Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 33 Elsku afi minn. Ég get ekki trúað því að þú sért dáinn. Ég sakna þín svo mikið. Það er kannski gott fyrir þig að fá að deyja af því þú varst búinn að vera veikur en það er vont fyrir mig. Ég finn fyrir svo mikilli sorg, og líka reiði. Mér finnst óréttlátt að þú sért tekinn frá okkur. Fæ ég nokkurn tíma að sjá þig aftur, færð þú nokkurn tíma að sjá mig aftur? Afi minn, þú varst svo góður. Ég man hvernig þú brostir til mín, ég man leikinn okkar sem við fórum svo oft í. Ég lagði hendina mína ofan á þína og þú lagðir hina hendina yfir mína og svo koll af kolli. Hendurnar þínar voru svo mjúkar og alltaf hlýjar. Kannski ertu núna með Lilju ömmu og Fríðu og hestunum þínum, og hundunum þínum Kát og Donnu. En ég vildi að þú værir hér. Ég elska þig svo mikið, afi minn. Þín Sólveig Einarsdóttir. Dýrmætustu orð sem ég á eru; ,,Guðmundur Einarsson verkfræð- ingur er afi minn“. Blik kemur í auga viðmælenda minna og viðhorfið verð- ur virðingarmeira. Ef hann er afi þinn hlýtur að vera mikið í þig spunnið. Auðvelt er að koma þessari setningu að því viðkvæðið er jú ,,Hverra manna ert þú?“. Og gæfa mín er að vera barnabarn hans. Aldrei sá ég hann reiðan, aldrei var hann pirraður. Aldrei hallmælti hann nokkrum manni. Aldrei bölsótaðist hann í erf- iðum aðstæðum. Eftir á spyr maður sig hvernig er það hægt, hvað gerði hann við reiðina og pirringinn? Hann var jú mannlegur. Afi minn hafði stó- íska ró sem flestir leita að en fáir finna. Viðhorf hans til lífsins gaf hon- um þessa ró. ,,If yoúre not part of the solution then yoúre a part of the pro- blem“ voru hans orð. Segir margt að hann skýrði styggan hest sem hann átti Vin, hann sagði að það hjálpaði skepnunni. Svo var hann svo skemmtilegur, hafði ótrúlega frá- sagnargáfu og stundum hló hann svo mikið þegar hann sagði frá að orðin drukknuðu í hlátri. Afi Guðmundur elskaði að hafa fullt af fólki í kring um sig og þau Lilja buðu í bestu veislur sem hægt var að komast í. Bjartasta minning mín um afa er hann skelli- hlæjandi í skemmtilegri sögu sitjandi við endann á hlöðnu veisluborðinu á Gimli skerandi kalkúninn. Afi reynd- ist mér ákaflega vel og ég er honum þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Þau Lilja héldu glæsilegu stúd- entsveisluna mína sem þau buðust til að halda. Alla barnæsku mína tók hann mig með á hestbak og þannig byrjaði mín hestamennska. Ég var með hestinn minn á húsi hjá honum árum saman og það var ekki fyrr en ég flutti mig í annað hesthúsahverfi að ég áttaði mig á að það þyrfti að borga fyrir hey og leigu á bás. Ég gleðst fyrir afa Guðmundar hönd að hann sé kominn á stað sem hann taldi fallegan og áhugaverðan, umvafinn ástvinum. Eina spurningin sem eftir situr er: ,,Hvaða lag var þetta, afi, sem þú tón- sönglaðir þegar þú keyrðir bíl?“ Rakel. Ég vil í örfáum orðum minnast öð- lingsins Guðmundar Einarssonar verkfræðings. Kynni okkar hófust ár- ið 1955 suður á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur var þá framkvæmda- stjóri Sameinaðra verktaka og ég stjórnandi þungavinnuvéla hjá verk- tökunum. Á Þorláksdag 1956 fóru starfsmenn verktakanna í jólafrí og flestir voru á Guðmundur Einarsson ✝ GuðmundurEinarsson fædd- ist í Reykjavík 22. ágúst 1925. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ 24. