Morgunblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.05.2007, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ Í apríl voru þrjú ár síðan fyrirrennari minn í starfi, Jan Egeland, vakti fyrst at- hygli öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á ástandinu í Darfur. Nú í apríl greindi ég ör- yggisráðinu frá áframhaldandi harmleiknum í Darfur eftir för mína þangað. Hve marga slíka aprílmánuði munu íbúar Darfur þola? Á þremur árum hefur fjöldi þess fólks sem treystir á þá líf- línu mannúðaraðstoðar sem strengd hefur verið til Darfur fjórfaldast úr einni milljón í næstum fjórar. Á síðastliðnum mánuðum hefur það reynst sí- fellt torsóttara og hættulegra fyrir hjálparstarfsmenn að nálgast bágstadda. Hvernig getum við leyst af hendi stærsta verkefni á sviði mann- úðaraðstoðar í heiminum þegar geta okkar til að koma til hjálp- ar er skert á sama tíma og neyðin eykst? Ef við lítum á tölurnar sem snöggvast sést glögglega hve mikið hefur áunnist á þremur árum. Og hve mikið er í húfi ef mannúðaraðstoð stöðvast vegna hótana og skriffinnsku. Þegar mannúðarstarfið í Darfur hófst fyrir alvöru í apríl 2004, sinntu 200 hjálparstarfs- menn á vettvangi 350 þúsund manns sem höfðu flosnað upp vegna átakanna. Nú aðstoða 13 þúsund starfsmenn, langflestir Súdanar, fjórum sinnum fleira fólk. Vannæring hefur minnkað um helming frá því um mitt ár 2004 og dán- artíðni er komin niður fyrir mörk neyðar- ástands. En þessi árangur við að bjarga manns- lífum gæti gufað upp snögglega. Vandamálin í Darfur eru með öllu óleyst og hafa teygt anga sína til nágrannaríkjanna Tsjad og Mið-Afríkulýðveldisins. Um 420 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Darfur frá því í maí fyrir ári, þrátt fyrir undirritun frið- arsamnings. Heildarfjöldi flóttamanna er kominn yfir 2 milljónir sem er þriðjungur íbúa Darfur. Nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi er daglegt brauð og komast báðar stríðandi fylkingar upp með slík voðaverk án þess að nokkuð sé að gert. Vannæring fer vaxandi séstaklega utan flóttamannabúða á afskekktum, óöruggum svæðum. Sífellt torsóttara reynist að ná til bág- staddra og er nú svo komið að hættuástand virðist vera framundan. Við teljum að aðeins helmingur þess fólks sem á um sárt að binda vegna átakanna í Darfur hafi aðgang að hreinu vatni og grundvallar heilsugæslu. Innan við helmingur nýtur lágmarks hrein- lætis. Það sem verra er: á hverjum tíma næst aðeins til fjórðungs þess fólks sem þarf á aðstoð að halda – sem þýðir að ekki sé hægt að kasta líflínu til 900 þúsund manns. Ráðist er á hjálparstarfsmenn sem er gróft brot á Genfarsáttmálanum. 12 hjálp- arstarfsmenn voru myrtir frá júní til desem- ber 2006 sem var meira en tvisvar sinnum meira en samanlagt tvö árin þar á undan. 120 bílum hjálparstarfsmanna var stolið á síðasta ári. Slíkar árásir geta haft í för með sér að hundruð þúsunda manna fái ekki lífs- nauðsynlega aðstoð vegna þess að hjálp- arstofnanir neyðist til að hætta starfsemi vegna árása á starfsfólk. Allir deilendur bera ábyrgð á árásum. Þar að auki hafa skriffinnar ríkisstjórnarinnar lagt stein í götu aðstoðar, gert starfs- mönnum lífið leitt og takmark- að ferðafrelsi þeirra. Rík- isstjórnin ætti augljóslega að hafa áhuga á að hjálpa þeim sem bjarga lífi þegnanna en hún virðist sjá sér lítinn hag í því. Hvað ber að gera? Í fyrsta lagi verður að stöðva þegar í stað allar árásir á óbreytta borgara af beggja hálfu, hvort heldur sem er vígasveita sem njóta stuðnings stjórnvalda eða uppreisnarmanna. Um