Morgunblaðið - 01.05.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 01.05.2007, Síða 25
tómstundir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 25  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign, mundu 533 4200 eða senda okkur póst: arsalir@arsalir.is Búlgaríuveisla • Veisla í mat og drykk • Frábært næturlíf • Gott að versla • Spennandi kynnisferðir • Ótrúlegt verðlag • o.fl., o.fl. Bókaðu núna! www.terranova.is Frá kr. 29.990* Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, fargjald A. Takmarkaður sætafjöldi í boði á þessu fargjaldi. Gott hótel *** Frá kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Hotel Perla eða Hotel Bonita í viku 11. júní. Brottfarir í júlí kr. 5.000 aukalega. Frábærar íbúðir **** Frá kr. 49.495 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Paradise Park í viku, 9., 16., 23. eða 30. júlí. Gott hótel ***+ m/allt innifalið Frá kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með allt innifalið á Hotel Madara í viku, 9., 16., 23. eða 30. júlí. Beint morgunflug Terra Nova með íslensku flugfélagi í allt sumar. Betri þjónusta og betri flugtímar – fyrir þig! BEINT MORGUNFLUG Hvergi meira frí fyrir peninginn! Glæsilegur aðbúnaður í fríinu Endalausir möguleikar á afþreyingu • Sjóstangveiði • Hjól og mótorhjól • Mini-golf, strandblak • Vatnagarðurinn Aquapolis • Teygjustökk • Köfun, kajakar • Keila, tennis • Sjóskíði, seglbretti Ótrúlegt verðlag! Í verslun Vatn 1,5 l. .................................. 40 kr. Bjór 0,5 l.................................... 50 kr. Léttvínsflaska .......................... 300 kr. Kjúklingur 1 kg. ....................... 320 kr. Gos 1,5 l. ................................... 75 kr. Vodkaflaska (innlend)............... 370 kr. Á veitingastað Aðalréttur................................. 600 kr. Bjór ......................................... 150 kr. Vínflaska.................................. 440 kr. Pizza........................................ 400 kr. Annað Bananabátur ............................ 300 kr. Sjóskíði................................. 1.100 kr. Teygjustökk ............................. 750 kr. Hjólaleiga (dagur)..................... 550 kr. Nú býður Terra Nova til frábærrar sumarveislu til perlu Svartahafsins, Golden Sands í Búlgaríu. Þú fær hvergi meira frí fyrir peninginn en í ferð til Golden Sands og nú bjóðum við frábær tilboð á nokkrum vinsælum gististöðum í maí og júlí. Staðurinn ber svo sann- arlega nafn með rentu því ströndin er ein sú allra besta í Evrópu, 4 km. löng og allt að 100 metra breið með gullnum sandi, hlýjum og tærum sjó. frá kr. 29.990* Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 · Hafnarfjörður sími: 510 9500 Hotel Madara Hotel Perla E N N E M M / S IA / N M 27 49 8 150 viðbótarsæti í júní og júlí Tryggðu þér sæti strax! Íslensk „Þetta er þjóðaríþrótt Íslendinga, þjóðararfurinn, og svo er æðis- legur félagsskapur í þessu.“ Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir er ekki í vafa um hvað gerir glímuna svo skemmtilega. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Draumur Jóhönnu Guð-rúnar Magnúsdóttur fráþví hún var pínulítilrættist þegar hún flutt- ist til Reykjavíkur fyrir fjórum ár- um. Þar kynntist hún stelpu sem var til í að fara að stunda glímu með henni. „Það er engin glíma í mínu heimasveitarfélagi, Húnavatns- sýslu, en fyrir fjórum árum kom ég til Reykjavíkur til að fara í mennta- skóla,“ segir hún. Fyrir valinu varð Kvennaskólinn í Reykjavík þaðan sem hún útskrifast í vor. „Þar lenti ég með Evu Dröfn Ólafsdóttur í bekk. Ég fór að segja henni hvað ég hefði mikinn áhuga á þessari íþrótt og þá kom í ljós að hún þekkti svo- lítið inn á þetta. Það varð til þess að við fórum að æfa glímu saman.