er- indi um nokkra þætti byggðamála. Tekið er fram í tilkynningu að fram- bjóðendur verði á staðnum. Bjargráð í byggðamálum Aðaldalur | Þó enn sé aprílmánuður eru álftirnar farnar að verpa og hefur álftavarp aukist víða und- anfarin ár. Í hólmum Laxár hafa álftir víða tekið sér bólfestu og er meira en vika síðan sumar þeirra byrjuðu. Svo virðist sem þær séu vel á sig komnar því sumar liggja á mörgum eggjum, en eins og sjá má á myndinni er vel í álftarhreiðrinu sem fannst í lítilli eyju um helgina og verða ungarnir því snemma á ferðinni í vor. Vel árar hjá álftinni Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.