Morgunblaðið - 01.05.2007, Side 26

Morgunblaðið - 01.05.2007, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 1. MAÍ Herinn á Filippseyjum verður íviðbragðsstöðu í dag vegnaótta um að óeirðir brjótist út á 1. maí-fundum. Í Kambódíu hyggj- ast stéttarfélög nota daginn til að knýja á um að upplýst verði morð á verkalýðsleiðtoga fyrr á árinu. Í Zimbabve hefur kröfugöngum og fundum verið aflýst í fjórum héruðum vegna hótana stuðningsmanna harð- stjórans Roberts Mugabe um að ganga í skrokk á mótmælendum. Lögreglan í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, setti í gær 30 þúsund lög- regluþjóna í viðbragðsstöðu af ótta við óeirðir. Seint í gærkvöldi var þess hins vegar engin merki að sjá á vef- setri Alþýðusambands Íslands að dagur verkalýðsins væri í vændum. Í tímans rás hefur 1. maí verið not- aður til að krefjast réttinda, sem nú teljast sjálfsögð, og undanfarin ár hefur sú spurning vaknað hvort dag- urinn hafi glatað því hlutverki, sem hann áður gegndi. Á vefsetri Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var ávarp fulltrúaráðs stéttarfélaganna í Reykjavík 1. maí komið inn í gær. Þar segir að á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnað- ar í tekjuskiptingu þjóðarinnar sé „mikilvægt að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör launafólks og vinna að því að útrýma fátækt í land- inu. Yfir 5.000 börn á Íslandi lifa und- ir fátæktarmörkum. Bilið milli ofur- launamanna og þeirra sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt. Þeir sem hafa lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagningu en almennt launafólk. Þetta misrétti í launa- og skattamál- um verður að uppræta. Gera þarf stórátak í að bæta kjör aldraðra og öryrkja sem setið hafa eftir í kaupmáttarþróun undangeng- inna ára. Mikilvægt er að draga úr tekjutengingu bóta, skatta á lífeyr- isgreiðslur þarf að samræma við skatta á fjármagnstekjur. Það er krafa dagsins að fátækt verði útrýmt í einu ríkasta landi ver- aldar.“ Stórfelldar launahækkanir eru eld- fimar og geta hæglega getið af sér verðbólgu, sem étur þær upp á auga- bragði og leiða jafnvel til þess að kjör launþega versni. En það er hins veg- ar enginn vafi á að fátækt ber að út- rýma á Íslandi og það er ekki við- unandi að börn séu þúsundum saman undir fátæktarmörkum í þessu ríka landi. Það er heldur engin spurning að það er hlutverk stéttarfélaganna að þrýsta á stjórnvöld um að bæta hér úr. Ekki má heldur gleyma hlut stétt- arfélaganna í að koma á þeim stöð- ugleika, sem gat af sér það velferð- arskeið, sem ríkt hefur á Íslandi rúmlega einn og hálfan áratug. Kjör- orðin, sem hrópuð eru 1. maí kunna að hljóma sem endurómur frá göml- um tíma, en dagurinn er þörf áminn- ing. Hann er áminning um að enn er pottur brotinn á Íslandi. Hann er áminning um að hvað sem líður vel- ferðinni á Íslandi eru þau réttindi, sem hér þykja sjálfsögð, langt hand- an seilingar. BIÐLISTAR, EINOKUN OG SAMKEPPNI Samfylkingin hyggst útrýma biðlist-um eftir heilbrigðisþjónustu ef hún kemst til valda eftir kosningar. Þetta er að sjálfsögðu gott markmið. Það er algerlega óviðunandi að langir biðlistar séu eftir mikilvægri heil- brigðisþjónustu, hvort sem það er greining á vandamáli barns eða ung- lings, sem á erfitt uppdráttar, eða bæklunaraðgerð á fullorðnum ein- staklingi. En hvaða leiðir vill samfylkingar- fólk fara að þessu markmiði? Af lestri tillagna flokksins verður ekki annað ráðið en að eyða eigi biðlistunum með því að setja meiri