Morgunblaðið - 01.05.2007, Page 22

Morgunblaðið - 01.05.2007, Page 22
|þriðjudagur|1. 5. 2007| mbl.is daglegtlíf Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir lét gamlan draum rætast og fór að stunda glímu fyrir nokkrum árum. »25 tómstundir Elín S. Sævarsdóttir og Lilja R. Tumadóttir fóru til Litháen og tóku þátt í sjálfboðastarfi á vegum SEEDS. »24 daglegt líf Hugmyndasmiðjan stendurárlega fyrir vinnustofufyrir börn á grunn-skólaaldri og nefnist hún að þessu sinni Sundur og saman. Ekki að þátttakendur séu sundur- leitir heldur er ætlunin að vinna sam- an að því að búa til nýja hluti úr gömlum en þar á bæ eru ungir upp- finningamenn þjálfaðir í að leita lausna við vandamálum. Hundrað krökkum á aldrinum 9–15 ára og tólf kennurum er uppálagt að gera það sem allajafna er ekki leyfilegt: að taka hluti í sundur. Þeir eiga síðan að búa til úr þeim hvaðeina sem þeim dettur í hug, með því að blanda sam- an rafhlöðueiningum, örtölvum o.fl. Þannig er hægt að læra á líflegan og skapandi hátt hvernig hlutir eru bún- ir til og fá þátttakendur að sögn ein- stakt tækifæri til að kynnast grunnhugmyndum rafmagnsverk- fræði, forritun, eðlisfræði og hönnun. Vinnustofan er haldin nú í vikunni í 100 gráðum, sýningarsal Orkuveit- unnar, og voru krakkarnir mættir eftir skóla í gær til að taka í sundur hluti. „Vinnustofan verður skemmti- legri með hverju ári sem líður en hún er nú haldin í þriðja sinn,“ segir Lani Yamamoto sem stýrir vinnustofunni ásamt Kristen Murray frá Vísinda- safni Minnesota í Bandaríkjunum og Michael Smith-Welch frá The Life- long Kindergarten sem er tilrauna- stofa í MIT-háskóla í Boston. „Við lærum alltaf eitthvað nýtt í vinnustofunni sem nýtist manni áfram. Krakkarnir virðast skemmta sér hið besta og læra mikið, þau eru full áhuga. Svo vonum við að kennur- unum finnist líka gaman og að þetta nýtist þeim,“ segir Lani. Hún segir vinnustofuna deiglu tilrauna og nýrra hugmynda ólíkra hópa, lista- manna, vísindamanna, skólafólks o.s.frv. Rafknúin föt gætu orðið til Mikið safn af alls kyns hversdags- legum hlutum er að finna í vinnustof- unni sem krakkarnir ráðast nú í að „endurhanna“. „Þetta er allt frá föt- um til húsgagna. Við tökum t.d. ryk- sugur í sundur, lítil raftæki og ýmiss konar leikföng sem ganga fyrir raf- hlöðum – en ekki með því að tæta hlutina í sundur heldur förum við mjög varlega til að sjá hvernig þeir eru settir saman,“ segir hún hlýrri röddu – með greinilegri virðingu fyr- ir viðfangsefninu. Í þessu ljósi mun afar fróðlegt að rekja upp sauma á flík. „Krakkarnir mega svo setja hlutina saman hvernig sem þeir vilja, þeir gætu t.d. sameinað klæðnað og einhvers konar raftæki, búið til stól sem væri rafknúinn á einhvern hátt eða gert listaverk. Þetta veltur allt á hverjum þátttakanda fyrir sig – krakkarnir eru við stjórnvölinn.“ Hún segir vinnustofuna alls ekki í fyrirlestraformi, þvert á móti kynnist krakkarnir hlutunum af eigin raun – með því að skoða, snerta og nota – og hver hlutur sé settur í viðeigandi samhengi. „Þessi vinna hvetur börn- in til dáða og þau geta prófað sig áfram heima.“ thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Áhugasamir Félagarnir Ágúst Elí, Unnsteinn Freyr, Jón og Nikulás ákváðu eftir nokkra umhugsun að taka í sundur gamla þvottavél – með leyfi frá vinnustofu Hugmyndasmiðjunnar. Samvinna Linda aðstoðar hér nemendurna Jón Kristin og Láru við að taka í sundur forláta síma og gamla viftu í vinnustofunni í Orkuveitunni. Val Nína og Andrea, á tíunda ári, hluta varlega í sundur gamlan plötuspilara. Sundur og saman Í heimi sem þarf ekki að vita annað um mjólk en að hún komi úr fernu er við hæfi að halda vinnustofu um uppruna hluta og hvetja ungdóminn til skapandi hugsunar. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir segir frá hugmyndinni um Sundur og saman. Næstkomandi sunnudag kl. 14–17 getur almenningur skoðað af- rakstur vinnustofunnar og þá verður einnig sýnd stuttmyndaröð um tilurð hluta. ÞESSAR töskur eru hinar ásjáleg- ustu en það sem gerir þær alveg sérstakar er að þær eru úr gæða- súkkulaði. Þær eru síðan skreyttar með kristalssylgjum og öðru eðal- skrauti og eflaust fylltar af ein- hverju góðgæti sem gleður munn og maga. Það er hótel í Indónesíu sem sér svo um að dreifa töskunum til viðskiptavina sinna. Töskur sem bragðast vel Reuters Girnilegar Margar konur myndu eflaust geta hugsað sér að ganga með svona glæsilegar töskur, en þær eru þó ekki hugsaðar undir veski og vara- lit, heldur eru þær ætlaðar fyrir munn og maga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.