Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Róm hefur verið nefnd „borgin eilífa“ og ber nafn með rentu. Engin borg jafnast á við Róm hvað varðar sögulegar minjar, listræna arfleifð og umhverfi sem endurspeglar rætur og sögu vestrænnar menningar í gegnum 2500 ár. Sæktu Róm heim og láttu heillast. www.uu.is hin forna Vikuferðir með Ólafi Gíslasyni 12.–19. júní og 7.–14. ágúst ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS HÓTEL GENOVA 12.–19. júní. Nýtískulegt hótel með smekklega innréttuðum herbergjum. Mjög miðsvæðis, örstutt frá Colosseum. HÓTEL PONTE SISTO 7.–14. ágúst. Gott 4 stjörnu hótel skammt frá Vatíkaninu. Herbergin er rúmgóð og vel búin helstu þægindum. 123.990 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallaskattar, hótel með morgun- verði, allar skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. Öll skipulagning ferðarinnar og leiðsögn er í höndum Ólafs Gíslasonar, sem hefur áratuga reynslu í leiðsögn um söfn og sögustaði Rómar. Nafn Ragnheiður Elín Árnadóttir. Starf Aðstoðarmaður forsætisráð- herra. Fjölskylduhagir Gift Guðjóni Inga Guðjónssyni og við eigum einn son og svo á ég tvær stjúpdætur. Kjördæmi Suðvestur, 5. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Helstu áhugamál? Útivist, gönguferðir, línuskautar, lestur og samvera með fjölskyld- unni. Hvers vegna pólitík? Það er sambland af pólitískri hug- sjón og meðfæddri afskiptasemi! Þetta er leiðin til að hafa áhrif á samfélagið og ég vil taka þátt í því. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Já, það tel ég að hljóti að vera. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að við erum svo mörg að reyna að komast þangað! Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Ég get ekki nefnt eitthvað eitt. Það sem ég vil gera er að koma sjálfstæðisstefnunni inn í sem flesta málaflokka en hún snýst um virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans til orða og athafna. Þarf breytingar? Við þurfum að halda áfram á sömu braut og gera gott þjóðfélag enn betra. Nýir frambjóðendur | Ragnheiður Elín Árnadóttir Hugsjón og meðfædd afskiptasemi Sjálfstæð Ragnheiður Elín vill koma sjálfstæðisstefnunni að. Nafn Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Starf Borgarfulltrúi. Fjölskylduhagir Gift og á eina dóttur. Kjördæmi Reykjavík norður, 4. sæti fyrir Samfylkinguna. Helstu áhugamál? Fluguveiði og ferðalög. Hvers vegna pólitík? Á meðan til er böl sem bætt þú gast, og barist var á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Alveg örugglega. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Menn verða bara að bíða spenntir eftir því! Þarf breytingar? Já, tvímælalaust. Það þarf ekki ann- að en að líta á biðlistapólitík ríkis- stjórnarflokkanna til að átta sig á því að í svoleiðis samfélagi viljum við ekki búa. Nýir frambjóðendur | Steinunn Valdís Óskarsdóttir Meðan til er böl sem bætt þú gast Burt með biðlista Steinunn Valdís er ósátt við „biðlistapólitík“. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRAMBJÓÐENDUR allra flokka eru á ferð og flugi þessa dagana og nýta tímann fram að alþingiskosn- ingum sem best til að kynna stefnu- mál flokks síns. Það var því líklega kærkomin hvíld fyrir Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins og Sæunni Stefánsdóttur að sitja fund Kristínar Ingólfsdóttur rektors Há- skóla Íslands í gærdag þar sem farið var yfir helstu verkefni háskólans, hvort sem þau eru vel á veg komin eða hefjast á næstu misserum. Á fundinum var víða komið við en auk Kristínar sátu hann jafnframt Ólafur Proppé rektor Kennarahá- skóla Íslands, Ólafur Þ. Harðarson deildarforseti félagsvísindadeildar, Sigurður Brynjólfsson deildarforseti verkfræðideildar og Eiríkur Hilm- arsson framkvæmdastjóri Vísinda- garða. Meðal annars var farið yfir endur- skoðun á stjórnkerfi HÍ, og samein- ingu skólans og KHÍ sem verður formlega 1. júlí 2008. Hins vegar eru mörg verkefni vegna sameiningar- innar komin á legg og hefur Stein- unn Halldórsdóttir verið ráðin verk- efnisstjóri. Bæði Kristín og Ólafur voru sammála um að verkefnið væri afar viðamikið, og tæki nokkur ár að samþætta starfsemina að fullu. Hins vegar væri einnig ýmislegt sem hægt er að nýta í upphafi. „Við sjáum það strax á fyrstu dögunum að það er gíf- urlega margt sem við getum lært af Kennaraháskólanum,“ sagði Kristín. Myndar frjósaman hálfmána Samstarf milli innlendra háskóla var töluvert til umræðu og sagði Sæ- unn m.a. að ljóst væri að mikil orka hefði farið í það að undanförnu að stofna nýja háskóla. „Við höfum ver- ið að dreifa svolítið kröftunum en núna finnst mér sem sjónum sé aftur beint að þeim sem fyrir eru og hugs- unin um hvernig hægt er að styrkja þá,“ sagði Sæunn sem sagðist sjá það fyrir sér í frekari sameiningum eða auknu samstarfi þeirra á milli. Jón og Sæunn voru afar áhugasöm um þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í kringum HÍ og ekki síst Vís- indagarðana í Vatnsmýrinni, en þeir voru lauslega kynntir á fundinum. „Við erum að gera okkur vonir um að geta kynnt verkefnið á næstunni en erum svo sem ekki að flýta okkur með það,“ sagði Eiríkur. „Við viljum geta lokið samningum og hafa fest allar forsendur þannig að ekkert sé eftir nema framkvæmdir.“ Eiríkur sagði ýmislegt benda til að hægt væri að ganga frá lausum end- um á næstu vikum. Spurður út í hvort samstarfsaðilar væru stórir sagði Eiríkur að ef horft væri á heild- ina væru stærri aðilar með stærsta hlutann af því plássi sem í boði er. „Við erum með heimildir upp á fimm- tíu þúsund fermetra og gerum okkur vonir um að geta aukið það dálítið. En einnig verður pláss fyrir sprota- fyrirtækin, sem í heildina þurfa ekki svo mikið pláss.“ Að auki verður verkfræðideildin með aðsetur í Vísindagörðum, þ.e. framhalds- og doktorsnámið í verk- fræði, auk raunvísindagreina sem ekki eru í Öskju. „Þarna er okkar draumur að verði ákveðinn suðupott- ur og innlegg háskólans er gríðar- lega mikilvægt frá sjónarhorni fyr- irtækjanna,“ segir Eiríkur. Sigurbjörn tók undir orð Eiríks og sagði mörg tækifæri felast í því að færast yfir í Vísindagarðana. Jón lýsti yfir mikilli ánægju með uppbygginguna og sagði: „Þetta myndar þá samfellda keðju; héðan, að Öskju og upp í sjúkrahús. Það myndar frjósaman hálfmána.“ Morgunblaðið/Ásdís Á ferð og flugi Sæunn Stefánsdóttir og Jón Sigurðsson þáðu fundarboð Kristínar Ingólfsdóttur, rektors HÍ. Komandi verkefni HÍ kynnt frambjóðendum Framsóknarflokkurinn á vinnustaðafundi í Háskóla Íslands Í HNOTSKURN »Vinnustaðafundir stjórn-málaflokka eru algengir um þessar mundir. »Jón Sigurðsson og SæunnStefánsdóttir áttu öðruvísi fund uppi í Háskóla Íslands í gær, þar sem verkefni HÍ voru kynnt. »Meðal þess sem var tilkynningar var sameining HÍ og KHÍ, endurskoðun á stjórnkerfi og uppbygging á næstunni, s.s. Vísindagarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.