peninga í þá þjón- ustu, sem hið opinbera rekur. Og það er vissulega leið að markmiðinu. Spurningin er hins vegar hvort ekki eru til aðrar leiðir, sem sameina það að bæta heilbrigðisþjónustuna og nýta betur fé skattgreiðenda. Systurflokkur Samfylkingarinnar í Bretlandi, Verkamannaflokkurinn, hefur farið þá leið að lausn á sama vandamáli að efla samkeppni í heil- brigðiskerfinu. Fyrir síðustu kosning- ar lofaði flokkurinn því að enginn þyrfti að bíða lengur eftir læknisþjón- ustu en 18 vikur. Verkamannaflokkur- inn lofaði vissulega að setja meiri pen- inga í heilbrigðiskerfið. En féð fylgir sjúklingum og sjúkrastofnanir hins opinbera og einkareknar læknastofur og sjúkrahús keppa um sjúklingana og þar með peningana með því að leitast við að bjóða sem bezta þjónustu. Þannig nýtast peningarnir betur. Þess verður hins vegar ekki vart nú í kosningabaráttunni að Samfylkingin vilji gera neitt til að brjóta upp þá rík- iseinokun á heilbrigðisþjónustu, sem hér ríkir. Reynsla margra, þar á meðal brezka Verkamannaflokksins, er hins vegar að án samkeppni er nokkurn veginn sama hversu miklum peningum er bætt við í heilbrigðiskerfið; biðlist- arnir hverfa ekki. Verkamannaflokkurinn er búinn að skilja hvers vegna þetta er. Með því að gefa sjúklingum valfrelsi um þjónustu, er valdið fært til þeirra. Ef einokun er á þjónustunni, er valdið hins vegar hjá þeim, sem hefur einokunina og skammtar þjónustuna. Hugmyndir í ætt við þær, sem nú eru ríkjandi í brezka Verkamanna- flokknum, hafa stundum verið viðrað- ar í Samfylkingunni. En þær virðast ekki eiga upp á pallborðið nú í kosn- ingabaráttunni. Hvers vegna ekki? Þarf Samfylkingin ekki á því að halda að greina sig frá ríkisforsjár- hyggju- og einokunarflokknum Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði? Eða er Samfylkingin kannski ekki komin jafnlangt á þróunarbraut nú- tímalegra jafnaðarmannaflokka og brezki Verkamannaflokkurinn? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ M eð þessum tillögum er búið að taka út öll virkjunaráform í Þjórsárverum. Það held ég að hljóti að vera talsvert stór áfangi fyrir fólk sem vill berjast fyrir náttúruvernd,“ sagði Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en hann sat í starfshópi sem umhverfisráðherra skipaði til að fjalla um tillögur um stækkun friðlands Þjórsárvera. Hópurinn lagði til að friðlandið yrði stækkað úr 353,3 km² í 1041,1 km². Hópurinn var hins vegar ekki tilbúinn til að fallast á hugmyndir um stækkun friðlandsins til suðurs en tillögur hafa verið settar fram um að það nái allt að Sult- artangalóni. Í starfshópnum, sem umhverf- isráðherra skipaði í haust, áttu sæti þrír fulltrúar sveitarfélaga á svæðinu og fulltrúi Náttúru- fræðistofnunar. Ekki er hægt að stækka friðlönd nema sveit- arfélögin á svæðinu séu því sam- þykk. „Við tökum langverðmætasta svæðið, sem ekki var áður innan friðlands Þjórsárvera, og gerum tillögu um að það verði friðlýst. Það er umdeilanlegt hvar mörk friðlanda eiga að vera, þessa eins og annarra. Þeir sem nýta afrétt- inn eru dálítið hræddir við að láta umsjón með landinu frá sér. Ég tel að þessi stækkun sem hér er verið að gera tillögu um sé ágæt og bendi á að með henni er búið að taka út öll virkjanaáform í sjálfum Þjórárverum,“ sagði Gunnar Örn. Gunnar Örn sagði að það sem eftir stæði væri spurning um lón neðan við sjálf Þjórsárverin. Hann sagði að það væri pólitísk spurning hvort heimila ætti framkvæmdir við þetta lón.