Morgunblaðið - 01.05.2007, Page 19

Morgunblaðið - 01.05.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 19 MENNING NÚ undir hádegið opnar GaGa Skorrdal sína fyrstu einasýn- ingu í START ART að Lauga- vegi 12b. Sýninguna kallar GaGa Furðuverk, og í tilefni dagsins býður listakonan landsmenn alla velkomna á opnunina. GaGa er hönnuður og miðlar list sinni í prjóna- skap. Hún ferðast um landið og sækir innblástur í íslenska náttúru og landslag. GaGa hefur vakið óskipta athygli fyrir verk sín frá því hún opnaði sérverslun á síðasta ári, grein- ar um hana hafa birst í erlendum blöðum og tíma- ritum og verkin farið víða um heim. Myndlist GaGa sýnir Furðu- verk í Startart GaGa við verk sín. Í DANAVELDI, nánar tiltekið í Þjóðarsögusafninu í Friðriks- borgarkastala, verður sýningin „Samtidens portræt i Norden“ opnuð á fimmtudag. Íslensku myndlistarmennirnir sem sýna eru Sesselja Tómasdóttir, sem sýnir málverk, Kristveig Hall- dórsdóttir, sem sýnir ljós- myndaverk, Helgi Gíslason myndhöggvari, Dodda Maggý Kristjánsdóttir, sem sýnir víd- eóverk og Magdalena Margrét Kjartansdóttir, sem sýnir tréristur. 50 ómerkt verk voru valin á sýninguna af 640 innsendum. Þetta er sumarsýn- ing hallarinnar og stendur til 31. júlí. Myndlist Íslensk portrett á norrænni sýningu Indigo, eftir Sesselju. SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur tónleika í Selfosskirkju kl. 20, en stjórn- andi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson. Einsöngur er að þessu sinni í höndum fimm kórmeðlima, þeirra Baldvins Júlíussonar bassa, Guðmundar Kr. Sigurðssonar tenórs, Guð- mundar Sigþórsssonar bassa, Hörpu Hallgrímsdóttur messó- sóprans og Rögnu S. Bjarna- dóttur sóprans. Flutt verða létt lög úr ýmsum átt- um, íslensk og erlend. Má þar nefna íslenska sönglagasyrpu með lögum eftir Sigfús Hall- dórsson í útsetningu Björgvins kórstjóra. Tónlist Fúsasyrpa hjá Skagfirsku Björgvin Þ. Valdimarsson KRISTINN G. Harðarson opnaði síðastliðinn föstudag einkasýn- ingu, í Anima-galleríi, á sjö olíu- málverkum sem unnin eru upp úr dagbókarfærslum, ljósmyndum og minningum Kristins. Öll eru verk- in lýsingar á stöðum, atvikum eða aðstæðum. Eitt verkanna er samsett úr fjórum málverkum, sem unnin voru upp úr ljósmyndum sem Kristinn tók af búðarglugga í bandarísku iðnaðarborginni New Britain, þar sem hann bjó um nokkurra ára skeið. Lítið gerist í glugganum, líkt og í borginni, en ljósmyndirnar voru teknar á nokk- urra ára tímabili. „Það var fátt að gerast þarna, hógvær fyrirtæki komu og fóru og matarbakki og poki fullur af pylsubrauðum dúkkuðu upp í gluggunum,“ segir Kristinn um það verk. Annað verk á sýning- unni er í formi myndasögu og seg- ir frá skapþungum ökufanti á ferð um götur Reykjavíkur. Þá eru tvö verk á sýningunni máluð eftir dag- bókarfærslum frá dvöl hans í Hamborg fyrir nokkrum árum, með texta máluðum á sem lýsir því sem fyrir sjónir ber. Tæki til frásagnar Kristinn segist ekki hafa áhuga á málverkinu sem slíku, rann- sóknum á innviðum þess eða hefð málverksins, heldur sem tæki til frásagnar. „Verkin sem ég hef gert á undanförnum tíu árum hafa byggst á skrásetningu, dagbókum og ljósmyndum sem teknar hafa verið í dagsins önn,“ segir Krist- inn. „Þetta eru verk sem byggjast á þeim hluta dagbókarinnar sem er rannsókn á umhverfi. Þetta er hversdagsheimurinn, til dæmis málverkið af bílafantinum. Þetta eru allt sannar sögur, litlar hvers- dagssögur. Þessi verk sem ég hef verið að gera undanfarin tíu ár eru úr þessum potti.“ Kristinn segist síðan vinna verkin í ýmsa miðla, hann hafi gert gjörninga, skrifað sögur, búið til brúðuleikhús, myndbandsverk og teiknimyndasögur. „Þetta er allt sami myndheimurinn. Stund- um er heppilegt að mála málverk í ákveðnum stíl til að koma þessu til skila, stundum er sagan heppi- leg og sumt hentar í teiknimynda- sögur. Þetta eru mismunandi sjón- arhorn á sama myndheiminn.“ Grunnur verkanna er í flestum tilfellum texti, að sögn Kristins, byrjunarreiturinn. „Það er nú ekki alltaf sem ég byrja á texta, stund- um fer ég í myndamöppurnar og skoða gamlar myndir, til dæmis þessar af búðarglugganum. Mér fannst þetta spennandi gluggi og tók myndir af honum gegnum árin án þess að hafa í huga að gera myndlistarverk úr þeim,“ segir Kristinn. Svo hafi myndirnar sótt á hann og endað sem málverk. „Ég er oft mjög lengi að vinna verkin því ég vil fá fram það sem ég hafði í huga upphaflega. Ég vil ekki að þetta fari bara í einhverja átt.