Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KRISTJÁN Möller, alþingismaður Samfylk- ingarinnar í Norðausturkjördæmi, segir kostnað við breytingar á „nýrri“ Grímseyjar- ferju orðinn a.m.k. 500 milljónir króna og a.m.k. 100 milljónir eigi enn eftir að bætast við. Kristján situr í samgöngunefnd Alþingis og hefur óskað eftir fundi í nefndinni til þess að ræða um Grímseyjarferjuna, en þess má geta að í upphafi var gerð áætlun um kostnað við nýsmíði Grímseyjarferju og var talið að hún myndi kosta 700–800 milljónir króna. Gamalt skip var keypt frá Írlandi fyrir Þingmaðurinn tekur svo til orða að það hafi verið hneyksli að kaupa svona gamalt skip, enda hafi hreppsnefnd Grímseyjar lagst gegn kaupunum í bréfi í september 2005, eftir að fulltrúar hreppsins skoðuðu skipið. „Ráðu- neytið svaraði og bað þá að hafa engar áhyggj- ur.“ Hann segir ráðherra hafa sagt í umræðum á Alþingi að kostnaður hefði hækkað vegna ýmissa óska Grímseyinga, „en það lá alltaf fyr- ir að ekki nema hluti af því sem tekið var fram í útboðinu væri nóg til þess að skipið gæti orðið ferja til Grímseyjar,“ segir Kristján. Skipið kostaði 102 milljónir og upphaflegt samningsverð vegna endurbóta var 117 millj- ónir króna. „Síðan hefur ýmislegt þurft að gera sem var ekki í útboðinu; til dæmis er búið að taka upp allar vélar skipsins, sem kostar 70–80 milljónir er mér sagt og skipt hefur verið um nánast all- ar plötur í byrðingi skipsins, bæði bakborðs- og stjórnborðsmegin. Svo er fleira eins og lúg- ur og hlerar, til þess að taka vörur um borð og keyra bíla til og frá borði, sem kosta rúmar 100 milljónir,“ segir Kristján. nokkrum misserum og nú er unnið að breyt- ingum á því í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. „Ég gerði mér ferð þangað í morgun og ég verð að segja að ég varð fyrir áfalli að skoða skipið,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta mál er ein sorgarsaga og hreinn skandall í stjórnsýslu sem samgönguráðuneytið ber ábyrgð á. Þess vegna hef ég óskað eftir því bréflega við for- mann samgöngunefndar að nefndin komi sam- an og ýmsir aðilar, ráðgjafar og aðrir sem að ákvörðuninni komu, verði kallaðir á fundinn.“ Kristján segir kostnað yfir 500 milljónum „Varð fyrir áfalli að skoða skipið,“ segir Kristján Möller alþingismaður um „nýju“ Grímseyjarferjuna KRÖFUGANGA verður tekin upp á ný á hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Akureyri í dag, en hún var felld niður í fyrra vegna lélegrar þátttöku árin þar á undan. Þeir sem hug hafa á að fara í kröfugöngu eiga að mæta við Al- þýðuhúsið kl. 13.30. Allir sem mæta í gönguna fá afhenta happdrætt- ismiða, nöfn heppinna vinningshafa verða svo dregin út í Sjallanum, en þar fer hátíðardagskrá fram. Kröfugangan leggur af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Í Sjallan- um flytur Arna Jakobína Björns- dóttir, formaður Kjalar, ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna, Soffía Gísladóttir flytur tölu og aðalræðu dagsins heldur svo Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB. Skemmtidagskrá verður í Sjallan- um, kaffiveitingar í boði og dregið í happdrættinu. Samstaða við Eyjafjörð eru kjör- orð dagsins.  