miðjan þennan mánuð, 16. apríl, gaf ríkisstjórn Súdans til kynna að hún samþykkti annan lið stuðningsáætlunar Sameinuðu þjóðanna við frið- argæslusveitir Afríkusambands- ins. Við fögnum þessu og öllum þeim skrefum sem stigin eru til að vernda óbreytta borgara í Darfur. En mikilvægast er að hrinda þessu í framkvæmd hið snarasta og til þess þarf sam- vinnu stjórnvalda í Khartoum. Íbúar Darfur munu ekki þola neinar frekari tafir á því að komið verði upp sameiginlegri friðargæslu Sameinuðu þjóð- anna og Afríkusambandsins. Í öðru lagi þurfum við öruggan, óhindr- aðan aðgang að bágstöddum svo hægt sé að veita mannúðaraðstoð. Loforð hafa verið gef- in um að greiða fyrir hjálparstarfi og ég ætla mér að fylgjast náið með því að þau verði efnd. Loks skulum við ekki gleyma því að þótt mannúðaraðstoð sé nauðsynleg, kemur hún aldrei í stað pólitískrar lausnar. Við getum einfaldlega ekki haldið úti svo gríðarlega umfangsmikilli aðstoð svo árum skiptir. Eftir þriggja ára átök þurfa íbúar Darfur pólitíska lausn sem aldrei fyrr. Ég hvet deilendur til að styðja viðleitni sérstakra sendimanna Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins til að tryggja vopnahlé og draga alla aðila að samningaborðinu til að komast að varanlegu friðarsamkomulagi. „Apríl er grimmastur mánaða,“ skrifaði T.S. Eliot. Ég vona að í apríl, og sannarlega ekki aprílmánuðinn þar á eftir, muni ég ekki þurfa að flytja öryggisáðinu fréttir af enn meiri manndrápum og fólksflótta í Darfur. Það er kominn tími til að binda enda á þessi hörmulegu átök. Apríl er grimmastur mánaða í Darfur John Holmes segir frá ástandinu í Darfur John Holmes »Ríkisstjórn(Súdans) ætti augljóslega að hafa áhuga á að hjálpa þeim sem bjarga lífi þegn- anna en hún virð- ist sjá sér lítinn hag í því. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna á sviði mannúðaraðstoðar og sam- ræmandi neyðaraðstoðar. ÞESSA dagana er mikið talað um kaup- máttaraukningu og hagvöxt – forsætisráð- herra segir að þjóðin hafi aldrei haft það betra – að meðaltali. Maður sem stendur með annan fótinn í sjóðandi vatni en hinn í ís hefur það að meðaltali gott, og þannig má segja að þjóðin hafi það um þessar mundir – hún sé kalin á öðrum fæti en brennd á hinum. Undanfarin ár hafa ein- kennst af mikilli þenslu og ójafnvægi í íslensku efnahags- lífi: Misskiptingu fjármagns, vaxandi fátækt og þyngri vaxtabyrði með versnandi hag fjölskyldufólks, einstæðra mæðra og aldraðra. Grafið hef- ur verið undan réttindum verkafólks með undirboðum á vinnumarkaði, einkum við stór- iðjuframkvæmdir. Svo langt er gengið að menn eiga það ekki lengur víst að vinna við mann- sæmandi skilyrði, eins og frétt- ir frá Kárahnjúkum sanna. Þar hafa hundruð verkamanna veikst vegna óviðunandi vinnu- aðstæðna og mengunar – á því herrans ári 2007 – í samfélagi sem kennir sig við velferð! Lífskjör hverra hafa batnað? Á sama tíma og þanþol hag- kerfisins hefur verið spennt til hins ýtrasta með stór- iðjuframkvæmdum, skatta- lækkunum hátekjufólks og breytingum á lánakerfinu hefur vaxta- og skuldabyrði almennings aukist. Fátækt hefur einnig aukist, einkum meðal eldra fólks og einstæðra foreldra. En olíufurstarnir fara sínu fram í skjóli missmíða á löggjöfinni – og ekki væsir um lánastofnanir eða stór- eignamenn sem þurfa hvorki að axla ábyrgð né bera byrðar með öðrum. Stjórnvöld hafa gert þeim lífið bærilegra en nokkru sinni fyrr. Hagtölur sýna að hópurinn sem notið hefur kaupmáttaraukningar undanfarinna ára er sá tíundihluti þjóðarinnar sem telst