Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG OPIÐ HÚS Í DAG kl. 15 til 17 Mjög vel staðsett og falleg 3ja til 4ra herbergja íbúð með sér inngangi á neðri hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi. Íbúðin er 103,2 fm með stórri suður verönd. Mjög björt og vel skipulögð íbúð með sér þvottahúsi og og 90 cm breiðum hurðum. BAKKASTAÐIR 163 - 112 RVK Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is SVO virðist sem fáir tugir manna hafi fengið eitrunareinkenni og 8– 10 starfsmenn veikst vegna loft- mengunar í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Ekki verða eftirmálar af hálfu landlæknis vegna lista yfirlæknis við Kára- hnjúka með nöfnum 180 starfs- manna með meint eitrunareinkenni sem komst í hendur Impregilo með óvæntum hætti. Matthías Halldórs- son landlæknir, sem fór á vettvang málsins í gær, segir að það sé alltaf alvarlegt mál að verða fyrir eitrun á vinnustað og slíkt eigi ekki að henda. Vinnustöðvun hefur að langmestu leyti verið aflétt af þeim kafla gang- anna sem lokað var af Vinnueftirlit- inu í síðustu viku og úrbætur á loft- ræstingu teljast fullnægjandi, utan á einum stað þar sem verið er að ljúka frágangi á tækjabúnaði. Rætt við þá sem veiktust Matthías fór um Kárahnjúka- svæðið ásamt þeim Haraldi Briem sóttvarnalækni, Kristni Tómassyni yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu og Sigurði B. Þorsteinssyni smitsjúk- dómalækni og í sóttvarnaráði til að kanna aðstæður og ræða við máls- aðila. Með í för voru Stefán Þór- arinsson lækningaforstjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands og Einar Rafn Haraldsson fram- kvæmdastjóri sömu stofnunar, sem rekur heilsugæsluna við Kára- hnjúka ásamt Impregilo. Fundað var með yfirmönnum Impregilo, Landsvirkjunar, framkvæmdaeftir- lits og með yfirtrúnaðarmanni starfsmanna. Þá hélt Matthías ásamt föruneyti á heilsugæslustöð- ina og ræddi við starfsfólk þar og nokkra sjúklinga sem orðið höfðu fyrir eitrun. M.a. fjóra sjúklinga en þeir voru að mestu búnir að ná sér. Tveir höfðu verið lagðir á sjúkrahús í Neskaupstað og annar fór þaðan á spítala í Reykjavík og ekki víst að hans einkenni tengist menguninni. Hinn er á Kárahnjúkum og nokkuð eftir sig. Fimm eru farnir úr landi og ekki vitað nánar um afdrif þeirra. „Eitrun í andrúmsloftinu fór yfir viðmiðunarmörk“ segir Matthías. „Nú er verið að girða fyrir það, mælingar eru þéttari í göngum og aukinn útblástur. Þeir eru mjög á verði núna og ég hef trú á að hægt sé að koma í veg fyrir mengun.“ Matthías ítrekar að ekki sé hægt að segja um hvort eftirmál verði. Um slíkt geti verið að ræða frá ein- hverjum sem telji sig hafa orðið fyrir skaða af eitruninni og um það geti enginn sagt á þessari stundu. Hins vegar verði ekki eftirmál af hálfu Landlæknisembættisins vegna margumrædds 180 manna lista sem lenti í höndum Impregilo. Ekki viðkvæmar upplýsingar Matthías segir ekki um mjög við- kvæmar upplýsingar að ræða, held- ur svokallaðan batch-númeralista og þar hafi við númerin verið skráð einkenni, annaðhvort um önduna- rerfiðleika eða niðurgang. „Listinn er varla mjög viðkvæmur þar sem vinnuveitandinn hefur upplýsingar um þá sem ekki koma til vinnu. Þetta var óheppilegt og á ekki að gerast en það hefur ekkert upp á sig að fást meira um þetta. Enginn skaðaðist af þessu listamáli sem slíku. Vinnueftirlitið mun gera skýrslu um hvern og einn sem er á þessum lista og athuga t.d. hvar hver hafi verið, því það er gefið mál að ekki voru allir á listanum ofan í göngunum.“ Kárahnjúkalæknirinn, Þorsteinn Njálsson, fór í frí fyrir helgina, sem löngu var skipulagt og dvelur nú erlendis. Hvað matareitrunina varðar seg- ir Matthías að talið sé líklegt að í því tilfelli hafi matur verið geymdur of lengi og myndast eiturefni í hon- um. „Um 40 menn fengu mjög stuttverkandi niðurgang sem gekk yfir á örfáum klukkutímum og ekki eru fregnir af neinu öðru en að þeir hafi allir náð sér. Nú er verkið komið nálægt lok- um og kannski hefur það eitthvað að segja og menn að flýta sér. Allir eru á tánum vegna þess sem gerst hefur, mælingar eru nákvæmari og aukið hefur verið við lofthreinsibún- að í göngunum. Líka er meira eft- irlit með hvort menn veikist og væntanlega verður um meiri og betri samvinnu að ræða milli allra aðila hvað þetta varðar.