Stefna – félag vinstri manna heldur árlegan morgunfund á bar- áttudegi verkalýðsins í níunda, á Mongo sportbar í Kaupangi kl. 11. Kröfu- ganga á nýjan leik Hátíð í Sjallanum SÓLIN skein skært í Eyjafirðinum í gær eins og í fyrradag, þegar hitamet- ið í apríl féll á Akureyri. Fólk var léttklætt og ýmis verkefni sem alla jafna eru unnin innandyra voru leyst úti undir berum himni. Sumt var þó með hefðbundnu sniði; eins og venjulega var t.d. mikið fjör í sundlauginni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sama góða veðrið YFIRSTJÓRN Slökkviliðsins á Ak- ureyri gagnrýnir sinubruna í Eyja- firði undanfarna daga. Áður fyrr hafi útköll vegna sinubruna oftast orðið vegna fikts barna og unglinga en góðu heilli hafi útköllum vegna þess fækkað mjög. Ingimar Eydal, aðstoðarslökkvi- liðsstjóri, segir í pistli á heimasíðu slökkviliðsins að nokkrir bændur í Eyjafjarðarsveit hafi ákveðið, eins og Akureyringar og Eyfirðingar allir tóku eftir, að brenna sinu um helgina. Í sunnanáttinni barst reyk- urinn yfir nærliggjandi sveitir, á laugardaginn fengu íbúar austan fjarðar reykinn yfir sig en í blíðviðr- inu [á sunnudag] barst reykurinn yf- ir Akureyri og Hörgárbyggð. „Slökkviliðið hefði svo gjarnan viljað slökkva þennan eld eins og aðra elda en þegar menn hafa leyfi sýslumanns og lögin á bakvið sig þá getum við því miður lítið gert nema kallað eftir breytingum á viðkom- andi lögum,“ segir Ingimar Eydal. Ingimar skýrir frá því að þeir sem brenndu sinuna hafi til þess leyfi Sýslumannsins á Akureyri „en að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að Slökkvilið Akureyrar kemur ekki að þessum leyfisveitingum og hefur ekki verið leitað umsagnar slökkvi- liðsins áður en þessi leyfi eru veitt enda ekki ákvæði um slíkt í lögum. Lögin taka heldur illa á mengunar- þætti þess að brenna sinu en slökkvi- liðsstjóri getur aðeins gert athuga- semdir ef hætta er á útbreiðslu elds eða mannvirki eða gróður eru í hættu. Það er mat yfirstjórnar Slökkviliðs Akureyrar að þessum lögum þyrfti að breyta og reyndar er það mat sérfræðinga að slíka brennslu ætti ekki að leyfa.“ Slökkviliðið á móti sinubruna Í HNOTSKURN »Útköllum hefur fjölgaðvegna sinubruna í sveitum þar sem oftast er um að ræða að ábúendur kveikja viljandi í sinu og oft með leyfi frá sýslumanni og jákvæðri umsögn umhverfis- nefndar viðkomandi sveitarfé- lags, segir á heimasíðu Slökkvi- liðsins á Akureyri. Sinubruni Eftirminnilegur sinu- bruni í Eyjafirði í fyrravor. Fáskrúðsfjörður | Flutt var inn í nýj- an leikskóla á Fáskrúðsfirði sl. föstu- dagsmorgun. Nafn leikskólans flyst með og heitir hann því áfram Kæri- bær. Farið var í skrúðgöngu frá gamla skólanum að þeim nýja, en í henni voru auk barnanna á Kærabæ leik- skólakennarar og foreldrar, ásamt lögreglu, sem sá um að allt færi tryggilega fram. Gengið var eftir aðalgötu bæjarins þar sem börnin sungu fyrir þá sem fylgdust með göngunni. Gengið var um lóð grunnskólans þar sem börnin voru boðin velkomin af nemendum og kennurum grunn- skólans en byggingarnar eru sam- byggðar. Íbúar Uppsala, dval- arheimilis aldraðra, fylgdust með hópnum þegar að skólanum var komið. Forstöðukonu skólans, Hrafnhildi Unu Guðjónsdóttur, var færður blómvöndur frá foreldra- félagi Kærabæjar. Aðstaðan á nýja skólanum er glæsileg og glöddust börnin, kennarar þeirra og aðstand- endur mjög yfir þessu framfaraspori í leikskólamálum staðarins. Þrammað úr gömlum Kærabæ í nýjan Morgunblaðið/Albert Kemp Egilsstaðir | Á sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum hefur engin afleysing fengist fyrir sjúkraliða og hjúkrun- arfræðinga í sumar. Framkvæmda- ráð Heilbrigðisstofnunar Austur- lands (HSA) á Egilsstöðum hefur í ljósi þessa ákveðið að loka fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið frá föstudeg- inum 11. maí nk. í óákveðinn tíma. Framkvæmdaráð mun endurskoða þessa ákvörðun ef forsendur breyt- ast. Frá þessu greinir í fréttatilkynn- ingu frá HSA á Egilsstöðum. Á sjúkrahúsinu þar starfa rúmlega 90 starfsmenn og vantar 18 manns. Starfsfólk hefur vantað um nokkurt skeið en trauðlega fengist. Að loka fyrir innlagnir er því ekki sparnaðar- ráðstöfun heldur vegna fólkseklu meðal starfsmanna, þrátt fyrir að auglýst hafi verið ítrekað eftir fólki í vetur. Starfsemi HSA á Egilsstöðum skiptist í öldrunarhjúkrun langlegu- sjúklinga og bráðainnlagnir af ýmsu tagi. Segir Pétur Heimisson yfir- læknir að styttri innlagnir leggist nú af og reynt verði að sinna af fremsta megni hjúkrun þeirra öldruðu sjúk- linga sem fyrir eru á stofnuninni. Heimahjúkrun verður aukin og sjúk- lingum sem þarfnast innlagna verð- ur vísað t.d. á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað en ljóst er að afar bagalegt er að til þessarar lokunar þurfi að koma. Lokað á allar innlagnir Fáskrúðsfjörður | Vel á annað hundrað manns sat stofnfund nýs sameinaðs verkalýðsfélags á Austur- landi, sem haldinn var í félagsheim- ilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði á laug- ardag. Félagar í hinu nýja, sameinaða félagi eru hátt í 10.000 talsins. Félagið, sem hlaut nafnið AFL – starfsgreinafélag á stofnfundinum, verður til við sameiningu þriggja verkalýðsfélaga; AFLs – starfs- greinafélags Austurlands, Verka- lýðsfélags Reyðarfjarðar og Vökuls stéttarfélags. Hjördís Þóra Sigur- þórsdóttir, formaður Vökuls á Hornafirði, var kjörin formaður hins nýja félags, með atkvæðum allra fundarmanna. Félagssvæði hins nýja félags nær allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Styrkir launafólk á Austurlandi Nýkjörinn formaður, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, sagði daginn marka tímamót í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar á Austurlandi. Hún sagðist þeirrar skoðunar að þetta væri rétt leið til að styrkja launafólk á landsbyggðinni, þjappa sér saman og mynda sterkar félagseiningar til að halda þjónustunni hjá grasrót- inni, um leið og styrkurinn væri sótt- ur þangað. Hjördís Þóra sagði sam- stöðu og þátttöku í starfi félagsins leggja grunninn að þeim krafti sem félagið þyrfti á að halda til að geta beitt sér. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, flutti ávarp við upphaf fundarins og sagði meðal annars, að það væri alltaf ánægju- efni þegar leitað væri árangursríkra leiða til að bæta starfið í verkalýðs- hreyfingunni og kvaðst sannfærður um að stærri einingar væru vænlegri til árangurs í því umhverfi sem við nú hrærumst í. Grétar benti jafn- framt á, að sameiningar verkalýðs- félaga væru engin nýlunda á Aust- fjörðum, því tiltöluleg skammt væri síðan félög á svæðinu hefðu verið á annan tug talsins. Nú væri verið að stíga enn stærri skref til sameining- ar og því ljóst að reynslan af fyrri sameiningum væri góð. Grétar sagði að sameining af þessari stærðar- gráðu væri auðveldari í dag en fyrir nokkrum árum, bæði vegna bættra samgangna og samskiptatækni. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir hitt nýja félag, auk reglugerða fyrir deildir og sjóði félagsins, með öllum greiddum atkvæðum. Félagar í hinu nýja, sameinaða fé- lagi eru hátt í 10.000 talsins. 10 þúsund félagar í nýju sameinuðu verkalýðs- félagi á Austurlandi AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.