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 30. apríl. einkabílum á leið til Reykjavíkur þegar iðu- laus stórhríð skall á. Hríðin var svo mikil að starfsmenn vegagerð- arinnar hættu mokstri, sögðu hann tilgangs- lausan í brjáluðu veðri og mikilli snjókomu. Veginum var lokað milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar. Guð- mundur var ekki lagð- ur af stað, en var í tal- stöðvarsambandi við stjórnarmenn Verk- takanna sem nú komust hvorki aftur á bak né áfram og báðu Guðmund um hjálp, ástandið var alvarlegt, um 200 bílar fenntir, fólkið margt illa búið til næturdvalar í snjóskafli. Guðmundur brást ekki, hann hringdi í vin sinn Geir Zoëga vega- málastjóra og fékk leyfi hans til að gera tilraun til að opna veginn, Vega- gerðinni að kostnaðarlausu, alfarið á kostnað og ábyrgð Sameinaðra verk- taka. Guðmundur kom í matsalinn á kvöldverðartíma, hann hafði stuttan formála á máli sínu og spurði hreint út hvort einhver okkar ýtumannanna væri tilbúinn til að bæta langri næt- urvakt við vinnudaginn og bjarga jafnframt jólunum fyrir fólkið, sem nú sæti fast á Keflavíkurveginum á leið í jólafagnað fjölskyldunnar. Í stuttu máli þá tók ég verkið að mér og Guð- mundur klæddur hríðargalla gekk sjálfur á undan ýtunni þar sem ekkert útsýni var að hafa. Okkur tókst að opna veginn án óhappa og margir nutu þar áræðis og dugnaðar Guð- mundar. Aðstandendum hans öllum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Genginn er góður maður, götu sem allra bíður. Blessuð sé minning þessa mikil- hæfa manns. Pálmi Jónsson, Sauðárkróki. Flest fólk er góðhjartaðir einstak- lingar í verunni. Sumt fólk brýtur hefðirnar. Og sumt fólk tekur tryggð við dyggðir af þeirri stærðargráðu að undrum sætir. Og sumt fólk nær að breyta áttavita fjöldans án þess að eiginlega nokkur taki eftir því. Sjald- an fara fleiri en ein eða tvær þessara gáfna saman. Hjá vini okkar Guð- mundi Einarssyni verkfræðingi, sem lauk erfiðu jarðlífskvöldi sínu fyrir stuttu, fór þetta eiginlega allt saman og tvinnaðist í verunni ákaflega vel. Það var alltaf notalegt að vera í ná- vist Guðmundar. Aldrei heyrði ég nokkurn mann halla í aðra átt nema helst að erfitt var að lenda með Guð- mundi í hótelherbergi þegar hópur eða hópar frá Sálarrannsóknarhreyf- ingunni fóru á ráðstefnur ytra eða heima, því Guðmundur svaf svo vært og fast og hraut stundum svo karl- mannlega að enginn gat sofið í sama herbergi. Þetta voru einu aðfinnsl- urnar sem ég heyrði í þessi þrjátíu og fimm ár sem ég þekkti Guðmund Ein- arsson. Telja má án efa Guðmund Einars- son einn af fjórum máttarstólpum Sálarrannsóknarhreyfingarinnar hér á landi frá upphafi. Á eftir þeim Ein- ari H. Kvaran, nestor hreyfingarinn- ar, sem fyrstur kom með spíritismann til Íslands og stofnaði bæði Tilrauna- félagið fyrra sem og Sálarrannsókn- arfélag Íslands 1918, mitt í erfiðleik- um spönsku veikinnar, Haraldi Níelssyni, skólastjóra Prestaskólans og fyrsta prófessor í guðfræði við stofnun Háskóla Íslands 1911 og svo loks dómprófastinum sjálfum til tæpra þrjátíu ára sr. Jóni Auðuns dómkirkjupresti – þá er Guðmundur sá fjórði og síðasti er stýrði fleyinu í þrjátíu ár eftir að Jón Auðuns lét af formennsku í félaginu á sjötta ára- tugnum og framundir lok síðustu ald- ar. Lætur nærri að þeir þrír, Einar, sr. Jón og Guðmundur, hafi stýrt sál- arrannsóknarskútunni í um þrátíu ár hver, og farist það verk ákaflega vel úr hendi. Og þótt ekki liggi ekki sérstaklega mikið ritað eftir Guðmund um þessi mál, þá var nærvera hans og aðstoð við miðla félagsins, félagsmenn og þá vísindamenn sem að rannsóknum