“ Aðstæður eru hráslagalegar Um það hverjum augum Matth- ías líti vinnuaðstæður í aðrennsl- isgöngum Kárahnjúkavirkjunar eft- ir að hafa farið þangað inn í gærdag, segir hann að verkið sé mjög stórt og mikið og hann hafi t.d. ekki farið þangað sem mat- areitrunin átti sér stað við aðgöng 2. „Aðstæðurnar eru hráslagalegar, það er ekki hægt að neita því. Við eigum eftir að fara aðeins betur of- an í málin og Vinnueftirlitið yfir listann, en ég held að enginn sé í hættu eins og er. Fylgjast þarf með þeim sem telja sig hafa orðið fyrir eitrun og athuga með að ekki séu neinar eftirstöðvar eftir þessa eitr- un.“ Tíu starfsmenn Impregilo veiktust vegna mengunar og nokkrir tugir fengu væg eitrunareinkenni Fylgst verður grannt með heilsu þeirra sem veiktust Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fundað Landlæknir sat í gær fund m.a. með yfirmönnum framkvæmdaeftirlits Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Í HNOTSKURN »Landlæknir segir lista með180 nöfnum manna með eitrunareinkenni verða til nánari skoðunar hjá Vinnueft- irliti en hann sé stórlega ýkt- ur. »Niðurstaða rannsóknarlandlæknis í Kárahnjúkum er að nokkrir tugir starfs- manna Impregilo hafi fengið eitrunareinkenni vegna meng- unar í aðrennslisgöngum og um tugur þeirra veikst að ráði. »Landlæknir segir engan íhættu nú vegna meng- unar. TEKJUR deCODE Genetics, móð- urfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu 8,6 milljónum Bandaríkjadala og er það 2,5 milljónum dala minna en á sama tíma í fyrra. Á ársfjórðungnum skilaði fyrirtækið 22,6 milljóna dala tapi. Jafngildir það um 1,5 milljörð- um króna. Tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra var 20,3 milljónir dala. Tap á hvern hlut nam 0,37 dölum, sem er það sama og í fyrra. Handbært fé fyrirtækisins hinn 31. mars síðastliðinn var 135 millj- ónir dala en var um áramót. 152 milljónir dala. Rannsóknar- og þróunarstarfsemi félagsins kostaði um 12,7 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi og skýrist að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu einkum af kostnaði við þróun lyfja sem eiga að minnka líkur á hjartaáföllum. Enn tapar deCODE Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ACTAVIS er samkvæmt fréttaveit- um Dow Jones og Bloomberg meðal fjögurra tilboðsgjafa í samheitalyfja- svið þýska lyfjarisans Merck, en frestur til að skila inn tilboði mun hafa runnið út í gær. Stjórnendur Actavis tjá sig ekki um þessar fréttir að svo stöddu en samkvæmt þeim gerir Merck ráð fyrir að fá 4-5 millj- arða evra fyrir þennan hluta fyrir- tækisins, jafnvirði um 350-440 millj- arða króna. Fari svo að Actavis hafi sigur í kapphlaupinu um Merck yrðu það allra stærstu fyrirtækjakaupum Ís- landssögunnar. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hefur Actavis trygga fjármögnun fyrir til- boðinu í Merck. Frá því að ekkert varð af kaupum á króatíska fyrir- tækinu Pliva á síðasta ári hefur Actavis verið með áform um að ná leiðandi stöðu á heimsmarkaði og m.a. gefið út að það ætli að verða í hópi þriggja stærstu slíkra fyrir- tækja í heimi á næstu árum. Starf- semi Actavis fer nú fram yfir 30 löndum víða um heim og alls starfa um 11 þúsund manns á vegum þessa ört vaxandi lyfjafyrirtækis. Actavis ekki eitt um hituna Samheitalyfjasvið Merck hefur verið í sölumeðferð síðan um áramót. Auk Actavis eru tilboðsgjafar ísr- aelska lyfjafyrirtækið Teva, banda- ríska fyrirtækið Mylan Laboratories og sameiginlegt boð mun hafa komið frá fjárfestingasjóðunum Bain Capi- tal og Apax Partners. Fleiri félög hafa sýnt Merck áhuga en hætt við, m.a. indverska fyrirtækið Ranbaxy. Þessi hluti Merck-lyfjarisans jók hagnað sinn um 29% á síðasta ári, í 307 milljónir evra, eða um 27 millj- arða króna. Tekjur samheitalyfja- sviðsins námu um 157 milljörðum króna. Actavis í hópi fjögurra tilboðsgjafa í hluta af Merck Í HNOTSKURN »Frestur til að skila inn til-boðum í samheitalyfjasvið Merck rann út í gær og Actav- is er meðal fjögurra tilboðs- gjafa. »Þýski lyfjarisinn vill fá 4-5milljarða evra fyrir félag- ið, jafnvirði allt að 440 millj- örðum króna.  Merck vill fá 350–440 milljarða fyrir samheitalyfja- sviðið  Yrðu stærstu kaup íslensks félags til þessa Tilboð Róbert Wessman forstjóri á tali við rúmenska blaðamenn í síðustu viku en erlendir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með áhuga Actavis á Merck.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.