Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 27 erfis- d eða aðr- tt um ki sinnt sinnt því árver Þjórs- ar er að það held sátt,“ unn- jálfstæð- fin frá etta sem en ekki nar óttir, nar, sagði gengju em Sam- um að stækkað til suðurs. Ingibjörg Sólrún var fyrsti flutningsmaður frumvarps, sem stjórnarandstaðan flutti sam- eiginlega í vetur, um að Norð- lingaölduveita yrði felld út úr raf- orkulögum. „Þetta gengur þvert á okkar stefnu. Við teljum mikilvægt að varðveita Þjórsárver heildstætt og vatnasvið þeirra.“ Ingibjörg Sólrún var spurð hvort það væri hægt að stækka frið- landið í andstöðu við heimamenn. „Annars vegar á þjóðin og ríkið að hafa náttúruverndaráætlun þar sem mörkuð er stefna um hvaða svæði á landinu eru svo verðmæt að þau beri að vernda. Hins vegar er svo sveitarstjórna á hverjum stað að taka sínar skipulagsákvarð- anir á grundvelli slíkrar stefnu- mótunar. Ríkisstjórn og Alþingi geta aldrei vikið sér undan því að vera með heildstæða stefnu um hvaða náttúrusvæði ber að vernda og hver eigi að nýta með öðrum hætti. Það er í samræmi við hvern- ig við viljum vinna rammaáætlun um náttúruvernd. Hún gengur ná- kvæmlega út á að þetta, þ.e. að öll náttúrusvæði á landinu verði skoð- uð og tekin ákvörðun um það heild- stætt. Núna er verið að taka ákvarðanir í bútum, á misjöfnum forsendum og sem byggja á mis- miklum rannsóknum, allt eftir hentugleikum á hverjum stað. Það teljum við ekki samrýmast þjóð- arhagsmunum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Skynsamlegast hefði verið að klára málið „Ég hefði talið langskynsamleg- ast að ljúka öllum átökum um þetta svæði og að votlendið allt yrði innan friðlendisins eins og Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra hefur lagt til,“ sagði Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra um tillögur starfs- hópsins. „Ég tel engu að síður að þetta sé mikilvægur áfangi. Það var orðið ljóst að bæði hér innan- lands og víðar stóðu mikil átök um Norðlingaölduveitu. Þannig að ég taldi reyndar að allir stjórn- málaflokkarnir væru komnir á þessa skoðun umhverfisráðherra.“ Guðni sagði að Þjórsárver væru mikil náttúruperla og það væri mikilvægur áfangi að ná sátt um þessa friðun. Sýnt hver niðurstaðan yrði Kolbrún Halldórsdóttir, alþing- ismaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði sér hefði fundist ábyrgðarhluti af Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að heimila ekki fulltrúa áhugahóps um verndun Þjórsárvera aðkomu að þessum starfshópi á sama tíma og fulltrúi Rangæinga hefði fengið aðkomu að hópnum, en Rangæing- ar hefðu fram að þessu ekki verið virkir í baráttu fyrir stækkun frið- landsins. „Mér þótti nokkuð einsýnt þegar þessi hópur fór af stað hver nið- urstaðan yrði, sérstaklega í ljósi breytinga á sveitarstjórn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.“ Kolbrún benti á að það væri búið að hafna Norðlingaölduveitu aftur og aftur. Þetta kæmi fram í skoð- anakönnunum og í yfirlýsingum frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. „Þetta er dæmi um að þrýstiöfl stóriðjunnar gefast aldrei upp. Landsvirkjun ætlar sér að koma Norðlingaöldu í gegn. Þess vegna hefur Landsvirkjun haldið áfram að vinna málinu fylgi inn í þeim hreppi þar sem andstaðan hefur verið mest. Þetta er raunar sama afstaðan og birtist hjá Alcan. Fyrst atkvæðagreiðslan í Hafn- arfirði fór eins og hún fór þá segir forstjóri Alcan að þó að almenn- ingsálitið sé ekki með fyrirtækinu á þessum tímapunkti þá ætli þeir að snúa því við.“ Kolbrún sagði að Jónína Bjart- marz gæti tekið af skarið og ákveð- ið sjálf hvernig friðlandið yrði stækkað og aflað því síðan fylgis. Ef hún gerði það ekki benti það til þess að fyrri yfirlýsingar hennar og Framsóknarflokksins í þessu máli væru innihaldslausar. Kolbrún sagði aðspurð rétt að það væri ekki hægt að friðlýsa svæðið í andstöðu við heimamenn, en það væri heldur ekki hægt að virkja svæðið í andstöðu við heima- menn. „Við þurfum að finna sam- eiginlega lausn. Það gerum við með því að við stjórnmálamenn leggjum á okkur þá vinnu að eiga lýðræð- islegt samtal við samfélagið. Þetta lýðræðislega samtal þarf að eiga sér stað á breiðum grunni og í stórum hópi og smáum.