Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BÍLAUMBOÐIÐ Brimborg bíður nú svara frá olíufélögunum Skeljungi og Olís um hvort þau telji fýsilegt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á et- anól sem orkugjafa í bifreiðum og verði svarið jákvætt er ekkert því til fyrirstöðu að flytja inn hundruð, ef ekki þúsundir, bifreiða sem hagnýta hið óhefðbundna eldsneyti. Boltinn er því hjá olíufélögunum en samkvæmt upplýsingum talsmanna Skeljungs og Olís eru þessi mál til al- varlegar skoðunar og niðurstaðna forkönnunar að vænta fyrir júníbyrj- un í sumar. Þetta segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Brimborgar, sem telur slíka sam- vinnu bílaumboða og eldsneytissala mundu verða mikilsvert framlag til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda frá bílaflotanum, sem farið hef- ur ört vaxandi hin síðustu ár. Miðað við að hlutur etanólsins yrði að hámarki 85% í eldsneytistönkum bifreiða sem nýttu blöndu þess og hefðbundins eldsneytis segir Egill að hægt yrði að minnka heildarlosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 75%, sé miðað við allan lífsferil et- anólsins. Til samanburðar áætlar kanadíska auðlindaráðið, NRC, að bruni etanóls minnki losun um 45%. Tekið skal fram að bíll kemst skemmra á etanóli en bensíni. Íslenska lausnin yrði því blanda etanóls og bensíns og telur Egill raunhæft að etanólbifreiðar geti orðið 10% heildarinnflutningsins inn- an tveggja ára, eða um 1.400 til 1.500 bílar árlega. Inntur eftir rökstuðningi fyrir þessu markmiði bendir hann á að Brimborg geti þegar flutt inn fimm etanólbíla, tvo frá Ford og þrjá frá Volvo. Á næsta ári bætist minnst fimm módel við og miðað við þróunina ætti umboðið að geta flutt inn 30 et- anólbíla í öllum stærðarflokkum inn- an tveggja ára. Önnur umboð gætu að hans mati hæglega tekið þátt í fram- boðinu, allir helstu bílaframleiðendur ynnu að þróun etanólbíla. Castro blandar sér í málið Fidel Castro Kúbuleiðtogi hefur gagnrýnt áherslu Bandaríkjastjórnar á framleiðslu etanóls úr maís með þeim rökum að hún sé ógn við þriðja heiminn, þar eð hún hækki verð á matvælum. Ýmsir svarnir andstæð- ingar byltingarleiðtogans hafa tekið undir þetta sjónarmið og bent á að framleiðslan sé auk þess orkufrek og því ekki jafnvistvæn og ætla mætti. Spurður út í þessar gagnrýnisradd- ir segir Egill að maís sé aðeins eitt hráefnanna sem framleiða má etanól úr og að framleiðsla Svía á slíku elds- neyti úr lífmassa úr timbri sýni að hún þurfi ekki að hækka matarverð. Þá beri að líta til þess að mikið rækt- arland innan Evrópusambandsins, ESB, liggi ónýtt og bændum innan þess greitt fyrir að yrkja ekki landið til að hækka ekki matarfjallið. Með því að hvetja bændur til að rækta líf- massa fyrir etanólframleiðslu yrði því stigið skref í átt frá niðurgreiðslum til landbúnaðar, kolefnisbinding í gróði myndi aukast og áhrif á matarverð yrðu engin. „Í Svíþjóð vinna tæknifyrirtæki stöðugt að því, ásamt stjórnvöldum, sveitarfélögum og ESB, að fullkomna framleiðsluaðferðirnar. Nú er svo komið að 98 prósent þess lífetanóls, sem framleitt er, er alveg laust við jarðefnaeldsneyti í framleiðsluferlinu og því er í rauninni þegar um lokaða hringrás að ræða. Allt bensín í Sví- þjóð er í dag blandað með a.m.k. 5% af etanóli.