hátekjufólk – kaupmáttur hátekjuhópsins hefur aukist um 118%. Hinu er þagað yfir, að meðaltal árlegr- ar kaupmáttaraukningar hefur ekki verið lægra á neinu öðru kjörtímabili, nema í stjórnartíð Davíðs Oddssonar 1990–2000. Borginmannlegar eru yfirlýsingar stjórn- valda um að atvinna sé nú með mesta móti. Er einhver undrandi yfir því á miðju þensluskeiði með stóriðjuframkvæmdir í fullum gangi þótt atvinnustig mælist þokkalegt? En hvað þegar þeim lýkur? Þjóðhagsspá segir atvinnueysi aukast umtalsvert á þessu ári og næsta, þegar þensluáhrifin hjaðna. Við lok ársins verður það komið yfir 2%, á því næsta yfir 3% og stefnir hærra. Seðlabankinn spáir 5% at- vinnuleysi. Við Íslendingar höfum lægsta hlutfall þeirra sem njóta framhalds- og háskóla- menntunar á Norðurlöndum. Ísland er í 23. sæti af 30 OECD-ríkjum þegar kemur að menntun. Hvað segir það okkur um mögu- leika íslenskrar æsku til lífsgæða og athafna í hnattvæddum heimi framtíðarinnar – ég tala nú ekki um þegar kreppir að á vinnumarkaði? Fjöldi fátækra hefur þrefaldast Í kaupmáttarumræðunni hefur lítið farið fyrir þeirri staðreynd að fjöldi fátækra barna hefur þrefaldast í tíð núverandi stjórnarherra (úr 2,1% árið 2000 í 6,6% árið 2004). Fjöldi fátækra barna einsstæðra foreldra hefur nánast tvöfaldast (úr 10,5% í 18%) á sama tíma: Nærri lætur að fimmta hvert barn á Íslandi búi við fátækt. Barn foreldra sem hafa ekki efni á að greiða fyrir íþróttir þess, tómstundastarf eða tann- læknaþjónustu er fátækt barn. Börn sem hreyfa sig minna en önnur börn, heldur fitna, hafa verri tannheilsu og heilsufar al- mennt, geta ekki klæðst eins og hin börnin – það eru fátæk börn sem eiga á hættu félagslega ein- angrun. Ekkert barn á það skilið að vera dæmt frá þeim lífs- gæðum að vera jafnoki annarra og fullgildur meðlimur í hópi – síst á Íslandi nú á dögum. Meðan það glymur í eyrum okkar að lífskjör séu að batna fjölgar stöðugt þeim fjölskyldum sem leita framfærsluaðstoðar. Séu opinberar tölur lesnar ofan í kjölinn sést að fátækt er meiri á Íslandi en í nokkru hinna Norð- urlandanna um þessar mundir. Fátækt er tvöfalt meiri á Íslandi en í Noregi, svo dæmi sé tekið. Hvergi á öllum Norðurlöndum hefur fátækt aldraðra aukist jafn hratt og hér. Hún var 13,6% árið 1998, er nú nálægt 30%. Í þessu landi velmegunar og kaupmáttar lifir um þriðjungur ellilífeyrisþega undir við- urkenndum fátæktarmörkum – og einnig þriðjungur einstæðra foreldra (31%). Það er þrisvar til fjórum sinnum hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndum. Hvað eru lífskjör? Okkur er sagt að lífskjör séu að batna. Samt lengjast biðlistarnir eftir hjúkr- unarrýmum og heilbrigðisþjónustu. Neyðar- ástand hefur skapast á BUGL sökum biðtíma eftir geðheilbrigðisúrræðum við börn og ung- linga. Það er sama hvert litið er í velferð- arþjónustunni, alls staðar eru biðlistar. Var það þetta sem verkalýðshetjurnar sáu fyrir sér í upphafi vegferðar? Að það væru hinar vinnandi stéttir sem stæðu undir velmegun hinna án þess að hljóta fullan skerf af sameig- inlegum gæðum? Leiðarljós jafnaðarmanna um heim allan er að byggja upp samfélag þar sem hver maður gefur eftir getu og þiggur eftir þörfum. Í okk- ar íslenska velferðarsamfélagi, sem svo kallar sig, er ekki seinna vænna að dreifa meðaltali lífskjaranna betur. Fátækt og velmegun – Ísland í dag Hvað eru lífskjör spyr Ólína Þorvarð- ardóttir og segir undanfarin ár hafa einkennst af mikilli þenslu og ójafnvægi Höfundur er fræðimaður og háskólakennari. Ólína Þorvarðardóttir » Fullyrt aðlífskjör