Morgunblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 17799 - Lykilatriði og notkun Námskeið 9. og 10. maí fyrir Stjórnendur sem bera ábyrgð á vernd upplýsinga og að móta og innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Starfsfólk sem gegnir lykilhlutverki við að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Tæknifólk sem kemur að tæknilegri útfærslu stjórnkerfisins. Ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150          !  " #$% &'%%( %& ' "$'  2# 5( - 6&12# # 5 2# ( ( 57 (&  7  (& 6&12# 8 -/6&12# +6&12# 6 ( 9 2# :#; 1 #3 !   " 10 !9 2# +  9    2# *  2# *& 5 2 & 2# (  <8 .  .#92# = 2# ) & * #+  ;> ( 2#  ! 6&12# ?5   6&1:& !2# ?5   56&12# @A2  2# B*C 8 D E 2# DE!! !  (/ 2# F  (/ 2# , +  + .(#3 !   -# % -! * .  :86  2# : 1  2# /+0 1 "+ +  + + ,+      ,+,   +   +  +, +  +                             :  -  1(  ! D 9&,&  ! G " 1  <  < <             <  <     < < <                                                    F  1( , ) D:H (2!  (  / -  1( <  < <             <  <     < < < I ! ( -  -                             B*C B*C    )+ -+ J J B*C 58C   ,, )+ -+ J J I&KL& @  M   )+ )+ J J I C   )+ -+ J J B*C6 B*C-   )+ -+ J J ÞETTA HELST ... BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson og Bakkavararbræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru meðal ríkustu íbúa Bretlandseyja, sam- kvæmt lista sem blaðið Sunday Times birti í gær. Björgólfur fer upp um níu sæti á listanum milli ára, úr 32. í 23. sæti með hreinar eignir metnar á ríflega tvær millj- ónir punda, jafnvirði nærri 263 milljarða króna. Eignir Lýðs og Ágústs eru taldar saman og stökkva þeir úr 103. sæti á síðasta ári í 53. sæti nú, metnar á 1,2 milljónir punda, eða um 150 milljarða króna. Í grein Sunday Times er bent á stóra eign þeirra í Exista og aukin umsvif Bakkavarar á Bretlandsmarkaði. Um Björgólf Thor er sagt að hann hafi hagnast um 550 milljónir punda á síðasta ári, um 70 milljarða króna, með sölu á hlut sínum í tékkneska símafélaginu CRa. Hlut- ur hans í Actavis er metinn á rétt tæplega 500 milljónir punda, jafn- virði um 63 milljarða króna. Hluta- bréf Björgólfs Thors í þremur bönkum eru sögð virði annarrar eins upphæðar og fjárfestingar hans í símafyrirtækjum séu jafn- virði 944 milljóna punda, um 120 milljarða króna. Indverski stálkóngurinn Lakshmi Mittal er áfram ríkasti maðurinn á Bretlandseyjum að mati Sunday Times. Eignir Mittals jukust um 29% milli ára. Meðal ríkustu í Bretlandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stórt stökk Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru ofarlega á auðslistanum. ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista í kauphöllinni lækkaði um 0,34% í gær og við lokun var gildi hennar 7.755 stig. Velta í viðskiptum með hlutabréf nam ríflega 5,5 millj- örðum króna en heildarvelta nam í gær 9,6 milljörðum króna. Mest hækkun varð á bréfum Straums-Burðaráss fjárfest- ingarbanka, 0,51%, en mest lækkkun varð á bréfum Mosaic Fashions, 2,11%. Gengi bréfa Glitnis banka lækkaði um 0,93%. Mest voru viðskipti með bréf þess félags. Straumur hækkaði mest ● BALDVIN Val- týsson hefur tek- ið við sem yf- irmaður útibús Landsbankans í London. Tekur hann þar með við af Lárusi Weld- ing, sem hefur verið ráðinn for- stjóri Glitnis. Í tilkynningu kemur fram að í starfi sínu á fyrirtækjasviði Landsbankans hafi Baldvin haft umsjón með við- skiptum við stærstu viðskiptavini bankans í