“ Spurður um þátt ríkisvaldsins í að stuðla að útbreiðslu etanólsins er Eg- ill þeirrar skoðunar að leggja eigi aukin gjöld á jarðefnaeldsneyti, veita afslátt af etanólinu og metangasi, en til mótvægis lækka vörugjöld á bílum, sem Bílgreinasambandið hafi nýlega ályktað að eigi að vera 15%, en ekki 30 eða 45% eftir því hvort vélar séu yfir 2.000 rúmsentimetrum að stærð. Afnám stjórnvalda á vörugjöldum á vetnis- og rafmagnsbílum og lækkun gjalda á metanbíla sé táknrænt skref sem hafi mjög lítið að segja, ekki sé raunhæft að slíkum bifreiðum muni fjölga í bráð því að úrval þeirra sé tak- markað enn sem komið er. Niðurstaða í lok mánaðarins Shell hefur tekið virkan þátt í sölu etanólsins í Svíþjóð og segir Egill heildarmarkaðinn hafa vaxið hratt, fjöldi stöðva í eigu ýmissa olíufélaga sem bjóði upp á etanól hafi aukist úr 0 árið 2001 í um 800 í ár. Fjöldinn aukist dag frá degi og 100 stöðvar bæst við í marsmánuði. Skeljungur er handhafi vörumerk- isins Shell á Íslandi og kann sama þróun að eiga sér stað hér. „Við gerum ráð fyrir að þeirra sé að vænta í lok maí,“ segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, um hvenær megi vænta niðurstaðna forkönnunar á fýsileika þess að selja etanól á bensínstöðvum. „Ég er frekar bjartsýnn á að þetta geti orðið að veruleika. Það þarf að hafa í huga að það er alveg óljóst af hvaða stærðargráðu þetta verður. Innkaupsverð á etanóli verður hærra en á bensíni. Þetta verður því tæpast samkeppnishæft nema yfirvöld beiti einhverjum ívilnunum yfir umhverf- isvænt eldsneyti.“ Jón Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Olís, er sam- mála Gunnari Karli um að einhverjar ívilnanir þurfi að koma frá ríkisvald- inu, fyrirtækið sé að fara yfir etanól- málin og að niðurstöðu fýsileikakönn- unar sé að vænta á næstunni. „Heimurinn getur ekki búið við þetta ójafnvægi sem er á heimsmark- aði með olíu í dag,“ segir Jón Ólafur Halldórsson. Undirbýr innflutning þúsunda etanólbifreiða  Framkvæmdastjóri Brimborgar þrýstir á olíufélögin  Skýrist í lok maí Morgunblaðið/Ómar Lífrænt eldsneyti Hér mun etanól verða einn af mörgum valkostum. Í Brasilíu er etanól hins vegar framleitt úr sykurreyr og notkunin mikil. BANDARÍKIN ganga nú í gegnum nýtt tímabil í orkusögu sinni þar sem allt kapp er lagt á fram- leiðslu etanóls og er kappið svo mikið að leita þarf aftur um fjóra áratugi og til áherslu raf- orkufyrirtækjanna á smíði kjarnorkuvera til að finna jafnhraðar breytingar á orkumarkaði. Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Matthew L. Wald í úttekt sinni á etanólmarkaðnum vestanhafs, í tímaritinu Scientific American, þar sem hann meðal annars lýsir yfir efasemdum um umhverf- isávinninginn af því að framleiða etanól úr maís. Við fyrstu sýn ætti þessi þróun að vera um- hverfissinnum gleðiefni en þegar betur er að gáð er allsendis óvíst hvort etanól úr maís er jafn- vistvænt og helstu formælendur fullyrða. Öðru máli kann að gegna um framleiðslu úr sellu- lósa, lífmassa sem inniheldur minna magn sykurs, hráefnis etanóls, öðru nafni vínanda, í trefjunum, sem krefst minni orku, að því gefnu að framfarir verði í notkun ensíma við niðurbrot þessa lífmassa. Mikilvægt er að haft sé í huga að gera þarf lífsferilsgreiningu