“ Kolbrún sagðist ekki líta svo á að tillögur starfshópsins fælu í sér neina sátt í málinu. Stóriðjan hefði ekki átt neinna hagsmuni að gæta uppi á miðjum jökli. Stóriðjan hefði bara átt hagsmuni að gæta syðst í friðlandinu og þar væri ekki gert ráð fyrir stækkun. „Við í Frjálslynda flokknum höf- um verið stuðningsmenn þess í gegnum árin, að vernda Þjórs- árverin,“ sagði Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Við tókum á sínum tíma þátt í því að reyna að ná sátt um þær tillögur sem Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, lagði fram í þessu máli. Við vorum til- búnir til að styðja þær tillögur gegn því að þetta lón færi ekki inn í Þjórsárver.“ Guðjón Arnar sagðist ekki hafa haft tíma til að fara yfir tillögur starfshóps umhverfisráðherra, en Frjálslyndi flokkurinn vildi vernda Þjórsárverin. ráðherra um stækkun friðlands Þjórsárvera friðun að Sultar- r Þjórsárver Morgunblaðið/RAX á síðasta ári hefur skilað tillögum um stækkun frið- kka hefði átt friðlendið lengra til suðurs.                                 ra er í arfs- það km². ða um elst i og verf- - 004– ðal ema ð verið æðið al- end- Í dag, 1. maí, á alþjóðlegumbaráttudegi verkalýðshreyf-ingarinnar, færi ég öllulaunafólki baráttukveðjur okkar í Samfylkingunni og heiti sem fyrr fullum stuðningi í mik- ilvægu starfi að hagsmunum ís- lensks launafólks. Nú eru aðeins nokkrir dagar til mikilvægra alþingiskosninga, kosninga sem ráða munu miklu um framtíð velferðarsamfélags á Íslandi og hagsmuni launafólks. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Ís- lands leggur fram metnaðarfulla stefnuskrá að þessu sinni þar sem velferðarmál skipa öndvegi. Draga úr ójöfnuði – nýtt tækifæri til náms Þrátt fyrir hagvöxt undanfar- inna ára hefur ójöfnuður aukist á Íslandi. Ástæðan liggur í stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- og tryggingamálum. Barna- og vaxta- bætur hafa verið stórlega skertar og lífeyrisbætur og skattleys- ismörk ekki hækkað í takt við launaþróun. Samfylkingin mun stöðva þessa þróun og taka upp víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins og öfl- ug almannasamtök um endurreisn velferðarkerfisins á Íslandi og al- mannatryggingar sem standa und- ir nafni. Samhliða er mikilvægt að vinna að því að auka aðgang launafólks að menntun en um 48 þúsund manns sem nú eru á vinnumarkaði hafa ekki notið framhaldmennt- unar. Menntun er mikilvægt jöfn- unartæki, auðveldar fólki að hasla sér völl á nýjum sviðum og skapar þar með sveigjanleika á vinnu- markaði. Samfylkingin leggur áherslu á að skapa nýtt tækifæri til náms fyrir alla sem af ein- hverjum ástæðum hafa farið á mis við framhaldsnám. Það verður lið- ur í nýrri þjóðarsátt um kjaramál, efnahags- og félagsmál. Útrýma kynbundnum launamun Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er með því mesta sem ger- ist í heiminum. Samt er launamun- ur kynjanna á Íslandi 28%, meðan meðaltal ESB-ríkja er 15%. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir menntun, starfsaldri, ábyrgð o.fl. er enn 16% óútskýrður launamunur á Ís- landi. Við þetta verður ekki unað. Sem borgarstjóri beitti ég mér fyrir margvíslegum aðgerðum, m.a. endurmati á kvennastörfum, til að draga úr kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg og okkur tókst að minnka hann um helming. Launanefnd ríkisins var ekki tilbúin til að fara þessa leið og þ.a.l. minnkaði launamunur ekkert hjá ríkinu á sama tíma. Í rík- isstjórn verður það eitt forgangsmála Samfylkingarinnar að vinna að endurmati á hefðbundnum kvennastörfum til launa og við munum leita samstarfs við aðila vinnumarkaðar- ins um að sams kon- ar aðgerðir verði hluti samninga á al- mennum vinnumark- aði. Sveigjanlegri og styttri vinnutími foreldra Íslensk börn og ungmenni þurfa meiri tíma með for- eldrum sínum. Æsk- an líður hratt og við verðum að gera börnum og foreldrum kleift að eiga fleiri samverustundir. Leikskólaþjónusta hefur aukist mikið og batnað á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn notið þeirrar þjónustu. Þetta skapar mikið öryggi fyrir foreldra ungra barna og er ómetanlegur stuðn- ingur við fjölskyldur í nútíma- samfélagi. Dvöl margra barna á leikskólum er hins vegar of löng sem helgast af því að vinnutími fólks á Íslandi er of langur og raunar lengri en víðast hvar í Evrópu. