Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 41 Íslandsmótið í knattspyrnu 2007 Veglegur blaðauki um Landsbankadeildina fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí Meðal efnis er: • Umfjöllun um öll liðin • Allir leikdagar sumarsins • Sagt frá leikmönnum - leikir, mörk, fyrri lið • Fjórir þjálfarar spá í styrkleika liðanna tíu • Árangur liðanna gegnum tíðina • Markakóngarnir frá upphafi • Dómarar sumarsins og fjölmargt fleira Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 mánudaginn 7. maí Krossgáta Lárétt | 1 trúlega, 8 furða, 9 sparsemi, 10 ill- mælgi, 11 vagn, 13 for- faðirinn, 15 rassa, 18 hey- sætið, 21 þrep í stiga, 22 vopn, 23 kjáni, 24 gróðurfletinum. Lóðrétt | 2 bál, 3 gabba, 4 fiskur, 5 passaði, 6 eyðslusemi, 7 stakur, 12 hlaup, 14 skjót, 15 baksa við, 16 sjón- varpsskermur, 17 nátt- úrufarið, 18 óvirti, 19 ref- urinn, 20 örlagagyðja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 snökt, 4 gráta, 7 ætlar, 8 geirs, 9 tón, 11 Inga, 13 maur, 14 gamla, 15 töng, 17 naum, 20 gró, 22 pokar, 23 lætin, 24 rengi, 25 gengi. Lóðrétt: 1 snæði, 2 öflug, 3 tært, 4 gagn, 5 árita, 6 ansar, 10 ólmur, 12 agg, 13 man, 15 tapar, 16 nakin, 18 aftan, 19 munni, 20 grái, 21 ólag. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í umönnunarstörfum þessa dagana. Þú ert eins og bangsamamma sem sér húnunum sínum fyrir mat og þ.h. Þarfir allra eru á þinni könnu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú tiplar ekkert á tánum í kringum viðkvæm málefni eins og t.d. fjármál. Auð- ur er þinn fæðingarréttur. Þú hlustar ekki þegar þér er sagt að það sé ekki til fjár- magn. Þú rennur á peningalyktina. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér líður illa þegar ekki er haft samráð við þig. Þú þekkir ekki alla mála- vöxtu um ákveðið mál. Vertu nægilega tortryggin/n til að leita að vísbendingu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú laðar að þér fólk sem getur hjálpað þér við að ná takmarki þínu. En sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Frumkvæði er lykillinn velgengni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú baðar þig í athygli annarra því þeir vita að þú lumar á einhverju sem heimurinn þarfnast. Veldu vel hvað þú vilt segja við fólk, og skrifaðu niður þá gull- mola sem þú vilt deila með öðrum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Rísandi Merkúr gæðir líf þitt lit með nýju sjónarhorni. Eitthvað sem þú gast ekki ímyndað þér að myndi nokkru sinni gerast er raunverulegur möguleiki í dag. Vinur í nautsmerki aðstoðar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú heldur bókhald í ástarsamböndum um hver gerir hvað og lætur það stýra rausnarskap þínum. Ást er ekki hægt mæla á þennan hátt. Það er leyndardóm- urinn bakvið hamingjusöm ástarsambönd. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú finnur þig í að vera leið- togi og hluti af hópnum. Sveigjanleiki þinn gerir þig að góðum liðsmanni . (22. nóv. - 21. des.) Bogamaður Vinnan þarf ekki að flækjast fyrir ástarmálunum nema þú sért að með einhverjum í vinnunni. Þú ert fjölhæf/ur svo finndu stað og stund fyrir ástina svo þú haldir einbeitingu á vinnustað. