Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 9 FRÉTTIR EIGENDUR Nýju leigubílastöðv- arinnar, NL, hafa lagt fram kæru til Samkeppnisstofnunar á hendur hluta leigubílastjóranna á Bifreiða- stöð Hafnarfjarðar og hjá Aðal- bílum, sem starfa nú undir merkj- um Aðalstöðvarinnar-BSH, fyrir að hafa haft með sér samráð um upp- sagnir í kjölfar þess að NL keypti rekstur stöðvanna tveggja í mars. Mikill kurr er í hópi leigubíla- stjóranna með kaupin og ber Jón Stefánsson kaupendurna þungum sökum, þeir hafi hótað að yfirtaka markaðinn í Keflavík og Hafnar- firði, yrði ekki af kaupunum. Einar Ágústsson, talsmaður NL, segir ólöglegt að hafa samráð um uppsagnir með þessum hætti, bíl- stjórarnir hafi starfað sem sjálf- stæðir atvinnurekendur. Kurr á leigu- bílamarkaði JÓNAS Haralds- son hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðs- ins, en Gunn- laugur Árnason hefur ákveðið að hætta störfum hjá blaðinu og hverfur til ann- arra starfa. „Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni. Viðskiptablaðið kemur nú út fjórum sinnum í viku og hefur sterka stöðu á sínum markaði,“ seg- ir Gunnlaugur, í samtali á heimasíðu Viðskiptablaðsins. Jónas Haraldsson hefur áratuga- reynslu í blaðamennsku, frétta- og ritstjórn. Hann hefur gegnt aðstoð- arritstjóra Viðskiptablaðsins en við þeirri stöðu tekur Sigurður Már Jónsson fréttastjóri.“ Með fjölgun útgáfudaga hafa efnistök Við- skiptablaðsins verið víkkuð, m.a. með aukinni þjóðmálaumfjöllun og sérstakri helgarútgáfu á föstudög- um. Það er því spennandi viðfangs- efni að þróa blaðið áfram til frekari vaxtar,“ segir Jónas á heimasíðunni. Nýr ritstjóri á Viðskiptablaðinu Jónas Haraldsson LÖGREGLUMENN standa fyrir ár- legri 1. maí messu í dag, þriðjudag kl. 11, í Digraneskirkju í Kópavogi. Prestar verða sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson og sóknarprestar í Digranessókn. Ræðumaður verður Stefán Eiríksson, lögreglustjóri. Lögreglumenn taka þátt í guðs- þjónustunni og Lögreglukórinn syngur. Organisti verður Kjartan Sigurjónsson. Allir eru velkomnir í guðsþjónustuna. Löggumessa UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands rann út 23. apríl sl. Um- sækjendur eru: Dr. Guðmundur Guðmundsson, líffræðingur, dr. Helgi Torfason, jarðfræðingur, Hulda Hlín Magn- úsdóttir, listfræðingur, dr. Magnús Örn Stefánsson, MBA, lífeðlisfræð- ingur, Margrét Eymundsdóttir, um- hverfisfræðingur, dr. Starri Heið- marsson, grasafræðingur, og Sveinn H. Magnússon, líffræðingur. Sjö umsóknir Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Glæsilegur hörfatnaður Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Ný vesti Lokað í dag Stutt og síð Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS Í DAG HEIÐARHJALLI 23 NEÐRI HÆÐ MILLI KL. 15 OG 16 FRÁBÆRT ÚTSÝNI Vorum að fá í einkasölu glæsilega 122fm hæð með sér inngang ásamt 26 fm bílskúr á frábærum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Íbúðin skiptist í: Forstofu, hol, eld- hús með eikarinnréttingu, 3 góð herbergi með skápum, þvottahús innan íbúðar, baðherbergi með hvítri innr.. Stofaog borðstofameð útg. út á suður svalir með frábæru útsýni. Verð 38,9 millj. GUÐMUNDA OG ÞORSTEINN TAKA Á MÓTI GESTUM Í DAG 1.MAÍ MILLI KL. 15 OG 16 Traust þjónusta í 30 ár ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Traustur aðili óskar eftir 4ra herbergja íbúð til leigu nú þegar og fram til áramóta. Æskileg stærð ca 100-150 fm. Æskileg staðsetning, miðborg, Þingholt, Skerjafjörður og Seltjarnarnes. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. LEÐUR- OG RÚSKINNSJAKKAR 20% AFSLÁTTUR Laugavegi 63 • S: 551 4422 Sendum launþegum um land allt baráttukveðjur 1. maí. Treystum velferðina! Aðalfundur Þroskaþjálfafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 3. maí n.k. kl. 17 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík. Stjórnin Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is MATSNEFND, sem var skipuð skv. samningi Landsvirkjunar og flestra landeigenda við Jökulsá á Dal, Jök- ulsá í Fljótsdal og Kelduá og mun ákveða verðmæti og umfang vatns- réttinda landeigenda vegna Kára- hnjúkavirkjunar, er að störfum og úr- skurðar hennar að vænta í júní nk. Málflutningur fer fram 14. og 15. maí nk. Hægt verður að fara með niður- stöður nefndarinnar fyrir dómstóla, sætti aðilar sig ekki við úrskurðinn. Lögmenn vatnsréttarhafa lögðu fram frekari gögn fyrir matsnefndina í mars og málflutningur um kröfur að- ila er áætlaður um miðjan maí. Að því búnu verður málið tekið til úrskurðar og má reikna með að það ferli taki fjórar til fimm vikur, uns niðurstaða verður gefin út. Formaður mats- nefndarinnar er Skúli Pálmason, fv. héraðsdómari. Landeigendur fara fram á um 60 milljarða kr. bætur í matsmáli gegn Landsvirkjun, sem metur slíkar bæt- ur h.v. á 375 milljónir kr. hið hæsta. Krafa landeigenda byggist á ein- greiðsluuppreikningi 15% árgreiðslu af brúttótekjum Kárahnjúkavirkjun- ar, í samræmi við verðmyndun sem orðið hefur á vatnsréttindum eftir gildistöku raforkulaga frá 2003. Á þeim grundvelli er þess krafist að heildarvatnsréttindi vegna Kára- hnjúkavirkjunar verði metin á u.þ.b. 60 milljarða en af þeim vatnsréttind- um eiga einkaaðilar einungis hluta og er þar um að ræða eigendur allt að 60 jarða. Niðurstaða í vatns- réttindamáli í júní FIMMTÁN ára gæsluvarðhalds- fanginn sem grunaður er um alvar- lega árás á leigubílstjóra aðfara- nótt föstudags hefur nú verið fluttur á meðferðarheimili ríkisins að Stuðlum. Gæsluvarðhald hans er til 1. júní og var hann fyrstu dagana vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Fyrr á þessu ári var hann í gæsluvarðhaldi í fangelsinu Litla- Hrauni vegna annarra mála og vakti vistun hans nokkra umræðu um vistun yngstu sakborninganna. Sárasjaldgæft er að svo ungir piltar sitji í gæsluvarðhaldi. Settur á Stuðla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.