“ Áhugi Jóhönnu var þó ekki nýr af nálinni. „Ég fylgdist með glímu í sjónvarpinu, í Helgarsportinu og svoleiðis og fannst hún alltaf rosa- lega spennandi. Eiginlega hefur það verið draumur hjá mér frá því ég var bara pínulítil að fá að stunda glímu.“ Hún segir engu hafa breytt um áhugann að það voru aðallega karlar sem sáust á skjánum í glímu- tökunum. „Nei, það bara hvatti mig ennþá meira,“ svarar hún að bragði. Hún segir allt of fáar stelpur stunda glímuna og þær séu ekki nema um tíu sem keppa í eldri flokkunum. „Við fáum alltaf ein- hverja krakka á æfingar eftir kynn- ingar í grunnskólum en þeim fækk- ar oftast aftur haustið á eftir. Þó er alltaf einn og einn sem heldur áfram.“ Kemur með kalda vatninu Gott jafnvægi er lykilatriði fyrir glímumenn að sögn Jóhönnu. „Þeir þurfa líka að hafa góða tækniþekk- ingu, kunna að taka leiðbeiningum og hafa viljann til að læra. Þetta er samblanda af krafti og tækni en það þarf líka að hafa mjög gott þol. Fólk heldur að það sé auðvelt að þola þessar tvær mínútur sem glíman varir en þetta eru mikil líkamleg átök og því skiptir úthaldið miklu máli.“ Til að halda sér í formi æfir Jó- hanna glímu tvisvar sinnum í viku en fer þar fyrir utan „í ræktina“ minnst þrisvar vikulega til að byggja upp þrek og þol. Og það er greinilegt að þolinmæðin er lyk- ilatriði vilji maður ná árangri. „Maður er alla ævi að ná tækni- atriðum því tæknin er rosalega flókin. En þetta kemur allt með kalda vatninu.“ En hvað gerir glímuna svona spennandi? „Þetta er þjóðaríþrótt Íslendinga, þjóðararfurinn, og svo er æðislegur félagsskapur í þessu,“ svarar Jóhanna sem stundum vekur furðu fólks þegar það fréttir af íþróttaiðkun hennar. „Fólki hér í Reykjavík finnst a.m.k. skrýtið að heyra af stelpu í glímu. En á æsku- slóðum mínum finnst fólki það bara vera ekta ég að hafa farið í eitthvað svona.“ Morgunblaðið/Sverrir Þjálfun „Maður er alla ævi að ná tækniatriðum því tæknin er rosalega flók- in,“ segir Jóhanna sem hér tekst á við stöllu sína. Lét karlana ekki fæla sig frá Til að halda sér í formi æfir Jóhanna glímu tvisvar sinnum í viku en fer þar fyrir utan „í ræktina“ minnst þrisvar vikulega til að byggja upp þrek og þol Hallmundur Kristinsson bregð-ur á leik með limru: Sjaldan á réttu róli var Rannveig frá Ytra-Hóli. Hún leitaði og fann að lokum einn mann sem lá þó í öðru bóli. Kristján Bersi Ólafsson yrkir í aðdraganda kosninga: Margir sæti á þingi þrá, þörfina á því mikla sjá. Frambjóðendur fara á stjá að fegra ímynd sína og láta ljós sitt skína. Einhverjir kannski kjósa þá kjaftforustu á sjónvarpsskjá, en aðrir sætinu aldrei ná hve ákaft þeir gogginn brýna. Í örvæntingu þeir eftir ballið hrína! Og Helgi Zimsen „vandræðapost- uli og heilræðaskáld“: Pólitísk er tungan flá tvöföld, kvik og skreytin. Vænst er oft að velja þá sem vilja spara heitin. Það er við hæfi að ljúka vísna- horninu á ferskeytlu dr. Ólafs Páls- sonar, sálfræðings í Chapel Hill í Norður-Karólínu, sem er um það vandamál að byrja, en eiga erfitt með að ljúka við verkefni. Hún end- ar á óvenjulegan hátt, er hæfir efn- inu: Ef gerir þú lítið er gæfubraut hál en gjörðir ei hjálpa sé villan sú að leggja út í verkefni af lífi og sál en ljúka aldrei neinu sem að þú... pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Kjaftforir á skjánum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.