stóðu á málinu, sem og alla þá er til hans leituðu í ástvinamissi sínum og sorg, hreyfingunni ómetanleg. Seint verður það starf metið að verðleikum. Og alltaf hélt Guðmundur ró sinni, á hverju sem gekk. Og gekk oft ekki lít- ið á. En fyrir aðstoðina við stofnun Sál- arrannsóknarskólans, og kennsluna þar með okkur fyrstu sjö árin, skal hér þakkað beint frá hjartarótum okkar er að honum stóðu, sem og síð- ar Sálarrannsóknarfélagi Reykjavík- ur. Óvildin og því miður dauðasyndin versta; öfundin sjálf, af hálfu sumra forystumanna hreyfingarinnar voru nærri orðnar banabiti skólans á fyrstu árum hans, ef ekki hefði komið til takmarkalítið umburðarlyndi og hjálpsemi Guðmundar til okkar sem að skólanum stóðu á þeim tíma. Þess og svo ákaflega margs sem Guð- mundur miðlaði til okkar af rann- sóknum og öðruvísi sjónarhornum skal minnst nú er gamla kempan hef- ur lokið jarðlífi sínu og gengið á hólm við örlög sín og uppskeru úr þessari umferð. Það er nesti og karma sem svo sannarlega flestir gætu verið stoltir af þegar burtfarardagurinn nálgast, eins og Tómas sagði svo rétti- lega í kvæðinu sínu forðum. Magnús H. Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknar- félags Reykjavíkur og skólastjóri Sálarrannsóknarskólans. Fáir menn eru mér jafn minnis- stæðir, þeirra sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, og Guðmundur Einarsson verkfræðingur. Í rúman áratug lágu leiðir okkar saman, ævinlega við lausn erfiðra úrlausnarmála. Ef ég ætti að nefna þann mann sem ég hef mest lært af um ævina kæmi nafn Guðmundar strax í hugann. Þá á ég ekki sérstaklega við verkfræðina heldur einstæða hæfileika Guðmund- ar til þess að finna leið þar sem eng- inn vegur var fyrir. Honum tókst æv- inlega að sjá málin frá fleiri hliðum. Þegar leiðir virtust vera að lokast opnuðu viðræður við Guðmund nýja útsýn. Reynsla hans og yfirsýn voru meiri en ég hafði kynnst annars stað- ar. Þegar við glímdum við undirbún- ing og mótshald Heimsmeistaraein- vígisins í skák 1972 var hann mjög í fremstu víglínu. Minnisstæðir eru mér erfiðir samningafundir í New York, hversu undrandi bandarísku lögfræðingarnir urðu oft er þeir kynntust nálgun Guðmundar að flóknum málum. Tækni hans og samningaaðferðir höfðu þróast á löngum verktakaferli en eðlislægir eiginleikar voru óvenjulegir. Honum tókst ævinlega að lyfta sér yfir kál- garðshornið sem við vorum að erja og tengja viðfangsefnið margþættum hliðum fjölþættra sviða þjóðfélagsins. Ég verð að játa að á þessum tímum kom oft í huga mér spurningin: Hvers vegna dvelur þessi heimsmælikvarða- maður á Íslandi, honum hljóta að vera opnar leiðir víða um heim þar sem leikvöllurinn er stærri, meiri frama- og ágóðavon. Á tímum útrásar væru eiginleikar Guðmundar ómetanlegir. Nú á tímum er flestum nærtækt að grípa til samlíkingar við markaðslög- mál. Ef ég ætti að færa tekju- og gjaldahlið míns lífshlaups mundi ég færa tekjumegin kynni mín kynni og samskipti við Guðmund Einarsson. Sá höfuðstóll ber enn vexti og hefur ekki rýrnað í verðbólgu skyndiláta hversdagsins. Mér koma í hug orð Shakespeares í leikritinu um Júlíus Caesar að honum látnum: „When comes such another?