á etanól- inu sem flutt er til Íslands m.t.t. þess magns gróðurhúsalofttegunda sem framleiðsluferlið leiðir af sér. Svíar hafa valið síðarnefndu leiðina sem á eft- ir að verða hagkvæmari samfara þróun niður- brotsefna og hefur Samuel Bodman, orku- málaráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að aðferðin verði samkeppnishæf vestanhafs fyrir árslok 2011. Wald rifjar upp að í ágúst 2005 hafi Banda- ríkjaþing sett sér það markmið að framleiða 34 milljarða lítra af etanóli fyrir árið 2012, miðað við um 18 milljarða lítra framleiðslu árið sem frumvarpið var samþykkt. Áttu skattaívilnanir að ýta undir aukninguna en óumdeilt er að samhengi pólitísks óstöð- ugleika og þess hvar olíu er að finna á mikinn þátt í þessari stefnumörkun stjórnvalda. Til samanburðar nemur bensín- og dísilnotk- unin um 636 milljörðum lítra á ári og myndi að sögn heimildarmanns Wald framleiðsla etanóls úr öllum fáanlegum maís í Bandaríkjunum að- eins jafngilda að hámarki sjö prósent olíu- notkunar farartækja. Í þessu samhengi skal tekið fram að etanólið er um þriðjungi orku- minna en jarðefnaeldsneyti og því nægir ekki að horfa á lítrafjöld- ann. Að sögn Wald telja sérfræðingar að þetta markmið muni nást mun fyrr vegna skattareglna stjórnvalda og niðurgreiðslna – og ef olíuverð haldist hátt – því kostnaðurinn við að vinna etanól úr lífmassa sé lægri en þær 159 krónur sem gallonið, eða 4,54 lítrar, hafi kostað síðasta haust á bandarískum bensínstöðvum. Maísinn ekki framtíðin Líkt og leiðarahöfundur tímaritsins Econom- ist gerði nokkru eftir birtingu greinarinnar kemst Wald að þeirri niðurstöðu að framleiðsla etanóls úr maís sé hreint ekki umhverfisvæn, sex rannsóknir vísindastofnunarinnar California Institute of Technology bendi til að framleiðsla einnar orkueiningar – í þessu tilviki eins mega- júls af orku – úr maís krefjist 0,77 eininga úr orku úr jarðefnaeldsneyti. Sé hráefnið sellulósi, s.s. úr stilkum plantna, krefst framleiðslan 0,10 eininga sem er að sjálfsögðu mun ákjósanlegra. Þá er gas víða notað sem orkugjafi við fram- leiðsluna og þarf sem svarar 36.000 varmaein- ingar (Btu) af því til að framleiða þær 80.000 varmaeiningar sem er að finna í galloninu. Notk- unin hækki verðið á gasinu sem er miklu dýrara en á síðasta áratug og frá sjónarhóli loftslags- verndar er reikningsdæmið sagt koma enn verr út þar sem kol koma í stað gassins. Ennfremur segir Wald flutningabílana sem komi etanólinu á markað dísilknúna, auk þess sem maísinn sé gerj- aður með aðstoð efna sem séu fram- leidd úr jarðgasi. Eins og áður segir krefst etanólfram- leiðsla úr sellulósa mun minni orku. Framboðið er auk þess miklu meira en af maís og hefur ver- ið áætlað að etanól úr því gæti orðið þriðjungur eldsneyt- isnotkunar farartækja í Bandaríkjunum. Svíar sækja etanól sitt í sellulósa sem er þar almennt ónýttur úrgangur frá skógarhöggi. Við framleiðslu etanóls úr sellulósanum fellur líka til tréni, helsta trefjaefni plantna ásamt beðmi, sem má brenna og svo nýta varmaorkuna við nið- urbrotið eða til raforkuframleiðslu. Þessi hring- rás er vistvæn, brennslan leiðir til losunar koltví- sýrings, CO2, í andrúmsloftið en binst aftur við ræktun plantna, hráefnis sellulósans. Íslenskir vísindamenn hafa