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú reynir að vera best/ur í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú verður samt einstaka sinnum að sleppa fram af þér beislinu. Farðu í karókí, þá verður þú nægilega kjánaleg/ur til þess að geta aftur orðið alvarleg/ur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stundum verður að neita egóinu um það sem það vill. En ekki núna. Láttu eftir þér! Maður er bara eins og maður er og freistingarnar eru til að falla fyrir þeim! (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þekking kemur ekki í stað reynslu. Á sama hátt er hugsun ekki sama og ást. Þú þarft að hleypa ástvini inn í hjarta þitt og vera svolítið hvatvís. stjörnuspá Holiday Mathis Staðan kom upp á minningarmóti Arn- olds Eikrems sem lauk fyrir skömmu í Gausdal í Noregi. Norska undrabarnið Magnus Carlsen (2693) hafði hvítt gegn pólska stórmeistaranum Mikhail Kra- senkov (2661). 27. Dxe6+! Bxe6 28. Bxc6 Rb3 29. d5! Re5 svartur hefði orðið manni undir eftir 29...Rxa1 30. dxe6 á meðan hvítur nýtti sér umframpeðið til sigurs í framhaldinu. 30. Hb1 Rd4 31. dxe6 Rexc6 32. b5 Re7 33. Be3 Hd8 34. Rc4 Re2+ 35. Kg2 Rc3 36. He1 Rxb5 37. Bg5 Kf8 38. He5 Rd6 39. Rxb6 h6 40. Be3 Ke8 41. Ha5 og svartur gafst upp. Þessi skák var tefld í lokaumferð móts- ins og með sigrinum tryggði Magnus sér sigur með sjö vinninga af 9 mögulegum en Krasenkov varð að láta sér lynda að lenda í öðru sæti ásamt þrem öðrum skákmönnum með 5½ vinning. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Mannleg líkindafræði. Norður ♠ÁD83 ♥1092 ♦65 ♣ÁD73 Vestur Austur ♠1095 ♠KG74 ♥D6 ♥853 ♦ÁDG1042 ♦87 ♣94 ♣10865 Suður ♠62 ♥ÁKG74 ♦K93 ♣KG2 Suður spilar 4♥ Vestur opnar á veikum tveimur í tígli, pass til suðurs, sem segir tvö hjörtu og norður hækkar í geim. Útspil er spaða- tía, sagnhafi svínar drottningunni, en austur drepur og skiptir yfir í tígul. Vestur tekur slagina sína tvo á tígul og spilar svo laufi. Bókin mætt í vörninni og nú veltur allt á drottningunni í trompi – á sagnhafi að svína eins og hefðbundin líkindafræði mælir fyrir um eða toppa? Sagnhafi á að taka ÁK og styðst þar við „mannlega“ líkindafræði. Væntalega sér vestur tígulstöðuna og sú staðreynd að hann spilar EKKI tígli í þriðja sinn er grunsamleg – segir þá sögu að vestur óttist að makker sinn geti ekki yfir- trompað blindan. Frekar en að afhjúpa drottninguna gjörsamlega reynir vestur að dreifa athygli sagnhafa með því að spila laufi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Þekktur bandarískur stjórnmálamaður íhugar Ís-landsheimsókn. Hver er það? 2. Leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki körfubolt-anum voru valdir um helgina. Hverjir voru valdir? 3 Nýtt hitamet leit dagsins ljós í Ásbyrgi á sunnudag-inn. Hve hár mældist hitinn? 4 Vertíðarbátur mofiskaði um helgina, fékk 170 tonn áfjórum dögum. Hvað heitir báturinn? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Ungmenni úr Kópavogi unnu í Skólahreysti annað árið í röð. Hvaða skóli? Svar: Lindaskóli. 2. Körfuboltamenn sungu fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra. Hversu gamall varð hann? Svar: 61 árs. 3. Staðfastri sambúð gæsapars var lýst í Morgunblaðinu. Hvar hefur íslenska grágæsin einkum vetur- setu? Svar: Í Skotlandi. 4. Nýr maður tók við sem stjórnar- formaður Landsvirkjunar, hver? Svar: Páll Magnússon. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.