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylking- arinnar verður að leita samstarfs við samtök á vinnumarkaði um leiðir til að stytta virkan vinnu- tíma foreldra og auka sveigj- anlegan vinnutíma þannig að fjöl- skylduábyrgð og atvinnuþátttaka fari betur saman. Fyrirtækin í landinu verða að setja börnin í forgang með sama hætti og stjórnvöld munu gera. Standa vörð um aldraða, börn og ungmenni Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum að undanförnu eru langir biðlistar eftir margvíslegri félags- og heilbrigðisþjónustu. Þessir bið- listar lúta ekki náttúrulögmálum heldur eru afurð pólitískrar stefnumótunar á villigötum. Þeir bera vott um vanrækslusyndir rík- isstjórnarinnar. Við kynntum sl. sunnudag raun- hæfar aðgerðir til að leysa vanda 170 barna með geðraskanir sem nú bíða eftir grein- ingu hjá BUGL og 274 barna með þroskafrávik sem bíða greiningar hjá Grein- ingastöð ríkisins. Sum þessara barna þurfa að bíða í allt að þrjú ár og fá ekki við- unandi þjónustu á meðan. Hvert ár sem þannig tapast getur verið afdrifaríkt í lífi barna. Tillögur okkar eru liður í áætluninni um Unga Ísland; 60 aðgerða áætlunar Samfylkingarinnar til að bæta aðstæður barna á Íslandi. Við kynntum enn- fremur raunhæfar til- lögur um að veita sól- arhringsþjónustu þeim 400 öldruðum sem metnir hafa verið í brýnni hjúkr- unarþörf og eru á biðlistum eftir hjúkr- unarrými. Þjónustan væri í hönd- um teymis heilbrigðisstarfsfólks sem hinn aldraði væri í beinu sam- bandi við og hefði nánast sömu þjónustu og öryggi heima hjá sér og hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórn frelsis, jafnréttis og bræðralags Hinn 12. maí ákveða Íslend- ingar pólitískt landslag næstu fjögurra ára. Samfylkingin vill taka þátt í að móta það landslag á grundvelli sígildra hugsjóna jafn- aðarflokka um heim allan um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Samfylkingin trúir á mikilvægi frelsis fólks og fyrirtækja til at- hafna, en samhliða þarf að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta þetta frelsi. Það gerist ekki síst með öflugu menntakerfi og velferðarkerfi fyr- ir alla þá sem á þurfa að halda. Hinn 12. maí næst komandi er tækifæri til að breyta, breytum rétt! Breytum rétt í þágu launafólks Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur » Samfylk-ingin leggur fram metn- aðarfulla kosn- ingastefnuskrá þar sem velferð- armál skipa öndvegi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Á stjórnarárum R-listans var rekinmeðvituð lóðaskorts-og uppboðsstefna, sem margfaldaði lóðaverð og keyrði upp fasteignaverð í Reykjavík. Úthlutun á lóðum undir sérbýli var í sögulegu lágmarki. Íbúar kusu með fót- unum og nágrannasveit- arfélögin hafa stækkað mun hraðar en sjálf höfuðborgin. Nýr meirihluti Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík hefur kynnt metn- aðarfulla uppbyggingaráætlun, „Veldu þinn stað“, um úthlutun 1000 nýrra lóða á hverju ári á nýbyggingarsvæðum, þ.a. um 50% í sérbýli. Úthlutunarreglur verða sanngjarnar og fast lóða- verð mun tryggja að allir hafa sama tækifæri til að fá lóð. Verð lóðanna verður fast og ræðst af kostnaði Reykjavík- urborgar við að búa til ný hverfi þannig að hægt verði að skila þeim fullbúnum með skól- um, leikskólum, götum, gang- stígum og annarri þjónustu. Þetta er það sem ég hef alltaf boðað. Dagur B. Eggertsson, fyrr- verandi formaður skipulags- ráðs, kvartar yfir þessum áformum í Morgunblaðinu í gær og lætur að því liggja að 11 milljónir fyrir lóð undir ein- býli sé of hátt verð. Hann er greinilega búinn að gleyma því að síðustu lóðir sem hann út- hlutaði undir einbýli í Úlfars- árdal voru seldar að meðaltali á um 16 milljónir króna, lóðir undir annað sérbýli á rúmar 10 milljónir og íbúðir í fjölbýli um 8 milljónir. Dagur og Samfylk- ingin verða að svara íbúum borgarinnar því hvort þau vilji halda skortstefnu sinni áfram með þessu háa lóðaverði. Það vekur furðu að sá maður sem einna helst stóð fyrir ofurháu lóðaverði í Reykjavík á síðasta kjörtímabili skuli nú hneykslast á því að verið sé að stórauka lóðaframboð, ekki síst á lóðum undir sérbýli, og lækka lóða- verð um 30-40%. Aðalatriðið er að á næstu misserum og árum verður framboð lóða stóraukið í Reykjavík til að mæta óskum þeirra sem vilja byggja og búa í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hið rétta um lóðaverð í Reykjavík Höfundur er borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.