rannsakað hvort hitakærar örverur gætu gegnt hlutverki niður- brotsefna og mun hátt olíuverð og mikill þrýst- ingur um aðgerðir til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda án efa flýta fyrir framförum á þessu sviði. Sellulósinn bíður nýrra ensíma  Framleiðsla etanóls úr maís ekki talin fýsilegur kostur  Svíar nýta timbur BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir fyllilega eðlilegt að aug- lýsa stöðu aðstoðarríkislögreglu- stjóra eingöngu í Lögbirtingablaði en ekki víðar, miðað við þann mark- hóp umsækjenda sem höfðað hafi verið til. Einn umsækjandi hefur sótt um stöðuna og rann umsóknarfrest- ur út 4. maí. Björn segir að auglýst hafi verið eftir lögfræðingi í stöðuna. „Miðað við markhópinn sem við höfðum í huga var ekkert óeðlilegt að auglýsa í Lögbirtingablaðinu,“ segir Björn. Spurður hví ekki hafi verið auglýst á vefsíðunni starfatorg.is sem fjármálaráðuneytið hefur um- sjón með og geymir upplýsingar um laus störf hjá ríkinu, segir Björn, að í þessu tilviki hafi einmitt verið farið eftir þeirri reglu frá fjármálaráðu- neytinu, að auglýsa laust embætti í Lögbirtingablaði. Starfatorgið dugi ekki til að auglýsa embætti. „Það getur verið matsatriði hvernig við stöndum að auglýsingum, en emb- ætti er okkur skylt að auglýsa í Lög- birtingablaðinu,“ segir hann. „Við fullnægjum þeirri skyldu og vitum að markhópurinn okkar les blaðið.“ Dómsmálaráðuneytið auglýsti ný- lega á starfatorgi lausa stöðu héraðs- dómara og segir Björn að í þeim efn- um sé fylgt ákveðnum fordæmum sem ekki séu fyrir hendi í tilviki að- stoðarríkislögreglustjórastöðunnar, slíkt embætti hafi aldrei verið aug- lýst áður. Hér sé um að ræða annað tveggja embætta aðstoðarríkislög- reglustjóra. Embættinu skylt að nota Lög- birtingablað ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir, menntamálaráðherra, hefur skip- að Katrínu Hall í embætti listdans- stjóra Íslenska dansflokksins til fimm ára frá 1. ágúst 2007 að telja, en Katrín hefur gegnt embættinu frá árinu 1996. Embætti list- dansstjóra var auglýst laust til umsóknar með auglýsingu, dagsettri þann fjórða mars síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust um emb- ættið og voru sendar stjórn Íslenska dansflokksins til umsagnar og til- lögugerðar. Stjórnin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra með því að Katrínu Hall yrði veitt emb- ættið. Með reglum um starfsemi Ís- lenska dansflokksins nr. 14/2002 var listdansstjóri gerður að forstöðu- manni dansflokksins í stað fram- kvæmdastjóra skv. eldri reglum. Katrín Hall áfram list- dansstjóri Katrín Hall SEXTÁN ára piltur var handtekinn í Grafarvogi í fyrrinótt vegna innbrots í fyrirtæki þar sem stolið var pen- ingakassa, sígarettum og DVD- myndum. Pilturinn komst ekki langt með stolnu munina og var stöðvaður skammt frá vettvangi. Að sögn lögreglu er öryggis- myndavél í fyrirtækinu og náðust skýrar myndir af innbrotinu. Í fórum piltsins fundust fleiri hlut- ir sem hann átti erfitt með að gera grein fyrir. Við frekari eftirgrennsl- an kom í ljós að í fyrrinótt var einnig brotist inn í bíl nærri áðurnefndu fyrirtæki og er pilturinn jafnframt grunaður um þann verknað. Tekinn fyrir innbrot ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.