Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 42
Flaskan var einstök að því leyti að hún kom úr vínkjallara Thomas Jeffer- sons… 48 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG LEGG mikla áherslu á hljóm- fegurð í þessu verki. Ég byrjaði að semja það þegar ég var skiptinemi í tónsmíðum úti í Bretlandi fyrir tveimur árum. Þá var janúar, þorrinn að byrja og allt grátt og leiðinlegt þarna úti. Mér fannst það ekki alvöru vetur og saknaði svo vetrarbirtunnar heima á Ís- landi og það er þessi tæra, harða, skæra íslenska vetrarbirta sem gengur gegnum verkið,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir um tónverkið sitt „Þorri“ sem verður flutt á útskriftartónleikum hennar úr tónsmíðadeild Listahá- skóla Íslands í Fríkirkjunni á fimmtudaginn. „Þorri“ er verk fyrir strengja- kvartett, sög og marimbu. Maríu langaði til að blanda þessum hljóð- færum öllum saman og láta hina óræðu sög kallast á við strengja- kvartettinum sem er ein heild í gegnum verkið. „Ég er búin að lifa með þessu svo lengi að ég vil að það sé full- komið í flutningi. Það mikilvæg- asta fyrir mig, því þetta er ekki erfitt tæknilega fyrir hljóðfæra- leikarana, er að það sé fallega spil- að, með mikilli tilfinningu.“ Fjólublátt fjall María er eins og kunnugt er einn meðlimur hljómsveitarinnar Amiinu sem hefur spilað mikið með Sigur Rós. Spurð hvernig það hafi gengið að stunda námið sam- hliða tónleikaferðum svarar María að það hafi oft á tíðum verið mjög erfitt. „Ég þurfti að taka mér ársfrí frá náminu allt síðasta ár því við vorum að ferðast með Sig- ur Rós um heiminn, samt sem áð- ur er mjög gefandi að vinna á báð- um hliðum en það hefur verið púsluspil að koma þessu heim og saman svo ég geri vel á báðum vígstöðvum,“ segir María. „Amiina er að gefa út sína fyrstu breiðskífu 18. júní og í haust förum við aftur að túra fram að jólum og það er forgangsverk- efni núna að ýta plötunni úr vör og kynna hana vel út um allan heim. 14. maí förum við í stutta tónleika- ferð um Evrópu, þannig að Amiina er að koma sér í gang og ég ætla að sjá hvert það leiðir áður en ég fer að skrá mig í eitthvert annað nám til að hafa of mikið að gera.“ María heldur útskriftartónleika sína ekki ein því Páll Ragnar Páls- son, betur þekktur sem Palli í Maus, mun einnig frumflytja út- skriftarverkefni sitt það kvöld. „Okkur leist báðum vel á Fríkirkj- una upp á stemningu og hljómburð og af því að hefðin er að útskrift- arverkin séu ekki lengri en 15 til 20 mínútur þá er gott að halda tónleikana saman svo þeir verði ekki of stuttir. Okkur fannst líka verkin okkar geta sómt sér vel saman á tónleikum. Ég segi þau ekki svipuð en það er svipuð hugs- un á bak við þau,“ segir María. Verk Páls heitir „Bleikur him- inn, fjólublátt fjall, gylltur sjór“ og er fyrir flautu, klarínett, tompet, horn, túbu, píanó, selló og kontra- bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 20 á fimmtudaginn, allir velkomnir. Útskrift Tónlistarmennirnir María Huld Markan Sigfúsdóttir og Páll Ragnar Pálsson eru að útskrifast úr tónsmíði frá Listaháskóla Íslands og halda útskriftartónleika saman á fimmtudagskvöldið í Fríkirkjunni. Tær, hörð og skær vetrarbirta Amiinu-stúlkan María Huld Markan og Maus- arinn fyrrverandi Páll Ragnar Pálsson flytja útskriftarverkefni sín úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands í Fríkirkjunni á fimmtu- dagskvöldið. Birtan í náttúrunni er þeim báðum hugleikin. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ á að breyta þessu húsi í bæjarskrif- stofur,“ segir Sigurður H. Pálsson, formaður leikfélagsins Hugleiks sem stendur að leik- sýningunni Bingó ásamt Leikfélagi Kópa- vogs, en síðustu sýningar á verkinu verða í kvöld og annað kvöld, mun fyrr en upp- haflega stóð til. Ástæðan er sú að á fimmtu- daginn verður Hjáleigan rifin, sá hluti Fé- lagsheimilis Kópavogs sem verkið er sett upp í. „Við höfðum mjög óljósar hugmyndir um hvenær þetta kæmi til framkvæmdar,“ segir Sigurður, en til stóð að sýna fram yfir miðjan maí. „Þetta þýðir að við þurfum að fækka sýningum. Við erum að troða inn aukasýn- ingum þessa síðustu daga sem við höfum, en sýningarnar verða fjórum færri en til stóð.“ Aðeins eru rúmar tvær vikur síðan verkið var frumsýnt og því segir Sigurður stöðuna óþægilega. „Við erum að reyna að gera eins gott úr þessu og við getum, en þetta er mjög óþægilegt. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir fólkið sem hefur verið að vinna að þessari sýningu síðan fyrir áramót, að fá þessar frétt- ir tveimur vikum eftir frumsýningu,“ segir Sigurður, en bætir þó við að verkið verði hugsanlega sett upp í öðru húsnæði í haust. Þeim sem vilja tryggja sér miða á þessar síð- ustu sýningar í Hjáleigunni er bent á vefsíð- una hugleikur.is. Bingó hættir vegna niðurrifs í Kópavogi Morgunblaðið/Golli Bingó Þetta er sérstaklega slæmt fyrir fólkið sem hefur verið að vinna að þessari sýningu síð- an fyrir áramót, að fá þessar fréttir tveimur vikum eftir frumsýningu,“ segir Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.