“ Kristinn hóf snemma á ferli sín- um að fást við þessa rannsóknar- og skrásetningarvinnu, einkum í formi ritaðrar dagbókar en einnig með ljósmyndum og myndbands- verkum. Sýning hans í Anima- galleríi stendur til 19. maí. Kristinn G. Harðarson sýnir sjö olíumálverk í Anima-galleríi Litlar hversdagssögur Morgunblaðið/G. Rúnar Frásögnin Málverkin byggjast á skrásetningu, dagbókum og ljósmyndum. Í HNOTSKURN » Kristinn nam myndlist viðMyndlista- og handíðaskóla Íslands 1973–77 og hélt síðan í eins árs nám við De Stichting de Vrije Academie voor Beeldende Kunsten í Haag í Hollandi. » Hann hefur haldið tugieinka- og samsýninga víða um heim frá árinu 1976. » Kristinn hefur kennt mynd-list við Listaháskólann, Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, Myndlistaskóla Reykjavík- ur og Myndlistarskóla Kópavogs. CLARE Allen hefur verið tilnefnd til alþjóðlegu Orange-verð- launanna, sem veitt eru nýliðum í heimi bókmenntanna. Allen dvaldi áratug á geðsjúkrahúsum og sagan, sem heitir Poppy Shakespeare og þykir stórmerk, er byggð á reynslu hennar af spítaladvölinni. „Ég þurfti að standa í baráttu við starfs- fólk spítalans, sem mat þrá mína til að skrifa sem alvarlegar rang- hugmyndir,“ sagði rithöfundurinn í viðtali við bresku blöðin eftir að til- kynnt var um tilnefninguna. „Það batnar engum við slíkar aðstæður.“ Geðveik kona tilnefnd Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SERENISSIMA er heiti nýs kons- erts fyrir klarínettu, slagverk og kammersveit, sem Hafliði Hall- grímsson hefur samið fyrir Einar Jóhannesson klarínettuleikara. Ljósrit sem var alveg að hverfa „Það er saga á bak við konsert- inn,“ segir Einar Jóhannesson. „Þegar Gunnar Egilson hætti að spila gaf hann mér allt nótnasafnið sitt. Þar sá ég gamalt ljósrit af klar- ínettukonsert eftir Hafliða. Það var svo gamalt að nóturnar voru um það bil að hverfa. Ég lét Hafliða vita og spurði hvort ég mætti ekki spila þetta. Hafliði fórnaði höndum og þóttist ekkert muna eftir þessu, og ef ég væri með eitthvað að láta hann í guðanna bænum hafa það strax og segja ekki nokkrum manni.“ Tíminn leið, en þá frétti Einar að Hafliði væri farinn að semja eitthvað upp úr þessum konsert. „Mér sýnist nú að í nýja verkinu sé ekkert tekið úr gamla verkinu, þetta er algjörlega nýr konsert,“ segir Einar. „Ég er kominn með, að því er mér sýnist, þennan undurfagra konsert fyrir klarínett, strengjasveit og slag- verksleikara.“ Einar segir það mikinn heiður fyr- ir sig að Hafliði skyldi tileinka hon- um verkið og semja það fyrir sig. „Ég er heppinn, og íslensku klarín- ettubókmenntirnar líka. Það er stutt síðan Jón Nordal samdi og að fá annað hágæðaverk frá Hafliða.“ Gondóli á strengjabylgjum La Serenissima þýðir að sögn Einars, hin bjarta, hin göfuga eða hin fallega, en svo voru Feneyjar nefndar á árum áður, en Hafliði dvaldi í Feneyjum í haust. „Mér sýn- ist ég vera eins og gondóli ofan á bylgjum strengjanna, og mikið „vatn“ í verkinu. Ætli ég verði ekki að fá mér ræðarabúning – minnsta kosti hattinn og röndótta bolinn,“ segir Einar og hlær. Hálfur mánuður er í frumflutning- inn, sem verður í tónleikasal Ósló- arháskóla 15. maí. Árar vel hjá klarínettunni Það teljast jafnan tíðindi þegar einleikskonsertar eins og önnur stærri verk bætast í flóru íslenskra tónbókmennta. Einar Jóhannesson segir, að sérstaklega hafi árað vel fyrir klarínettuna á undanförnum árum á Norðurlöndunum, en Einar hefur þegar nefnt konsert Jóns Nor- dals auk nýja verksins. „Það hafa Einar Jóhannesson frumflytur nýjan klarínettukonsert eftir Hafliða Hallgrímsson í Noregi Ræðarinn Einar Jóhannesson Kannski ég fái mér gondólahatt verið samdir geysilega góðir kons- ertar undanfarið. Ég fékk tækifæri til að spila verk Karenar Rehnqvist, sem var eitt besta verk sem ég hef lengi spilað, það var svo tjáning- arríkt og fallegt. Finnarnir Kalevi Aho og Magnus Lindberg hafa líka samið frábæra konserta á síðustu árum. Það er eins og gangi mjög vel í klarínettuheiminum um þessar mundir.“ Einar segir að nýja verkið, Seren- issima, sé fyrst og fremst ljóðrænt. „Það er svífandi stökk í því og mikill söngur og hann notar það mikla tón- svið sem klarínettið hefur. Ég hef skoðað nóturnar að óperunni hans sem Sinfóníuhljómsveitin flytur á Listahátíð, og það er allt öðruvísi músík. Þetta er miklu skyldara orð- inu serenissima, því það er bjart og fagurt yfir því,“ segir Einar Jóhann- esson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.