„Við í starfshópnum vildum ekki taka afstöðu til þess máls. Menn eru ekki sammála um hvort það eigi að fara í þessa fram- kvæmd og við vildum ekki taka af- stöðu til þess. Það verður að gera það á öðrum vettvangi. Það er grundvallaratriði varðandi stækk- un friðlanda að um það sé sam- staða meðal viðkomandi sveitarfé- laga. Það er ekki samstaða um að stækkunin nái fram að Sult- artangalóni.“ Gunnar Örn sagði að það væri samstaða í starfshópnum um þess- ar tillögur. Ef mönnum litist ekki á tillögurnar væri allt eins hægt að fresta málinu öllu, en hann sagðist telja þetta ágætan áfanga. Allt verðmætasta svæðið verði innan friðlandsins „Ef menn eru að tala um að stækka lífríki Þjórsárvera sem einnar heildar þá fela þessar tillögur í sér nægilega mikla stækkun. Allt verðmætasta svæði Þjórs- árvera er innan þessara marka,“ sagði Egill Sig- urðsson, sem var fulltrúi Ása- hrepps í starfshópnum. Egill sagði að það væri lagaleg óvissa varðandi túlkun á úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts um- hverfisráðherra, varðandi Norð- lingaöldulón. Í Ásahreppi hefði það viðhorf verið ríkjandi að það kæmi vel til greina að heimila lón af þess- ari stærð neðan við Þjórsárver, enda færi það ekki inn í friðlandið. „Það er hins vegar alveg krist- altært í okkar huga að við munum ekki fallast á stækkun friðlands með því að fara með það niður að Sultartangalóni, niður með allri Þjórsá. Það kemur ekki til greina á þessari stundu. Ef menn ætla að ganga svo langt eru menn farnir að tala um allt annað en friðun Þjórs- árvera. Þá eru menn að tala um allt aðra hluti.“ Egill sagði að þó að búið væri að tala mikið um friðun Þjórsárvera hefðu menn ekki sýnt þessu svæði mikla ræktarsemi. Umhve stofnun, Þjórsárveranefnd ir þeir sem mest hefðu ræt friðun svæðisins hefðu ekk því að merkja svæðið eða s á annan hátt. Ber að varðveita Þjórs „Viðhorf mitt gagnvart Þ árverum og friðlandinu þa það beri að varðveita. Um ég að ríki nokkuð almenn s sagði Þorgerður Katrín Gu arsdóttir, varaformaður Sj isflokksins. „Við erum hor því að ræða um að nota þe veitu. Það eru aðrir virkj- unarkostir í umræðunni, e þetta svæði.“ Gengur þvert á stefnu Samfylkingarinn Ingibjörg Sólrún Gíslad formaður Samfylkingarinn að tillögur starfshópsins g þvert á þær hugmyndir se fylkingin hefði sett fram u friðland Þjórsárvera yrði s Skiptar skoðanir eru um tillögur starfshóps umhverfisr Heimamenn segja f tangalóni ná út fyrir Þjórsárver Starfshópur sem Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði á lands Þjórsárvera. Ekki eru allir sáttir við tillögurnar og telja sumir að stæk Fulltrúar heimamanna í starfshópi um stækk- un friðlands Þjórsár- vera telja allt of langt gengið að stækka frið- landið allt að Sultar- tangalóni. Slík friðun nái langt út fyrir Þjórsárver. Egill Ólafsson ræddi við nefndarmenn og full- trúa flokkanna um stækkun friðlandsins.                    Egill Sigurðsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Gunnar Örn Marteinsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Guðjón Arnar Kristjánsson Guðni Ágústsson Í HNOTSKURN »Friðland Þjórsárverdag 353,3 km² en sta hópurinn leggur til að þ verði stækkað í 1041,1 k »Ekki náðist samstaðþær tillögur sem he hafa verið í umræðunni birtust í tillögum Umhv isstofnunar vegna Nátt úruverndaráætlunar 20 2008. »Þjórsárver eru meðhelstu náttúrugerse Íslands og hefur svæðið friðlýst síðan 1981. Svæ hefur verið á lista yfir a þjóðlega mikilvæg votle issvæði síðan 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.