Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 45 TIL STENDUR að gera Há- skólabíó að heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar, segir í tilkynn- ingu frá Senu sem nýverið tók yfir rekstur bíósins við Hagatorg. Frá og með deginum í dag verð- ur áhorfendum boðið að kaupa tvo miða á verði eins á íslensku mynd- irnar Kalda slóð og Mýrina. Þessar tvær myndir eru best sóttu íslensku bíómyndir undanfar- inna ára en hvorki meira né minna en 85 þúsund manns hafa séð Mýr- ina. Mýrin hefur verið valin í að- alkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary sem fram fer um mánaðamótin júní/júlí. Hátíðin er ein svokallaðra A-hátíða, sem haldnar eru ár hvert, en aðrar slík- ar hátíðir eru t.d. Kvikmyndahá- tíðin í Berlín, Cannes-kvik- myndahátíðin auk árlegra hátíða í Sundance, Toronto og San Sebast- ian. Köld slóð var sýnd á markaðs- sýningum á kvikmyndahátíðinni í Berlín og þá seld til Austurríkis, Brasilíu, Danmerkur, Finnlands, Mexíkó, Noregs, Sviss, Svíþjóðar og Þýskalands. Tvær sýningar fyrir væntanlega kaupendur verða á myndinni á kvikmyndahátíðinni í Cannes um miðjan í maí. Heimavöllur við Hagatorg Mýrin Um 85 þúsund manns hafa þegar séð hana. Köld slóð Á leið til Cannes. COURTNEY Love, ekkja Kurts heitins Cobain, hyggst selja meiri- hluta eigna hans á uppboði í náinni framtíð. Love og Cobain gengu í hjóna- band árið 1992 og eignuðust dótt- urina Frances Bean sama ár. Tveim- ur árum síðar fyrirfór Cobain sér eins og frægt er orðið. „Dóttir mín hefur ekkert að gera við fulla poka af skyrtum,“ sagði Love um málið. „Hún erfir hins- vegar gítarana hans og textann við „Smells Like Teen Spirit“. Allt aukadót sem við þurfum ekki á að halda seljum við.“ Náttföt af Kurt eru þó eitthvað sem helst í eigu mæðgnanna en Love segist enn sofa í náttfötunum hans. „Ég veit ekki hvernig ég á að hefja annað ástarsamband á meðan ég sef enn í náttfötunum hans Kurt.“ Love segir ákvörðunina um upp- boð tekna í mesta bróðerni við félaga Cobains og vini. Cobain Ætli þessi peysa verði boð- in upp? Skyrtur Coba- ins á uppboði ÁHUGASAMIR geta á næstunni fjárfest í bók sem inniheldur alla texta og ljóð sem tónlistarmaðurinn Sting hefur nokkurn tímann párað niður á sinni 55 ára ævi. Bókin ber hinn borðliggjandi titil Lyrics by Sting, eða Textar eftir Sing, og kemur hún út með haust- inu. Auk allra texta Sting frá sólóferli hans og áranna með Police hefur bókin að geyma frásagnir Sting af hinu og þessu í kringum textana sjálfa. Reuters Sting „Vei, allir textarnir mínir komnir saman í eina bók.“ Textar eftir Sting Debenhams í Smáralind er nýr samstarfsaðili Vildarkorts Icelandair og Visa. Frá og með 1. maí fá handhafar Vildarkorts Icelandair og Visa, Vildarpunkta, í hvert skipti sem kortið er notað, þegar greitt er hjá Debenhams. TVÖFALDIR PUNKTAR Í MAÍ Við bjóðum Debenhams velkomið í hóp samstarfsfyrirtækja okkar í verslun og þjónustu og vekjum sérstaka athygli á að í maí fá viðskiptavinir tvöfalda Vildarpunkta hjá Debenhams. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 73 44 0 4. 2 0 0 7 MADRID MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON REYKJAVÍK AKUREYRI BERGEN GAUTABORG NÚ GETUR ÞÚ SAFNAÐ VILDARPUNKTUM HJÁ DEBENHAMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.