“ Síðustu æviárin dvaldist Guðmund- ur á umönnunarheimili. Heimurinn var sem horfinn honum og hann var horfinn heiminum. Hvernig má það vera að þessi skæri logi hugmynda- auðgi, snilli og glaðværðar skyldi slokkna? Ráðþrota glímir spyrjandi hugur minn við óræðar gátur lífs og dauða. En við sem kynntumst þessum óvenjulega manni, þessum ógleyman- lega persónuleika göngum ófarinn veg auðugri af lífsfyllingu að hafa átt þess kost að eiga hann að vini og ganga með honum dálítinn spöl af leiðinni. Börnum Guðmundar og ættingjum öllum sendi ég mínar samúðarkveðj- ur. Guðm. G. Þórarinsson. Elsku Mummi frændi, nú hefur þú loksins kvatt okkur endanlega, eftir löng veikindi, þar sem þú dróst þig smám saman tilbaka úr þessu tilverustigi. Eftir eru minn- ingar um föðurbróður, sem hafði mik- il áhrif á hugarfar okkar og viðhorf til lífsins og við söknum þess að hafa ekki getað notið samveru þinnar leng- ur. Mikil tengsl voru milli barna þinna og okkar systkinahóps og áttir þú mikinn þátt í því að stuðla að góðum samverustundum. Við héldum saman jól í áraraðir og var alltaf mikil til- hlökkun fyrir okkur börnin að hittast og vera saman á þínu gestrisna og fal- lega heimili. Þú skipulagðir sumarferðir fyrir alla stórfjölskylduna á Kirkjuhól, og fórst með okkur í sund og í bíó á sunnudögum og margt fleira, sem stuðlaði að sterkum fjölskyldu- tengslum. Líf þitt var viðburðaríkt og áhuga- mál þín mörg og var alltaf fróðlegt að tala við þig, hvort sem var um ver- aldleg eða andleg málefni að ræða. Þú varst ávallt afkastamikill og þú hefðir örugglega haldið áfram að sinna ýmsum verkefnum og áhuga- málum hefði heilsan leyft. Sem verkfræðingur hafðir þú ætið áhuga á nýjungum í byggingarmálum og á arkitektúr. Heimili þitt, byggt úti í fallegu hrauni, var mjög nýstárlegt á þeim tíma, og ævintýrastaður fyrir okkur börnin að leika sér á. Þú varst mjög fróður um sálar- rannsóknir og varst um áraraðir for- maður sálarrannsóknafélagsins. Um- ræður um andleg mál voru tíðar á þínu heimili og hafa kennt okkur börnunum að skoða lífið frá fleiri sjónarmiðum og út frá kærleika. Trú þín á líf eftir dauðann hefur mótað þitt líf og þurftir þú á lífsleiðinni að sjá eftir ástvinum hverfa fyrir aldur fram í annan heim. Síðustu æviár þín hafa börn þín og þeirra fjölskyldur staðið með þér af ást og umhyggju í gegnum erfið veik- indi og hugsað um þig á einstakan hátt. Elsku frændsystkini, Jón, Einar, Kalla, Gummi og Gulla, svo og Sævar, makar og ykkar börn, við samhryggj- umst ykkur yfir missi föður, afa og tengdaföður. Elínborg, Einar, Stella, Ingi og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Þúfuseli 2, Reykjavík, lést á Líknardeild Landsspítalans í Kópavogi laugardaginn 28. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minning- arsjóð Líknardeildar LSH í Kópavogi, s. 543 1159. Ástþór Runólfsson Hildur Ástþórsdóttir, Jóhann Ólafur Jónsson, Guðmundur Már Ástþórsson, Hlín Ástþórsdóttir, Hrafnkell Marínósson, Hulda Ástþórsdóttir, Aðalsteinn Guðmannsson, Runólfur Þór Ástþórsson, Heiðrún Ólöf Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskaður sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HALLDÓRSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Þórhallur Pálsson, Guðný Þuríður Pálsdóttir Halldóra Pálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SVERRIR NÍELSSON, Helgafelli, Mosfellsbæ, lést á Landspítala sunnudaginn 29. apríl. Jarðsett verður frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 13.00 Nanna Renate Möller, Ríkharður Jónsson, Þóra Skúladóttir, Unnur Jónsdóttir, Freyr Ferdinandsson, Íris Jónsdóttir, Kristján Þór Valdimarsson, Erna Jónsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson, Auður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.