hafi batnað: Þó þre- faldaðist fjöldi fátækra á fjór- um árum og stöðugt fjölgar þeim fjölskyld- um sem leita framfærsluað- stoðar. FORSÆTISRÁÐHERRA á að hafa sagt, spurður um tillögu Val- gerðar Sverrisdóttur að viðurkenna lögleg og lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Pal- estínu, að hann sé nú ekkert hrifinn af Ha- mas. Nú geri ég ráð fyrir að þetta hafi ver- ið sagt í hita leiksins hjá Kosninga-Agli. Geir Haarde hafði ver- ið í samtali við Egil í Silfrinu á lokadegi landsfundar Sjálf- stæðisflokksins og mæltist þá á allt annan og jákvæðari hátt um Palestínu sem hann vildi að Ísland hefði gott samband við. Varla ætlar forsætisráðherra að láta það ráða afstöðu sinni til stjórn- málasambands við einstök ríki, hvort honum líki við flokka eða ein- staklinga þar um slóðir. Kann Geir Haarde vel við Pútin eða Bush? Er hann hrifinn af kín- verska komm- únistaflokknum? Ef ekki, ætlar hann þá beita sér gegn stjórn- málasambandi Íslands við Rússland, Banda- ríkin og Kína? Varla. Annað mál er, að það er engan veginn jafn- aðarmerki á milli Ha- mas-samtakanna og palestínsku stjórnvald- anna. Þar er sann- anlega þjóðstjórn við völd sem ekki einasta stærstu stjórnmálaöflin, Fatah og Hamas, hafa sameinast um, heldur líka smærri flokkar á löggjaf- arþinginu, þannig að bókstaflega öll stjórnmálaöfl á herteknu svæðunum hafa lagt grunn að réttnefndri þjóð- stjórn. Það var skömm að því að Vest- urveldin skyldu veita Ísraelsstjórn liðsinni í að einangra Palestínu, póli- tískt og efnahagslega, eftir kosning- arnar í janúar í fyrra, vegna þess að mönnum líkuðu ekki úrslitin. Kosn- ingarnar höfðu þó farið fram eins vel og kostur var við aðstæður hernáms. Erlendir eftirlitsaðilar, þar á meðal Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, gáfu þeim hæstu einkunn og kosningaþátttaka var góð. Úrslitin breyttu ekki miklu hjá Ísraelsstjórn. Hún hefur hvort sem er neitað að eiga viðræður við palestínsk stjórn- völd um framtíð landsins. Allt frá því að Sharon og síðar Ol- mert komust til valda hefur það ver- ið opinská stefna Ísraels að ákveða einhliða um málefni hertekinnar Palestínu. Engu breytir hvort Fatah eða Hamas eru við völd. Ekki var rætt við Arafat. Það hefur hins veg- ar auðveldað Ísraelsstjórn mála- reksturinn að Hamas-samtökin unnu síðustu kosningar. Ísraelsstjórn hefur fyrr og síðar reynt að einangra Palestínumenn, gera þeim ómögulegt að búa í landi sínu og helst að gera þá útlæga. Stærstur hluti palestínsku þjóð- arinnar, yfir fjórar milljónir manns, er flóttamenn. Úrslit kosninganna í fyrra urðu Ísraelsstjórn verkfæri til að auka enn á þjáningar Palest- ínumanna. Skýrslur hjálpar- og mannúðarstofnana, þar á meðal Sameinuðu þjóðanna, eru einróma í mati sínu á hörmulegu ástandi á herteknu svæðunum, ástandi sem versnaði enn frekar með við- skiptabanni Ísraels og Vesturlanda. Noregsstjórn hefur nú tekið frumkvæði í að rjúfa einangrun Pal- estínu með því að viðurkenna þjóð- stjórnina tafarlaust og aflétta við- skiptabanninu. Ísland á þegar í stað að fylgja þessu fordæmi. Það væri skerfur til mannúðar og friðar í landi sem búið hefur við hernám í 40 ár. Viðurkennum þjóðstjórn Palestínu tafarlaust Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um málefni Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson »Noregur hefur tek-ið frumkvæði í að rjúfa einangrun Pal- estínu með því að viðurkenna þjóðstjórn- ina og aflétta viðskiptabanni. Fylgj- um því fordæmi strax. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.