Reykjavík, bæði íslenska og alþjóðlega. Hann hafi einnig haft umsjón með sjóðsstreymislánum bankans. Baldvin gekk til liðs við Landsbankann árið 2003 en starfaði áður á fyrirtækjasviði Búnaðarbank- ans þar sem hann bar ábyrgð á lána- málum stærstu viðskiptavina. Baldvin til London HAGNAÐUR Glitnis á fyrsta árs- fjórðungi dróst saman um 2,1 millj- arð króna, 23%, en hagnaður eftir skatta nam alls 7 milljörðum króna. Þetta er raunin þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um ríflega 5% á milli ára en á móti kemur að rekstrarkostn- aður jókst um nær helming og nam hann nú 47% af heildartekjum en 34% á síðasta ári. Þar ber hæst mikla aukningu launakostnaðar auk þess sem annar rekstrarkostnaður hefur hækkað töluvert en sá liður er ekki sundurgreindur frekar. Ennfremur var hlutdeild félags- ins í afkomu hlutdeildarfélaga og samrekstri neikvæð um 136 millj- ónir króna en á sama tímabili í fyrra skiluðu hlutdeildarfélög bank- anum tæplega 1,2 milljörðum króna í tekjur og er þar því um ríflega 1,3 milljarða króna sveiflu að ræða. Vaxta- og þjónustutekjur vega langmest í tekjuliðum bankans og aukast um 1,7 milljarða króna á milli ára. Undir liðinn hagnaður/tap af öðrum fjáreignum á gangvirði. gengishagnaður af verðbréfaeign en liðurinn skilar nú um þrefalt hærri tekjum en í fyrra. Eignir Glitnis nema nú um 2.256 milljörðum króna og hafa vaxið um 10 milljarða á milli ára en eiginfjár- hlutfall bankans er 14,2% sam- kvæmt CAD-aðferð en 11,6% sam- kvæmt Tier1-aðferð og hefur það aukist á milli ára. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 20,5% á ársgrund- velli. Hægt hefur á vexti íslensku bankanna síðan fyrir ári og ber uppgjörið á vissan hátt einkenni þess. Ber merki hægari vaxtar Uppgjör Glitnir banki hf. sverrirth@mbl.is VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR var í marsmánuði neikvæður um 4,5 millj- arða króna samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Í mars- mánuði 2006 voru vöruskiptin nei- kvæð um 18,2 milljarða á sama gengi og er því ljóst að vöruskiptahallinn hefur jafnast verulega á milli ára. Innflutningur í marsmánuði nam alls 34 milljörðum króna og dróst saman um tæpa 7 milljarða á milli ára, 16,6%. Á fyrstu þremur mánuðum ársins nam heildarverðmæti vöruinnflutn- ings ríflega 88 milljörðum króna og dróst hann saman um 6% á milli ára. Útflutningsverðmæti jókst hins veg- ar um 37,1% á milli ára og má einna helst rekja það til aukins álútflutn- ings skv. tilkynningu Hagstofu. Það var innflutningur á fólksbíl- um og flugvélum sem dróst mest saman en aukning í innflutningi á fjárfestingarvöru og neysluvöru annarri en mat og drykk vó þar eitt- hvað á móti. Dregur úr vöruskiptahalla Morgunblaðið/Árni Sæberg ● SAGA Capital verður aðili að Nor- dic Exchange á Íslandi frá og með deginum í gær, og er þar með fyrsti aðilinn sem hefur viðskipti á hluta- bréfa- og skuldabréfamarkaði Nordic Exchange á Íslandi eftir samein- inguna við OMX hinn 2. apríl síðast- liðinn. Saga Capital er alþjóðlegur fjár- festingarbanki, sem veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, útlána og verðbréfamiðlunar. Saga Capital var stofnað árið 2006 af nokkrum fyrrverandi starfs- mönnum íslensku viðskiptabank- anna og nokkrum völdum fagfjár- festum. Stefnt er að skráningu hlutabréfa félagsins á verð- bréfamarkaði innan fimm ára. Saga Capital aðili að Nordic Exchange

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.